Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 2
2 INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ2003 Varnarsamningur ræddur Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Elizabeth Jones, er væntanleg hingað til lands á morgun til þess að ræða bókun um framkvæmd varnarsamn- ings (slands og Bandaríkjanna. Jones mun eiga meðal annars eiga fund með Halldóri Ásríms- syni utanríkisráðherra.Búist er að við að formlegar viðræður um bókunina hefjist (kjölfar þess að ráðherrarnirtveir hitt- ast. Utanríkisráðherra hefur sagt að íslensk stjórnvöld telji núverandi viðbúnað á Keflavík- urflugvelli vera lágmarksvið- búnað og landið þurfi loftvarnir eins og önnur lönd í álfunni. ( þandarísku sendinefndinni með Elizabeth Jones verður Bresinsky, ráðherra í varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna. Þolinmæði Norðmanna þrotin Sáralítið miðar í átt að því að lyfta fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur KE af botni við Leknes í Norður-Noregi þar sem skipið sökk.Þolinmæði norskra stjórnvalda er á þrotum og hafa þau tilkynnt eigendum skipsins að verði tryggingar ekki lagðar fram fyrir því að verkinu verði haldið áfram muni þau sjá um að ná flakinu á kostnað útgerð- arinnar sem átti skipið þegar það sökk.fshúsfélag Njarðvíkur keypti flakið af útgerðarfélag- inu Festi sem rak skipið,og hef- ur ítrekað fengið frest til að skila inn verkáætlun og tryggingum fyrir því að nægilegt fjármagn sé fyrir hendi til þess að halda verkinu áfram.Síðasti lokafrest- ur norskra yfirvalda rann út 1. júní sl. Haldið til haga [ umfjöllun DV í gær um embætti ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild embættis- ins var birt tafla sem sýndi fjölda brota á síðustu fjórum árum.Sú tölfræði sem þar birtist á við um efnahagsbrotadeild Lögreglustjórans í Reykjavík en ekki efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra eins og greinin gaf til kynna. Efni blaðsins Er stór ís lítiil? - innlendar fréttir bls. 4 Baugur kaupir breska leikfangaverslun - innlendar fréttir bls. 6 Hervar og óráðsían - úttekt bls. 8 og 9 Þunglyndi landans - úttekt bis. 10 og 11 Reiðarslag Raufarhafnar - fréttaljós bls. 12 og 13 Dýr væru herbergin öll - neytendurbls.14og 15 Tvífundnaland Gyrðis - menning b1s. 18 og 19 Almenningur rændur öryggi - ritstjórnarsíða bls. 20 Óléttur dans Evu Maríu - tilvera bls. 32 Votviðrasamt víða -DV-veður, bak Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Skaftahlift 24,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setníng og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerft og prontun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Ógnuðu með hnífum og læstu starfsmenn inni í kæliklefa Lögreglan í Reykjavík hand- tók í nótt tvær stúlkur, sautján og átján ára, eftir að þær höfðu í gærkvöld ráðist inn á skyndibitastaðinn Subway í Spönginni í Grafar- vogi og framið þar vopnað rán. Stúlkumar réðust inn á skyndi- bitastaðinn um klukkan 21.30 og ógnuðu starfsfólki með hnífum. Því næst tæmdu þær peningakassann og höfðu veski og farsíma af þrem- ur starfsmönnum staðarins. Að því loknu skipuðu þær starfsfólki að fara inn í kæliklefa sem er á staðn- um þar sem þær læstu fólkið inni. Starfsmönnum tókst stuttu síðar að opna klefann með því að ýta á þar til gerðan öryggishnapp sem inni í klefanum er og lét það lög- reglu vita af ráninu kl. 21.47. Starfs- fólkið gat gert grein fyrir því hverjar stúlkurnar vom enda þekktu þær vel til á ránsstaðnum. Þeim hafði fyrr um kvöldið verið fleygt út af staðnum eftir að hafa verið þar með hávaða og læti. Starfsfólkið gat gert grein fyrir því hverjar stúlkurnar voru enda þekktu þær vel til á ránsstaðnum. Þeim hafði fyrr um kvöldið verið fleygt út afstaðn- um eftir að hafa verið með hávaða og læti. Fljótlega bámst lögreglu vís- bendingar um hvert stúlkurnar hefðu ætlað að ráninu loknu og hélt lögregla þegar í Þingholtin