Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 21
f
MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNÍ SKOÐUN 21
Undir fallöxi heimsveldis
KJALLARI
Hjörleifur Guttormsson
fyrrv. alþingismaður
Eftirmál Írak-stríösins
birtast mönnum þessar
vikurnar í mörgum kynleg-
um myndum.
Árásaraðilarnir, Bandarík-
in og Bretland, studdir af
auðsveipum leppum, eru
nú rammflæktir í vef
ósanninda sem spunninn
var til að réttlæta brot
gegn alþjóðalögum og
stofnsáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
Leikfléttur með vísan í leynileg-
ar upplýsingar sem engin leið er að
staðreyna eru ekki nýjar af nálinni.
Bandarísk stjómvöld hafa um langt
skeið notað slíkar aðferðir til að
réttlæta íhlutun í rikjum
Rómönsku Ameríku og víðar.
Skjallegar sannanir hafa oft ekki
birst fyrr en áratugum síðar þegar
leynd hefur verið létt af gögnum í
Washington. Aðferðimar hafa ekki
breyst til batnaðar nema síður sé
og áfram er treyst á áróðursmátt og
skammtímaminni. Framganga
Powells utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna á fundi Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna 5. febrúar síðast-
liðinn segir meira en orð hversu
langt stórveldi leyfir sér að ganga í
blekkingum þar sem tilgangurinn
helgar meðalið. Æðstu valdamenn
íslenskir átu síðan upp tugguna
eins og páfagaukar.
Nýlendustefnan endurborin
Árásin á írak og hemámið í kjöl-
farið boðar breytta tíma í alþjóða-
málum. Að mörgu leyti minna
þessir atburðir á nýlendustefhuna
þegar hún var upp á sitt besta fyr-
ir um einni öld. Bretar vom þá í að-
alhlutverki sem Bandaríkin hafa
nú yfirtekið og ætlast til að heims-
byggðin lúti óskoruðum veldis-
sprota sínum. Inn á við virðist
bandarískum valdsmönnum nægja
að vísa til meintra þjóðarhags-
muna til að réttlæta óhæfuverk og
út á við er reynt að beita samblandi
af lítt dulbúnum mútum og hótun-
um. Bush-stjómin hefur í reynd
sett-alþjóðakerfið út af sporinu með
þeim hætti að enginn sér fyrir end-
ann á.
Hræðsla almennings við hryðju-
verk er notuð til réttlætingar á ger-
ræði í smáu og stóm einkum gagn-
vart þróunarríkjum. Á bak við
blundar kynþáttastefna og hroka-
full afstaða í garð annars konar
menningar og gilda en þeirra sem
viðtekin em á Vesturlöndum.
Reynt er að halda því að almenn-
ingi, að rétt og framkvæmánlegt sé
að koma á lýðræði að vestrænni
fyrirmynd við gerólíkar aðstæður,
líkt og um fataskipti sé að ræða.
Eftir slíkum umskiptum geta menn
beðið lengi í írak enda vom þau
aldrei annað en fyrirsláttur til að
fela raunveruleg markmið með
innrásinni.
Fullveldi undir hamrinum
Fjármálaöflin sem fastast knýja á
um svonefhda hnattvæðingu sjá í
fullveldishugtakinu hindrun í vegi
fyrir altæku frelsi sínu. Stjómar-
farslegt fullveldi var í senn tákn og
keppikefli þjóða sem fyrir aðeins
hálfri öld vom að brjótast undan
aldalangri undirokun. Einnig við
íslendingar vorum í þeim sporum
þótt örlögin skömmtuðu okkur
„mátulega sterkan óvin“, svo notað
sé orðalag íslandsklukkunnar.
Sameinuðu þjóðimar hafa byggst
upp á grunni fullvalda þjóðríkja og
tala þeirra er farin að nálgast 200.
Á þeim grunni hefur síðan verið
leitast við að styrkja mannréttindi,
umhverfisvemd og alþjóðaöryggi
þótt mikið vanti á að settar leik-
reglur séu virtar sem skyldi.
