Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 2.JÚNÍ2003 Menning 19 Gyrðir Elíasson skáld hefur náð algerlega fullkomnu valdi á formi Ijóða sinna. OBÓKMENNTAGAGNRÝNI Jón Yngvi Jóhannsson IGyrðir Elíasson Tvífundnaland Mál og menning 2003 Tvífundnaland heitir nýjasta ljóðabók Gyrðis Elíassonar. Þetta er frábær titill og löngu áður en ég opnaði bókina var ég farinn í ferðalag um höfundarverk Gyrðis með hann að leiðarhnoða. „Tvífundnaland" gæti verið samheiti yfir alla texta Gyrðis meira og minna frá „Tveimur tunglum" sem kom út árið 1989. Ljóðabækur hans og prósasöfn síðan hafa verið samfellt ferðalag um land sem hvarf úr íslenskum bókmenntum fyrir nokkrum ára- tugum síðan og fékk í leiðinni nafnið „úti á landi". Gyrðir fann landið aftur, sveitasælan var að vísu horfin og heyleysi og hokur með henni, en landið sem Gyrðir fann aftur var einhvers staðar á mörkum lífs og dauða, þar bjuggu draugar og álfar í sambýli við sérlundaða presta og fornbókasala og einmana rithöf- undur var þar stundum á ferð með tjald og prímus til kafflgerðar. Þessi rithöfundur er enn á ferð í Tvífundna- landi, að vísu kominn með ferðatölvu eins og lesa má um í ljóðinu „Sjávarniður", og draugahræðslan hefur látið undan síga eins og raunar aðrar fóbíur skáldsins. Framarlega í bókinni er til dæmis ljóð um Þórberg Þórðar- son sem nefnist „Með eigin augum" þar sem gantast er með óttann við sjónmissi sem hef- ur verið gegnumgangandi þema í flestum ljóðabókum Gyrðis. Yrkisefnin í þessari bók eru annars svipuð og í síðustu bókum. Hér eru kumpánleg ljóð ort til látinna skálda eins og Einars Bene- diktssonar og Halidórs Laxness, persónu- legra ljóð um Hannes Sigfússon og annað sárara um Ástu Sigurðardóttur. Ljóðmæl- andinn er oft á ferðalagi, bæði innanlands og utan og mörg ljóðanna eru augnabliksmynd- ir sem kvikna af litum og formum náttúrunn- ar eða jafnvel af tilsvari ferðafélaga. Kannski fólk hætti að halda að maður sé skrýtinn þegar maður segir því að Gyrðir sé fyndinn höfundur þegar það les þessa bók. . Ljóðin í Tvífundnalandi eru látlausari en ljóð Gyrðis hafa áður verið. Það er eins og hann hafi náð algerlega fullkomnu valdi á formi ljóða sinna, þau eru áreynslulaus og eðlileg eins og andardráttur. Myndmál og önnur stílbrögð eru sjaldséð, en húmorinn þeim mun meira áberandi og augljósari; kannski fólk hætti að halda að maður sé skrýt- inn þegar maður segir því að Gyrðir sé fynd- inn höfundur þegar það les þessa bók. Þá glittir í sjaldséðan pólitískan brodd í ljóðinu „Drög að nýjum tímum" sem hefur undirtitil- inn „Drög að nýrri útópíu handa Austfirðing- um“. Sem dæmi um húmor Gyrðis, sem vegur ævinlega salt á milli hins napra og glettna, má taka aðferð hans við að ljúka flestum ljóða- bóka sinna. Alveg síðan einskonar höfuð- lausn kom út árið 1985 hafa flestar ljóðabæk- ur Gyrðis Elíassonar endað á ljóði þar sem kankast er á við dauðann eða jafnvel gengið í björg. Tvífundnaland er engin undantekning. Bókin endar á meinfyndnu ljóði sem nefnist „Hinsta kveðja": Þessi steinn á sandinum, dökkblár sjórinn og þokan á fjallatindum Ég hendi steininum útísjóinn og hverf í þokuna Þeir sem sakna mín láti Veðurstofuna njóta þess. Tvífundnaland er notalegri og auðveldari í viðkynningu en aðrar ljóðabækur Gyrðis og kuldahrollurinn sem stundum fýlgdi ljóðum hans áður er á burt. Kannski tapast eitthvað við þetta, lífsháskinn er horfinn, en í staðinn er komið skáld sem hefur fágæt tök á Ijóð- forminu, svo góð að allir stælar eru orðnir óþarfir. BORGARLEiKHUSIÐ LeikféiagReykjavfkur STÓRA SVIÐ NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR ogÍD Níu verk keppa til úrslita Lau. 7/6 kl. 