Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 17
f
MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ2003 FRÉTTIR 17
NATO stóð af sér storminn
Utanríkisráðherrar NATO-ríkj-
anna nítján voru á einu máli
eftir fund sinn í Madríd í gær
að Eyjólfur væri allur að hress-
ast eftir hatrammar innbyrðis
deilur vegna stríðsins (írak.
„NATO hefur staðið af sér
storminn í ótrúlega góðu
ástandi," sagði George Robert-
son, framkvæmdastjóri NATO,á
fundi meðfréttamönnum.
Robertson sagði á nýlegar
ákvarðanir NATO um að taka að
sér friðargæslu í Afganistan og
að styðja Pólverja við friðar-
gæslu í írak sýndu að banda-
lagið stæði við fyrirheit sín um
að láta sig öryggi í öðrum
heimshlutum varða. „Við ætl-
um ekki að verða heimslögga
Geldof óhress með fund G8
en heldur ekki bara Evrópu-
lögga," sagði Robertson.
frski rokkarinn og baráttu-
maðurinn gegn fátækt í heim-
inum, Bob Geldof, sagði í gær
að leiðtogafundur G8 hópsins í
Frakklandi hefði mistekist þar
sem leiðtogarnir hefðu verið
svo önnum kafnir í pólitískum
leik vegna íraks.
„Ég er óánægður með niður-
stöðuna," sagði Geldof sem
stóð fyrir heimsins stærstu
rokktónleikum árið 1985 til
styrktar hungruðum íbúum Afr-
íku. Geldof hafðí fyrir fundinn
hvatt leiðtoga átta helstu iðn-
velda heims um að leggja
meira af mörkum til aðstoðar
þróunarlöndunum.
Vafasamir breskir
njósnarar hófu
ásakanir á Blair
að matileiðtoga neðri deiidar þingsins
FORSÆTISRÁÐHERRA f VANDA: Tony Blair segist standa 100% við þær
upplýsingar sem notaðar voru til að réttlæta stríðið við (rak, en margir eru á því
að sannleikanum hafi verið hagrætt til að telja almenningi trú um að
nauðsynlegt væri að hefja stríðsrekstur.
sagði í gær að samtökin myndu láta
af árásum sínum á ísraela ef trygg-
ingar fengjust fyrir því að ísraelskir
hermenn yrðu kallaðir burt frá
palestínsku landsvæði. Foringinn,
Ismail Abu Shanab, sagði í viðtali
við bandaríska sjónvarpsstöð að
bandarísk stjórnvöld ættu að gefa
Palestínumönnum tryggingu fyrir
niðurstöðu Vegvísisins sem Bush
þrýstir á að verði samþykktur.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, hefur á síðustu
dögum verið ásakaður um að
hafa afvegaleitt breska þing-
ið og veitt því falsaðar upp-
lýsingar um gjöreyðingar-
vopnaeign Saddams Huss-
eins. En nú hefur leiðtogi
neðri deildar þingsins, Dr.
John Reid, komið honum til
varnar og sagt að blaða-
mönnum hafi verið veittar
rangar uppiýsingar sem
leiddu til þess að þeir ásök-
uðu hann um að hagræða
sannleikanum.
Þetta kemur fram þegar Blair býr
sig undir að svara spurningum í
neðri deildinni um það af hverju
engin gjöreyðingarvopn hafi enn
fundist í írak. Dr. Reid sagði í viðtali
við Times að njósnarar hefðu sagt
blaðamönnum að forsætisráðu-
neytið hefði hagrætt sannleikanum
til að styrkja málstað sinn þegar
ákveðið var að fara í stríð við Irak.
Dr. Reid heldur því fram að
mögulegir svikahrappar innan
bresku leyniþjónustunnar hafi log-
ið þessu að blaðamönnum og furð-
ar sig á því af hverju þeim sé trúað
frekar en forsætisráðherranum eða
yfirmanni Bresku leyniþjónust-
unnar.
Farið fram á rannsókn
Þessi ummæli munu væntanlega
enn fjölga þeim sem krefjast þess
að opinber rannsókn verði gerð á
aðdraganda íraksstríðsins. Ákvörð-
un bandaríska þingsins um að
heQa rannsókn á þeim upplýsing-
um sem notaðar voru til að sýna
fram á gjöreyðingarvopnaeign
íraka mun sennilega einnig auka
líkurnar á að Bretar hefji svipaða
rannsókn. Nú þegar hafa ákveðin
skref verið tekin í þá átt, því utan-
ríkisnefnd breska þingsins ákvað í
gær að hefja rannsókn á ástæðum
þess að Tony Blair ákvað að segja
írak stríð á hendur.
