Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Qupperneq 57
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 TILVERA 61 Sýnd kl.4,6,8 og 10. ANGER MANAGEMENT: Sýnd kl.6. CONFIDENCE: Sýnd kl.8 OG 10. TÖFRABÚÐINGURINN: Sýnd kl.4. THEY: Sýnd kl. 4,6,8 og 10. B.i. 16 ára. IDENTITY: Sýnd kl. 4,6,8 og 10. B.i. 16 ára. HAOKAUP _ AND DUMSIREift WHEN HARRY MET LLOYD ' Ef þú hélst að þú vœrlr halmskur, þá hefurðu akkl hltt Harry og Lloyd. Þalr aru komnlr aftur, helmskarl an nokkru slnnl fyrr I gaggjaðrl grlnmynd. kl. 4,6,8 og 10. B. i. 14 ára. THE LOVE Fyndnasta myndin sam þú sérð i érlnul Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl.5.30,8 og 10.30. Tölum við bílinn Eitt sinn var sagt að ef maður tal- aði við blómin myndu þau vaxa hraðar og verða stærri og sterkari en hin sem ekki var spjallað við. Nú vilja fleiri fyrirbæri á þessar jörð heija við okkur samræður, ef marka má fréttir sem birtar voru f vikunni, því búist er við því að talandi bíll muni koma á markaðinn á næsta ári. Þetta eru að sjálfsögðu gríðar- lega mikilvægar framfarir. Maður sér fyrir sér þær uppbyggilegu sam- ræður sem eiga eftir að eiga sér j stað. Bíllinn: „... Birgitta vinnur pott- þétt Evróvision í núna, ég meina, það er ekki hægt að ganga fram hjá henni í fjórða sk... Heyrðu! Assgoti félagi, heldurðu að það hafi ekki bara sprungið á mér! Þú hefðir bet- ur hlustað á mig og látið gera við varadekkið..." Jafnframt vakti það athygli mína að ökumenn munu geta sent tölvu- póst með aðstoð bílsins. Þetta kem- ur sér sjálfsagt vel fyrir einhverja, eins og t.d. leigubílstjóra sem þurfa að eyðá miklum tfma í bílnum án þess að keyra hann, en afskaplega hljómar þetta nú eins og verið sé að troða inn tækni sem er algjör óþarfi. Minnir mann eiginlega á allt æðið í kringum farsímana sem voru af hinni og þessari kynslóðinni og áttu að geta sent tölvupóst eins og hver önnur tölva. Aldrei hef ég samt fengið tölvupóst sem sendur var úr síma - jú reyndar einu sinni frá fé- laga mínum sem vinnur hjá síma- fyrirtæki og var að sýna hvernig þetta virkaði. Hann sendi mér fjög- urra stafa dónalegt orð sem tók nokkrar mínútur að pikka inn - en skildist svo ekki af því að íslenski stafurinn sem er næstaftastur komst ekki til skila. STJÖRNUGJÖF DV Nói albínói ★ ★★Á Dark Blue ★ ★★ Respiro ★ ★★ Identity ★★★ X-Men 2 ★★★ They ★ ★Á Agent Cody Banks ★ ★Á Johnny English ★★i Tricky Life ★★i Anger Management ★ ★ 2 Fast 2 Furious ★ ★ Kangaroo Jack ★ ★ Matrix Reloaded ★ ★ Bringing Down the House ★ ★ How to Lose a Guy in 10 Days ★ ★ Old School ★ Dumb and Dumberer ★ Al Pacino: Stórleikari með einstakan feril A1 Pacino leikur aðalhlutverkið í People I Know sem frumsýnd var í gær. Pacino er einn þeirra sárafáu leikara sem fylla hvíta tjaldið lífi með viðveru sinni einni. Ferill hans hefur verið nær samfelld sigur- ganga og hefur hann slík áhrif að þegar andlit hans sést á hvíta tjald- inu fær maður alltaf á tilfinninguna að eitthvað merkilegt sé að gerast. Fornafn Pacinos er með réttu Al- fredo og er hann af sikileyskum ættum. Hann fæddist í New York (Suður-Bronx) árið 1940 og var þar alinn upp af móður sinni en faðir hans yflrgaf þau er Pacino var tveggja ára gamall. Þegar hann fór að fullorðnast sýndi hann hefð- bundnu námi lítinn álruga en leik- list þeim mun meiri. Slíkt nám var þó dýrt og varð Pacino taka að sér ýmis störf (vann meðal annars sem sendill, dyra- og húsvörður) sam- fara því að leika á sviði annað slag- ið. Árið 1966 urðu nokkur tímamót en þá komst hann að í stúdíói Lees Strasbergs (sem kenndi reyndar einnig öðrum frægum New York- leikara, Robert De Niro) og hófst þá sviðsferill hans af krafti með til- heyrandi verðlaunaafhendingum. Árið 1969 lék hann í sinni fyrstu kvikmynd, Me Natalie. Hlutverkið var lítið en í næstu mynd á eftir, The Panic in Needle Park (1971), vakti hann nægilega athygli til að veljast í hlutverk Michaels Corleones í kvikmyndinni The Godfather (1972). Hlaut hann fyrir það hlutverk fyrstu óskarsverð- launatilnefningu sína og var nafn hans meðal tilnefndra næstu þrjú árin (Serpico 1973, The Godfather II 1974, Dog Day Afternoon 1975). Það var svo ekki fyrr en árið 1992 að hann fékk loks verðlaunin fyrir Scent of a Woman. Pacino yfirgaf þó aldrei leiksviðið og segja má að sviðið og tjaldið renni saman í fyrstu myndinni sem hann leik- stýrði, Looking for Richard (1996). Annað leikstjórnarverk Pacinos var Chinese Coffee, leikhúskvikmynd sem lítið hefur farið fyrir en var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Næsta kvÚanynd Pacinos er Gigli þar sem mótleikarar hans eru kærustuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck. RECRUIT: Al Pacino í einni af nýjustu kvikmyndum sínum.The Recruit. Kvikmyndir sem A1 Pacino hefur leikið í: Me, Natalie, 1969 Panic in Needle Park, 1971 The Godfather, 1972 Scarecrow, 1973 Serpico, 1973 The Godfather, Part II, 1974 Dog Day Aftemoon, 1975 Bobby Deerfield, 1977 ._ And Justice for All, 1979 Cruising, 1980 Author, Author, 1982 Scarface, 1983 Revolution, 1985 The SeaofLove, 1989 DickTracy, 1990 The Godfather, Part III, 1990 Frankie and Johnnie, 1991 Glengany Glen Rose, 1992 Scent of a Woman, 1992 Carlito's Way, 1993 Heat, 1995 CityHall, 1996 Looking for Richard, 1996 Donnie Brasco, 1997 The Devil's Advocate, 1997 The Insider, 1999 Any Given Sunday, 1999 Chinese Coffee, 2000 Insomnia, 2002 Simone, 2002 People 1 Know, 2002 The Recruit, 2003 BONUSVIDEO Leigan í þmu hverfi limTY^UIIIIT I ! í I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.