Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 38
38 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ2003 Jt England vann Serbíu KNATTSPYRNA: England bar sigurorð af Serbíu/Svart- fjallalandi, 2-1, í vináttulands- leik á heimavelli Leicester, Walkers-vanginum, í gærkvöld. Steven Gerrard kom Eng- lendingum yfir á 35. mínútu en sigurinn í gærkvöld þýddi að England hefur ekki tapað í þeim sautján landsleikjum sem Gerrard hefur spilað. Nenad Jestrovic jafnaði metin fyrir Serbíu/Svartfjallaland á 45. mínútu en það var síðan vara- maðurinn Joe Cole sem skor- aði sigurmarkið á 85. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu - í anda Davids Beckham sem lék ekki með lið- inu þarsem hann handleggs- brotnaði á dögunum. oskar@dv.is L 4 ~jp f m \ . jL Joe Cole, leikmaður Englands Vilhjálmur áfram í Stjörnunni HANDKNATTLEIKUR: Vil- hjálmur Halldórsson, mun leika með Stjörnunni á næstu leiktíð eftir allt sam- an. Hann hafði náð munnlegu samkomulagi við sænska fé- lagið Savehof um að leika með þeim á næstu leiktíð en nýráðinn þjálfari Stjörnunn- ar, Sigurður Bjarnason, lagði hart að Vilhjálmi að leika með félaginu áfram á næstu leiktíð og það gekk eftir. Stjörnumenn eru því til alls líklegir á næstu leiktíð því Sigurður hyggst einnig leika með liðinu og svo gekk landsliðsmaðurinn Gústaf Bjarnason í herbúðir þeirra á dögunum. henry@dv.is Vilhjálmur Halldórsson, maðurStjörnunnar leik- Stjörnum prýttlið íslandsmeistaranna var rassskellt af KA-kjúklingum KA menn unnu sannfærandi 3-0 sigur á íslandsmeisturum KR þegar þeir komu í heim- sókn til Akureyrar í gærkvöld. Mikil meiðsl hafa hrjáð KA- menn, sérstaklega miðjumenn, og m stilltu þeir því upp ungliðasveit sinni á miðjuna í gær og er óhætt að segja að viðhorf þeirra, baráttuandi og augljós vilji til sigurs hafi verið það sem skildi liðin að í gærkvöld. Hreinn Hringsson kom inn á þegar einungis 14 mínútur voru til leiksloka og er óhætt að segja að um sannkallaða draumaskiptingu hafí verið að ræða því hann innsigl- aði sigur heimamanna með tveimur mörkum með sex mínútna millibili. Vallarðstæður voru ekki góðar þegar leikurinn fór fram, völlurinn misgróinn og leikmenn áttu oft erf- itt með að hemja boltann. Hins vegar var ágætis fótboltaveður, þó svo að flestir áhorfendur á leiknum hefðu meðferðis húfu og vettlinga, enda kuldi í lofti. Leikurinn fór ró- lega af stað, liðin þreifuðu hvort á öðru án þess að taka virkilega af skarið. Það var ekki fyrr en á 20. mínútu að fyrsta alvöru færi leiks- ins leit dagsins ljós en þá átti Stein- ar Tenden ágætis skalla fram hjá eftir hornspyrnu heimamanna. Litlu mátti muna mínútu síðar en þá hitti Sören Byskow, markvörður KA, boltann illa og engu mátti muna að þeir bræður Arnar og Bjarki hefðu náð að gera sér mat úr því. Liðin skiptust á að skapa sér hálfæri um miðjan hálfleikinn án þess að koma sér í virkilega góða sjénsa. Arnar Gunnlaugsson átti fínt skot að marki á 26 mínútu en varnarmaður KA náði að koma sér fyrir skotið. Sex mínútum síðar átti Dean Martin hörkugott skot utan við teig, viðstöðulaust, sem endaði í hliðarnetinu hjá Kristjáni í marki KR. Á 35 mínútu dró til tíðinda, KA menn fengu aukaspyrnu rétt utan við teig vinstra megin og meðan Kristján var að stilla upp varnar- veggnum skaut Páimi Rafn Pálma- son boltanum í ijærhornið og kom heimamönnum yfir, 1-0. Gestirnir voru óánægðir með dómgæslu Eyj- ólfs Ólafssonar. