Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2003, Blaðsíða 32
32 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ2003
Tilvera
Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvö!
Netfang: tilvera@d v.is
Sími:550 5824-550 5810
Grasasnadansasarg
Trúlega Bergman
Grasasnadansasarg eryfirskrift
tónleika Kammerkórs Hafnarfjarð-
ar og balzamersveitarinnar Bar-
dukha sem verða í Hafnarborg f
Hafnarfirði í kvöld og hefjast kl.
20.Orðið,sem lesa má líka afturá-
bak, lýsir vel þeirri tilraun sem
þessir hópar standa fyrir á tón-
leikunum en þar verða flutt suð-
urevrópsk og fslensk þjóðlög á
Bardukha-vísu. Kammerkór Hafn-
arfjarðar hef-
ur getið sér
gott orð fyrir
metnaðar-
fullan söng
og balzamer-
tónlistin, sem er einkenni balza-
mersveitarinnar,á rætur sínar að
rekja til austur-evrópskrar,arab-
fskrar og persneskrar þjóðlaga-
hefðar.
Málþing um trúarstef í kvik-
myndum Ingmars Bergmans
(fyrri hluti) verður í kvöld í Hall-
grfmskirkju og hefst kl. 20. Fyr-
irlesarar eru Árni Svanur Danf-
elsson, Halldór Hauksson, Pétur
Pétursson og Þorkell Ágúst
Óttarsson. Miðaverð er 500 kr.
Þetta er eitt af atriðum Kirkju-
listahátíðar.Síðar í kvöld er svo
annað. Það er Náttsöngur.
Hann hefst í Hallgrímskirkju kl.
22.30 f umsjá sr. Jóns Dalbús
Hróbjartssonar.
Mörkin milli dans og
athafna í daglegu lífi
Þótt sjónvarpskonan Eva María
Jónsdóttir eigi von á barni í þessum
mánuði lætur hún það ekki aftra
sér frá því að æfa nútímadans af
kappi með Sigurði Sveinssyni,
handboltahetju, Pétri Blöndal, al-
þingismanni og fleiri lífskúnstner-
um. Ástæðan er sýning í Borgar-
leikhúsinu næsta laugardag. Þar
ráðast úrslit í samkeppni um frum-
samið íslenskt dansleikverk sem
Leikfélag Reykjavíkur og íslenski
dansflokkurinn efndu til. Níu ís-
lensk verk verða þar lögð undir
dóm.
Eva María og Marta Nordal hafa
samið dans sem æfður var í
gærkveldi. Hann heitir Beðið eftir
strætó. „Við höfum séð svo marga
listviðburði með djúpa titla að við
ákváðum að hafa nafnið skiljanlegt.
Það endurspeglar líka það hvers-
dagslíf sem við erum að túlka,"
sagði Marta. Hún segir Evu Maríu
hafa átt hugmyndina að því að láta
fólk með ólíka hæfni og úr ýmsum
stéttum bera uppi nútímadansverk
og sýna hversu mörkin væru óljós
milli dans og athafna f daglegu lífi.
„Við tökum venjulegar hreyfingar,
förum með þær skrefinu lengra,
setjum í þær rythma og þá verður
til dans. Erum ekki með neinn boð-
skap. Þó eflaust megi lesa úr þessu
ýmislegt um samskipti fólks þá
skapast það bara af sjálfú sér,“ bæt-
ir Eva María við.
Þær eru ánægðar með hópinn.
Segja hann eiga sinn part í verkinu
og einnig hafi þær notið leiðsagnar
kunnáttumanneskju í leikhúsinu.
Nokkrir þátttakendur voru í lokin
spurðir hvort þeir hefðu gert eitt-
hvað líkt þessu áður. „Nei, ætli
þetta sé einhver leit og þörf fyrir að
hreyfa sig?“ svaraði Siggi Sveins.
