Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 20
20 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ2003 Almenningur rændur öryggi Reykjavík er fyrir margt löngu orðin fræg að endemum fyrir að sýna ferðamönnum og öðrum vegfarendum sínar verstu hliðar í miðborginni um helgar. Þar ræður skríllinn ríkjum; dauðadrukkið fólk ælir inni í skotum og mígur í anddyrum virðulegra bygginga eða kútveltist í slagsmálum og eyðileggur líf hvað annars. Háttalag af þessu tagi ratar varla lengur á síður dagblaða heldur er fært í dagbækur lögreglunnar eins og hver önnur mæða í mannlífi þjóðar. Villimennskan þyk- ir næsta sjálfsagt mál. Líklega er leitun að höfuðborg á vestur- hveli jarðar þar sem lögregla lætur helst ekki sjá sig í miðborginni um helgar. Miklu frem- ur dvelur hún framan við sjónvarpsskjái um nætur þegar flestir slagsmálahundarnir viðra hvatir sínar í miðbænum og fylgist með öllu úr hæfilegri fjarlægð og sötrar á kaffi sínu. Á meðan þessu hefur haldið fram hefur miðbænum hnignað svo mjög að þangað þorir enginn venjulegur maður á myrkum síðkvöldum enda meiri líkur en ekki að hann verði barinn eða í besta falli rændur. Skrýtnast af öllu er að auglýsingastofur sjá sér hér leik á borði og freista þess að lokka útlendinga til landsins til að fylgjast með svakalegustu miðborg allra tíma; lauslætið og óreglan slái hér heimsmet og menn verði ekki samir eftir einnar nætur stand í sturlað- Lögreglu verður ekki kennt um þessa hnignun miðborgarinnar; miklu fremur borgaryfirvöldum en þó allra helst því furðulega fjár- veitingavaldi landsmanna sem horfir á skrílinn ríða húsum út um glugga skrifstofa sinna. Eitt af meginverkefnum lög- gjafans er að halda uppi lögum í landinu og sjá til þess að fólk geti búið við öryggi á almannafæri. Fjárveitingavaldið hefur rænt al- menning þessu öryggi... asta næturlífi nútfrnans. Þessi ímynd Reykjavíkur er að skila sér æ víðar og árang- ur er enda sá að heilu karlaklúbbarnir leggja hingað leið sína til að stífna um stund, ekki ósvipað og heilu hópamir fara héðan af landi til að fylgjast með fótbolta í Englandi. Lögreglu verður ekki kennt um þessa hnignun miðborgarinnar; miklu fremur borgaryffrvöldum en þó allra helst því furðulega fjárveitingavaldi landsmanna sem horfir á skrílinn ríða húsum út um glugga skrifstofa sinna. Þekkt er reyndar að þing- menn hafa varla þorað á milli húsa á kvöld- fundum sínum af ótta við að verða lamdir af lýðnum en það virðist hins vegar allt vera gleymt þegar þeir setjast niður við árlega fjárlagagerð sína. Hægt og örugglega hefur verið dregið úr framlögum til að vemda venjulegt fólk. Ríkislögreglan hefur verið í fjársvelti um langt árabil. Það er pólitísk ákvörðun. Metn- aðarleysi alþingismanna í þessum efnum er meira en svo að við það verði unað. Eitt af meginverkefnum löggjafans er að halda uppi lögum í landinu og sjá til þess að fólk geti búið við öryggi á almannafæri. Fjárveitinga- valdið hefur rænt almenning þessu öryggi; eilífur niðurskurður á borð við þann að fækka yfirvinnustundum um fimmtán þús- und á ári er aðeins til að skemmta skrattan- um. Og fyrir vikið er fjandinn laus um helgar. Það er krafa almennings að yfirvöld setjist niður og endurmeti löggæsluþörfina í mið- borg Reykjavíkur og reyndar víðar um borg og bæi landsins þar sem slegið hefur verið af kröfum um aðhald og eftirlit. Það er krafa samtímans að slasað fólk þurfi ekki að