Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 30
30 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNÍ2003 í , íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Andlát: Halldór E. Sigurðsson , fyrrv. ráðherra Halldór Eggert Sigurðsson, fyrrv. ráðherra, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 25.5. sl. Minningarat- höfn um Halldór fór fram í Dóm- kirkjunni sl. mánudag en útför hans var gerð frá Borgarneskirkju sama dag. Starfsferill Halldór fæddist f Haukabrekku í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 9.9. 1915. Árið 1919 flutti hann með fjölskyldu sinni að Suður-Bár í Grundarfirði. Halldór lauk prófi frá Héraðs- skólanum í Reykholti 1937, stund- aði nám við Samvinnuskólann og ^ lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1938. Halldór var bóndi að Staðarfelli í Dalasýsiu 1937-55, sveitarstjóri í Borgarnesi 1955-69, alþingismaður Framsóknarflokksins í Mýrasýslu 1956-59 og í Vesturlandskjördæmi 1959-79, fjármála- og landbúnað- arráðherra 1971-74 og landbúnað- ar- og samgönguráðherra 1974-78. Að lokinni þingsetu starfaði Hall- dór við Búnaðarbankann í nokkur ár. jp, Halldór sat í stjórn Ungmenna- sambands Dalamanna 1939-51 og var formaður þess frá 1944, for- maður Fóðurbirgðafélags Fells- strandar 1940-55, formaður skóla- nefndar Húsmæðraskólans að Staðarfelli 1946-55, formaður Fellsstrandar- og Klofningsskóla- hverfis 1946-55, formaður Búnað- arfélags Fellsstrandar 1952-55, í stjórn Kaupfélags Stykkishólms 1951-55, í hreppsnefnd Fells- strandarhrepps 1942-55, í hrepps- nefnd Borgarneshrepps 1962-70, formaður Búnaðarsambands Borg- arfjarðar 1962-71, í stjórn Kaupfé- lags Borgfirðinga 1965-77, í stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borgar- nesi frá stofnun 1968-76, formaður stjórnar Borgarneslæknishéraðs 1970-75, í miðstjórn Framsóknar- flokksins 1953-79, í stjórn þing- flokks Framsóknarflokksins 1969-79, endurskoðandi Sam- vinnubankans 1963-71, fulltrúi rík- issjóðs í stjórn Eimskipafélags ís- lands hf. frá 1979 og þar til ríkis- stjóður seldi hlut sinn, í stjórn At- vinnubótasjóðs 1962-71, yfirskoð- unarmaður ríkisreikninga 1964-71 og kosinn í neyðarráðstafananefnd 1973 vegna eldgossins í Heimaey. Fjölskylda Halldór kvæntist 4.9. 1941 Mar- gréti Gísladóttur, f. 5.7. 1916, vefn- aðarkennara. Hún er dóttir Gísla Pálmasonar, bónda að Æsustöðum f Langadal og síðar að Bergsstöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatns- sýslu, og k.h., Sigurbjargar Vil- hjálmsdóttur ljósmóður og hús- freyju. Börn Halldórs og Margrétar eru Gísli Vilhjáimur, f. 19.9. 1943, inn- kaupastjóri, kvæntur Guðrúnu Birnu Haraldsdóttur, f. 5.3. 1955 og eru börn þeirra Margrét Halldóra, f. 1978, en maður hennar er Hlynur Ólafsson, f. 1978, og er sonur þeirra Alexander Gísli, f. 2000, Sigrún Halla, f. 1980, en maður hennar er Hannes Líndal Þjóðbjörnsson, f. 1977, Kristín Heba, f. 1985, og Aðal- steinn Hugi, f. 1991, en dóttir Gísla frá því fyrir hjónaband er Guðrún Dóra, f. 1963, en maður hennar er Páll Snæbjörnsson og eru börn þeirra Daði Snær, f. 1988, og Arna, f. 1989; Sigurður Ingi, f. 2.3. 1952, lögmaður, kvæntur Steinunni Helgu Björnsdóttur, f. 29.11. 1956 og eru börn þeirra Halldór Eggert, f. 1982, og Hólmfríður Bima, f. 1986, en sonur Sigurðar frá því fyrir hjónaband er Hróðmar Ingi, f. 1970, auk þess sem dóttir Stein- unnar frá því fyrir hjónaband og uppeldisdóttir Sigurðar er íris Rut Árnadóttir, f. 1975, en maður henn- ar er Gunnar Sigurður Gunnarsson, f. 1973, og eru synir þeirra Emil Ingi, f. 1999, og Gunnar Steinn, f. 2002; Sigurbjörg Guðrún, f. 4.6. 