Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 14
14 INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNÍ2003 Neytendur Umsjón: Haukur Lárus Hauksson Netfang: hlh@dv.is Sími: 550 5819 Ein gistinótt á hóteli víða um land - 2ja manna herbergi með baði og morgunmat Hótel Borgarnes 8.900 Hótel Edda 10.400 Fosshótel, Valaskjálf, Egilsst. 10.500 Hótel Cabin.Rvík 11.400 Hótel Stykkishólmur 11.550 Hótel Isafjörður 14.800 Hótel Harpa, Akureyri 15.100 HótelHöfn 15.100 Fosshótel, Húsavík 16.900 HótelKEA 17.800 Hótel Selfoss 17.900 Hótel Keflavík 20.800 Grand Hótel Reykjavík 21.200 Hótel Saga 22.900 Ekki er tekið tillit til gæða þjónustu eða framboði á henni. Gistinótt í tveggja manna hótelherbergi kostar oft 12-16 þúsund krónur: Dýrar gistinætur Það er dýrt að gista á íslandi þegar miðað er við grunn- verð fyrir eina gistinótt í tveggja manna hótelherbergi með baði. Ein nótt kostar frá 8.900 til 22.900 krónur sam- kvæmt skyndikönnun sem DV gerði á föstudag. Algengt verð er á bilinu 12-16 þúsund krónur. Hringt var tilvilj- anakennt í hótel víða um land og spurt hvað tveggja manna her- bergi kostaði eina nótt í júní. Hér er rétt að taka fram að hægt er að kaupa alls kyns gistingu hér á land: svefnpokapláss, gistingu á litlum gistihúsum, heimagistingu og bændagistingu, svo ekki sé minnst á tjaldstæði. Hér var hins vegar við það miðað að ferðalangarnir - par - vildu gista í þægilegu herbergi með baði og fá morgunmat áður en lagt væri í’ann morguninn eftir. I stuttu máli er verið að tala um sams konar þægindi og íslending- ar gera kröfur um þegar þeir eru á ferðalögum erlendis. Hér er ekki tekið tillit til gæða þjónustunnar eða þeirra þæginda sem annars kunna að vera í boði. Meðfylgjandi tafla sýnir hvað nóttin kostar víða um land. Ódýrasta gisting á þessari yfir- reið um landið bauðst í Hótel Borgarnesi þar sem nóttin í tveggja manna herbergi kostaði 8.900 krónur. Nóttin á Edduhótel- unum kostar 10.400 en 6.200 ef engin er sturtan (Edduhótelin verða víðast opnuð fyrri hluta júnímánaðar). Þá kostaði nóttin 10.500 krónur á Fosshóteli Vala- skjálf á Egilsstöðum en þar má sleppa með 9.100 krónur ef ekkert bað er á herberginu. Algengt verð virðist vera í kringum 14.000 krón- ur. En víða eru alls kyns tilboð í gangi og sjálfsagt fyrir ferðalanga að kynna sér þau áður en lagt er af stað. Á Selfossi var blaðamanni kynnt tilboð sem hljómaði þannig að ef snædd er þriggja rétta kvöld- Á Hótel Keflavík, þar sem nóttin kostar 20.800, fengust þær upplýsingar að akstur í Leifsstöð væri innifalinn í gistiverðinu. verður á hótelinu fæst nóttin og kvöldverðurinn fyrir samtals 16.000 krónur. Við þetta var bætt að frítt væri á golfvöllinn á Selfossi fyrir hótelgesti. Á Hótel Keflavík, þar sem nóttin kostar 20.800, feng- ust þær upplýsingar að akstur í Leifsstöð væri innifalinn í gisti- verðinu. Þá ber á það að líta að utan aðalferðamannatímans eru hótel víða um land með áhugaverð tilboð á gistingu. Til gamans má geta þess að ein nótt í tveggja manna herbergi á Hótel Plaza við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn kostar um 20.300 krónur. Nótt á nýju og vönduðu þriggja stjörnu hóteli í Berlín, Concept, kostar hins vegar rúm- lega 10.000 krónur. Ef par af höfuðborgarsvæðinu „Ég efast ekki um þessar tölur en þama erum við ekki endilega að tala um hin endalegu verð. Það má ekki gleyma því að þetta em grunnverð og oft eru f boði alls kyns tilboð á gist- ingu. Enda hefur gistinóttum íslend- inga á hótelum og gistiheimilum hér á landi fjölgað um 6 prósent milli ára á síðasta ári,” sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri við DV. Magnús vildi ekki kannast við það að verð á gistinóttum hér á landi ræki fólk inn í tjaldvagna „Sá þáttur í ferðamennsku hefitr eflst mjög mikið. En sem betur virðist fólk ekki vera að fara úr hótelunum og inn í tjaldvagnana heldur er þetta hrein viðbót við gistimöguleika." - En má ekki rekja fjölgun gisti- nátta Islendinga til tilboða yfir vetr- artímann? „Gisting er mikil yfir vetrartímann en hún er einnig mikil á sumrin." Magnús segir verð fyrir gistinætur á hótelum alls ekki standa ferðalöng- fer réttsælis í kringum landið og gistir í hverjum landsfjórðungi , samtals 5 nætur getur hótelreikn- ingurinn verið í kringum 60.000 MAGNÚS ODDSSON: Það má ekki gleyma því að þetta er grunnverð og oft eru í boði alls kyns tilboð á gistingu. krónur. Þá er eftir að reikna bens- ín, fæði og aðgang að ýmsum ferðamannastöðum. hlh@dv.is Fólk gerir meiri kröfur en áður til gistingar un íslendinga hér heima fyrir þrifum. Æskilegast væri ef verðið væri sem lægst en á móti kæmi að afkoman yrði að leyfa það. Aðspurður um hvort ekki væri eðlilegt að íslendingar gerðu sömu kröfur um gistingu hér heima og þeg- ar þeir væru á ferðalögum erlendis sagði hann það afar eðlilegt. „Fólk gerir meiri kröfur en áður til gistingar hér og það eru yfirleitt gæðamálin sem em fólki ofar í huga en verðið eitt og sér. Erlendir ferða- menn sem heimsækja landið kvarta ekki yfir verði á gistingu. Þeim finnst hún ekki dýr. Verðið virðist því ekki úr takt við það sem þeir em vanir. Hins vegar kvarta þeir hástöfum yfir verði á drykkjarvörum," sagði Magn- ús. hlh@dv.is Magnús Oddsson ferðamálastjóri: Útlendingar kvarta ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.