Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ2003 DVSPORT 37 K A R L A R J LANDSBANKADEILD 44. Staðan: Fylkir 4 3 0 1 8-2 9 KA 4 2 1 1 7-5 7 KR 4 2 1 1 4-5 7 Þróttur 4 2 0 2 6-6 6 IBV 4 2 0 2 6-7 6 Valur 4 2 0 2 6-7 6 FH 4 1 2 1 5-4 5 ÍA 4 1 2 i 4-3 5 Grindavík 4 1 0 3 4-8 3 Fram 4 0 2 2 4-7 2 Markahæstu menn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV......4 Haukur Ingi Guðnason, Fylki.........3 Hreinn Hringsson, KA ...............3 Jóhann Hreiðarsson.Val .............3 Sinisa Kekic, Grindavík.............3 Arnar Gunnlaugsson, KR..............2 BjörgólfurTakefusa, Þrótti .........2 Gunnar Þór Pétursson, Fylki.........2 Hjálmar Þórarinsson, Þrótti ........2 JónasGraniGarðarsson.FH.............2 SteinarTenden, KA...................2 Sören Hermansen, Þrótti ............2 Eftir fjórðu umferð verður gert hlé á deildinni vegna leikja íslenska landsliðsins gegn Færeyingum og Litháum í undankeppni EM. Næstu leikir: (BV-Fram...........mán. 16. júní kl. 19.15 (A-KA..............mán. 16. júní kl. 19.15 KR-Valur...........mán. 16. júníkl. 19.15 Þróttur—Fylkir .... miðv. 18.júnl kl. 19.15 FH-Grindavík .... miðv. 18.júní kl. 19.15 Skagamaðurinn Garðar Berg- mann Gunnlaugsson sést hér í baráttu við Framarann Bjarna Hólm Aðalsteinsson i leik lið- anna á Laugardalsveilinum i gærkvöld. DV-mynd Hari réðu lögum og lofum gegn Fram í gærkvöld en tókst ekki að skora Framarar sitja enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn ÍA á Laugar- dalsvellinum í gærkvöld. Skagamenn voru mun betri aðilinn í leiknum og það var mest fyrir þeirra eigin klaufa- skap að þeir hirtu ekki öll stigin sem í boði voru. Það er óhætt að segja að Framar- ar geti þakkað æðri máttarvöldum og reyndar Gunnari Sigurðssyni, markverði sínum, fyrir þá stað- reynd að liðið stóð uppi með eitt stig eftir viðureignina gegn Skaga- mönnum í gærkvöld. Skagamenn fengu mýgrút af fær- um til að skora en þeim virtist það gjörsamlega fyrirmunað. Einbeit- ingarieysi uppi við markið reyndist dýrkeypt þegar upp var staðið og ekkert fékkst fyrir ágætis spila- mennsku úti á vellinum. Það var ljóst frá upphafi að Framarar ætluðu sér ekki að taka neina áhættu í leiknum í gærkvöld. Þeir lágu mjög aftarlega og freist- uðu þess að ná skyndisóknum þar sem hraði framherjanna Andra Fannars Ottóssonar og Guðmund- Eðlileg hugsun hjá Krístni þar sem vörn liðsins hefur verið álíka götótt og svissneskur ostur það sem afer tímabili. ar Steinarssonar var lykilatriði. Eðlileg hugsun hjá Kristni þar sem vörn liðsins hefur verið álíka götótt og svissneskur ostur það sem af er tímabili. Þessi viðleitni Framara skilaði því að vörnin varð þéttari, sérstaklega í miðju varnarinnar þar sem Eggert Stefánsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson voru sterkir. Það kom hins vegar, svo um mun- aði, niður á sóknarleik liðsins sem var svo til ósýnilegur nánast allan leikinn. Liðið skapaði sér varla færi allan leikinn og má segja að hættu- legustu færi liðsins hafi verið skot vel fyrir utan vítateig sem rúlluðu yfirleitt í fangið á Þórði Þórðarsyni, markverði Skagamanna. Miðjan hjá Fram var ekki með og munaði mikið um að Ágúst Gylfason, sem fór út af meiddur í baki í háifleik, gat ekki beitt sér sem skyidi. Það verður þó reyndar að segjast Fröm- urum til vorkunnar að Reynir Leós- son og Gunnlaugur Jónsson voru mjög sterkir í vörn Skagamanna - óldeifur múr fyrir sóknarmenn Fram. Það vantaði allt púður í Framliðið og margir leikmanna liðsins spiluðu þannig að undirrit- aður efaðist stórlega um að þeir ættu nokkurt erindi í efstu deild. Skagamenn geta sjálfum sér um kennt og engum öðrum fyrir að fara ekki með þrjú stig úr Laugar- dalnum í gærkvöld. Þeir réðu lög- um og lofum á vellinum og þótt sendingarnar hittu ekki alltaf mann þá voru þeir alltaf að reyna að spila. Það sem felldi þá var að grimmdina skorti til að klára þau færi sem buð- ust. Markvörðurinn Gunnar Sigurðs- son var besti maður Framara í leiknum. Hann varði oft mjög vel og sá um að halda sínum mönnum inni í leiknum á lögnum köflum. Varnarmenn liðsins spiluðu ágæt- lega ef undan er skilinn Ragnar Árnason. Hann var úti á þekju bæði