Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNÍ2003 INNLENDAR FRÉTTIR 13
Kostar næstum 30 þúsund krónur til borgarinnar
Samgöngumál Raufarhafnar
eru fjarri því að vera af þeim
gæðaflokki sem ætlast mætti
til á 21. öldinni. Ekkert áætl-
unarflug er milli Raufarhafn-
ar og Akureyrar, hvað þá
Reykjavíkur, en til Akureyrar
eru 245 km en 634 km til
Reykjavíkur.
Póstbíll gengur virka daga til
Raufarhafnar frá Akureyri, fer það-
an kl. 7.30 og er kominn til Raufar-
hafnar kl. 11.15. Frá Raufarhöfn fer
hann kl. 14.00 og er kominn til Ak-
ureyrar kl. 18.20, eða eftir 4,5 tíma.
Bæjarferðin kostar
því næstum
30 þúsund krónur.
Flugfélag íslands er með áætíunar-
flug alla daga á kvöldin svo hægt er
að ná flugi til Reykjavíkur samdæg-
urs. Erfiðara er þegar komið er til
baka, því fyrsta vél frá Reykjavík
kemur til Akureyrar kl. 08.15, eða
45 mín. eftir brottför póstbflsins. Sá
sem ætlar að sækja flugfarþega til
Raufarhafnar og spara honum gist-
ÚTLENDINGAR fVINNU: Um 13 prósent íbúa á Raufarhöfn eru útlendingar.
-F -
LaJ ■ • Ll^ ^ |-tr i
■ . -JC——' ,1 ^^UfARHÖFN^| • | ■ j :í > j
F* -B- '
ingu á Akureyri þarf því að aka nær
500 km, eða 100 km lengra en vega-
Iengdin milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar!
Far með þóstbflnum kostar 4.000
krónur og fullt fargjald Akur-
eyri-Reykjavík 9.775 krónur. Fram
og til baka kostar því bæjarferðin
nær 30.000 krónur en ef viðkom-
andi er heppinn getur hann náð
nettilboði á 5.499 krónur.
Slíkt fargjald er ekki falt þessa
dagana samkvæmt könnun á net-
síðu Flugfélagsins. Hægt er að fá far
til Kaupmannahafnar frá Keflavík
og til baka fyrir 19.000 krónur.
GAMALL SfLDARSTAÐUR: Um þrjú þúsund manns voru á Raufarhöfn á blómatíma
síldaráranna.
Blómatími staðarins í
byrjun 7. áratugarins
Blómatími Raufarhafnarhrepps
hefur án alls vafa verið áratug-
urinn 1955 til 1966, þó aðallega
árin eftir 1960, en mörg fyrstu
ár sjöunda áratugarins aflar
ekkert sveitarfélag meiri út-
flutningstekna fyrir þjóðarbúið
en Raufarhöfn.
Þá barst grfðarlegt magn af sfld
þar að landi til bræðslu og söltunar,
íbúatalan var liðlega 500 manns og
allir höfðu nóg að bíta og brenna
sem á annað borð nenntu því. I
landlegum á sjöunda áratugnum
voru stundum um 3.000 manns á
Raufarhöfn, sofið í öllum kojum og
kirnum til sjós og lands eða
skemmtanalífið stundað. Ekki var
óalgengt að dansleikir væru þá
haldnir á hverju kvöldi í heila viku,
t.d. vom Hljómar þar f júní 1966 og
var fúllt út úr dymm öll kvöldin. Sfld-
araflinn var 368.521 tonn árið 1967 en
er enginn aðeins 8 árum síðar. Upp
úr 1970 hefst því mikill hörmunga-
tími á Raufarhöfn vegna sfldarleysis,
engar ráðstafanir höfðu verið gerðar
til að skapa önnur atvinnutækifæri,
smábátaútgerð var sáralítil og togara-
útgerð alls engin.
Störf í sjávarútvegi
1995 2002 Fækkun Fækkun í %
Sjávarútvegur alls 16.000 11.700 4.300 26,9%
Fiskveiðar 7.000 5.300 1.700 24,3%
Fiskvinnsla 9.000 6.400 2.600 28,9%
Heimild: Útvegur 2002, Hagstofa íslands
Samfelld þróun frá 1995:
Störfum í sjávarútvegi
hefur fækkað um 27%
Störfum í sjávarútvegi fækk-
aði frá 1995 til 2002 um rétt
tæp 27%, samkvæmt tölum
sem Hagstofan birti í gær úr
ritinu Útvegur 2002.
Á þessum tfma fækkaði störfum
við fiskveiðar um 1.700 eða 24,3%
en störfum við fiskvinnslu fækkaði
um 2.600 eða 28,9%. Alls fækkaði
því störfum í sjávarútvegi um 4.300.
Til samanburðar má geta þess að 1.
desember síðastíiðinn vom íbúar í
Vestmannaeyjum 4.416, í ísafjarð-
arbæ 4.153, á Seltjarnarnesi 4.620
og í sveitarfélaginu Skagafirði
4.165. Fækkun starfa í sjávarútvegi
árin 1995-2002 samsvarar því
nokkurn veginn íbúafjölda þessara
sveitarfélaga. Á sama tíma fjölgaði
störfum í landinu um 14.900. Hlut-
fall starfa í sjávarútvegi af öllum
störfum í landinu minnkaði úr
11,3% í 7,5%. Þar af minnkaði hlut-
fall starfa við fiskveiðar úr 4,9% í
3,4% en hlutfall starfa við fisk-
vinnslu úr 6,4% í 4,1%. -ÓTG
Um 13 prósent íbú-
anna eru útlendingar
AÐALVINNUVEITANDINN: Frystihúsið Jökull er aðalvinnuveitandinn á Raufarhöfn.
