Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 18
18 Menning MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Djasstónleikar Annað kvöld kl. 21 mun djasskvintett, skipaður Carli Möller, Alfreð Afreðssyni, Þorleifi G(slasyni,Stefáni Ómari Jakobs- syni, Snorra Sigurðssyni og Þórði Högnasyni halda tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði. Einleik- arar verða Gunnar Gunnarsson á þverflautu og HjörleifurValsson á fiðlu. Djassdíva tónleikanna verður Andrea Gylfadóttir. í Hafnarborg Andrea Gylfadóttir. Greiningarhugtök Foucaults I hádeginu á morgun kl. 12-13 verður fýrirlestur á veg- um Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og sagn- fræðiskorar Hí í stofu 101 í Lög- bergi.Þá flytur Michéle Riot- Sarcey, prófessor við Ecole des Hautes-Etudes í París,fyrirlestur um sagnfræðina og greiningar- hugtök Michel Foucaults. Hún mun einkum huga að sam- bandinu milli sjálfsveru og valds eins og Foucault gerir grein fyrir því í nokkrum verk- um sínum. Fyrirlesturinn er á frönsku en verður þýddur jafn- óðum. Allir velkomnir. Svo verður málstofa um kyngervi með Riot-Sarcey á föstudagsmorgun kl. 10 í stofu 201 í Odda. Karlakvartettinn Quattro Stagioni frá Noregi tók marga góða spretti en óhreinir tónar spilltu fýrir ánægjunni. DV-MYND SIGJÖKULL TÓNLISTARGAGNRÝNI Sigfríður Björnsdóttir Hallgrímskirkja var enn vettvangur góðra tónleika síðastliðið mánudagskvöld er fram var haldið kirkjulistahátíðinni sem nú stend- ur yfir. Þá komu fram Karlakórinn Fóstbræð- ur undir stjórn Árna Harðarsonar og karla- kvartettinn Quattro Stagioni frá Noregi sem flutti öll verkin fyrir hlé. Efnisskráin spannaði verk frá síðustu átta hundruð árum og hófust leikar í kringum aldamótin tólf hundruð með skreyttum org- anum og svo klásúlu sem eignuð hefur verið Perotinus frá Notre Dame. Þessi forna byrjun setti andann í viðeigandi stellingar og eins og lýsti upp kirkjuna. Þarna hljómuðu svo verk eftir Lasso, Pafestrina og Byrd, svo þeir þekkt- ustu séu nú nefndir. Skemmtilegt ferðalag Þróun hljómræns og lagræns sambands milli einstakra radda fjölradda verka í gegn- um aldirnar er skemmtilegt ferðalag og þó þarna hafi verið ferðast í stórum skrefum þá gáfu verkin ákveðna mynd af framvindunni. Mismunandi unnar raddfléttur með eltiinn- komum radda á jarðlausu flugi þar sem ein- staka örugglega hnýtt kadensa gaf rétt tíma til að staldra við og svo innskotshendingar í sameinandi hrynjandi allra radda var stíll sem sextándu og sautjándu aldar tónskáldin beittu mjög ákveðið í kirkjulegum tónsmíð- um sínum. Kvartettinn tók marga góða spretti og má t.d. nefna lokin á verki eftir Byrd, en óhreinir tónar spilltu almennt um of fyrir ánægjunni. Óöryggi í hryn og tóni var áber- andi í fyrri hluta Ave Mariu eftir Cornysh en síðari hlutinn geymdi nokkrar framúrskar- andi hendingar og niðurlag mjög fallega gert. Svona lýsing ætti að gefa nokkra mynd af því hve óþarflega köflóttur flutningur þessa ann- ars ágæta kvartetts var á tónleikunum. Radd- irnar eru fallegar þó kontratenórinn hafl ver- ið óþarflega hljómmikill miðað við hina. Um helmingur verkanna á efnisskránni er eftir tónskáld sem lifað hafa og starfað á síð- ustu öld og fram á okkar tíma. Ave Maria eftir Bernard Lewkovitch reyndist dálítið yflr- borðsleg stílblanda þar sem þekkilegar hljómaraðir höfðu verið færðar varlega nær kirkjutóntegundablænum. Raddir voru nokk- uð samferða og samhljómur nokkuð fallegur. Eilífu raddirnar eftir Bjorn Kruse geymdu sjálfstæðari hljómaheim en fullskýr hend- ingaskil héldu tónlistinrti í fjötrum í upphafi og parlandostíllinn um miðbikið ekki sérlega sannfærandi. Hugsanlega hafði hljómur kirkjunnar eitthvað með það að gera. Feitir bitar Virkilega feitu bitamir vom á dagskrá eftir hlé. Þá vom frumflutt tvö verk, Missa brevis eftir Plagge og Fagur er söngur í himnahöll eftir Snorra Sigfús Birgisson. Fyrrnefnda verkið var pantað og flutt af kvartettinum, sem þrátt fýrir ágætan flutning á melismat- ískri miskunnarbæn og stílkokkteil gloríunn- ar gat ekki geflð verkinu vængi sem gleymdist að gefa því. Lag Snorra var stórvel flutt af Fóstbræðr- um, hljómurinn einstaklega mjúkur, texti vel skiljanlegur og framburður fallegur. Afmörk- un hljómaefnis er skýr og tilfinningin fyrir hreyfmgu sem innskotstónar gáfú kom mjög vel út. Fjórar litlar bænir eftir Poulenc sýndu líka styrk