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik- inn af krafti. Strax á fyrstu mínútu átti Arnar gott skot rétt fram hjá og fímm mínútum síðar átti Jón Skaftason hörkuskot utan við teig sem söng í tréverki heimamanna. Leikurinn jafnaðist þó fljótt og smám saman komust heimamenn betur inn í leikinn, sjálfsöryggi þeirra jókst og innan skammst náðu ungu drengirnir í KA-liðinu öllum tökum á miðjunni. Á 62. mínútu mátti engu muna að Dean Martin næði að koma KA í tvö mörk, en einungis meistaraleg marksvarsla hjá Kristjáni Finn- bogasyni kom í veg fyrir það. KR-ingar gerðu nokkrar tilraunir til að jafna leikinn, m.a. átti Jón Skaftason ágætt skot yfír á 76. mfn. og þremur mínútum síðar átti Arn- ar skot úr aukaspymu sem lenti í varnarveggnum en Sören gerði vel í markinu. En nú var komið að þætti Hreins Hringssonar sem kom inn á á 76. mínútu. Eftir einungis 5 mínútna leik barst boltinn til hans frá varn- armönnum KR, rétt fyrir utan teig. Hreinn lék boltanum til vinstri inn í teig og þmmaði honum ömgglega fram hjá Kristjáni. Það tók hann ekki nema 5 mínútur að skora þriðja mark heimamanna, en þá skildu KR-ingar eftir einn varnar- mann þegar þeir tóku hornspyrnu. KA-menn hreinsuðu frá teig og Hreinn vann einvígi um boltann við Sigurstein Gíslason, brunaði upp allan völlinn og skoraði. KA-liðið var virkilega vel að sigrinum komið. Liðið barðist vel og skipulega og þótt inn í liðið vantaði lykilmenn eins og Þorvald Makan og Þorvald Örlygsson, stigu ungir menn fram og leystu sín verk- efni með prýði. KR-ingar vilja örugglega sem minnst um þennan leik hugsa og tala. KR-ingar vilja örugglega sem minnst um þennan leik hugsa og tala. Miðjan hjá þeim átti afar slæman dag og einhvern veginn spiluðu allflestir leikmenn undir getu, þótt inn á milli mætti sjá skemmtileg einstaklingsframtök sérstaklega hjá þeim Arnari og Jón Skafta. akureyri@dv.is Hreinn Hringsson kom » inn á þegar aðeins 14 mínútur voru eftir - sannkölluð drauma- skipting. „Kjúklingarnir unnu leikinn" Hreinn Hringsson, maður leiks- ins, var að vonum ánægður í leiks- lok. ''Ég er gapandi yfír frammi- stöðu ungu mannanna fjögurra í þessum leik, þeirra Pálma, Jó- hanns, Óla og Ögga. Þeir sýndu y þessum köppum enga virðingu," sagði Hreinn en viðurkennir að "gamlingjarnir" hafi verið nokkuð fúlir yfir því að hafa ekki fengið að byrja inná. "KR-ingar spiluðu illa í dag en ef til vill má segja að engin spili betur en andstæðingurinn leyfir." sagði Hreinn dauðuppgefinn í leikslok enda gaf hann sig allan í þær mín- útur sem hann var inná. "Ég var ákveðinn í að setja mark í þessum leik, og ekki var verra að þau urðu tvö." Voru betri aðilinn Willum Þór Þórsson hældi KA mönnum í leikslok og sagði þá ein- faldlega hafa verið betri í leiknum og átt sigurinn fyllilega skilinn. "Þeir náðu upp baráttu og spiluðu skynsamlega. Alltaf þegar mínir menn voru að byggja eitthvað upp voru þeir mættir á svæðið," sagði Willum. Willum segir upphaf mótsins ekki hafa komið sér á óvart. "Flestir þjáffararnir voru á því að allir myndu tína stig af ölf- um." Spurður hvort það hefði ein- hver áhrif á liðið það vera það lið sem allir vilji vinna sagði Wiflum: "Ef svo er verða menn bara að takast á við það." akureyri@dv.is Bf-Bolungarvík.................6-2 Pétur Markan 3, Matthías Vilhjálmsson 2, Tómas Michael Reynisson - Stefán Karlsson, Pétur Jónsson. Leiknlr F.