Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 12
12 INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ2003 \ j, r Guðný Hrund Karlsdóttir tók við starfi sveitarstjóra á Rauf- arhöfn ífyrrasumar,aðeins31 árs að aldri. Hún er fædd og uppalin í Keflavík, lauk prófi í viðskiptafræði frá H.í. og starfaði við þjónustu og for- ritun á bókhaldshugbúnaði hjá Streng hf. í Reykjavík í fjögur ár áður en hún ákvað að flytjast með unga dóttur sína til Raufarhafnar. Hvers vegna? Jú, fyrst og fremst til þess að gefa dóttur sinni tæki- færi á að alast upp í litlu sjávar- þorpi, segir Guðný Hrund. En eftir að Jökull ehf. tilkynnti á fimmtu- daginn var að 50 til 56 starfs- mönnum yrði sagt upp og aðeins 20 endurráðnir virðist mörgum sem framtíð sjálfs þorpsins sé í hættu. Guðný Hrund tekur ekki svo djúpt í árinni. Ekki náðarhögg „Ég tel að byggðarlagið standi ekki og falli með þessu, þótt þetta sé vissulega mikið áfall. Þetta gæti þýtt að þeir sem hafa hugsað sér til hreyfings færu fyrr en ella, en íbúa- tafan hefur verið nokkuð stöðug síðustu misseri og þótt þetta sé reiðarslag er þetta ekki náðar- högg.“ - Telurðu að kvótakerfið eigi sök á þessari stöðu? „Kvótakerfið kallar á hagræð- ingu, sem kallar á samþjöppun, sem kallar á fækkun starfa. Fram- kvæmd aflamarkskerfisins hefur því miður ekki orðið smærri byggð- arlögum til framdráttar, hverju svo sem þar er um að kenna. Ég tel lík- ur á að svipuð staða komi upp víð- ar á landinu og að stjórnvöld þurfi að móta stefnu um hvernig skuli bregðast við. Hingað til hafa lausn- ir stjórnvalda ekki verið nægilega markvissar - ég nefni refa- og min- karæktina sem dæmi - en mér sýn- ist á þeim viðbrögðum sem við höf- um fengið undanfarna daga að breyting gæti orðið þar á. Varðandi kvótann er ástæða til að leggja áherslu á að kvótinn sem er skráður á Raufarhöfn kemur ekki endilega sveitarfélaginu til góða því að bátur getur verið skráður hér án þess að landa nokkurn tímann afla „Kvótakerfið kallar á hagræðingu, sem kallar á samþjöppun, sem kallar á fækkun starfa. á staðnum, eða tengjast Raufar- höfn á nokkurn hátt." Sóknarfæri fyrir hendi Guðný Hrund segir ýmis sóknar- færi fyrir hendi á Raufarhöfn og mannauður sé þar í ríkum mæli. Þarna sé einhver besta náttúmlega höfn landsins og rík fiskimið skammt fyrir utan. Nokkur afli komi að landi og spurningin sé fyrst og fremst hvernig hann verði best nýttur. Hins vegar gæti þurft „þolinmótt fjármagn", þ.e. fjár- magn sem krefst ekki tafarlausrar arðsemi, til þess að nýta tækifærin sem séu fyrir hendi. Guðný Hmnd segir að ef takist að treysta atvinnulífið sé framtíðin björt, enda bjóði Raufarhöfn upp á hvaðeina sem fólk þurfi í sínu hversdagslega lífi og öll aðstaða sé til fyrirmyndar; heilsugæsla, gmnnskóli, félagsheimili, tónlistar- skóli, hótel, íþróttamiðstöð, íþróttafélag og fleira, að ógleymd- um fjölbreyttum útivistarmögu- leikum í ósnortinni náttúru. Engir þurfalingar Raddir heyrast nú sem fyrr um að skynsamlegra sé fyrir ríkissjóð að aðstoða fólk við að flytjast frá byggðarlögum sem eiga erfitt upp- dráttar en að setja fjármágn í at- vinnulíf á slíkum stöðum. Guðný Hmnd mótmælirþessu eindregið. „Þetta var prófað á Grænlandi á sínum tíma; fólk af ákveðnum stöð- um var allt flutt í blokk í Nuuk. Þetta Ieiddi til grfðarlegra félags- legra vandamála. Svo þyrfti aldeilis að borga fólki fyrir húsin sín hér ef það ætti að geta keypt sér sambæri- leg hús í Reykjavík. Mér sýnist lík- legt að fjöldi byggðarlaga gæti lent í áþekkri stöðu og varla hefur höfuð- borgarsvæðið bolmagn til að kaupa upp allt húsnæði á landsbyggðinni. Ég get heldur ekki séð að allir Reyk- víkingar hafi atvinnu. Ég ítreka að það er ekki eins og Raufarhafnarbúar hafi verið þurfalingar í samfélaginu. Við höf- um lagt þjóðfélaginu til gífurleg verðmæti í gegnum tíðina - horfum ekki aðeins til síðustu ára heldur áratuga. Við þurfum aðstoð til að komast yfir þennan hjalla og þá ef- ast ég ekki um að við munum skila okkar til þjóðarbúsins hér eftir sem hingað til. Til lengri tíma litið er ódýrara fyrir þjóðfélagið að hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðleika. Veltum okkur ekki upp úr ódýrri skólabókarhagfræði." Sátt Þrátt fyrir bjartsýnistóninn er ekki annað hægt en að spyrja sveit- arstjórann unga hvort hún sjái eftir því að hafa flust úr höfuðborginni til þess að glíma við slíka erfiðleika. „Nei, starfið hefur vissulega verið mjög erfitt en það sem stendur upp úr er að dvölin hér hefur verið ómetanleg fyrir dóttur mína. Ég myndi aldrei vilja taka það af henni sem líf í svona samfélagi hefur gef- ið henni. Velferð barnanna er al- gjört grundvallaratriði," segir Guð- ný Hrund Karlsdóttir. olafur@dv.is Vegur til Raufarhafnar með bundnu slitlagi árið 2010 Um einn milljarður króna er áætlaður til nýframkvæmda á Öxarfjarðarheiði frá þjóð- veginum sunnan Kópaskers austur um Öxarfjarðarheiði til Þórshafnar með vega- mótum á miðri heiðinni til Raufarhafnar. Vegurinn hefur af heimamönnum verið kallaður Hófaskarðsleið. Fram- kvæmdir byrja haustið 2004 eftir að mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Markmiðið er að leggja veg með bundnu slitlagi frá Húsavík til Þórshafhar. Framkvæmdin er ein af þeim framkvæmdum sem ríkis- stjómin ákvað að flýta til þess að örva atvinnulífið á landsbyggðinni en 570 milljónum hefur þegar verið varið til nýbyggingar um Tjömes og niður í Kelduhverfi fram hjá Auðbjargar- staðabrekku. Árið 2007 verður vegur kominn austur f Krossvík sunnan Raufarhafn- ar með bundnu slitlagi og síðan áfram austur til Þórshafnar. Þá er eft- ir að leggja 15 km veg norður með Ormarsá til að koma Raufarhöfn í vegasamband við hringveginn með bundnu slitlagi. Sá vegur er enn eklci á áætlun en gæti verið kominn í notk- un árið 2010, hugsanlega 2008 til 2009 ef framkvæmdum verður flýtt, t.d. vegna þrýstings frá þingmönnum Norðausturkjördæmis. -gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.