1955, fjármálastjóri, gift Kristjáni Erni Ingibergssyni, f. 14.8. 1949, og em börn þeirra Halldór Örn, f. 1977, og Kristín Margrét, f. 1996. Þá ólst að hluta til upp hjá Hall- dóri og Margréti systursonur Hall- dórs, Sveinn Hallgrímsson, f. 5.7. 1936, búfræðilektor. Hálfbróðir Halldórs, samfeðra, var Guðmundur, f. 1899, d. 1957. Alsystkini Halldórs; Þorkell Jó- hann, f. 1908, var kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur sem er látin; Pétur Kristþór, f. 1910, var kvæntur Guð- ríði Kristjánsdóttur sem er látin; Guðríður Stefanía, f. 1910, d. 1991, tvíburi við Pétur Kristþór, var gift Hallgrími Sveinssyni sem er látinn; Halldóra Ólöf, f. 1911, d. 1914; Mar- grét, f. 1917, d. 2002, var giftÁsgeiri Markússyni; Þórarinn Stefán, f. 1922, d. 1994, var kvæntur Þor- björgu Daníelsdóttur. Foreldrar Halldórs vom Sigurður Eggertsson, f. 21.9. 1876, d. 6.6. 1922, skipstjóri og bóndi, og k.h., Ingibjörg Pétursdóttir, f. 6.1. 1887, d. 8.8. 1959, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Eggerts b. og formanns á Hvallátmm Eggerts- sonar, og Jóhönnu Guðmundsdótt- ir, b. á Melanesi á Rauðasandi, Magnússonar. Móðursystkini Halldórs: Sigþór skipstjóri og Sigurður Kristófer, skáld og guðspekingur. Ingibjörg var dóttir Péturs Frímanns, b. á Dalli Guðmundssonar, b. á Hraun- löndum Jónssonar. Móðir Guð- mundar var Þómnn Friðriksdóttir, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi Þórarinssonar, ættföður Thoraren- senættar Jónssonar. Móðir Þór- unnar var Hólmfríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víðidalstungu Ólafssonar, ættföður Eyrarættar Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Þórkatla Jóhannsdóttir, b. í Fossárdal Þor- steinssonar, og Þuríðar Þórarins- dóttur, b. á Geitahóli Jónssonar, ættföður Friðriks Sophussonar og Jóhanns Gunnars Ólafssonar skálds. Áttræður: Fertug: Árni Skarphéðinsson Borghildur Stephensen Árni Skarphéðinsson, fyrrv. starfsmaður ISAL, Spítalastíg 1, Hvammstanga, er áttræður í dag. Starfsferill Árni fæddist að Króki í Víðidal og ólst þar upp. Hann festi kaup á Hvarfi í Víðidal og bjó þar til 1966. Ámi var um tíma starfsmaður Ið- unnar á Akureyri. Árni bjó í Reykjavfk frá 1972 en flutti til Hvammstanga 1999 og hef- ur átt þar heima síðan. Hann starf- aði hjá íslenska álfélaginu í tuttugu og eitt ár en hætti fyrir aldurs sakir er hann varð sjötugur. Fjölskylda » Ámi bjó um tíma með Laufeyju Jónsdóttur, f. 21.12.1944, nú búsett á Sæbóli, Kirkjubæjarhreppi. Þau slitu samvistum 1966. Hún er dóttir Jóns Ásmundssonar og Jósefínu Þorsteinsdóttur sem er látin. Barn Árna og Laufeyjar er Þ. Kristín Ámadóttir, f. 26.9.1962 og á -hún einn son, Árna Þór, f. 27.2. ><f 1983. Systkini Árna em: Þuríður, f. 12.4 1919, nú látin, húsmóðir í Reykja- vík, var gift Guðmundi Ellert Er- lendssyni; Sigríður, f. 12.4.1919, nú látin, húsfreyja í Huppahlíð í Mið- firði, var gift Magnúsi Jónssyni; Anna, f. 17.5. 1929, húsmóðir, bú- sett í Reykjavík, var gift Ragnari 01- sen sem nú er látinn; Baldur, f. 17.10.1930, fyrrv. bóndi í Þómkoti í Víðidal, nú búsettur á Hvamms- tanga. Foreldrar Árna vom Skarphéðinn Skarphéðinsson, f. 2.6. 1898, d. 2.2. 1978, bóndi á Króki í Víðidal, og k.h., Þuríður Kristín Árnadóttir, f. 7.6. 