kórsins sem listræns túlkanda. Efn- ið fallegt og túlkunin mjög góð. Þróun hljómræns og lagræns sambands milli einstakra radda fjölradda verka í gegn- um aldirnar er skemmtilegt ferðalag og þó þarna hafi ver- ið ferðast í stórum skrefum þá gáfu verkin ákveðna mynd af framvindunni. Bassar vom orðnir heitir vel í síðasta verk- inu sem var Ave Maria eftir Bmckner sem var vel flutt af kórnum og kvartettinum saman. En eftirminnilegastur er samt flutningur hluta kórsins og svo kvartettsins á verki eftir Kjell Habbestad, Stabat Mater Dolorosa. Verk þetta hefur víst þegar verið flutt í nokkmm heimsálfúm og skal engan undra sem á hlýð- ir. Þarna er um að ræða mjög fallega tónsmíð, sjálfstæða en þó með djúpar rætur í hefðinni. í heildina vom þetta glæsilegustu karla- kórstónleikar sem ég hef sótt og djörf efnis- skráin til fyrirmyndar. Örklippusafn skálds Sigurður A. Magnússon rithöfundur - áhugaverður maður og hefur frá nógu að segja. OBÓKMENNTAGAGNRÝNI Ármann Jakobsson Sigurður A. Magnússon Ljósatími: Einskonar uppgjör Mál og menning 2003 Sigurður A. Magnússon hefúr nú lokið ritun endurminninga sinna í níu bindum. Fimm fyrstu bindin bera undirtitilinn uppvaxtar- saga og vom að formi til skáldsögur þó að þær byggðu á sönnum atburðum. Tíu ámm seinna hóf Sigurður leikinn að nýju, kastaði þó forminu og hefur nú sent frá sér endur- minningar í fjórum bindum sem em með ein- hverjum hætti arftakar hinna en yfirbragðið þógjörólíkt. í öllum seinustu endurminningabindunum hefur formið verið býsna þáttakennt og laust. Mest rými hefur farið í að segja frá ferðalög- um skáldsins og verkum. Sagt er frá málþing- um sem hann hefur tekið þátt í, þýðingum, ritsöfnum sem hann hefur unnið að og birtir em ritdómar um verk hans, auk þess sem hann hefur öðm hvom birt einkabréf úr bréfasafni sínu. Þetta form getur minnt á annálaritun þar sem samhengi milli kaflanna er stundum að- eins tímaröðin og sameiginleg aðalpersóna, Sigurður sjálfur. Oft er engu líkara en hér sé á ferð útgáfa á úrklippusafni Sigurðar og dag- bókum, eins konar skýrsla um líf hans. Allar seinustu bækurnar fjórar hafa því verið á köflum losaralegar og engu líkara en höfund- ur hafi sankað aðeins of miklu að sér á kostn- að heildarsýnarinnar. í þessari nýjustu bók er enginn rauður þráður þó að utan um úr- klippusafnið séu tveir rammakaflar þar sem höfundur veltir vöngum yfir ævi sinni og hlutskipti. Þar er hann íhugulli en annars, en almennt lftur hann ekki nógu mikið upp frá skýrslugerðinni. Tilfinningasamur og huglægur Sigurður A. er vel ritfær og stundum eins og honum veitist ritstörfin aðeins of auðveld. Hann virðist ekki hafa velt nægilega vöngum yfir forminu. Það er ekki nógu fastmótað og vantar gagnrýnið val. Allt sem Sigurður hefur aðhafst virðist frásagnarvert, jafnt matarvenj- ur hans sem málfundir sem hann sækir. Þessi galli hefur verið á öllum bindunum fjórum og ágerist með hverju þeirra. Hinn umtalsverði sjarmi Sigurðar nær oft að bæta fyrir agaleys- ið en ekki alltaf. Fyrir utan úrklippusafnið eru sögur af ást- armálum Sigurðar fyrirferðarmestar í þessu bindi - stundum rifjast jafnvel upp fyrir les- anda hinar skemmtilegu en brokkgengu og ótrúverðugu æviminningar Kristmanns Guð- mundssonar. Heildarsýnin er meiri en ella í þessum köflum en lesendur hafa engar for- sendur til að leggja mat á svo einkalegar frá- sagnir, ekki síst þar sem Sigurður er tilfinn- ingasamur og huglægur, hefur breytt mjög um skoðun frá fyrri bindum og viðurkennir það enda fúslega. í því ljósi má velta fyrir sér hvort ekki hefði mátt spara palladóma um til- tölulega nýliðin ástarævintýri. Það hlýtur að vera smekksatriði. Eins er Sigurður oft býsna stórorður um menn og málefni og kemur það niður á stílnum því að þá grípur hann einna helst til klisjukenndra frasa. Annálar þessir í fjórum bindum eru á köfl- um ágætlega skrifaðir. Sigurður er áhuga- verður maður og hefur frá nógu að segja. Ag- inn hefði hins vegar mátt vera meiri og þá heldur gagnrýnin á það hvað á heima í slíka sögu. Greina hefði mátt betur aðalatriði frá aukaatriðum. Yfirveguð eins bindis ævisaga í stað fjögurra binda hefði líklega staðið betur af sér marga lestra en raun verður. Sigurður hefur líka sýnt það og sannað oftar en einu sinni að hann kann vel til slíkra verka ef hann flýtir sér ekki um of.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.