Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 16
76 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 2. JÚNl2003 Ekki lög á verkfall í Færeyjum Landstjórn Anfinns Kalls- bergs í Færeyjum ákvað á neyðarfundi sínum í gærkvöld að grípa ekki inn í vinnudeil- urnar á almenna vinnumarkað- inum, heldur láta deilendur um að leysa þær. Samningaviðræður atvinnu- rekenda og launþegasamtak- anna fóru út um þúfur í þriðja sinn í gær og hefur nýr fundur með þeim ekki enn verið ákveðinn. Deilendur geta ekki komið sér saman um hve háar launahækkanirnar eiga að vera. Verkfall tólf þúsund manna hefur staðið í fjórar vikur með hrikalegum afleiðingum fyrir efnahagslíf eyjanna.Verst kem- ur verkfallið niður á fiskeldinu þar sem tekjutapið er metið á milljarða íslenskra króna. Fimm fórust í lestarslysi Fimm menn týndu lífi þegar vöruflutningalest og farþega- lest skullu saman á suðaustan- verðum Spáni í gær.Á þriðja tug manna slasaðist. Að sögn talsmanns spænsku ríkisjárnbrautanna vartuttugu manna enn saknað í morgun eftir slysið sem varð nærri bæn- um Albacete. Spænska sjónvarpið sýndi myndirfrá slysstaðnum þar sem slökkviliðsmenn börðust við eld í einum járnbrautar- vagnanna. Aðrir vagnar lágu eins og hráviði við brautartein- ana. Nokkrir blóði drifnir far- þegar sáust ganga um, greini- lega í losti. Ekki er vitað hvort árekstur- inn varð vegna mannlegra mis- taka eða tæknibilunar. Bush fundarmeð Abbas og Sharon: Verkin tali George W. Bush Bandaríkja- forseti ætlar að láta hendur standa fram úr ermum í hafn- arborginni Aqaba í Jórdaníu í dag þar sem hann fundar með þeim Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, og Ma- hmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínumanna, um leiðir til að fá þessa fornu fjendur til að slíðra sverðin. Bush kom til Aqaba í morgun frá Sharm el-Sheikh í Egyptalandi þar sem hann fékk stuðning leiðtoga nokkurra arabaríkja við svokallaðan Vegvísi til friðar fyrir Arafat sagði í viðtali við ísraelskt dagblað í morgun að hann von- aði að fundurinn í Aqaba myndi leiða til friðar. botni Miðjarðarhafsins. Markmið Bandaríkjaforseta er að hrinda áætluninni, sem nýtur víð- tæks stuðnings á alþjóðavettvangi, í framkvæmd með fyrstu skrefum sem eiga að byggja upp gagnkvæmt traust milli deilenda, skref sem gætu reynst pólitískt dýrkeypt fyrir bæði Sharon og Abbas. Bush mun fyrst hitta forsætisráð- herrana tvo einslega en síðan er meiningin að þeir hittist allir þrír á fundi. Ánægður með árangur „Markmið forsetans með fundin- um í dag er að fylgja eftir fundun- um tveimur milli Sharons og Abbas til að aðstoða þá við að hrinda Veg- vísinum í framkvæmd," sagði tals- maður Hvíta hússins við frétta- menn í gær. Fundirnir tveir milli Sharons og Abbas voru haldnir í Jerúsalem í síðasta mánuði. Talsmaðurinn sagði að Bush væri ánægður með þann árangur sem náðst hefði á fundinum í Sharm el-Sheikh og að hann vildi byggja enn frekar á honum á fund- unum með þeim Sharon og Abbas í Lykilmenn á leiðtogafundi George W. Bush Bandarikjaforseti: Bush tók viö embætti 2001. Aö striðinu ( frak loknu segist Bush staöráðinn í að koma á friði i Miö-Austurlöndum með svokölluð- um Vegvisi. Mahmoud Abbas, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna: Abbas tók við embætti sem fyrsti forsætis- ráðherra Palestínumanna f april 2003. Yass- er Arafat er áfram forseti. Abbas, sem einnig gengur undir nafninu Abu Mazen, segir að Israelar verði að láta af ofbeldisaðgerðum sínum og innrásum í palestínsk landsvæði sem hann segir aðeins til að auka hatur milli þjóðanna. Ariel Sharon, forsætisráðherra Israeis: Sharon tók við forsætisráðherraembættinu í mars 2001.Sharon og stjórn hans féllust fyrir skömmu á Vegvísinn svokallaða að friði fyrir botni