Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Qupperneq 38
42 DV HEL6ARBLA0 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003
Sakamál
Hvað gerðist: Kona var myrt
Hvar: Windsor í Vermont-fylki í Bandaríkjunum
Hvenær: Nóvember 1926
Krókajurtin kom upp um hann
Það var mánudagsmorgun í borginni
Windsor í Vermont-fylki í Ameríku í nóv-
ember árið 1926. Frank Cone, forstjóri
vélasölu í borginni, var pirraður yfir því
að ritari hans var ekki mætt til venju-
bundins morgunverðar þeirra. Stundvísi
Ceciliu Gullivan var rómuð en hún hafði
árum saman sinnt vinnu sinni af alúð eft-
ir að svikull elskhugi hennar strauk úr
borginni og giftist í Kaliforníu.
Frank Cone las í blaði dagsins um skugga-
iega atburði sem gerst höfðu í bænum um
nóttina þar sem ráðist hafði verið á hjúkrun-
arkonu aldraðrar konu og talið að innbrots-
þjófur hefði verið á ferð.
Frank ákvað að fara heim til fröken Gulliv-
an og athuga hvað ylli seinkun hennar. Hann
kom að ólæstum dyrum enda kvaðst fröken-
in aldrei læsa dyrum sínum né gluggum þar
sem hún ætti enga óvini.
Barin til dauðs
Fröken Gullivan reyndist liggja látin í rúmi
sínu og mátti hverjum manni ljóst vera að
hún hafði verið barin til dauðs. Frank hringdi
þegar í stað á lækni og lögreglu sem komu á
staðinn. Lögreglumennirnir sem komu á
vettvang komu beint frá því að rannsaka hús-
ið þar sem ráðist hafði verið að hjúkrunar-
konunni og sáu fljótlega ummerki sem bentu
til þess að sami maðurinn hefði verið á ferð á
báðum stöðum. Sérstaklega vöktu síðan at-
hygli Degnans lögregluforingja fjögur blóm
krókajurtar sem loddu við teppið sem hafði
verið fleygt yfir limlest lík fröken Gullivan.
Engin merki sáust um átök sem benti til þess
að ráðist hefði verið að henni sofandi. Það
kom í ljós að árásarmaðurinn hafði fengið
kolaryk á hendurnar í kjallaraglugga fröken
Gullivan og kolarykið fannst einnig á hinum
staðnum. Við nánari rannsókn fannst einnig
blóm krókajurtar á heimili hjúkrunarkon-
unnar svo ljóst var að hér var sami maður á
ferð.
Það voru blóm krókajurtar-
innar sem loða við allt sem
snertir þau sem komu lögregl-
unni á sporið í sérstæðu saka-
máli í Vermont árið 1926.
Á seinni stigum blandaðist
Clarence Darrow, frægasti
lögfræðingur síns tíma, inn
í málið.
Hjúkrunarkonan sem ráðist var á sagðist
hafa fundið megna áfengislykt af manninum
og reynt var að hafa uppi á honum í hópi bar-
gesta kvöldið fyrir árásina en slík leit bar eng-
an árangur. Loksins rákust lögreglumenn á
unga konu sem hafði verið áreitt af drukkn-
um manni þetta kvöld. Þegar hún var leidd
fyrir hóp manna sem vitað var að höfðu setið
að drykkju þetta kvöld benti hún strax á John
C. Winters sem var starfsmaður sama fyrir-
tækis og fröken Gullivan en var einnig
dæmdur sakamaður fyrir að hafa ráðist á
ungar stúlkur.
Játaði ekkert
Winters bjó í norðurhluta Windsor með
konu sinni og barni en hún bar annað barn
undir belti og viðurkenndi fúslega að hafa
setið að drykkju þetta laugardagskvöld en
kvaðst ekkert muna sakir ölvunar. Hann þótti
illur viðskiptis með víni, orðljótur og hafði oft
í frammi ógnandi framkomu. Einn sam-
starfsmanna hans bar við yfirheyrslur að
Winters hefði sagt að sér litist vel á fröken
Gullivan.
Þegar lögreglumenn gengu leiðina sem Iá
frá heimili Winters og yfir að morðstaðnum
þurftu þeir að vaða gegnum breiður af króka-
jurt og urðu allir meira og minna ataðir í
blómunum sem loða við allt sem snertir þau.
Sönnunargögnin hlóðust upp því sannað
þótti að jurtaleifar sem fundust á buxum
Winters væru leifar af krókajurt en enn skorti
játningu. Enn fremur fannst kolaryk á buxum
hans eins og á báðum árásarstöðunum.
SAGÐIST EKKERT MUNA: John Winters sagðist ekkert muna eftir laugardagskvöldinu sem hann réðst á
eina konu með hótunum og banaði annarri.
SVAF V® OPtÐ: Cecilia Gullivan sagðist ekki eiga
neina óvini og svaf alltaf við ólæstar dyr. Hún var
myrt í svefni af manni sem réðst inn til hennar.
Þegar hjúkrunarkonan sem ráðist var á var
látin sjá Winters á staðnum þar sem árásin
var gerð bar hún kennsl á hann sem árás-
armanninn.
Ákæruvaldið setti samt af stað réttarhöld
sem vöktu miklar hneykslan því höfuð fröken
Gullivan var sýnt í réttinum sem sönnunar-
gagn. Þrátt fyrir að játningu skorti var
Winters dæmdur til dauða á grundvelli
krókajurtarinnar og fleiri sönnunargagna.
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn
Mánuði síðar tók málið á sig óvænta mynd
FRÆGASTUR ALLRA: Clarence Darrow, frægasti
lögfræðingur Bandaríkjanna á þessum tíma, gaf sig
óvænt fram og vildi verja Winters ókeypis til að
endurgreiða skuld sem hann taldi sig standa í við
Winters-fjölskylduna.
þegar Clarence Darrow, frægasti glæpalög-
fræðingur þess tíma, kvaðst myndu áfrýja
málinu og verja Winters.
Þetta átti sér þær orsakir að 20 árum áður
hafði sonur Darrows í ógáti banað meðlimi
úr fjölskyldu Winters og þá svarið að endur-
gjalda fjölskyldunni með því að veita henni
ókeypis lögfræðiþjónustu.
Winters var aðeins sjö ára þegar loforðið
var gefið og hafði ekki rænu á að setja sig í
KONAN VAR GRUNLAUS: Alice Winters var barns-
hafandi að öðru barni þegar maður hennar var
handtekinn fyrir morð.
samband við Darrow sem las um málið í
blöðunum og gaf sig fram.
Þegar verið var að undirbúa réttarhöldin
áttaði ákæruvaldið sig á því að mikið skorti á
að málatilbúnaður þess væri traustur. Þess
vegna var tekin sú ákvörðun að bjóða
Winters að semja um málið. Ef hann játaði þá
yrði málið skilgreint sem annarrar gráðu
morð og hann fengi lífstíðarfangelsi í stað líf-
látsdóms. Mönnum til nokkurrar furðu gekk
Winters að þessu og því varð ekkert úr áfrýj-
un.
Það má samt halda því fram að með þessu
hafi Clarence Darrow endurgoldið skuld sína
við Winters-fjölskylduna með því að bjarga
einu mannslífl í stað þess sem sonur hans tók
í ógáti.