Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 10
10 INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNÍ2003 Átak Landlæknisembættisins gegn þunglyndi og sjálfsvígum: Engin heilsa án geðheilsu Landlæknisembættið hefur blásið til sóknar í baráttunni gegn þunglyndi og sjálfsvíg- um með fræðslu- og forvarn- arverkefninu Þjóð gegn þunglyndi. Verkefnið hefur verið í undir- búningi frá því í byrjun árs 2002 en þá réð Landlæknisembættið til starfa verkefnisstjóra sjálfsvfgsfor- varna og skipaði faghóp til að út- færa tillögur og hugmyndir þar að lútandi. Markmiðið með verkefn- inu er að opna frekari umræðu um geðraskanir í samfélaginu, sérstak- lega þunglyndi og sjálfsvíg sem oft fylgir þeim sjúkdómi og leitast verður við að auka fræðslu og draga úr fordómum gagnvart þeim sem berjast við geðsjúkdóma. Gott sam- starf hefur verið við sérfræðihóp við háskólann í Munchen sem kynnti sambærilegt verkefni á al- þjóðlegu geðlæknaþingi haustið 2002 og með því hefur verkefnið orðið liður í evrópsku samstarfi. Umræða um geðsjúkdóma tvíbent Á íslandi þjást að minnsta kosti 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma og er þunglyndi talið vera undirliggjandi orsök sjálfsvíga í 80% tilvika. Að sögn Sig- urðar Guðmundssonar landlæknis hefur umfjöllun um geðsjúkdóma hér á landi verið tvíbent. Hann sagði að annars vegar hefði ein- hvers konar rómantík verið lögð í geðsjúkdóma. Margir frægir menn Margir frægir menn hafa þjáðst afgeðsjúk- dómum og fólk horft á þá í rómantísku Ijósi. hefðu þjáðst af geðsjúkdómum og fólk horft á þá í rómantísku ljósi. A hinn bóginn hefði ekki verið hægt að fjalla um sjúkdómana og þeir verið sveipaðir þögn. Því væri mik- ilvægt að umræðan kæmist á yfir- borðið og sagði Sigurður ljóst að samfélaginu væri orðið mál að fjalla um þessi mál. Hann lagði áherslu á að þetta væri ekki hið klassíska íslenska átak þar sem rak- ettan færi upp í loftið og síðan félli prikið niður nokkrum vikum sfðar heldur væri um langtímaverkefni að ræða. Markmið að fækka sjálfsvíg- um Högni Óskarsson, geðlæknir og formaður faghópsins, sagði að dauðsfall fyrir eigin hendi væri endapunkturinn á oft löngu og flóknu ferli hjá manneskju sem hefði gert það upp við sig, á ör- skotsstundu eða eftir langa íhugun, að lífið væri ekki þess virði að lifa því. Eftir stæðu svo ættingjar og vinir þrumulostnir, sorgmæddir, leitandi, ásakandi og reiðir. Hann sagði að mikill meirihluti þeirra sem sviptu sig lífi hefði átt við al- varlegar geðraskanir að stríða eins og þunglyndi, kvíða og geðklofa en einnig spilaði vímuefnafíkn stóran þátt þar inn í. Þetta sýndi okkur að hinir látnu hefðu búið við andlega vanheilsu sem ekki hefði tekist nægilega vel að greina eða lækna og mikilvægt væri að bregðast við því. Hann sagði að markmiðið með verkefninu væri að fækka sjálfsvíg- um og að meginleiðin fælist í bar- áttu gegn þunglyndi. VÍS aðalstyrktaraðili verkefnisins: Finnur Ingólfsson.forstjóri V(S, afhenti Sigurði Guð- mundssyni landlækni ávisun upp á níu milljónir króna sem renna (átakið Þjóð gegn þung- lyndi.VlS gaf einnig Benz, árgerð'58, sem verður boðinn upp og mun ágóðinn renna til verkefnisins. DV-myndÞÖK Þjáist þú af þungiyndi 1. Þú ert oft dapur eða kjarklaus að ástæðulausu. 2. Þú átt bágt með að einbeita þér og þér finnst oft að jafnvel smávægilegar ákvarðanir séu þér ofviða. 3. Þú ert framtakslaus,finnur oft fýrir þjakandi þreytu og/eða eirðarleysi. 4. Jafnvel hlutir sem þú hefur haft gaman af vekja engan áhuga hjá þér lengur. 5. Þú treystir ekki lengur á þíná eigin hæfileika. 6. Þú kvelur sjálfan þig með sektarkennd og sjálfsgagnrýni. 7. Þú brýtur stöðugt heilann um framtíðina og sérð allt svart. 8. Á morgnana erallt verst. 9. Þú þjáist af slæmum svefntruflunum. 10. Þú forðast samneyti við annað fólk. 11. Þú ert með líkamleg sjúkdómseinkenni sem engin líkamleg skýring finnst á. 12. Þú hefurenga eða litla matarlyst. 13. Þig langar ekki lengur í kynlíf. 14. Þú ert örvilnaður og þig langar ekki til að lifa lengur. Já Nei o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o Úr bæklingi frá Landlæknisembættinu. Eitt stig fæst við hvert„já" en„já" við spurningu 14 gefur 5 stig. Ef þú færð 5 stig eða meira gæti það verið merki um þunglyndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.