Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 8
8 INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNÍ2003
Atta umsækjendur
Átta manns hafa sótt um emb-
ætti Ingjaldshólsprestakalls sem
er veitt frá 1. september nk.
Umsækjendurnireru Aðal-
steinn Þorvaldsson guðfræðing-
ur, Arndls Ósk Hauksdóttir guð-
fræðingur, EKnborg Sturludóttir
guðfræðingur, Ragnheiður Karít-
as Pétursdóttir guðfræðingur,
Sólveig Jónsdóttir guðfræðingur,
SéraTorfi K.Stefánsson Hjaltalín,
Þóra R. Björnsdóttir guðfræðing-
ur og Þórður Guðmundsson guð-
fræðingur. Valnefnd prestakalls-
ins gefur álit sitt á umsækjend-
um en í henni sitja fimm fulltrúar
úr prestakallinu, auk vígslubisk-
ups. Kirkjumálaráðherra skipar
síðan (embættið til fimm ára
samkvæmt niðurstöðu valnefnd-
ar,sé hún einróma.
Góð samskipti og upplýsingagjöf
Árlega veitir tímaritið In-
vestor Relations Magazine
skráðum félögum viðurkenn-
ingu fyrir góð samskipti og
góða upplýsingagjöf til fjár-
festa. (flokki stórra og meðal-
stórra fyrirtækja var Össur hf.
hlutskarpastur á (slandi annað
árið í röð.Tímaritið veitir við-
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri
Össurar.
urkenningu fyrir það hvernig
skráð félög á hlutabréfamark-
aði standa að upplýsingagjöf
og samskiptum við fjárfesta. (
fyrrnefndum flokki fýrir ís-
lensk félög voru Bakkavör og
(slandsbanki tilnefnd ásamt
Össuri. I flokki smærri fyrir-
tækja voru Nýherji, Marel og
Opin kerfi tilnefnd og hlutu
Opin kerfi verðlaunin.
Skrautlegir viðskiptareikningar VLFA:
MJLLJÖNA'
Heimildarlaus- /tap vegna
ar greiðslur til
formannsins
f Wbjélmur Bimt
I «rmaaUf , ££*??•^
fí,agslegr» niðu««aða
/0,6,6f
/SBtaSfSöí
' *rU9^n^3i»uögr,leíUm
í greinargerð Pricewaterhou-
seCoopers hf. um fjárreiður
Verkalýðsfélags Akraness á
árunum 1997 til 2001 kemur
fram að viðskiptareikningur
hefur um margt verið skraut-
legur.
Samkvæmt heimildum DV eru
reikningar að baki sumum færsl-
um, t.d. óskilgreindar ferðir til Sví-
þjóðar og fleiri landa, þar sem m.a.
voru lagðar fram afrifur af farmið-
um fyrir tvo. Einnig úttektir á míní-
börum á Hótel Sögu, leigubfla-
reikningar, stöðumælasektir og
ýmislegt í þeim dúr.
Tvíborgaður einkakostnaður
formannsins
í bókhaldi VFLA er m.a. tilgreind
inneign hjá ASf að fjárhæð 278.699
krónur sem varð til að stærstum
hluta á árinu 1997. PWC sendi fyrir-
spurn til ASÍ vegna þessa. í svari frá
ASf kemur fram að af þessum
278.699 krónum setur ASÍ fyrirvara
varðandi 178.699 krónur en
100.000 krónur eru sagðar framlag
VLFA í verðlagseftirliti verkalýðsfé-
laganna sem ASÍ sá um. Greinilegt
er að það átti því að færa til gjalda
"mtrr
«3.2
hjá VLFA. Á árinu 1998 er færður
kostnaður upp á 35.444 krónur
vegna Frakklandsferðar. ASf hafnar
ekki þessum kostnaði en hefur hins
vegar aldrei verið rukkað um hann.
Það sem upp á vantar er 143.255
krónur vegna ýmiss konar ferða-
kostnaðar, flugfargjalda, gistingar
og matar. Þessi kostnaður fellur í
sumum tilfellum til á sama tíma og
formaður VLFA fór í ferðir fyrir ASÍ
sem ASÍ greiddi fulla dagpeninga
fyrir sem áttu að standa straum af
öllum útlögðum kostnaði. Niður-
staða PWC er því sú að þarna sé lík-
lega einkakostnaður formanns
VLFA sem ekki átti að greiðast af
Verkalýðsfélagi Akraness.
Engir ráðingarsamning-
ar virðast hafa verið
gerðir við starfsmenn
verkalýðsfélags Akra-
ness. PWC fann engin
gögn um slíkt.