Miðjarðarhafs, þrátt fyrir harða gagnrýni hægrisinnaðra þingmanna. Hann hefur einnig sagt að hann hafi ákveðna fyrirvara við Vegvísinn en að éng- inn græði á viðvarandi hernámi Israels á Vesturbakkanum og Gaza. Jórdaníu. Raanan Gissin, háttsettur ráð- gjafi Sharons, sagðist eiga von á því að í yfirlýsingum sem verða gefnar út eftir fundinn verði lýst stuðningi við þá framtíðarsýn Bush að riki Palestínumanna og ísrael muni lifa hlið við hlið og við fyrstu skrefin sem Vegvísirinn gerir ráð fyrir. Diana Buttu, talskona Palestínu- manna, sagði að tími væri kominn til að láta verkin tala. „Við lítum svo á að tími sé kom- inn til að ganga lengra en að gefa út yfirlýsingar og byrja á því að grípa til aðgerða," sagði Buttu. Abbas kemur í stað Arafats sem helsti fulltrúi Palestínumanna þar sem bæði Bandaríkjamenn og ísra- elar saka hann um að styðja ofbeld- isverk í garð Israels. Arafat, sem hefur vísað öllum slrkum ásökunum á bug, sagði í „Ég er þannig gerður að þegar ég segi eitthvað, meina ég það sem ég segi. Ég meina það þeg- ar ég segi að heimurinn þurfi á frjálsu og frið- sömu ríki Palestínu- manna að halda," sagði Bush. viðtali við ísraelskt dagblað í morg- un að hann vonaði að fundurinn í Aqaba myndi leiða til friðar. Vegvísirinn var fyrst kynntur op- inberlega þann 30. apríl síðastlið- inn, eftir að Abbas hafði tekið við embætti. Þar er meðal annars kveðið á um að fsraelar láti af stofn- un frekari byggða á landi Palestínu- manna og að Palestínumenn fái eigið sjálfstætt ríki'árið 2005. ísraelar þurfa að taka sig á Bush hefur ekki áður heimsótt Mið-Austurlönd frá því hann tók við forsetaembættinu og með Veg- vísinum ætlar hann að sýna um- heiminum að hann rnuni taka á friðarviðleitninni af festu. „Ég er þannig gerður að þegar ég segi eitthvað, meina ég það sem ég segi. Ég meina það þegar ég segi að heimurinn þurfi á frjálsu og frið- BUSH OG SHARON HEILSAST í JÓRDANÍU: George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, heilast I garðí Sumarhallarinnar I jór- dönsku borginni Aqaba I morgun. Þeir eru þangað komnir til að ræða við Ma- hmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, um Vegvísinn svokallaða að friði fyrir botni Miðjarðarhafs sem Bush er mjög I mun að verði hrundið í fram- kvæmd. sömu ríki Palestínumanna að halda," sagði Bush. í Sharm el-Sheikh sagði Bush að ísrealar þyrftu að taka á byggðum gyðinga á landi Palestínumanna sem þjóðir heims segja að séu ólög- legar. ísraelsk stjórnvöld eru ekki sama sinnis. Háttsettur foringi palestínsku skæruliðasamtakanna Hamas „Hvers vegna laugstu að mér?" Hillary Clinton trúði á sakleysi eiginmanns síns, Bills Clinton Bandaríkjaforseta, í heila átta mánuði á meðan bandaríska þjóðin velti sér upp úr ásökunum um að hann hefði átt í ástarsam- bandi við Monicu Lewinsky. Þetta kemur fram í ævisögu hennar sem kemur út í Banda- ríkjunum á mánudaginn. Hillary segir að eiginmaður hennar hafi ekki sagt henni sann- leikann fyrr en hann vakti hana að morgni laugardagsins 15. ágúst 1998, rétt áður en hann þurfti að bera vitni í málinu. „Ég gat varla andað. Ég saup hveljur og öskraði á hann „Hvað mein- arðu? Hvað ertu að segja? Hvers vegna laugstu að mér?“ Ég var bálreið og varð sífellt reiðari. Hann stóð bara kyrr og sagði aft- ur og aftur að honum þætti þetta leitt og að hann hafi verið að reyna að vernda mig og Chelsea," skrifar hún í bókinni. Hún segist hafa haldið að Lewinsky málið allt haf! einungis verið búið til af pólitískum and- stæðingum Bills Clinton. Þegar hann viðurkenndi fyrir henni að hann þyrfti að gera ástarsam- band sitt og Monicu Lewinsky opinbert áttaði hún sig hins vegar á því að þetta var mun alvarlegra en hún hafði talið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.