bíða sem nemur blóðlítrum eftir að lögregla komi á vettvang villimennskunnar. f miðborg lið- lega tvö hundruð þúsund manna byggðar, sjálfu hjarta höfuðborgar landsins, á að sjást tU laganna varða um helgar. Hér er ekki beð- ið um mikið, aðeins eðfilega löggæslu. „Það er sem fautar ráði ferð, hvort sem um er að ræða pot í göngum eða kvótum til Akureyrar; höf- uðvígi„hagræðingarinnar", sem er bara bók- haldshagræðing, það virðast einu leiðarljós einkaþingmanna við Pollinn, Grenivík og Siglufjörð." KJALLARI Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur Æösti prestur LÍÚ hefur oft andæft opinberlega auðlindaskatti eða veiði- gjaldi og talað þá um aö slíkur skattur sé lands- byggðarskattur. Auðvitað er það hlutverk æja- tollanna, hagsmunaforingjanna, að vera með ótíndan hagsmuna- rekstur og enginn kemst upp með moðreyk; menn reyna það ekki einu sinni; þeir lenda þá í einelti valtaranna, einkafulltrúa sjálfra náttúruaflanna. Spurningar vakna um skilgreiningu landsbyggðar, aðseturs sveitamanna - eru Grindavík eða Akranes meðtalin? Hið eina sem er klárt er að Reykjavík er þar ekki með 10%. En hvað með Hafnarfjörð? Allir vita að kvótinn sogast til Akureyrar og er kominn í 134 þús- und þorskígfrdi; Noröurland varð að sætta sig við minnkun; já, nú er horfið Norðurland. Akureyri er landsbyggðin; með sama áifram- haldi verður kvótinn háifur kom- inn þangað. fVrir LÍÚ er Pollurinn ekki bara sveitabyggð heldur miðsetur hagræðingar, þeirrar vættar sem ekkert fær staðist; máttarvöldin skulu bara halda uppsprettunni, fiskinum, í því horfi sem LÍÚ hentar. Það eru ekki bara einka- þingmenn Pollsins sem sjá að byggðakvótar, til Raufarhafnar t.d., eru jafnvondir fyrir Ólafsfjörö og Dalvík, enda næst engin hag- ræðing án þess að kvótinn fari til Akureyrar. Vaigerður ráðherra vill að fólk hætti að rífast um kvótann; af sjónarhóli ráðuneytis hennar rík- ir rétt sýn á framtíðina, lika á visfrmarþörf gamla fólksins; svo segir hún í útvarpi: „Við snúum ekkert frá þessu“, þ.e. kvótanum. Höfuðpaur LÍÚ er á leiðinni út í haust og einkaþingmennimir báð- ir rétt slefuðu inn á þing og hlutu bágt, annar á leið til Parísar, enda þekkir hann víst til franskra bóka. Já, og þingforseti á leið út, úr titla- togi, enda kvótinn hættulegur; ekki endilega vegna einskærs sið- leysis, heldur vegna þess að hann er að ganga frá botnfiskinum eins og alls staðar um heim; ástæður þessa eru eru m.a. þær, að stórút- gerðir grípa til þeirra veiðarfæra, sem eru sannanlega verst og hafa leitt til fiskhrxms, en það er bara á færi einkaþingmanna að sigla hjá svona smámunum. Háskólaprófessor afflytur skrap- dagakerfið 1977-83 í leit að rök- semdum til mæringar kvótakerfi; í HÍ felst sjálfur grundvöllur sjálf- stæðisins í því að heimila bull eins og allt annað. í fyrirlestrum skautar prófessorinn yfir upp- sprettuna, fiskinn, með því að segja hann standa til bóta! Eigin- lega þurfum viö enga sjávarlíf- fræði því bókhaldsfræði hefur dugað til þessa. Línudans til Bessastaða Það virðist sem Framsókn lúri alltaf á óþverrabrögðum þegar á hana hallar. Hjálmar Amason kemur í útvarp og hellir úr skál- um reiði sinnar á skrapdagakerf- ið; það var að setja sjávarútveginn á hausinn og landskassann í upp- nám, enn og aftur. Allt sóknar- kerfi að kenna. Enginn virðist hafa rekið þetta óráðsbuli ofan í Njálu-spekinginn. Á umræddum tíma var allt prófað, alls konar