Engir ráðningasamningar
Engir ráðingarsamningar virðast
hafa verið gerðir við starfsmenn
verkalýðsfélags Akraness. PWC
fann engin gögn um slíkt. Bent er
á að ákvörðun launa samkvæmt 16.
grein laga VLFA sé í hendi stjórnar
félagsins.
Greiðslur sem inntar hafa verið
af hendi vegna vinnutaps eru án
staðfestingar frá viðkomandi
vinnuveitanda varðandi vinnutap-
ið. Útreikningur er oftast byggður á
lauslegum útreikningum skv.
minnisblöðum og án staðfestingar
eða vottorða vegna slíkra greiðslna
til starfsmanna félagsins.
Árið 1999 greiddi Vinnumiðlun
laun að fjárhæð 200.000 krónur án
heimildar eða samþykkis allra við-
eigandi aðila sem sáu um Vinnu-
miðlunina. „Svo virðist sem um
einhliða ákvörðun formanns VLFA
hafí verið að ræða við ákvörðun
þessara launa.
Á árinu 2000 greiddi formaður-
inn sér út orlofslaun vegna fyrri ára
en orlof þetta var þó ekki skuldfært
sem ógreitt orlof í bókum félagsins
eða í ársreikningi ársins 1999.
Drjúgir dagpeningar
Svo virðist sem undir liðinn
„fundir, námskeið, samningar" séu
bæði færðir dagpeningar og öku-
tækjastyrkur vegna ferða starfs-
manna félagsins hverju sinni. Ekki
Áralangar deilur
Á aðalfundi Verkalýðsfélags
Akraness laugardaginn 1. febrúar
var samþykkt að fara í lögfræði-
innheimtu vegna útistandandi
skulda og átti hún m.a. að beinast
að Sveinafélagi málmiðnaðar-
manna og Verslunarmannafélagi
Akraness.
Viihjálmur Birgisson, stjórnar-
maður í Verkalýðsfélagi Akraness,
lýsti þvf í DV að félagið hefði orðið
af milljónum króna vegna van-
rækslu. Hervar Gunnarsson, for-
maður VLFA, sagði hins vegar í
samtali við blaðið að Vilhjálmur
hefði aldrei komið með tillögur
um að innheimta útistandandi
skuldir félagsins. „Það er rangt hjá
honum að milljónir króna hafi
tapast vegna vanrækslu starfs-
manna."
Áralangar deilur í Verkalýðsfé-
Aðalfundur Verkalýösfólags Akraness:
Hervar sagðl óvænt
af sér formennsku
tiðtndí uríw á fraœJuiid*
ðúalfundl VerkaJJteító*** Akranm
Mtn takUon var i jf*rkvötó. t*ar
sagði Hérvor Cuiuursvon »ítér scin
formáöur Mðgtín* vegna þeirra
höröu á*ílm $em wr» b#É» I íéla#-
Inu.
starfsstjóm skipuð til vors
Hön yrtl í
þrem ctatRfc&nfr
uijs, L&ruii lngi-
tw8*sjroi, fyrr
ura v.Trafomvuml
ðU^ains, SitfurtN
Pétri Svanbcrgv
juaoi—liaauaalaa. ■
koma i uaó UTPOiSinsjmeehttar tll
ítjómarkjftn og ura silii fram-
kvwmd tar s*6 Uitaadi.
Hnafia Hcrvar* virtist koma
mönrmir. aiyork#a 1 opn» skjoklu og
v*r bún sainþýkla rfUr aö hann
íekkaf fundi Wascrndarriiddir hafd
hA ÍrntttiA n«r», ímb kkimXiH Ut &A.
lagi Akraness eru af margvíslegum
toga og snúast einnig um sameig-
inlegan rekstur á fyrirtækinu
„Stéttarfélögin vinnumiðlun" sem
sameignarsamningur nokkurra
stéttarfélaga var gerður um í janú-
ar 1991. Upphaflegur tilgangur fé-
lagsins var meðal annars að sjá
um rekstur vinnumiðlunar fyrir
Akraneskaupstað. Hafði VLFA
haldið því fram að Sveinafélag
jámiðnaðarmanna og Verslunar-
mannafélag Akraness skulduðu
félaginu vegna hins sameiginlega
rekstrar. Hervar staðfesti við DV
að á aðalfundinum f félaginu 1.
febrúar hefði verið samþykkt að
innheimta þessar skuldir.
