Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl2003 INNLENDAR FRÉTTIR 9
Hafró sökuð um falsanir
Strætó opnar nýjan vef
Forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, Jóhann Sigurjónsson, segir
það fráleitt að stofnunin hafi
falsað skýrslur eins og Kristinn
Pétursson fiskverkandi hélt
fram í fréttum RÚV um helgina.
Öll vísindagögn, sem skýrslurn-
ar byggist á, hafi verið kynnt
rækilega og ummæli Kristins
lýsi vanþekkingu.
Kristinn Pétursson,fiskverk-
andi á Bakkafirði og fyrrverandi
þingmaður, hefur um alllangt
skeið haldið því fram að að vís-
indamenn Hafró dragi rangar
ályktanir eða jafnvel falsi skýrsl-
ur um ástand þorskstofnsins
kringum landið. Kristinn hefur
talið að mun meira mætti veiða
af þorski við ísland.
Þórólfur Árnason borgar-
stjóri opnaði í gær nýtt vef-
svæði Strætó bs., www.bus.is.
Helsta nýjung þess er Ráðgjaf-
inn svokallaði. Með honum má
ftnna hvaða strætóleiðir koma
til greina milli tveggja áfanga-
staða. Notandinn slær inn
götuheiti og húsnúmer eða
kennileiti og velur svo sveitar-
félag. Forritið birtir svo tillögur
að mögulegum leiðum og
þeim sem taka skemmstan
tíma. Brugðið var á leik (tilefni
opnunarinnar og komst borg-
arstjóri að því, með aðstoð
Ráðgjafans, að leið 111 væri
hentugust frá Ráðhúsinu að
höfuðstöðvum Strætó.Öku-
maður leiðar 111 í þeirri ferð
var Ásgeir Eiríksson,fram-
kvæmdastjóri Strætó bs.
Niðurstaða úttektar PWC
Endurskoðunarfyrirtækið
PricewaterhouseCoopers hf.
hefur gefið út skýrslu um
skoðun á fjárreiðum Verka-
lýðsfélags Akraness (VFLA)
samkvæmt ákvörðun fram-
haldsaðalfundar 11. febrúar
um athugun utanaðkomandi
aðila á málinu.
Skýrslan staðfestir gagnrýnis-
raddir félaga í VFLA og er í raun
harður áfellisdómur yfir Hervari
Gunnarssyni, formanni félagsins,
og allri umsýslu með reikninga fé-
lagsins. Líklegt er samkvæmt skýrsl-
unni að félagið hafi tapað í það
minnsta á annan tug milljóna
vegna vanrækslu og heimildar-
lausra greiðslna.
Hervar Gunnarsson sagði af sér
formennsku í kjölfar frétta DV um
óráðsíu í fjárreiðum félagsins. Á
ffamhaldsaðalfundi í febrúar
beindi hann spjótum sínum ekki
hvað síst að bíaðamanni DV sem
hann sagði hafa farið með ósann-
indi í málinu. Nú hefur skýrsla
PricewaterhouseCoopers staðfest
þá gagnrýni sem greint var frá í DV
og sýnir að Hervar hefur margsinn-
is greitt sjálfum sér fé án þess að
heimildir stjórnar félagsins lægju
fyrir. Stjórn félagsins dró sig einnig í
hlé og skipuð var starfsstjórn til að
ganga frá málum fyrir aðalfund sem
halda átti í maí. Ágreiningur innan
starfsstjórnar hefur nú komið í veg
fyrir að hægt sé að kiára málið og
DV er kunnugt um að fyrirhugað er
að taka málefni VLFA fýrir á mið-
stjómarfundi ASJ á miðvikudag í
næstu viku.
Reynt að loka
A stjórnarfundi í VLFA þann 28.
ágúst 2000 óskaði Vilhjálmur Birgis-
son eftir því að fá að sjá skýrslu um
fjárreiður félagsins. Lögmaður
VLFA og fyrrverandi lögmaður Al-
þýðusambands íslands, Ástráður
Haraldsson, sagði Vilhjálm þá vera
að leita lúsa til að gera hiutina tor-
tryggilega. Ráðlagði hann stjórninni
að verða ekki við erindinu. Var Vil-
hjálmi neitað um aðgang að bók-
haldi félagsins og endaði málið fyrir
dómstólum. Héraðsdómur dæmdi
Viihjálmi í vil en Hervar Gunnars-
son lét þá áfrýja málinu til Hæsta-
réttar. Þar vann Vilhjálmur líka 30.
janúar 2003 og var VLFA fýrirskipað
að opna bókhaldið fyrir Vilhjálmi.
Vilhjálmur sagði í samtali við DV í
gær að sorglegt væri til þess að vita
að Hervar hefði látið sóa 3,5 millj-
ónum króna af fjármunum VLFA í
þarflaus málaferli til þess eins að
reyna að hindra að sannleikurinn
kæmi í ljós um fjárreiður félagsins.
Hafði ekkert að fela!
Hervar Gunnarsson sagðist í við-
tali við DV í febrúar á þessu ári ekk-
ert hafa að fela í þessum málum.
1.
Innra eftirlit félagsins er mjög lltiö. Stjórn
kemur ekki nálægt ráðstöfun fjármuna,
samþykkir ekki útgjöld þótt þau nemi
hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum
króna. Óvlst hvort kostnaöur færist á rétta
sjóði.