„Ég var reyndar í afródansi en það
var engin sýning," sagði Pétur
Blöndal og svar Kristrúnar Heimis-
dóttur var: „Ég hugsaði mig lengi
um en ákvað svo að prófa. Þetta
reynir á mann á algerlega nýjan
hátt.“
gun@dv.is
Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður, Sigurður Sveinsson handboltahetja, Pétur Blöndal alþingismaður, Sigríður Ey-
þórsdóttir leiklistarkennari, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og Markús Þór Andrésson myndlistarmaður sýna frábæra
takta á danssviðinu. DV-mynd Hari
Sérblað um brúðkaup fylgir DV-Magasíni 12. júní
og kemur út í 82 þúsund eintökum.
Fram undan er sólríkt sumar sem er líflegur tími
brúðkaupa. Af því tilefni mun DV gefa út veglegt
aukablað um brúðkaup fimmtudaginn 12. júní.
Viðtöl
Kjólar
Hárið
Snyrtivörur
Brúðarvendir
Hvað kosta brúðkaup?
Gjafir
Tíska í brúðarskreytingum
Lögð verður áhersla á nýtilegt blað þar
sem fallegar myndir, létt viðtöl
og skemmtilegir fróðleiksmolar skipa
veglegan sess.
Umsjón með efni í blaðið hefur
Sigurður Bogi Sævarsson
sigbogi@magasin.is
S. 550-5818
Skilafrestur auglýsinga
er 10. júní
Við erum tilbúin að aðstoða ykkur:
Inga, b. s. 550-5734, inga@dv.is
Katrín, b. s. 550-5733, kata@dv.is
Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is
Margrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is
Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is
Leikkonurnar Þórunn Erna Clausen og Valdís Arnardóttir sem báðar bregða sér í
gervi Guðríðar, leikstjórinn Brynja Benediktsdóttir og kynningarstjórinn Súsanna
Svavarsdóttir. Mynd Jón Svavarsson
Sögur Guðríðar á
þremur tungumálum
Sumarstarf Skemmtihússins hefst í
dag, 4. júní, með sýningu á Sögum
Guðríðar á þýsku. Hún hefst klukkan
18.00 en kluldcan 20.30 verður verkið
sýnt á ensku. f júnf og fram eftir júlí
verður sýningin sýnd fjórum sinnum í
viku á ensku og tvisvar í viku á þýsku.
Um mánaðamótin júlí/ágúst verður
hún einnig sýnd á frönsku.
f verkinu er sagt frá ferðum Guðríðar
Þorbjamardóttur til Vesturheims, eða
Vínlands eins og það hét á þeim tíma,
þar sem hún dvaldi í þrjú ár með eigin-
manni sínum, Þorfmni karlsefni, og ól
þar soninn Snorra. Nýlegar rannsóknir
benda til að Guðríður og fylgdarlið
hennar hafi dvalið á því svæði þar sem
nú er New York. Saga Guðríðar hefur
verið sýnd víða um heim og alls staðar
hlotið einróma lof gagnrýnenda og
áhorfenda.
Þórunn Erna Clausen leikur Guðríði
á ensku og þýsku og Valdís Amardóttir
leikur hana á ensku.
Solveig Simha kemur síðan frá París
til þess að leika á frönsku - en hún hef-
ur sýnt þar í Aktéon leikhúsinu við frá-
Nýlegar rannsóknir
benda til að Guðríður
og fylgdarlið hennar
hafi dvalið á því svæði
þar sem nú er New York.
bærar undirtektir frá því í byrjun febrú-
ar og verður sýningum haldið áfram
þar í haust. Um leikmynd og grímur í
sýningunni í Skemmtihúsinu sér
Rebekka Rán Samper, búninga hann-
aði Filppía Elísdóttir, lýsing er í hönd-
um Jóhanns Bjarna Pálmasonar, tónlist
hannaði Margrét örnólfsdóttir, leik-
stjóri er Brynja Benediktsdóttir.
Skemmtihúsið, leikhús, sem er til
húsa við Laufásveg 22, sérhæfir sig f
sýningum á erlendum tungumálum og
vinnur eingöngu upp úr íslenskri bók-
mennta- og sagnaarfleifð. Síðar í sumar
verða fmmsýnd þar tvö ný verk, annað
leikgerð úr Laxdælu, hitt um Vesturfar-
ana.