„Það er ljóst að Vilhjálmur segir
ekki alla söguna í sínum málflutn-
ingi," sagði Hervar við DV. „Það er
rangt að krafa VLFA sé töpuð eins
og hann heldur fram. Vilhjálmur
er að þyrla upp moldviðri. Afstaða
verkalýðsfélagsins hefur verið sú
að fara ekki í innheimtuaðgerðir
gegn öðmm félögum. Vegna þess
hvernig búið er að setja þetta mál
upp eigum við hins vegar ekki
annan möguleika en að setja þetta
í lögfræðilega innheimtu."
Samkvæmt niðurstöðum
PricewaterhouseCóopers er þarna
um að ræða 4 milljónir króna sem
líkur em nú á að séu fyrndar og
tapaðar vegna vanrækslu eins og
Vilhjálmur Birgisson hélt fram f
upphafi.
iiTT' I
hefur verið
haldið utan um heildargreiðslur
til hvers og eins og koma þær fjár-
hæðir ekki fram í ársreikningum fé-
lagsins nema sem kostnaður undir
„fundarkostnaður".
í úrtakskönnun vegna ársins
1997 kom í ljós að dagpeningar
vom greiddir til formannsins vegna
ákveðinna ferða. Þrátt fyrir það
vom einnig gjaldfærðir kostnaðar-
reikningar vegna fæðis og veitinga
fyrir sömu daga.
Á árinu 1998 koma til töluverðar
greiðslur vegna kostnaðar fyrri ára,
svo sem vegna fæðis- og uppi-
haldskostnaðar. Þessir reikningar
voru lagðir fram af starfsmönnum
félagsins og ná nokkur ár aftur í
tímann. Ekki er því hægt að stað-
festa hvort um greiðslur dagpen-
inga hafi verið að ræða vegna sömu
ára vegna sama kostnaðar. Þarna er
um að ræða 273.000 krónur sem
mnnu að mestu leyti til formanns
félagsins.
Þá kemur einnig fram að ekki
hafa verið gerðar ferðaskýrslur
vegna greiðslna dagpeninga né
heldur greinargóðar akstursskýrsl-
ur. Þessi kostnaður var greiddur út
eftir minnisblöðum þegar best lét
og ekki
frekari skýringar gefnar.
Að mati PWC er þarna um brot á
gmndvallarreglu í bókhaldi að
ræða sem gerir ráð fyrir að haldið
sé utan um kostnað vegna dagpen-
inga og að eins séu gerðar ná-
kvæmar akstursskýrslur sem séu
síðan staðfestar og samþykktar.
Heimildarlaus farsímakaup
Á árinu 1999 keypti VLFA tvo far-
síma af formanni VLFA á krónur
55.110. Ekki er lagt mat á hvort
verðið hafi verið eðlilegt en hins
vegar er það talið ámælisvert að
engin stjórnarsamþykkt virðist
liggja fyrir um kaupin.
„Verður að telja það
ámælisvert að nú... sé
ekki lokið við að færa
bókhaldið."
Engar skýringar
Við skoðun á bókhaldi félagsins
kom fram að reikningar vom
greiddir og bókaðir án formlegs
samþykkis hverju sinni og uppá-
skrifta. Reikningar vegna funda og
veitinga bera iðulega ekki með sér
tilefni kostnaðarins, né hverjir vom
á fundunum eða hvert tilefnið var.
Bókhaldið hefur einnig verið fært
eftir á og því erfitt að sannreyna
eða staðfesta tilefni kostnaðar
hverju sinni.
Ekkert bókhald í 12 ár
Uppgjör vegna Vinnumiðlunar
fyrir árin 1991-1998 liggur ekki fyr-
ir. Vinna við bókhaldið hófst ekki
fyrr en á árinu 2002 og henni var
ekki lokið þegar PWC lauk við gerð
skýrslu sinnar 20. maí sl. Ástæðan
er ósamkomulag þeirra verkalýðs-
félaga sem að sameiginlegum
rekstri vinnumiðlunarskrifstofu
stóðu. Þar var um að ræða VLFA,
Sveinafélag málmiðnaðarmanna
og Verslunarmannafélag Akraness.
Em þau mál nú í skoðun lögfræð-
inga félaganna en miklar deilur
hafa staðið um málið.
„Verður að telja það ámælisvert
að nú, 12 ámm síðar, sé ekki lokið
við að færa bókhaldið," segir í
skýrslu PWC. Ef ekki nást sættir í
málinu er líklegt að færa þurfi nið-
ur í bókhaldi VLFA um 4 milljónir
króna.