þar sem stúlkurnar vom handteknar. Um leið og húsráðandi opnaði dyrnar sá lögregla að ffkniefni og tæki til neyslu þeirra vom uppi við og fór hann því sömu leið og stúlk- urnar. Lítilræði af fíkniefnum vom gerð upptæk á staðnum en fólkið hefur allt komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála áður. -EKÁJ-áb SUBWAY (GRAFARVOGI:Tvær stúlkur frömdu vopnað rán á staðnum í gærkvöld. DV-mynd GVA Ég skammast mín fyrir það að vera íslendingur í dag Hrafnhildur Birgisdóttir, þriggja barna móðir í Grafarvogi, hefur hrundið af stað söfnun til aðstoðar fjölskyldu Magnúsar Freys Svein- björnssonar á ísafirði sem lést eftir hrottalega árás tveggja manna í Hafnarstrætinu í Reykjavík í fyrra. Opnaður hefúr verið reikningur í Búnaðarbankanum í Grafarvogi, banki 324, höfuðbók 26, reiknings- númer 800148 í þessu skyni og er hann á nafni Sveinbjörns E. Magn- ússonar. Hrafnhildur segir sér hafa gjörsamlega ofboðið meðferð þessa máls eftir lestur á viðtali við Sveinbjörn, föður Magnúsar Freys, í DV á mánudag. „Ég veit ekki hvað kom yfir mig, en ég var stödd á matsölustað í Keflavík ásamt syni mínum þegar ég las þessa grein. Ég fór strax út í bíl og keyrði áleiðis heim. Ég þurfti meira að segja að stoppa tvisvar á leiðinni því þetta fékk svo á mig. Þetta hefði getað verið ég og ég vildi ekki vera f þeim sporum að bíða eftir einhverjum dómi, fyrir utan það að vera með fjárhagsáhyggjur. Þetta mál fer fýrir Hæstarétt og það getur verið löng bið á því að það klárist, jafnvel eitt til tvö ár. Mér finnst því ekki spurning um að hjálpa þessu fólki og skylda okkar Hrafnhildur Birgisdóttir, þriggja barna móðir (Grafarvogi, hefur hrundið af stað söfnun til styrktar fjölskýldu fórnarlambs- ins í Hafnarstrætismálinu svokallaða. DV-mynd Hari að koma því til aðstoðar." Hrafnhildur segist hafa hringt f móður hins látna, Þorbjörgu Finn- bogadóttur, á mánudaginn. Hún hefði sagst hafi fengið mikinn stuðning frá fólki víða um land í kjölfar dómsins. „Þetta hefði getað verið mitt barn,“ segir Hrafnhildur. „Ég er þriggja barna móðir og elsta barnið mitt er sautján ára strákur. Hann stundar miðbæinn eins og margur annar og þetta hefði hæglega getað verið hann sem lenti í þessu. Þessir dómarar sem dæma í þessum málum eru bara hreinlega steiktir. Ég skammast mín fyrir það að vera íslendingur í dag. Mér finnst þetta ógeðslegt og niðurlæg- ing fyrir þjóðina. Að við skulum ekki búa við betra kerfi en þetta. Ef það eru ekki nauðganir, þá eru það morð og það liggur við að morð- ingjum sé réttur blómvöndur vegna þess að það er svo dýrt að hafa þá í fangelsi. Mér finnst ég því ekki búa við mikið öryggi í dag sem móðir. Mér finnst þetta óhugnanlegt." Þorbjörg Finnbogadóttir sagði í samtali við DV í gær að hún væri mjög þakklát fyrir þann stuðning sem fjölskyldan hafi fengið. „Ég á bara ekki til orð," sagði Þorbjörg um framtak Hrafnhildar Birgisdótt- hkr&dv.is 93% finnst dómurinn of væg- ur í Hafnarstrætismálinu. Mikill meirihluti eða 93% þeirra sem svör- uðu á DV.is spurningunni„Hvað finnst þér um nýafstaðinn dóm I manndrápsmálinu í Hafnarstræti?" sagði dóminn of vægan. Mun færri eða 3% sögðu hann réttlátan en um 5% fannst hann of þungur. Dómarnir voru 3 ár fýrir annan árásarmanninn en hinn fékk 2 ára dóm. Hvað finnst þér? Komdu á vefsíðu DV sem er á slóðinni www.dv.is og svaraðu spurn- ingu dagsins sem snýst um þetta umtalaða mál. Bingó 0Hér birtist fimmta talan í bingóleik DV. Bingóspjald fylgdi blaðinu til áskrif- enda á föstudag og erður spilað á þetta spjald í allt sumar. Veg- legir ferðavinningar em í boði fyrir þá sem fá bingó. Leikurinn byrjar með því að spiluð er B-röðin. Samhliða því að einstak- ar raðir em spilaðar er allt spjaldið spilað. Ferð með Iceland Express er í boði fyrir bingó á B-röðina en viku- ferð til Portúgals með Terra Nova Sól í boði fyrir allt spjaldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.