Til skamms tíma var óhugsandi
að aðildarriki Sameinuðu þjóðanna
tækju sér fyrir hendur að skipta
um ríkisstjómir annarra aðildar-
ríkja að eigin geðþótta. Stríðið und-
ir merkjum NATO á hendur
„Reynt er að halda því
að almenningiað rétt
og framkvæmanlegt sé
að koma á lýðræði að
vestrænni fyrirmynd við
gerólíkar aðstæður, líkt
og um fataskipti sé að
ræða. Eftir slíkum um-
skiptum geta menn
beðið lengi í írak..."
Júgóslavíu vegna Kósóvó var
fyrsta stóra frávikið gegn áður við-
teknum reglum. Með Irakstríðinu
var skrefið hins vegar stigið til
fulls og fallöxi Bandaríkjanna beitt
einhliða og af fullum þunga.
Styrkjum alþjóöakerfið
Menn ættu að fara varlega í að
réttlæta einhliða stríðsaðgerðir
imdir yfirskini mannúðar og lýð-
ræðis. Fáir efast um að Saddam
Hussein hafi verið mikill skúrkur
en hann er hvorki sá fyrsti eða síð-
asti sem kúgar eigin þegna. Eftir er
að sjá hvort innrásarliðið, sem
steypti honum af stóli með miklum
mamifómum og glæpsamlegu
skeytingarleysi um menningararf
íraka og alls mannkyns, reynist
hótinu skárra.
Sá mælikvarði milli góðs og ills
sem Bandaríkin nú hyggjast leggja
á heimsbyggðina er ekki líklegur
til að bæta hag almennings í fátæk-
um ríkjum eða tryggja það öryggi
sem heimsbyggðin þarfhast. Evr-
ópusamband undir forystu gömlu
nýlenduveldanna er heldur ekki sú
trygging eða haldreipi sem eitt og
sér leysi vandann og réttlæti að
kasta þjóðlegu fullveldi fyrir róða.
Þróunarríkin og smáþjóðir eins og
við íslendingar eiga mest undir öfl-
ugu alþjóðakerfi. - í þeim efhum
kemur ekkert í stað Sameinuðu
þjóðanna og þeirra hugsjóna sem
lágu til grundvallar við stoíhun
þeirra.
reyri
Hvemig var það Ámi Magnússon
ráðherra, lofaði ekki Framsókn
fyrir 4 árum að trappa eiturlyfja-
vandamálið niður í núll ef flokk-
urinn kæmist tU valda? Nei, 4 ár
er of langur tími og í stað þessa
kemur hann sem jólasveinninn og
lofar gjöfum.
Fautapólitík í putalandi
Fáir tortryggja Jón Kristjánsson
ráðherra, sem dvelur langtímum
saman í glímu um miUjónir í heil-
brigðisþjónustunni; einhverjar
miUjónir í geðdeild bama, miUjón
klipin af hjúkrunarþjónustu í
heimahúsum. Hvað er að þessu
fólki? Það eru yfir 500 gamlir og
hamlaðir borgarar í brýnni vist-
unarþörf sem bíða eftir úrlausn í
Reykjavík einni. Þingmenn í
Norður-Austur eru Kristján MöU-
er og Steingrímur Sigfússon, þeir
taka þátt í því að leggja út í tólf
miUjarða kostnað vegna jarðganga
og með skattfé almennings í Siglu-
firði og Reyðarfirði.
Það er sem ofbeldi ráði ríkjum
innan kjördæmanna, sjálfir hand-
hafar velferðar á landinu og þeir
hávaðasömustu, taka þátt í stór-
kostiegri misnotkun á skattfé. Það
er sem fautar ráði ferð, hvort sem
um er að ræða pot í göngum eða
kvótum tU Akureyrar; höfuðvígi
„hagræðingarinnar“, sem er bara
bókhaldshagræðing, það eru einu
leiðarljós einkaþingmanna við
PoUinn, Grenivík og Siglufjörð.
