Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 36
36 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ2003
DV sport
Keppni í hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 ■ 550 5887 • 550 5889
Línumannavandræði hjá Frömurum
HANPKNATTLEIKUR: Það
er nóg að gera í herbúðum
handknattleiksliðs Framara
þessa dagana.Þeir hafa nú
þegar misst tvo markverði en
fengu reyndareinn nýjan í
staðinn og ekki er Ijóst hvað
verður um línumenn hjá þeim
næsta vetur.
Björn Friðriksson, sem skrif-
aði undir samning við þá um
daginn, hefur samkvæmt upp-
lýsingum DV sports snúist
hugur og vill víst leika eftir allt
saman áfram með Stjörnunni
enda hefur Sigurður Bjarna-
son, nýráðinn þjálfari liðsins,
verið að safna liði undanfarið
og er markið sett hátt í Garða-
bænum næsta vetur.Honum
verður væntanlega ekki kápan
úr því klæðinu því hann er
með 2 ára samning við Safa-
mýrarliðið.
Svo hafa Framarar sagt upp
núverandi samningi við Harald
Þorvarðarson, sem gekk til liðs
við þá í fyrra, og þess í stað
hafa þeir boðið honum nýjan
og lakari samning sem Harald-
ur er að skoða þessa dagana
og alls óvíst er hvort hann
tekur honum. henry@dv.is
Björn Friðriksson, leikmaður
Fram
Getum sjálfum okkur um kennt
sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur
„Við byrjuðum ágætlega, áttum
ágætt færi í upphafi leiks en svo
slappaðist leikurinn aðeins og við
spiluðum illa seinni partinn í fyrri
hálfleik. Seinni hálfleikurinn var þó
ágætur af okkur hálfu og við feng-
um færi á að jafna og reyndar líka
til að klára leikinn. Við getum bara
sjálfum okkur um kennt hvernig
fór og það er ljóst að við mættum
ekki með skotskóna í farteskinu,"
sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Grindavíkur, brúnaþungur í leiks-
lok.
Verðum að nýta færin
„Þótt við hefðum yfirburði í
leiknum spiluðu Eyjamenn mjög
grimmt á okkur og það verður ekki
tekið af þeim að þeir spiluðu varn-
Ef við skorum
arleikinn mjög vel. En ef við ætlum
að ná okkur í stig og hífa okkur upp
töfluna verðum við að nýta þessi
færi sem við fáum," sagði Bjarni og
neitaði að trúa því að leikmenn
hans hefðu verið of öruggir með sig
eftir sigurinn gegn Fram á föstu-
dag.
Hver og einn verður að svara
„Ég trúi því ekki að menn séu að
fagna einhverjum þremur stigum
þegar mótið er rétt hafið og það
eru hreinar línur að hver og einn
verður að svara fyrir sig með það af
hverju hann mætti ekki nægilega
vel stemmdur í þennan leik," sagði
Bjarni og bætti við að Grétar Hjart-
arson hefði ekki verið klár þótt
hann væri á bekknum. henry@dv.is
þá vinnum við
sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, hetja IBV
„Þetta var ekki mjög fallegt en ef
við skorum mörk þá vinnum við
leikina. Það er ekki nokkur spurn-
ing," sagði Gunnar Heiðar Þor-
valdsson, hetja Eyjamanna í
Grindavík.
„Við lögðum upp með að berj-
ast eins og grenjandi ljón, bíða aft-
arlega og keyra svo á þá. Þetta var
bara klassískur Eyjabaráttusigur.
Mér fannst þeir ekkert sérstaklega
góðir og þetta voru ekkert sérstök
færi sem þeir fengu. Við erum að
reyna að ná þeirri stemningu upp
aftur og ég held að hún sé að
koma. Við fengum harða áminn-
ingu þegar við töpuðum heima
gegn KA-mönnum og það er að
skila sér þessa dagana," sagði
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, en
mörkin tvö í gærkvöld skutu
honum í efsta sætið á listanum yfir
markahæstu menn deildarinnar.
henry@dv.is
Baráttusigur
hjá ÍBVsem lagði Grindavík, 2-0, ídöprum leik suður með sjó
ÍBV nældi sér í þrjú mikilvæg
stig í Grindavík í gærkvöld.
Leikurinn var ekki mikið fyrir
augað en munurinn á liðun-
um lá í því að Eyjamenn nýttu
sín færi en Grindvíkingar
ekki.
Eyjamenn lágu mjög aftarlega
allt frá fyrstu mínútu. Þeir leyfðu
Grindvíkingunum að koma og
freistuðu þess síðan að sækja hratt.