1898, d. 14.9.1980, húsfreyja. Ætt Foreldrar Skarphéðins vom Skarphéðinn Finnsson, b. á Fremri- - Fitjum, og kona hans, Þuríður Jóhannesdóttir. Foreldrar Þuríðar Kristínar vom Árni Gíslason, b. á Stóra-Hvarfi, síðan Neðri-Fitjum, og kona hans, Sigríður Guðmundsdóttir. Árni verður að heiman á afmælis- daginn. Borghildur Stephensen, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, Skeiðarvogi 95, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Borghildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gmnnskóla- prófi frá Vogaskóla í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MS 1984 og BA- prófi í bókasafns- og upplýsinga- fræði 1991. Borghildur starfaði á bókbands- vinnustofunni Amarfelli hf. sumrin 1978-85 og samfellt á ámnum 1984-85, var í sumarstarfi hjá Sól- heimasafni Borgarbókarsafns 1987 og 1989, var ræstitæknir hjá Samá- byrgð fslands á fiskiskipum 1987-94, var bókasafnsfræðingur á þjóðdeild Landsbókasafns íslands 1992-94 og hefur verið deildar- bókavörður í skráningardeild Landsbókasafns fslands - Háskóla- bókasafns frá árslokum 1994. Borghildur sat í Fræðslu- og skemmtinefnd Bókavarðafélagsins 1995-96 og í stjórn Starfsmannafé- lags Þjóðarbókhlöðu 1997-98. Fjölskylda Systkini Borghildar em Eiríkur Stephensen, f. 28.5. 1955, starfs- maður hjá Steypustöðinni hf.; Gyða Stephensen, f. 6.1. 1969, fiðluleikari og fiðlukennari, búsett í Tilburg í Hollandi, hennar maður er Carl van Kuuck, f. 2.8. 1966, pí- anóleikari og píanókennari, og em synir þeirra Finnur Willem, f. 12.4. 2000, og Kasper, f. 26.3. 2003. Afmælislisti 85 ára__________________________ Halldór Halldórsson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi. 75 ára__________________________ Halldóra Jónsdóttir, Smáraflöt 43, Garðabæ. Helga Hólm Helgadóttir, Vallarbraut 3, Akranesi. Jónas Guðmundsson, Hrafnistu, Reykjavík. 7Q ára__________________________ Arl Gunnarsson, Skútagili 7, Akureyri. Heiðar Jóhannsson, Borgarvík 11, Borgarnesi. Sigmundur Frlðriksson, Skólabraut 2, Grindavík. Sæmundur Guðlaugsson, Furugerði 1, Reykjavík. 60 ára__________________________ Gunnlaugur Hreiðarsson, Hrafnshöfða 33, Mosfellsbæ. Hafþór Rósmundsson, Suðurgötu 32, Siglufiröi. 50 ára_________________________ BJörg S. Björnsdóttir, Ytra-Hóli 1, Blönduósi. Bryndís Julla Jörgensen, Mánagötu 7, Reyðarfirði. Guðjón Pétur Jónsson, Silfurbraut 17, Höfn. Hjördís Jóhannsdóttir, Safamýri 50, Reykjavík. Margrét Árný Sigurstelnsdóttir, Glæsibæ 15, Reykjavík. Pétur Pétursson, Víðimel 60, Reykjavík. Sesselja Katrín Helgadóttir, Noröurbyggö 3, Þorlákshöfn. Þorvaldur Jóhannesson, Brunnstíg 8, Hafnarfiröi. Þórdís Mikaelsdóttir, Hólavegi 17b, Siglufirði. 40 ára_________________________ Anna Jóna Guðmundsdóttir, Hagamel 36, Reykjavík. Árdís Lára Gísladóttir, Búðanesi 3, Stykkishólmi. Friðfinnur Hermannsson, Árholti 8, Húsavík. GIsli Tryggvason, Stararima 69, Reykjavík. Hassan Jamil Chahla, Hjallavegi 33, Reykjavík. Ingólfur Pétursson, Hvítafelli, Húsavík. Marina Zolotariova, Meistaravöllum 7, Reykjavík. Sigrún Guðfinna Þorgilsdóttir, Sambyggð 6, Þorlákshöfn. Slgurður Ágúst Ragnarsson, Geröhömrum 5, Reykjavík. Snæbjörn Guðmundsson, Hlemmiskeiði 2, Seifossi. Foreldrar Borghildar: Finnur Stephensen, f. 2.4. 1930, d. 23.3. 1993, skrifstofustjóri hjá Samá- byrgð Islands á fiskiskipum, og Guðmunda Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 5.1. 1925, húsmóðir. Ætt Finnur var sonur Eiríks Ólafs- sonar Stephensen, forstjóra Trolle & Roth hf. í Reykjavík, og k.h., Gyðu Finnsdóttur Thordarson húmóður. Guðmunda er dóttir Guðmundar Benediktssonar, skipstjóra á ísa- firði, og Borghildar Magnúsdóttur, matsölu- og veitingakonu á ísafirði. Afmælisgreinar þurfa að berast ættfræðideild DV ásamt mynd, þrem dög- um fyrir birtingu. Birting afmælisgreina er þér að kostnaðarlausu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.