Forsætisráðherrann hefur sjálfúr
neitað öllum ásökunum um að
sannleikanum hafi verið hagrætt og
segist standa 100% við þær upplýs-
ingar sem veittar voru í aðdraganda
stríðsins.
Dr. Reid heldur því fram
að mögulegir svika-
hrappar innan bresku
leyniþjónustunnar hafi
logið þessu að blaða-
mönnum og furðarsig á
því afhverju þeim sé
trúað frekar en forsæt-
isráðherranum.
Minnkandi stuðningur
Þrýstingur á Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, vegna stuðn-
ings hans við íraksstríðið eykst
stöðugt. Nú sýna skoðanakannanir
að hann muni missa stuðning
margra þeirra sem kusu hann í síð-
ustu kosningum ef engin gjöreyð-
ingarvopn finnast í írak.
Könnun sem gerð var fyrir
skömmu sýndi að Bretar skiptist
nokkuð jafnt þegar spurt var hvort
Blair hafi sagt sannleikann í íraks-
málinu. Um 46% sögðu að hann
hefði sagt satt frá á meðan 43%
töldu að hann hefði hagrætt sann-
leikanum.
Það sem vekur hvað mesta at-
hygli er að 60% svarenda sögðu að
þetta mál gæti haft áhrif á það
hvernig þeir myndu kjósa í næstu
þingkosningum og 18% sögðust
jafnvel myndu kjósa öðruvísi ef
engin gjöreyðingarvopn finnast.
Traust á Blair sjálfan myndi
minnka verulega jafnvel meðal
stuðningsmanna Verkamanna-
flokksins, því 48% þeirra sem kusu
Núsýnaskoðanakann-
anir að hann muni
missa stuðning margra
þeirra sem kusu hann í
síðustu kosningum ef
engin gjöreyðingar-
vopn finnast í írak.
flokkinn í síðustu kosningum sögð-
ust ekki geta treyst Blair í öðrum
málaflokkum ef vopn finnast ekki.
Suu Kyi verður
áfram í varðhaldi
Herforingjastjórnin í Burma læt-
ur sér fátt um flnnast þótt mjög sé
þrýst á hana að sleppa Aung San
Suu Kyi, leiðtoga stjórnarinnar og
friðarverðlaunahafa Nóbels, úr
haldi og neitar að láta hana lausa.
Herforingjarnir segja að með varð-
haldinu séu þeir að verja hana.
Fimm dagar eru nú liðnir frá því
Suu Kyi og nokkrir aðrir framá-
menn í lýðræðisflokki hennar voru
handtekin í norðurhluta Burma, í
kjölfar átaka milli stuðningsmanna
hennar og fylgismanna herfor-
ingjastjórnarinnar. Fjórir menn að
minnsta kosti létust í þeim átök-
um, sumir segja miklu fleiri, og
orðrómur er um að Suu Kyi hafi
sjálf slasast. Því neitar herforingja-
stjórnin.
Khin Maung Win aðstoðarutan-
ríkisráðherra sagði erlendum
stjórnarerindrekum í höfuðborg-
inni Rangoon að Suu Kyi væri við
góða heilsu og að henni yrði sleppt
í fyllingu tímans. Ekki er vitað hvar
henni er haldið
Razali Ismail, sérlegur sendifull-
trúi Sameinuðu þjóðanna, er
væntanlegur til Burma á föstudag
en ekki liggur ljóst fyrir hvort hann
fær að hitta Suu Kyi.
Kofl Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, segir mjög aðkallandi að Razali
fái að hitta baráttukonuna og að
hann fari til Burma..
V
Súperhopp
Vilt þú sumarfrí
á SÚPER verði ??
Ef svo er skráöu þig í H0PPKLÚBB Terra Nova-Sólar og DV og þú
gætir farið í sumarfríið á frábæru verði.
Eina sem þú þarft að gera er að senda SMS skeytið DV H0PP á
símanúmerið 1919 og við sendum þér frábær H0PP tilboð fyrir
sumarfríið þitt, tilboð sem þú færð áður en þau eru auglýst.
Hver tilkynning kostar 49 kr. Þessi tilboð eru aðeins fyrir þá sem skrá sig hér.
TERRA vyþ/
isc
nm
SOL
tt 444 flt 19ABSUW
DV
Tíl að afskrá sig sendir þú SMS skeytið DV FERD ST0PPA á númerið 1919.
A