Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl2003 INNLENDAR FRÉTTIR 75 Herdís Þorláksdóttir með syni sínum, Rafnari Hótelgisting of dýr „Ég gisti ekki á hótelum þar sem mér frnnst það of dýrt. Frekar gisti ég í tjaldvagni og það þótt hellirigni og ég þurfi að ausa úr honum eins og gerðist reyndar einu sinni. En nú háttar þannig til hjá mér að ég fæ ferðaávísun frá VR og get notað hana upp í kostnaðinn og því er ekki útlokað að ég gisti á hóteli. En aðeins vegna ávísunarinnar," sagði Herdís Þorláksdóttir nemi þegar DV hitti hana í Kringlunni í gær. DV fór á stúfana með verðlistann hér á síðunni í þeim tilgangi að heyra hvað fólk á fömum vegi hefði að segja um verð fyrir gistingu í tveggja manna herbergi með baði og morgunmat. Herdís sagði að hún myndi gera kröfur um að herbergið yrði að vera gott. Hún sagðist síðast hafa gist á hóteli hér á landi 1997, á sveitahót- eli í nágrenni Skaftafells. Var hún mjög ánægð með það. „En ég var í Kaupmannahöfn á dögunum og gisti þar á Hótel Ansg- ar, ágætu hóteli. Þar kostaði nóttin 300 danska'r krónur eða um 3000 ís- lenskar. Ég væri að borga um 9 þús- und krónur fyrir sams konar gist- ingu hér.“ Flugfar til Köben „Ef tölurnar em réttar þá finnst mér þetta óskaplega dýrt. Ég hef ekki gist á hóteli í 2-3 ár en í dag mundi ég frekar gista í bflnum en kaupa herbergi á þessu verði. Mað- ur er að sjá þarna upphæðir fyrir eina gistinótt sem maður getur not- að til að komast til Kaupmanna- hafnar og til baka,“ sagði Ragnar Marinósson, starfsmaður Norður- ljósa. Ragnar Marinósson. ÓlöfTómasdóttir. Frekarí tjaldi „Mér sýnist þetta svipað verð og gengur og gerist víða erlendis. Ég man ekki hvenær ég gisti síðast á hóteli hér heima en í dag mundi ég frekar gista í gjaldi. Við gemm háar gæðakröfur erlendis og því ættum við ekki að gera þær hér. En það kostar auðvitað," sagði Ólöf Tómas- dóttir kjólameistari. rr- Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. Þá er komið að Undirbúningsstiginu. Fyrst af öllu skulum við skoða persónuleika okkar og reyna að meta hvernig undlrbúningur hentar best. Því betur sem við erum undirbúinn því meiri líkur eru á að við höldum út reykleysið. —;---------------- Ef við erum úthverf (ör að eðlisfari, félagslynd, spennusækin, viljum aka hratt og erum frekar kærulaus um öryggi) er skynsamlegt að einbeita sér aö lestri um skaðsemi tóbaks og nota nikótínlyf gegn fráhvarfseinkennum. Ekki búa til of mikið skipulag. Ef við erum andstæða þessarar lýsingar er gott að gera skipulagða undirþúningsáætlun sem við fylgjum. Munum að það er ekki hægt að skiþta reykingamönnum í ákveðna hóþa, hver og einn verður að hætta á sínum eigin forsendum og sínum eigin vilja. Nokkur hollráð fyrir Undirbúningstigið. Ef við erum úthverf er skynsamlegt að einbeita sér að lestri um skaðsemi tóbaks og nota nikótínlyf gegn fráhvarfeinkennum. Ekki búa til of mikið skipulag. 1. Söfnum að okkur fræðsluefni. Reynum að verða okkur úti um efni um skaðsemi reykinga og hvernig draga má úr fráhvarfs- einkennum. Leitum ráða gegn reykingavananum og um lífstílsbreytinguna sem felst í því að vera reyklaus. Ef við ætlum að nota nikótínlyf er nauðsynlegt að lesa vel um verkun og rétta notkun þeirra. Lesum fyrir svefninn. Meðan við sofum vinnur undirmeðvitundin úr uþplýsingunum. Rifjum síðan daglega upp eins lengi og okkur finnst við fá stuðning frá fræðsluefninu. 2. Höldum dagbók um reykingavenjur okkar og bjargráð við þeim. Hvenær reykjum við og hvers vegna? Nauðsynlegt er að skrá niður hvað við ætlum að gera í staðinn, þegar við erum hætt að reykja. Skrifum einnig hjá okkur hvernig og hvenær við ætlum að verðlauna okkur fyrir góðan árangur. 3. Leitum eftir stuðningi. Segjum fjölskyldu, vinum og vinnufélögum frá því að við ætlum að hætta að reykja. Það mun færa okkur mikilvægan stuðning pg aðhald. Ræðum um kosti þess að hætta á skemmtilegum tíma, t.d. þegar við fömm í sumarfríið. Það er tímaþil jafnvægis, leiks og afslöppunar. Þegar við erum í jafnvægi og ánægð, eykst viðnámið gegn löngun í tóbakið. Byrjum sem fyrst það er ekki eftir neinu að bíða! IMicotinell Jafnvægi í kostnaði Finnst ekki öllum allt vera dýrt þegar þeir þurfa að borga? En þetta er of dýrt fyrir venjulegt ferðafólk sem ferðast fyrir eigin reikning," sagði Úlfar Thoroddsen fram- kvæmdastjóri. Úlfar sagðist ekki viss um að fólk viidi eyða miklum peningum í gist- ingu. „Það þurfa allir kostnaðarliðir að vera í jafnvægi, kostnaður fyrir mat, gistingu og annað. Það má ekki vera of dýrt heldur sanngjarnt. Ef fólk er farið að spá í að eitthvað sé of dýrt þá er það of dýrt." ÚlfarThoroddsen. & r Armúti 17, lOB Heyhjavík slml: 533 1334 fax: 5GB 0493 ..það sem fagmaðurinn notar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.