sóknar- og varnarlega allan leikinn og virtist ekki vera í formi til að spila leikinn. Sama má segja um Guðmund Steinarsson. Hann virk- aði þungur og á langt í land með að komast í sitt besta form. Miðverðirnir Gunnlaugur Jóns- son og Reynir Leósson voru bestu menn ÍA í leiknum. Þeir lokuðu vörninni kyrfilega og voru menn- irnir á baíc við þá staðreynd að Fram fékk eitt einasta opið færi í öllum leiknum. Það er hins vegar vandamál fyrir Skagamenn hversu lítið kemur út úr Grétari Rafni Steinssyni þessa dagana. Þegar hann er upp á sitt besta er hann einn af bestu miðju- mönnum deildarinnar en hann hefur verið þungur og þreyttur að undanförnu. Hann berst alltaf eins og ljón en hann er ekki jafn áber- andi á miðjunni hjá Skagamönnuin og hann þarf að vera tif að liðið eigi Grétar Rafn Steinsson hefur verið þungur og þreyttur að undanförnu og erþað áhyggjuefni fyrir Skagamenn. möguleika á að blanda sér í topp- baráttuna. Að lokum er rétt að minnast á dómgæslu Jóhannesar Valgeirs- sonar sem dæmdi hreint óaðfinn- anlega. Hann var samkvæmur sjálf- um sér, beiti hagnaði vel og var vel staðsettur allan leikinn - að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í gærkvöld. oskar@dv.is Fram-IA 0-0 (0-0) Fram (4-4-2) GunnarSigurðsson..............4 Ragnar Árnason...............1 Eggert Stefánsson............3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson....3 GunnarÞórGunnarsson...........3 Ómar Hákonarson .............2 (73., Freyr Karlsson ........-) Ágúst Gylfason ..............1 (46„ViðarGuðjónsson..........1) Ingvar Ólason................2 Daði Guðmundsson.............1 Andri Fannar Ottósson .......2 Guðmundur Steinarsson........1 (62., Kristján Brooks .......1) Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6). Ahorfendur:866. Gul spjöld: Fram: Ragnar (71.) |A: Helgi Pétur (58.) Rauð spjöld: Engin. Skot (á mark): 11 (5)-18 (8) Horn: 0-13 Aukaspyrnur: 14-16 Rangstöður: 4-1 Varin skot: Gunnar7- Þórður 5. Laugardalsvöllur 3. júnl 2003 - 4. umferð ÍA (4-3-3) Þórður Þórðarson ............3 Unnar Valgeirsson.............2 Reynir Leósson ..............4 Gunnlaugur Jónsson ..........4 Andri Karvelsson..............3 (73., Hjörtur Hjartarson.....-) Grétar Rafn Steinsson .......2 Helgi Pétur Magnússon.........2 Pálmi Haraldsson ............3 Ellert Jón Björnsson ........2 (66., Andrés Vilhjálmsson ...1) GarðarB.Gunnlaugsson..........2 Guðjón Sveinsson..............3 (66., Kári Steinn Reynisson .1) Gæði leiks: Maður leiksins hjá DV sporti: Gunnar Sigurðsson, Fram „Menn fórnuðu sér ekki nóg" sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir leikinn Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var ósáttur í leiklok þegar DV sport náði tafi af hon- um. „Það er náttúrlega með ólík- indum að við skyldum ekki vinna þennan leik miðað við þann ara- grúa af færum sem við fengum. Við vorum ekki á tánum inni í teig þegar boltinn kom og menn fórnuðu sér ekld nóg. Það vantaði alla greddu uppi við markið en ég var ánægður með spilamennsku liðsins úti á vellinum. Hvað spilið varðar var þetta besti leikur okk- ar á tímabilinu þótt hann hafi gefið jafnmörg stig og leikurinn gegn Þrótti. Við spiluðum þá sundur og saman nær allan leik- inn en það hjálpar lítið þegar menn nýta ekki færin.“ Spurður sagðist Ólafur ekki vera sáttur við stöðu liðsins eftir fjórar umferðir. „Ég hefði verið sáttur við átta stig í stað þessara fimm sem við höfum.“ Framför í vörninni Kristinn R. Jónsson, þjálfari Fram, viðurkenndi eftir leikinn að hans menn hefðu ekki spilað neitt sérstakan leik en sagði þó dýrmætt að vörnin hefði haldið. „Varnarleikurinn hefur verið okkar vandamál það sem af er tímabilinu og því var aðalmálið fyrir okkur að vera þéttir til baka. Það er grunnurinn að góðum ár- angri og mér fannst varnarieikur- inn í dag vera framför frá fyrri leikjum," sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að sókn- arleikurinn hjá liðinu hefði verið bitlaus og borið þess merki að liðið væri í botnsæti deildarinnar og sjálfstraust leikmann í algjöru lágmarki. „Stigið er hins vegar dýrmætt fyrir okkur." oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.