-Huginn..............2-6 0-1RagnarKonráðsson (8.), 1-1 Vilberg Jónasson (10.), 2-1 Samir Misetovic (23.), 2-2 Ragnar Konráðsson (67.), 2-3 Jóhann Sveinbjörnsson (78.), 2-4 Guömundur Guöjónsson (87.), 2-5 Ragnar Konráðsson (88.), 2-6 Ragnar Konráðsson (89.). Viðir-Fylkir U23................1-0 1—0 Atli Hólmbergsson (70.). Höttur-Fjarðabyggð..............4-3 1-0 Þórarinn Borgþórsson (3.), 2-0 Vilmar Sævarsson (8.), 3-0 Eggert Björnsson (10.), 3- 1 Dragan Stojovic (33.), 3-2 Dragan Stojovic (76.), 4-2 Logi Birgisson (77.), 4-3 Sigurjón Egilsson, víti (85.). Njarðvik-Brelöablik U23 ........6-1 1-0 Gunnar Einarsson (5.), 2-0 Marteinn Guðjónsson (13.), 3-0 Eyþór Guðnason (23.), 4- 0 Gunnar Einarsson, víti (52.), 5-0 Eyþór Guðnason (65.), 5-1 Rannver Sigurjónsson (69.), 6-1 Eyþór Guðnason (73.). Selfoss-FH U23 .............4-2 1 -0 Jón Guöbrandsson (33.), 2-0 Geir Brynjólfsson (35.), 3-0 Ragnar H. Gunnarsson (60.), 3-1 Pétur Sigurðsson (74.), 4-1 Arelíus Marteinsson (86.), 4-2 Pétur Sigurðsson (88.). (R-HKU23 .......................2-0 1-0 Arnar Gauti Reynisson (24.), 2-0 Gunnar Reynir Steinarsson (67.). Númi-Austri Rh................13-1 1-0 Kári Sturluson (43.), 2-0 Sigurþór Kjart- ansson (49.), 3-0 Jón Sigurðsson (50.), 4-0 Kári Sturluson (51.), 5-0 Erlendur Gunnars- son (58.), 6-0 Sigurþór Kjartansson (61.), 7-0 Jón Sigurðsson (64.), 7-1 Þorkell Hróar Björnsson, viti (66.), 8-1 Valdimar Þórsson (70.),9-1 Ómar Bendtsen (76.), 10-1 Stefán Snæbjörnsson (78.), 11-1 Rúnar Ágútsson (80.), 12-1 Rúnar Ágústsson (83.), 13-1 Mika- el Nikulásson (88.). KS-Snörtur ....................7-2 1-0 Sigurgeir Ólafsson (5.), 2-0 Jóhann Guðbrandsson (13.), 3-0 Daníel Daníelsson (40.), 4-0 Ragnar Hauksson (43.), 5-0 Danilo Cjelica (78.), 6-0 Ragnar Hauksson (84.), 6-1 Pétur Pétursson (85.), 6-2 Pétur Pétursson (88.), 7-2 Ragnar Hauksson (90.). oskar@dv.is Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, hefur sennilega þanið radd- böndin til hins ýtrasta á Akureyrarvelli í gaer- kvöld þegar lærisvein- ar hans biðu afhroð gegn frískum KA- mönnum. KA-KR 3-0 (1-0) Akureyrarvöllur 3. júní 2003 - 4. umferð 1 -0 Pálmi Rafn Pálmason (35., beint úr aukaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Tenden). 2- 0 Hreinn Hringsson (82., skot úr teig eftir að hafa fengið boltann frá varnarmönnum KR). 3- 0 Hreinn Hringsson (87., skot úr teig, brunaði upp völlinn eftir sendingu Steins Viðars). KA (4-5-1) Sören Byskov.................2 Jón Örvar Eirlksson............2 (81., Elmar Dan Sigþórsson...-) Þorvaldur S.Guðbjörnsson.....,3 Dean Martin..................3 (76., Hreinn Hringsson........-) Steinn Viðar Gunnarsson .......3 SteinarTenden..................4 Steingrímur Eiðsson............3 Óli Þór Birgisson .............4 Jóhann Helgason ..............2 Örlygur Þór Helgason ..........4 Pálmi Rafn Pálmason...........3 Gul spjöld: KA: Steinn Viðar (87.). KR: Kristján S. (48.) Rauð spjöld: Engin. Skot (á mark): 15 (6)-12 (4) Horn: 2-4 Aukaspyrnur: 16-19 Rangstöður: 1-7 Varin skot: Byskov 2 - KR (4-4-2) Kristján Finnbogason...........3 Sigþór Júlíusson .............2 Gunnar Einarsson...............2 (46., Sigurður R. Eyjólfsson .2) Kristján Sigurðsson............2 Sigursteinn Gíslason ..........1 (90., Sölvi Davíðsson.........-) Kristinn Hafliðason............3 Þórhallur Hinriksson...........1 Jón Skaftason..................4 Garðar Jóhannsson..............2 (65., Einar Þór Daníelsson....3) Bjarki Gunnlaugsson ...........2 Arnar Gunnlaugsson ............3 Gæði leiks: , Dómari: Eyjólfur Ólafsson (4). Áhorfendur: 1113. 81 (7j Maður leiksins hjá DVsporti: Hreinn Hringsson, KA J E j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.