Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 22
22 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNI2003 Ræktun lýðs og lands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palll@umfi.ls Sími: 568 2929 UNOBMÓT LE1£ SKÖLINN Unglingalandsmót UMFÍ á ísafirði um verslunarmannahelgina: Búist við fjölsóttu móti Undirbúningur fyrir 6. Ung- lingalandsmót UMFÍ á ísafirði um verslunarmannahelgina gengur vel. Búist er við fjölda þátttakenda og framkvæmdir við íþróttamannvirki standa yfir Undirbúningsnefnd Unglingalands- mótsins hefur nú verið að störfum frá því í byrjun febrúar og nú hafa verið skipaðir mótsstjórar íþróttakeppn- innar og greinastjórar í hverri grein. Keppt verður í átta íþróttagreinum á unglingalandsmótinu. Þá hefur einnig verið unnið að undirbúningi hæfileikakeppni í samvinnu við Sam- fés og að undirbúningi foreldra- þrauta. Jón Pétur Róbertsson, fram- kvæmdastjóri Unglingalandsmóts, segir að undirbúningi miði vel. Tömin erfram undan „Þetta er búin að vera mikil vinna en samt má segja að aðaltömin sé fram undan," segir Jón Pétur. „Það er að mörgu að huga og það er mjög gaman að flnna hvað ísfirðingar em áhuga- „Þetta er búin að vera mikil vinna en samt má segja að aðaltörnin sé fram undan," samir um mótið og nú þegar er fjöldi manns sem vinnur að undirbúningi, bæði á vegum Héraðssambands Vest- fjarða, HSV, og eins ísafjarðarbæjar, en miklar framkvæmdir em nú yfir- standandi." Unnið er hörðum höndum að undir- búningi fyrir Unglingalandsmótið. Þar ber hæst að verið er að leggja gervigrasvöll sem kemur vestan við grasvöllinn á ísafirði. Þá verðureinnig lögð 100 metra hlaupabraut og unnið að lagfæringum á stökkgryfju og kast- hring. Verulegar endurbætur á áhorf- endasvæðinu ofan við grasvöllinn em einnig fram undan og verður öllum þessum framkvæmdum lokið seinnipartinn í júlí. Sveitarfélagið framsýnt Karl Jónsson, framkvæmdastjóri HSV, segir að framkvæmdir séu á áætlun. „Það er mikil vinna fram undan nú í júnf og byrjun júlí en við stefnum að því að svæðið verði tilbúið seinnipartinn í júlf. Þessar fram- Það er mikill áhugi hér fyrir vestan að starfa á mótinu en það verða sennilega hátt á annað hundrað sjálfboðaliðar sem koma að því. kvæmdir gjörbylta aðstöðu til íþrótta- iðkana hér á ísafirði og það er ánægjulegt hvað sveitarfélagið hefúr verið framsýnt og komið myndarlega að þessari uppbyggingu á íþrótta- svæðinu." Ennfremur segir Karl að HSV ætli að sjálfsögðu að mæta með fh'ðan flokk keppenda á mótið og fram undan sé vinna við að undirbúa félög og deildir til þátttöku. „Við ætlum að vera með stóran hóp keppenda og miðað við áhugann sem við höfum fundið þá erum við vongóðir um að þetta verði fjölmennt mót.“ Margir í samstarfi Samstarfsaðilar Ungmennafélags ís- lands að unglingalandsmótinu ætla að leggja sitt af mörkum til að mótið verði sem veglegast. Á móti sól verður hljómsveit mótsins. Heimir Eyvindar- son hljómborðsleikari segir hljóm- sveitina munu fylgja eftir nýrri plötu um land allt í sumar og heimsóknin á Unglingalandsmótið sé sannarlega einn af stóru viðburðunum í sumar. „Þetta verður viðburðaríkt sumar og við hlökkum sérstaklega til að koma á Unglingalandsmótið, bæði til að spila og ekki síst til að taka þátt í mótinu," segir Heimir. Aðalstyrktaraðilar mótsins eru Flug- félag Islands, íslandsbanki, VÍSA, Öl- gerðin Egill Skallagrímsson hf., 66° norður, Bifreiðar og landbúnaðarvél- ar og Áfengis- og vímuvamaráð sem öll koma að mótinu með einum eða öðmm hætti. Átta íþróttagreinar Á Unglingalandsmótinu verður keppt í átta íþróttagreinum; það er knattspymu, handbolta, körfubolta, frjálsum íþróttum, golfi, skák og glímu. Sú nýbreytni verður tekin upp að hægt er að skrá sig til keppni í knattspymu sem einstaklingur og keppa með krökkum frá öllu landinu. Jón Hálfdán Pétursson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir em mótsstjór- ar íþróttakeppninnar. „Við emm búin að skipa greinastjóra í öllum greinum og höfum að undanfórnu verið að fara yfir lista yfir tækjabúnað og annan aðbúnað sem þarf að vera í lagi á mótinu. Það er mikill áhugi hér fyrir vestan að starfa á mótinu en það verða sennilega hátt á annað hund- rað sjálfboðaliðar sem koma að því. Við munum einnig leita til annarra héraðssambanda um að útvega starfsmenn, til aðstoðar við fram- kvæmd á íþróttakeppninni, til dæmis við tímatökur, mælingar, og margt annað en það er mikil reynsla úti í hreyfingunni einmitt við þessi at- riði,“ segja þau Jón Hálfdán og Guð- ný Stefanía sem bæði em útskrifaðir íþróttafræðingar úr íþróttakennara- skóla íslands. Foreldraþrautir og skráning hafin Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 1992. Mótin hafa si'ð- an vaxið og þróast. Undanfarin tvö ár hafa Unglingalandsmótin verið hald- in um verslunarmannahelgi og hefur það fallið í góðan jarðveg meðal landsmanna. Mótin hafa jafnframt verið opnuð fyrir þátttöku allra sem vilja vera með og nú geta allir tekið þátt, hvort sem þeir tilheyra ung- mennahreyfingunni eða ekki. Þá verður í ár keppt í sérstökum for- eldraþrautum þar sem foreldrar geta att kappi í hinum ýmsu þrautum. Skráning er nú hafin og fer fram á heimasíðu Unglingalandsmóts sem er www.ulm.is. LÖGGAN Á LEIK: önundur Jónsson yfirlögregluþjónn fer yfir aðkomu lögreglunnar að Unglingalandsmótinu á fundi með þjónustuaðilum í bænum. Lögreglan er,að sögn Ön- undar.ánægð með að Unglingalandsmótið sé á ísafirði. Segir að í raun sé verið með því að verðlauna Isafjarðarbæ fýrir góðan árangur í forvarnarmálum. VIÐ (ÞRÓTTAVÖLLINN: Sæmundur Runólfsson,framkvæmdastjóri UMFl.við íþróttavöll- inn þar sem miklar framkvæmdir eru nú f gangi. Meðal annars við að leggja gervigrasvöll, j lagfæra áhorfendaaðstöðu og leggja hlaupa- og kastbrautir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.