Veiðiskip verða sífeUt dýrari og
þau ganga stöðugt fastar á botn-
fiskana; þau eru úti í hafsauga
með sugur sínar og frystibúnað og
þurfa ekki einu sinni að vigta
þann afla, sem um borð kemur;
þau fá notað nýtingarformúlur, tU
að bakreikna afla; gert er ráð fyr-
ir guðdómlegri nýtingu og engu
frákasti. Dýrir munu einkaþing-
mennirnir aUir sem eru að breyta
velferðarþjóðinni í ofbeldisvett-
vang og þekkja ekki sinn vitjunar-
tíma.
Fyrir fjórum árum gekk Fram-
sókn tU kosninga með stærsta lof-
orð allra tíma; já, fíkniefnavand-
ann, enn og aftur, bara ef völdin
nást. Var ekki PáU Pétursson ráð-
herra þeirra mála, og hvað gerði
hann? Nei, ungi sporgöngumaður-
inn kemur bara með ný loforð,
jólapakka, sem fá ekki staðist.
Þótt lítið ávinnist í siðsemi í kosn-
ingum má nú segja að póetískt
réttlæti felist í útreið þeirra þing-
manna N-A sem eru komnir í þá
stöðu sem heitir á útiendu máli:
„sunset-employment", eöa bara
tímabundin lokaráðning.
Formenn beggja framsóknar-
flokkanna skynjuðu alvarleika
hinnar pólitísku stöðu og skákuðu
fram ungu fólki - alveg óvæntur
og djarfur leikur, sem er tU þess
faUinn að fresta um sinn hinu fyr-
irsjáanlega.
Þorpið klætt
£
E
„Þetta eru ekki bara
húfur og vettlingar
heldur væri hægt að
klæða heilt þorp með
þessum fötum."
Jóna Benediktsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri við Grunnskólann á
Isafírði, I viðtali við héraðs-
fréttablaðið Bæjarins besta um
óskilamuni sem hlaðist hafa
upp i skólanum i vetur.
Hógvær
„Því miður er verklegri kunn-
áttu minni verulega áfátt á ýms-
um sviðum og fátt sem leikur í
höndum mér. Háir það mjög
flestum framkvæmdum á heimil-
inu."
Guðjón Ótafur Jónsson, formaður Kjör-
dæmissambands framsóknarmanna í
Reykjavfk suður, á Hriflu.is, um hvíldar-
tima að loknum kosningum.
Sykursnúð á
sængina
„Auk þess er nú alltaf gaman að
vera í miðbænum, rétt hjá bakaran-
um. Akkúrat íbúðin fyrir róman-
tíska manninn sem færir sinni
heittelskuðu sykursnúð á sængina
á hverjum morgni."
Úr auglýsingatexta um fasteign á
Selfossi i héraðsblaðinu Dagskránni.
Sami réttur
„Ef 284 Raufarhafnarbúar þurfa
að taka sig upp og flytja vekur það
mun meiri athygli en þegar 284
Reykvíkingar lenda í sambærileg-
um aðstæðum.
Þetta er að ýmsu leyti skiljanlegt
og það er eðlilegt að fólk finni til
með Raufarhafnarbúum þegar
svona stendur á. Það þýðir hins
vegar ekki að Raufarhafnarbúar
eigi rétt á aðstoð ríkisins til að búa
áfram á Raufarhöfn."
Vefþjóöviljinn á Andríki.is.
Flókið mál
„Ingibjörg Sólrún var með
ágæta ræðu þó ekki hafi verið
einfalt að skilja heilbrigðis-
málakaflann í henni."
Svi Friðleifsdóttir i netdagbók sinni um
umræður um stefnuræðu forsætisráð-
herra á Alþingi.
Ósáttur
„Hvers konar þvættingur er
þetta eiginlega? spyr Víkverji
og er ekki sáttur við að þýðandi
skuli afbaka erlendan texta
með þessum hætti."
Vikverji / Morgunblaðinu um islenska
þýðingu á texta við Ijósmyndirnar sem
nú eru til sýnis á Austurvelli.
<