Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNÍ 2003 Fíkniefni fundust í bíl Tólf tíma inntökupróf Endurnýjun lögreglubíla Lögreglan í Kópavogi stöðv- aði bíl um fimmleytið í nótt við hefðbundið eftirlit lögreglunn- ar.Grunur vaknaði síðan um fíkniefnamisferli ökumannsins, sem var einn í bílnum, og við leit í bílnum fannst nokkuð af efnum. Lögreglan er ekki enn búin að greina efnin en nokkur grömm af hvítum töflum fund- ust sem lögreglan telur vera steratöflur en einnig fannst dá- lítið af hassi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri,var handtekinn og standa yfirheyrslur nú yfir. Það reynir á kunnáttu í ensku, íslensku, sagnfræði og náttúrufræði hjá þeim sem hyggjast þreyta inntökupróf í læknadeild Háskóla Islands í þessum mánuði.48 fá rétt til þess að hefja nám við deildina auk þess sem 20 öðlast rétt til að hefja nám í sjúkraþjálfun. Skráningu þátttakenda lýkur næsta föstudag og er bæði hægt að skrá sig á vef háskól- ans sem og nemendaskrá há- skólans. Aðeins er um eitt inn- tökupróf að ræða en það stendur í tvo daga og er þrjár tveggja tíma próflotur hvern dag, alls 12 tímar. Um er að ræða samkeppnispróf og því eru ekki endurtekningarpróf. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að kaupa 16 nýjar lög- reglubifreiðar á þessu ári. Af þeim eru 8 sérbúnar Volvo S 80 bifreiðar sem reynst hafa lög- reglunni afar vel á síðustu árum. Fyrsta bifreiðin var af- hent lögregluembættinu á Snæfellsnesi í lok síðasta mán- aðar. Þá verður í fyrsta skipti gerð tilraun til þess að taka nokkrar bifreiðará rekstrarleigu. Alls hafa 134 ökutæki verið endur- nýjuð á síðustu fjórum árum, þar af sex sérbúin lögreglubif- hjól. Lögreglubifreiðar er nú alls 162 á landinu öllu. Baugur að kaupa Hamleys fyrir 5,5 milljarða króna Baugur er að undirbúa tilboð í bresku leikfangakeðjuna Hamleys sem rekur fimm leik- fangaverslanir í Englandi, þar á meðal vel þekkta verslun á 5 hæðum við Regent Street í London. í frétt á vef I Financial JtI&hJqMS Timesímorg- \ 1 un segir að búist sé við kauptilboði Baugs næstu daga sem hljóða muni upp á 190-200 pence á hlut eða samtals tæpa 5,5 milljarða króna. Er þetta töluvert hærra tilboð en þau sem voru uppi í mars þegar stjórnend- um fyrirtækisins var heimilað af stjórn að leita yfirtökutilboða. Lokatilboð á markaði í gær var upp á 177 pence á hlut. f frétt FT segir að Baugur vinni að yfirtökutilboðinu með John Watk- inson, forstjóra Hamleys. Simon JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON: Ekki náðist í hann vegna vjnnslu þessarar fréttar. Talsmenn Baugs vildu heldur ekki ræða við FinancialTimes. Burke, sem skipulagði algeran við- snúning í rekstri fyrirtækisins, mun ekki koma nálægt þessum þreifing- um. Auk fimm leikfanga- verslana undir merkjum Hamleys rekur fyrirtæk- ið 31 leikfangaverslun undir nafninu Bear Factory og fjórar versl- anir undir nafni English Teddy Bear. Gangi kaup Baugs eftir verður Hamleys eitt af mörgum fyrirtækj- um sem Baugur á aðild að í Bret- landi. Fyrir eru þekktar verslunar- keðjur eins og Big Food Group, Sel- fridges, Somerfleld, Mothercare og House of Fraser. Kaupgeta Baugs er mikil eftir að Philip Green keypti 20 prósenta hlut Baugs í Arcadia í september f BAUGUR MEÐ MIKIL UMSVIF (BRETLANDI: Með kaupum á leikfangaverslunum Hamleys eykur Baugur umsvif sín í smásöluverslun í fyrra. í frétt FT segir að Jón Ásgeir Bretlandi umtalsvert. Hér á síðunni má sjá myndirfrá nokkrum helstu smásölufyrirtækjum sem Baugurá aðild að. DV-myndirKarlPetersson Jóhannesson hafí ákveðið að taka Baug af markaði eftir endurteknar árásir af hálfu íslenskra stjórnvalda og rannsókn á fjármálaumsvifum hans sem varað hefur í átta mánuði. Taki Hamleys tilboði Baugs verð- ur fyrirtækið í einkaeigu og í röð margra þekktra fyrirtækja sem ekki eru lengur á markaði. Auk fimm leikfangaverslana undir merkjum Hamleys rekur fyrirtækið 31 leik- fangaverslun undir nafninu Bear Factory og fjórar verslanir undir nafni English Teddy Bear. í frétt FT segir að talsmenn Baugs haft ekki viljað tjá sig þegar eftir var leitað. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóra Baugs, þegar DV reyndi í morgun. hth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.