Grindvíkingar voru ágætir fyrstu
mínúturnar en síðan íjaraði undan
„Lítil hreyfing var á
boltalausum mönnum
og hálfgert andleysi
ríkti í herbúðum beggja
liða."
spilamennsku þeirra og þar sem
Eyjamenn voru ekJd á þeim buxun-
um að sækja grimmt snerist leikur-
inn upp í miðjuþóf. Boltinn gekk
illa hjá báðum Iiðum og sendingar-
feilarnir margir. Lítil hreyfing var á
boltalausum mönnum og hálfgert
andleysi ríkti í herbúðum beggja
liða.
Lee Sharpe fékk besta færi fyrri
hálfleiks þegar hann skaut hátt yfir
í dauðafæri á markteig. Eyjamenn
tóku síðan forystuna tíu mínútum
fyrir leikslok þegar Gunnar Heiðar
skallaði boltann inn eftir horn-
spyrnu. Annað markvert gerðist
ekki í fyrri hálfleik og sama deyfðin
hélt áfram í síðari hálfleik. Grind-
víkingar voru þó ívið beittari en
tókst ekki að skapa sér sérstaklega
góð færi og þau færi sem þeir fengu
voru hálffæri fyrir utan ágætt færi
sem Kekic fékk um miðjan hálfleik-
inn en Birkir varði glæsUega. Gunn-
ar Heiðar kláraði svo leikinn end-
anlega undir lokin með góðu marki
eftir að hafa tekið við boltanum eft-
ir útspark frá Birki.
Grindvíkingar náðu ekki að fylgja
eftir frábærum leik gegn Fram á
föstudaginn. Kekic og Sharpe náðu
ekki að endurtaka frábæra sam-
vinnu og Sharpe hvarf sjónum í
síðari hálfleUc eftir að hafa leikið
ágætlega í þeim fyrri. Kekic var
„Gunnar Heiðar kláraði
svo leikinn endanlega
undir lokin með góðu
marki. “
duglegur en það lá ekki fyrir hon-
um að skora að þessu sinni. Miðju-
menn liðsins hafa séð betri daga en
varnarmennirnir stóðu fyrir sínu.
Eyjamenn spiluðu þennan leik
mjög skynsamlega og voru ekkert
að reyna hluti sem þeir ráða ekki
við. Vörnin hélt vel og virkaði ör-
ugg og síðan eiga þeir Gunnar
Heiðar, sem nýtti færin sín vel, og í
því lá munurinn að þessu sinni.
Annars var- leikurinn hreint út
sagt hundleiðinlegur og illa leikinn
af beggja hálfu og hvorugt liðið fer
langt á álíka spUamennsku í sumar.
henry@dv.is
Grindavík-ÍBV 0-2 (0-1)
Grindavíkurvöllur
3. júní 2003 - 4. umferð
0-1 Gunnar H. Þorvaldsson(35., skalli,eftir hornspyrnu Bjarnólfs sem fór af höfði Jeffs).
0-2 Gunnar H. Þorvaldsson (90., skot af vítateigshorni, fékk boltann eftir útspark Birkis).
ÍBV (4-4-2)
Birkir Kristinsson........4
Unnar Hólm Ólafsson.......3
Tryggvi Bjarnason.........4
TomBetts ................3
Hjalti Jóhannesson........3
Atli Jóhannsson...........2
Bjarnólfur Lárusson .....1
Bjarni Geir Viðarsson ...)
lanJeffs ............... 1
(90., Bjarni Rúnar Einarsson .-)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.4
(90., Einar Hlöðver Sigurðsson ... -)
Steingrímur Jóhannesson..2
(75., Andri Ólafsson.....2)
Gæði leiks:
o
Maður leiksins hjá DV sporti:
Gunnar H. Þorvaldsson, ÍBV
Grindavík (4-3-3)
Ólafur Gottskálksson .......3
Gestur Gylfason.............2
Ólafur Örn Bjarnason........3
Guðmundur Andri Bjarnason ... 3
ÓðinnÁrnason ...............2
Eysteinn Húni Hauksson......1
Eyþór Atli Einarsson........2
(78., Alfreð Jóhannsson.....-)
Paul McShane ................1
Óli Stefán Flóventsson......1
LeeSharpe ...................2
Sinisa Kekic................3
Dómari: Kristinn Jakobsson (6).
Áhorfendur: 550.
Gul spjöld:
Grindavík: Óðinn
(86.)
fBV: Atli (63.),
Tryggvi (71.),
Andri (80.)
Rauð spjöld:
Engin.
Skot (á mark):
11(41-8(5)
Horn:
6-4
Aukaspyrnur:
16-8
Rangstöður:
3-3
Varin skot:
Ólafur 3-Birkir
4.