Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl2003 TILVERA 31 Tilvera Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824 -550 5810 Sigurför Nóa albínóa framhaldið Eins og flestir muna fór ís- lenska kvikmyndin Nói albínói mikla sigurför á nokkrum kvik- myndahátíðum áður en hún var frumsýnd hér á landi. Hljótt hef- ur verið um hana erlendis með- an hún var að gera góða hluti hér á landi, þó áhorfendur hefðu að vísu mátt vera fleiri. Nú skýtur Nóa allt í einu upp kollin- um ÍTransylvaníu (heimaslóðir Dracula), þar sem hún var sigur- sælasta kvikmyndin á Alþjóða- kvikmyndahátíðinni íTransyl- vaníu í Cluj-Napoca.Var hún val- in besta kvikmyndin á hátíðinni og einnig völdu gagnrýnendur hana bestu kvikmyndina.Verð- launin eru sögð 4000 dollara virði. Þá völdu áhorfendur hana þriðju bestu kvikmyndina.Með- al leikstjóra sem áttu kvikmynd- ir á hátíðinni voru Pedro Almodóvar og Lucas Moody- son.Völdu áhorfendur kvik- mynd Almodóvars, Hable Con Ella bestu kvikmyndina. Þessi viðurkenning er enn ein rósin í hnappagat Dags Kára Péturssonar.leikstjóra Nóa albínóa, og er orðið þröngt hnappagatið þar sem margar rósir eru fýrir. Angelina þoldi ekki Löru Croft Engilfríða leikkonan Lara Croft stærir sig nú af því að hafa ekki þolað bíóhetjuna Löru Croft þegar hún las handritið að Grafarræningj- unum f fyrsta sinn. „Ég þoldi hana ekki. Lara var bara sæt, lítil teiknimynda- hetja f þröngum buxum," seg- ir Angelina f viðtali við tímarit- ið New Woman. „Ef ég á að segja alveg eins og er,‘‘ heldur Angelina áfram, „þá var fyrsta uppkast hand- ritsins alveg afleitt. Þeir vildu bara að Lara væri skvísa í mjög stuttum stuttbuxum og með ávalar línur.“ Svo fór þetta nú allt skán- andi. Að minnsta kosti féllst Angelina á að leika í fram- haldsmynd um ofurskvísuna og hörkutólið Löru. Sú mynd verður frumsýnd innan skamms úti í hinum stóra heimi. Og ef að líkum lætur munu kvikmyndahúsagestir taka henni fagnandi, og vel það. Vandræðagangur á óskarskvöldinu Norsk-texaska Hollywood- stjarnan Renée Zellweger lenti heldur betur í hremmingum á óskarsverðlaunakvöldinu vestur f kvikmyndaborginni í mars síðastliðnum. Fyrst varð hún að láta f minni pokann fyrir Nicole Kidman í barátt- unni um styttu fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Næst gerð- ist það svo að fíni kjóllinn hennar eyðilagðist á leið út úr leikhúsinu og því best bara að hypja sig heim í háttinn, eða svo taldi Renée. En þegarheim kom uppgötvaði leikkonan að hún var ekki með húslykia. „Hver hugsar jú um slíkt þegar maður er að klæða sig fyrir óskarshátíðina," segir Renée. En þegar neyðin er stærst er hjálpin oft næst. f þetta sinn í líki vinar sem klifraði inn um glugga og reddaði þannig mál- um, Renée til mikillar gleði. „Hann var alveg eins og Köngulóarmaðurinn. “ Þeir B.B. King og Eric Clapton þekkja hvor annan vel enda hafa þeir gefið út saman blús- Hinn dáði Ray Charles er alltaf jafnglaðbeittur á svip, plötu. Þeir létu gamminn geisa við mikil fagnaðarlæti. Blúskonsert ársins í Apollo-leikhúsinu í New York: Margirvoru kóngarnir sem létu Ijós sitt skína Willie Nelson er kannski ekki mesti blúsmaðurinn en hann kom með gítarinn og tók nokkrar blúsaðar sveitaballöður. Wynton Marsallis er jafnvígur á hvaða tónlist sem er,allt frá djass til klassíkur, og hann munaði ekki um að blása nokkra blústakta. Árið 1903 gekk tónlistarmaðurinn þekkti, W.C. Handy, fram á mann sem hann síðar sagði: „...spilaði skrýtnustu tónlist sem ég hef nokkurn tímann heyrt" á af- skekktum lestarpalli í Tutwiler, Mississippi. Þessi „skrýtni" hljómur átti síðan eftir að verða einn sá áhrifamesti í amenskri tónlist. Handy kom tóninum áfram og blúsinn varð til. Tónlist þessi hefur síðan verðið hluti af heimstónlistinni og er með vin- sælustu tónlistarstefnum á síðustu öld. Það má í raun rekja flestar gerðir léttrar tón- listar til blúsins, má þar nefna djass, rokk, soul og hip- hop, svo eitthvað sé nefnt. Eric Clapton sá sér fært að mæta á hinn sögufræga stað Apollo leikhúsið í New York og lét ekki sitt eftir liggja (blúsnum. í hinu sögufræga Apollo-leikhúsi í New York í fyrrakvöld. Þar táruðust margir þegar hver blúskóngurinn á fætur öðrum skaut upp kollinum og blúsinn var kyrjaður fram á rauða nótt. í Apollo-leikhúsinu í fyrrakvöld var meðalaldur þeirra sem komu fram nokkuð hár enda kóngarnir flestir komnir vel yfir sjötugt og sumir níræðisaldurinn. Tilfinningin var samt á sínum stað og þeir sungu af innlifun þekkt blúslög sem sung- in hafa verið í áratugi, ekki aðeins af bandrískum blúsmönnum heldur blúsmönnum í öllum heimshorn- um. hkart@dv.is Til að fagna 100 ára af- mæli blúsins var í fyrra ákveðið að árið í ár yrði Ár blús- í Það má rekja flestar gerðir léttrar tónlistar til blúsins, má þar nefna djass, rokk, soul og hip-hop. Bandaríkjunum og það var gert með samþykki bandaríska þingsins. Voru skipulagðir tónleikar, fyrir- lestrar og alls konar atburðir sem tengjast blúsnum um þver og endilöng Bandaríkin. Einn hápunkturinn á árinu voru tónleikar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.