Um 13% íbúa Raufarhafnar em
útlendingar. Alls var íbúafjöldinn
um síðustu áramót 280 manns; 1
frá Hvíta-Rússlandi, 5 frá Perú, 28
frá Póllandi, 1 frá Rússlandi og 245
íslendingar. Á aðeins tveimur ámm
hefur íbúum staðarins fækkað um
60 manns, en þeir vom í árslok 2000
340, þ.e. 1 Dani, 1 Svíi, 24 Pólverjar
og 314 Islendingar. Á aðeins tveim-
ur ámm hefur íbúum Raufarhafnar
því fækkað um 18%, íslendingum
um 69 en Pólverjum hefur á sama
tíma fjölgað um 4.
Fæstir Pólverjanna hafa þó keypt
sér húsnæði á staðnum, em í leigu-
húsnæði enda framboð af því mik-
ið. Flestir þeirra vilja dvelja áfram á
staðnum en óttast að ekkert verði
að gera fyrir þá, enda verði íslend-
ingarnir látnir ganga fyrir þeirri
vinnu sem föl verði við endurráðn-
ingu 20 af 50 starfsmönnum frysti-
húsins. Gunnar Jónasson, verk-
stjóri í frystihúsinu, segir fólk ekki
mikið ræða ástandið en undiraldan
sé þung. Margir bíði komu þing-
manna og Byggðastofnunar til
Raufarhafnar á morgun nánast
með öndina í hálsinum. Hvað er til
ráða? gg@dv.is
k ýmsu gengið í rekstri
Jökuls frá upphafi
Frystihúsið Jökull, sem er að-
alvinnuveitandi staðarins,
var stofnað árið 1968 þegar
Ijóst var að síldin kynni að
vera að hverfa.
Starfsemin kemst hins vegar ekki
á neitt flug fyrr en árið 1973 þegar
togarinn Rauðinúpur er keyptur
sem varð um leið helsta hráefnis-
öflun staðarins. Árið 1987 em út-
gerð og landvinnsla aðskilin með
stofnun Fiskiðju Raufarhafnar. Árið
1988 er svo nýtt frystihús byggt eft-
ir að það gamla brennur. Árið 1990
hefur Gefla á Kópaskeri rækju-
vinnslu sem að mestu byggist á
innfjarðarrækju úr Öxarfirði og 6
ámm síðar em Gefla og Fiskiðja
Raufarhafnar sameinaðar undir
nafni Geflu en rækjuverksmiðjan á
Kópaskeri seld og rækjufrystitogar-
inn Rauðinúpur keyptur. Ári síðar
er svo innfjarðarrækjubáturinn
Aron keyptur og. Gefla og Jökull
sameinuð undir nafni Jökuls en
rækjuvinnslan seld Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur. Aftur verður Gefla til
með kaupum á rækjuvinnslunni.
Engin rækjuvinnsla hefur þó verið
þar síðan í ágústmánuði 2002
vegna rækjuveiðibanns á Öxarfirði
og verðlags á rækjuafurðum. Árið
1998 er fjölveiðiskipið Arnarnúpur
keyptur og núverandi Arnarnúpur
keyptur sem er með 1% aflahlut-
deild í loðnu og aðstaða sett upp á
Raufarhöfn fyrir heilfrystingu á
loðnu og sfld.
Engin rækjuvinnsla
hefur verið á
Raufarhöfn síðan í
ágúst 2002
Aðeins ári síðar em innfjarðar-
bátarnir seldir, útgerð Rauðanúps
færð undir Útgerðarfélag Akureyr-
inga og Jökull verður dótturfyrir-
tæki ÚA. í ár varð svo starfsemin
hluti af Brimi, útgerðarfyrirtæki
Eimskips. Þá hafði frystihúsið á
Raufarhöfn verið sérhæft í botn-
fiskvinnslu, aðallega þorsks úr
Barentshafi, svokallaðar tvífrystar
afurðir, auk vinnslu uppsjávarfiska.
-gg@dv.is
Daewoo Lanos SX bsk.
Skr. 10/98, ek. 78 þús.
Verð kr. 590 þús.
Hyundai Accent 1,5, bsk.
Skr. 9/98, ek. 67 þús.
Verð kr. 490 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---V//A------------
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100
Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk.
Skr. 8/99, ek. 39 þús.
Verð kr. 990 þús.
Suzuki Swift GLX, 5 d., bsk.
Skr. 11/96, ek. 67 þús.
Verð kr. 450 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.
Skr. 6/00, ek. 74 þús
Verð kr. 1290 þús.
Suzuki Sidekick JX, 5 d., bsk.
Skr. 9/96, ek. 88 þús.
Verð kr. 780 þús.
Hyundai Accent GLS, bsk.
Skr. 7/98, ek. 45 þús.
Verð kr. 550 þús.
Hyundai Accent1,5, bsk.
Skr. 12/99, ek. 27 þús.
Verð kr. 690 þús.