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö. 6/6 kl. 20 Fö. 13/6 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR í VOR LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT í kvöld kl. 20 - UPPSELT Fi. 5/5 kl. 20 Fö. 6/6 kl. 20 - UPPSELT ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLIR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið i fylgd með forráðamönnum. (Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ). Miövikudagurinn 4. júní 8.00: Morgunmessa Prestar: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson 12.00: Tónlistarandakt Prestur: Sr. María Ágústsdóttir Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari og Ámi Arinbjamarson organisti leika verk eftir Corelli og Bach. 20.00: Trúlega Bergman (II) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (fyrri hluti). Fyrirlesarar: Árni Svanur Daníelsson: Bílferð með Bergman og Allen Halldór Hauksson: Bach og Bergman - um tónhst i kvikmyndum Ingmars Bergmans Pétur Pétursson: Þáttur kristinnar trúar í hstsköpun Ingmars Bergmans Þorkell Ágúst Óttarsson: Sjöunda innsighð sem dómsdagsmynd meðal dómsdagsmynda Miðaverð: 500 kr. 22.30: Completorium - Náttsöngur Umsjón: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Fimmtudagurinn 5. júní 12.00: Tónlistarandakt Prestur: Sr. Sigurður Pálsson Dagný Björgvinsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leika verk eftir Bach og Mendelssohn á Klais-orgel HaUgrímskirkju. 20.00: Trúlega Bergman (III) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (seinni hluti). Maaret Koskinen, einn fremsti Kirkjulistahátíð 2003 „Eg ætlo að gefa regn á jörð" 29. maí - 9. júni Allir dagskrárliðir fara fram í Hallgrímskirkju nema annað sé tekið fram. Bergmanfræðingur heims, flytur fyrirlesturinn In the Beginning Was the Word: From the Private Archive of Ingmar Bergman. Að loknum fyrirlestrinum verða almennar umræður. Miðaverð: 500 kr. Föstudagurinn 6. júní 12.00: Tónlistarandakt Prestnr: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Magnea Tómasdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson orgel flytja íslensk þjóðlög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar í útsetningum Smára Ólasonar og orgelforleiki eftir Bach. 21.00: Passíusálma+ 15 íslensk ljóðskáld flytja ljóð í anda Passíusálma HaUgríms Pétturssonar. Skáldin eru Andri Snær Magnason, Baldur Óskarsson, Hjörtur Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harðarson, Jón Bjarman, Kristján Þórðux Hrafnsson, Kristján Valrn- Ingólfsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Matthías Johannessen, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þóra Jónsdóttir og Þórarinn Eldjám. Tónlist: Matthías MD. Hemstock Umsjón: Dr. Sigurður Ámi Þórðarson Miðaverð: 500 kr. Laugardagurinn 7. jiuu 18.00: Hátíð heilags anda hringd inn Leikið á klukkuspil Hallgrímskirkju. 18.15: Barokktónleikar Antonio Vivaldi: Gloria f. einsöngvara, kór og hljómsveit Johann Sebastian Bach: Hvítasunnukantatan Erschallet, ihr Lieder, BWV172, f. einsöngvara, kór og hljómsveit Einsöngvarar: Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Þorbjöm Rúnarsson tenór og Davíð Ólafsson bassi Kammerkórinn Schóla cantorum Barokkhljómsveitin Das Neue Orchester frá Köln Stjómandi: Hörður Áskelsson Miðaverð: 2000 kr. Sunnudagurinn 8. júní 11.00: Hátíðarmessa á hvítasunnudag - útvarpsmessa Biskup íslands, Herra Karl Sigurbjömsson, prédikar. Sr. Jón Ðalbú Hróbjartsson og sr. Sigurður Pálsson þjóna fyrir altari. Schola cantorum og Das Neue Orchester frá Köln flytja hvítasunnukantötuna Erschallet, ihr Lieder, BWV172, eftir Bach. Stjómandi: Hörður Áskelsson. Organistar í messunni em Hörður Áskelsson og Ohvier Latry. 20.00: Orgeltónleikar: Olivier Latry frá Notre Dame í París Einn frægasti organisti heims leikur tónlist eftir Johann Sebastian Bach, César Franck, Louis Vieme, Marcel Dupré o.fl. auk þess að spinna á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Miðaverð: 2000 kr. Mánudagurmn 9. júní 11.00: Hátíðarmessa annan dag hvítasunnu Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Dómkórinn og Marteinn H. Friðriksson flytja hvítasunnutónlist. 20.00: Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar: Mótettur meistara Bachs Komm, Jesu, komm, BWV 229 Lobet den Herm, alle Heiden, BWV230 Fúrchte dich nicht, BWV 228 Der Geist hilft unsrer Schwachheit auf, BWV 226 Jesu, meine Freude, BWV 227 Singet dem Herm ein neues Lied, BWV 225 Einar Jóhannesson klarinettuleikari frumflytur Bachbrýr eftir Atla Heimi Sveinsson á milli mótettanna. Mótettukór Hallgrímskirkju Das Neue Orchester frá Köln Stjómandi: Hörður Áskelsson Miðaverð: 2500 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.