2.
Kostnaðarnótur bera ekki með sér tilefni
kostnaðar. Ferða- og fundakostnaður skiptir
hundruðum þúsunda á ári og erfitt er að
sjá hvert tilefnið er.
3.
Stjórn félagsins áritar ekki ársreikninga fyrir
árið 2000 sem verður að teljast ámælisvert.
4.
Félagið heldur ekkl elgnaskrá vegna eigna
sem keyptar hafa verið og eru I eigu félags-
ins.
5.
Óeðlilegt veröur að teljast að stjórnar-
mönnum hafi verið neitað um upplýsingar
úr bókhaldi félagsins. Ábyrgð stjórnar er
mikil og þeir verða að geta gegnt starfs-
skyldum sínum.
6.
Miklar fjárfestingar hafa átt sér stað hjá Or-
lofssjóöi en engar fundargerðir voru af-
hentar þar sem framkvæmdir voru sam-
þykktar af stjórn Orlofssjóðs, sem er þvert á
samning milli VFLA og Orlofssjóðs VFLA frá
28. júli 1999.
7.
Setja þarf skýrar reglur um grelðslur akst-
urspeninga, halda þarf akstursdagbók þar
sem tilefni kemur fram og stjórn samþykki
greiðslu.Sama á við um greiðslu dagpen-
inga. Ef þessu er ekki skilað á ekki að greiða
út aksturs- og dagpeninga.
8.
[ sumum tilvikum vinna starfsmenn VFLA
fyrir aðra að samningagerð, eins og t.d. Al-
þýðusamband (slands, og eiga að fá
greiöslur frá ASl,t.d.vegna aksturs- og dag-
peninga.VFLA á ekki að greiða starfsmönn-
um þessar fjárhæðir og endurkrefja síðan
ASÍ, heldur eiga starfsmenn sjálfir að sækja
þetta til AS(.
9.
Tekið skal fram að fyrirspurnum var beint tii
endurskoðanda félagsins, Jóns Þórshalls-
sonar, varðandi ýmis atriði sem tengjast
fjárreiðum félagsins, en svör hafa ekki
borist.
árinu 1995-2000, sem harðlega
hafði verið gagnrýnd, var langt frá
því sem eðlilegt getur talist og ekki
viðunandi að mati PWC. Allt að 40%
innistæðna VLFA voru geymdar á
tékkareikningum sem báru mjög
lága vexti. Bent er á að stjórn félags-
ins beri hins vegar sameiginlega
ábyrgð á eignum félagsins og beri
skylda til að tryggja að ávöxtun
eigna sé viðunandi. Ekki var samið
við fjármálastofnanir fyrr en í nóv-
ember árið 2000 um ávöxtun fjár-
muna. Á tímabilinu 1995 til 2000
voru vaxtatekjur 15,8 milljónir
króna en hefðu getað orðið 25,6
milljónir miðað við þau kjör sem
Búnaðarbanki fslands bauð á hverj-
um tíma. Má því áætla vaxtatap upp
á 9,8 milljónir króna. Þá segir í
skýrslu PWC að endurskoðandi fé-
lagsins hafi bent formanni félagsins
munnlega á þessi mál og hafi það
m.a. komið fram fyrir dómstólum.
Stjórn félagsins var ekki gerð grein
fyrir þessum málum. hkr@dv.is
Mikil átök hjá Verkalýðsfélagi Akraness:
Eg hef ekkert að fela
- segir Hervar Gunnarsson eftir harðar deilur fyrir dómstólum
„Ég hef ekkert að fela," sagði Hervar Gunnarsson í viðtali við DV í febrúar eftir harðar deilur fyrir dómstólum við stjórnarmann Verkalýðsfé-
lags Akraness sem vildi fá að skoða bókhaldið.
„Það hefur verið afstaða stjórnar-
innar að engin ástæða sé til þess að
grúska í gömlum gögnum. Eftir
þessu ber mér að vinna. Ég hef því
enga heimild til að taka ákvörðun
um það einn og sér að rífa upp
pappíra til skoðunar eða hleypa
einhverjum í þau gögn.“
Á framhaldsaðalfundi VFLA í vik-
unni á eftir sagði Hervar blaða-
mann hafa snúið út úr og mistúlkað
sín orð en viðurkenndi um leið að
Hervar Gunnarsson
sagði afsér formennsku
í kjölfar frétta DV um
óráðsíu.
hafa sjálfur lesið viðtalið yfir.
Fjárreiður VLFA skoðaðar
PricewaterhouseCoopers var
falið af starfsstjóm í febrúar að skila
skýrslu um íjárreiður VFLA frá árinu
1997 til 2002 að báðum ámm með-
töldum. Þar var um að ræða athug-
un á meðferð fjármuna, ávöxtun og
annað sem PWC kynni að verða
áskynja við skoðun bókhalds þess-
ara ára. í lok apríl var hins vegar
ljóst að ársreikningi vegna 2002 yrði
ekki lokið áður en skila þyrfti skýrsl-
unni og er það því ekki tekið með til
skoðunar.
í ljós kom að ávöxtun eigna frá
Úttekt PrícewaterhouseCoopers á fjárreiðum Verkalýðsfélags Akraness:
Afellisdómur