Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 4
4 INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNI2003 Kurr vegna hljóðmanar Um hundrað manns mættu til borgarafundar í Garðabæ í gærkvöld til þess að ræða hljóðmön meðfram Silfurtúni. Mikill kurr er meðal margra íbúa þar með að ekki skyldi hafa verið haft samráð við þá vegna manarinnar og einnig þykir mörgum mönin of há - hún taki frá þeim fallegt út- sýni.Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri sagði á fundinum að ekki hefði verið undan því komist að grípa til þessara að- gerða enda hefðu mælingará hljóðmengun frá Hafnarfjarð- arvegi sýnt að hávaði við Silf- urtún og Aratún var yfir leyfi- legum mörkum. Bæjarstjóri sagði jafnframt að upplýsinga- gjöf vegna framkvæmdanna hefði getað verið betri. Lífeyrissjóðir hafna sameiningu Meirihluti lífeyrissjóða á Suður-, Austur- og Vesturlandi hefur ekki áhuga á að samein- ast öðrum lífeyrissjóðum. L(f- eyrissjóðurinn Framsýn viðraði hugmyndir þess efnis við átta lífeyrissjóði og boðaði til fund- ar í lok síðasta mánaðar en ekkert varð af fundinum vegna þess að sex af átta sjóðanna vilja ekki sameinast öðrum. Þetta kemur fram í Mórgun- blaðinu í dag. Lífeyrissjóðurinn Framsýn var sjálfur myndaður við sameiningu sex lífeyris- sjóðaárið 1996. Sjóðurinn telur að með sameiningu náist í krafti stærðar að minnka rekstrarkostnað,auka ávöxtun og skila meira til sjóðsfélaga. Forsvarsmenn hinna sjóðanna eru ekki jafn sannfærðir. Opinberar stofnanir tjá sig um ís í brauðformi: Stór ís getur verið lítill ís Mjög er mismunandi milli ís- búða hversu mikið magn af ís fæst þegar keyptur er ís í brauð- formi og er stærð hans afar mis- munandi milli ísbúða. Ekki er til fast viðmið um það hvað teljist „einn skammtur" í grömmum eða kílóum af ís, hvorki hvað teljist vera stór ís né lítill ís í brauðformi. Misjafnt er og mjög persónubundið hvað fólki finnst um þetta, sumir vilja gjaman fá meira fyrir minna en öðr- um finnst verra þegar börnin kikna undir risavöxnum „bamaísum“ og bía út bílinn eða fötin sín. Neytendasamtökunum barst erindi ffá neytanda þar sem spurst var fyrir um þessi atriði og hvort einhverjar reglur giltu um þetta. Samtökin sendu erindið til þriggja opinberra stofhana, matvæladeildar umhverfis- stofu, Löggildingarstofu og Sam- keppnisstofnunar. Svör stofnananna birtast á vef Neytendasamtakanna. I stuttu máli vom þau eftirfarandi: Matvæladeild umhverfisstofu sagði að strangt til tekið ættu seljendur vara að veita upplýsingar um þyngd þeirra. Hins vegar væri tæknilega erfitt fyrir ísbúðimar að gera það þar sem slíkt myndi þýða að vikta þyrfti ísinn eftir á. Það skipti enda ekki máli þar sem ísinn væri ekki seldur á kíló- verði. Niðurstaða Löggilding- arstofu var að stór ís gæti verið lítill á einum stað en stór annars staðar. Af svari Löggildingarstofu sést að málið hefur verið tekið föstum tökum og borið undir mælifræðideild Lög- gildingarstofu. Hún komst að því að hjá Löggildingarstofu væm ekki til reglur um þetta. Enn fremur kom fram að formið sem ísinn fer í er ekki merkt fyrir ákveðið magn og því ákveði seljandinn alfarið hversu mik- ið magn af ís fari í formið. Niðurstaða Löggildingarstofu var að stór ís gæti verið lítill á einum stað en stór annars staðar. Samkeppnisstofnun svaraði því til að í gildi væm reglur um mælieiningar- verð, s.s. kílóverð, fítraverð o.þ.h. Þær skylduðu fyrirtæki til að verðmerkja vömr sem seldar væru eftir mæliein- ingum. Undantekningar væm þó frá reglunum, m.a. um „samsetta vöm, t.d. tilbúna rétti". Stofnunin tók fram að þegar keyptur væri ís úr ísvél væri hann oftast annað hvort í brauð- formi, með eða án dýfu, eða í boxi með sósu. Það væri því álit Sam- keppnisstofnunar að ís úr ísvél félli utan við reglumar um mælieininga- verð. Af ofangreindu má sjá að skammta- stærðir á ís í brauðformi em mjög á reiki á íslandi og ekki á v-ís-an að róa með það. Einhverjum kynni að finn- ast það nokkurt hitamál. Hitt er svo annað mál að neytendur hafa margir fyrir löngu gert sér grein fyrir þessu og beina viðskipUim sínum þangað sem þeir fá mest fyrir aurinn og þar af leið- andi bestan pr-ís. fin@dv.is Stór eða lítill: Ekkert fast viðmið er um hvað teljist„einn skammtur" af (s. Salómonsdómur kerfisins: (s getur verið lítill á einum stað en stór á öðrum. DV- myndir Hari Bjarni veiddi 14 punda gaur á Rauða frances Veiðin í Norðurá í Borgar- firði tók heldur betur kipp í gær en þá veiddust 6 laxar í ánni og einn 16 punda á Munaðarnessvæðinu sem Halldór Þórðarson veiddi á Rauða frances. Hún hefur gefið flesta laxana núna í byrjun veiðitímans. „Stjórn Stangaveiðifélagsins endaði í 10 löxum og það er ágætt en í fýrra veiddust 4 laxar við opn- un árinnar," sagði Bergur Stein- grímsson framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Réykjavíkur í samtali við DV, en stjórn félagsins hætti á hádegi í gær. „Flugan Rauð frances hefur verið mjög sterk, síðan Snældan og svo Svört frances, en það var Bjarni Ómar Ragnarsson formað- Flugan Rauð frances hefur verið mjög sterk sem og Snældan og svo Svört frances ur sem veiddi stærsta fiskinn á að- alsvæðinu og var það 14 punda gaur,“ sagði Bergur í lokin. Veðrið breyttist við ána í gær og það hefur haft þau áhrif að fiskur- inn hefur gengið, en veiðimenn sáu alls ekki mikið af fiskj fyrsta daginn sem veiða mátti í henni. „Það eru fiskar á víð og dreif og síðan er fiskurinn örugglega kom- in uppeftir, vatnið hefur verið svo lítið, og lætur sig hafa það ofar í ána," sagði stjórnarmaður sem var að hætta veiðum í gærdag. Norðurá hefur gefið 12 laxa og hann er 16 pund sá stærsti. Rigning er greinilega að sem vantar en um leið og eitthvað væt- ir kemur fiskurinn í ána og þeir fiskar sem eru komnir eru vænir tveggja ára laxar, vel haldnir úr sjó. 6. Bender Gylfi Gautur Pétursson veiddi lax í gærmorgun á Eyrinni en á myndinni gerir hann sig kláran fýrir veiðiskapinn. DV-mynd G. Bender www.agn.is winmwiiiii A Jt Á Í ' - f # « 1 m ■ ^Í VEIÐISVÆÐI VIKUNNAR Vikulega er kynnt og boðiö nýtt veiðisvæði með miklum afslætti. TILBOÐ VIKUNNAR Verslanir og heildsalar bjóða vikulega ný tilboð á takmörkuðu magni af úrvalsvörum. íii ? tv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.