takmarkanir, veiðiskylda í skrap- fiski, hólfalokanir og sóknartak- markanir; menn voru eins og belj- umar á vorin þegar þær fóm fyrst út. Á þessu tímabili stunduðu menn þukl, og það eru bara of- virkir þingmenn og barnalegir kennarar, sem komast upp með svona málflutning til að verja það kerfi sem er við lýði. Menn eiga að vita og muna að það versta á þeim tíma var ríkis- stjóm Gunnars Thoroddsens, með framsóknarmennina Steingrím Herrmannsson, Ólaf Jóhannesson, Ingvar Gíslason og Tómas Áma- son innanborðs; söguþekking í Njálu dugar ekki í máli sem þessu; verðbólga komst í 150%. Eitt sinn talaöi Hjálmar um að leggja „spotta" ofan í Hvamms- fjörð, til að virkja hafstrauma. Þetta gengur hvergi. í annað skipti var hann í tötralegum úti- húsum í sveit með rafstöð, sjón- varpsvélar einnig vitaskuid, þá ræddi hann um að virkja bæjar- lækinn til að framleiða vetni! Óráðshjal og bull. Þótt tilraunir með vetni séu skemmtilegar er það ailt of dýrt sem orkumiðlari, og margir vita það. Vetni í bílum almennings verður ekkert á dagskrá; aðrar leiðir eru rétt við hornið með þre- faldri minnkun eldsneytisþarfar og með aiveg nýju og skemmti- legu, hleðslu rafgeyma þegar ekið er niður brekkur eða bremsað. Glamur sem þetta dugar ekki til að keyra þingmanninn inn í ríkis- sfjórn. Nei, það var iðnaöarráðherra sem átti snjallasta bragðið, með ráðum kvenna. Línudans í þröng- um gallabuxum framan við myndavélar á fundi fyrir norðan er snjöll aðferð, málmbræðslu- harka annars vegar og mjúka hlið- in hins vegar. En neyðarráðstaf- anir Framsóknar eru alltaf rán- dýrar auglýsingar á lokaspretti; peningar leynast víða og gera það sem dugar; þingmenn flokksins vita ekki einu sinni hvar púka- blístrur peninganna eru þegar Framsókn er í neyð. Línudansinn dugöi til að kom- ast á tröppur Bessastaða, en Njálu-spekingurinn varð bíta í súrt, ungur glæfrasmiður var goggaöur fram fyrir og Jónínu Bjartmarz fórnað í leiðinni. Næst verður Hjálmar að koma ríðandi og storma forsetabústaðinn og láta klárinn sparka upp hurðum. Upp úr díkinu I tilefni fréttar DV á dögunum um hrakfarir Sigurðar Boga Sævars- sonar blaðamanns, sem sökk í díki á hverasvæð- inu Seltúni við Krýsuvík, orti Jóhannes Sig- mundsson stöku. Hann segist ekki í vafa um hvar Sigurður hefði lent ef illa hefði farið úr því hann var að hlusta á messu í út- varpinu á leiðinni til Krýsuvíkur: Siggi Bogi sökk i diki, seig í átt tii kölska ranns. Heföi lent í himnaríki án hjáiparfranska náungans. Afsjónum í Stjórnarráðið Gísli S: Einarsson missti sæti sitt á Alþingi í nýafstöðnum kosning- um en sat ekki lengi auðum hönd- um heldur skellti sér á sjóinn. Menn rekur minni til að það sama hafi Halldór Ásgrímsson gert þeg- ar hann datt út af þingi (kosning- unum 1978.Gárungarnirvelta fyrir sér hvort þetta sé til marks um að Gísli verði forsætisráðherra eins og Halldór, en benda jafnframt á að sé eitthvað að marka dóm sögunnar þurfi hann að sýna þolinmæði til ársins 2029! Skrúfað fyrir Fjölmiðlum gekk heldur illa að toga stjórnarsáttmálann upp úr heimildamönnum innan stjórnar- flokkanna á dögunum og grétu sumir þá tíma þegar betur gekk að afla upplýsinga. Á tímum Viðeyjar- stjórnarinnar varð þannig til þessi vísa sem rifjuð var upp á dögun- um: Þið kannist öll við kratafión, er koma í valdsins hallir. Þeir mega ei sjá mikrófón, þá mígleka þeir allir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.