Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAOUR 23. ÁGÚST 2003 Hryjuverk í Irak fordæmd FORDÆMING: Utanríkisráð- herra fordæmir harðlega árás hryðjuverkamanna á höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad sem varð mörgum starfsmönnum samtakanna að bana. Þar á meðal var Sergio Vieira de Mello, mannréttinda- fulltrúi S.þ„ sérstakur fulltrúi Kofis Annans, framkvæmda- stjóra samtakanna. Utanríkisráðherra vottar að- standendum þeirra sem fórust í þessu hryðjuverki einlæga samúð. Þá lýsir hann eindregn- um stuðningi við áframhald- andi starf Sameinuðu þjóð- anna i Irak, sem einkum felst f því að aðstoða íraskan al- menning og byggja aftur upp nauðsynlegar stofnanir. Framkvæmdastjóri HR FÓLK: Hanna Katrín Friðriks- son hefur verið ráðin í nýtt starf framkvæmdastjóra Há- skólans í Reykjavík. Markmið- ið með ráðningu fram- kvæmdastjóra er að styrkja rekstur skólans og efla enn frekar innra gæðastarf sem og samstarf við atvinnulífið en svo segir á vefsíðu skól- ans. Hanna Katrín hefur leitt starf Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík frá árs- byrjun 2002 er hún gekk til liðs við háskólann að loknu MBA námi við University of California í Davis. Ragnar Aðalsteinsson um skipan hæstaréttardómara: Sjálfstæði dómara skiptir meginmáli „Nei, nei, ég held að þetta sé gott mál," segir Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmað- ur, aðspurður um hvort það sé rétt, sem ætla mætti af umfjöll- un ýmissa fjölmiðla undanfarna daga, að allt sé í háalofti í lög- mannastéttinni í kjölfar þess að Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður hæstaréttardómari. „Maður vill helst fá menn sem eru sjálfstæðir og nokkuð góðir í lögfræði; það er aðalatriðið," segir Ragnar. Hann segist skilja þá gagnrýni sem komið hafi fram á skipunina. „En ég veðja bara á þennan unga HÆSTIRÉTTUR: Ekki er á Ragnari Aðalsteinssyni að heyra að „almenn reiði" sé yfir nýlegri skipan hæstaréttardómara. mann og vona að hann sýni að hann sé gjörsamlega óháður þeim sem fara með völdin í samfélag- inu.“ Aðspurður um hvort slíkt sé mögulegt í ljósi frændsemi Ólafs Barkar og forsætisráðherra sagði Ragnar: „Já, það gæti einmitt haft þau áhrif að hann yrði enn sjálfstæðari - ef það er einhver bakfiskur í hon- um sem ég vona að sé. í Fréttablaðinu í fyrradag var haft eftir Jónasi Jóhannssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjaness, að „al- menn reiði“ og óánægja væri vegna skipunar Ólafs Barkar. Hróksmenn fagna meistaratitlum Hrókurinn, sem varð á dögunum Norðurlandameistari skálcfélaga, efndi til hófs á föstudag í fslensku óperunni þar sem meisturunum voru veittar viðurkenningar. Hrók- urinn, sem er íslandsmeistari síð- ustu tveggja ára, tefldi fram alís- lenskri sveit með Jóhann Hjartar- son á efsta borði en hann gekk ný- verið til liðs við Hrókinn sem kunn- ugt er. Aðrir liðsmenn sigursveitar Hróksins voru þeir Stefán Krist- jánsson, Róbert Harðarson, Faruk Pahiri, Ingvar Þór Jóhannesson, Tómas Björnsson og Páll Þórarins- son. Hróksmenn höfðu enn fleiri ástæður til að fagna á föstudaginn því hinir nýbökuðu Norðurlanda- meistarar mættu Hellismönnum f hraðskákkeppni skákfélaga á fimmtudagskvöldið og þar gjörsigr- uðu Hróksmenn með 41 vinningi gegn 30. Hróksmenn komu and- stæðingum sínum á óvart með því að tefla fram Ivan Sokolov á fyrsta borði og leiddu þeir Jóhann sveit Hróksins saman í fyrsta skipti. SIGURGLEÐI: Það ríkti mikil gleði í Islensku óperunni á föstudagskvöld, þegar skákfélagið Hrókurinn fagnaði góðum árangri undanfarna daga. ÍCELANDAIR m. vyww.icelan.dair.is 0 Sigurbjörn Víðir Eggertsson um viðhorfsbreytingu hjá ungu fólki: Kynferðisleg hegðun taumlausari en áður Starfsumhverfi lögreglu í kyn- ferðisbrotamálum er að breyt- ast, ekki síst þegar horft er til tölvuvæðingar. Snemma koma brestir í siðferði ungmenna og mál fara gjarnan úr böndunum fyrir framan tölvuna ef foreldr- ar fylgjast ekki með því sem af- kvæmi þeirra aðhafast. Þetta segir Sigurbjörn Víðir Eggerts- son aðstoðaryfirlögregluþjónn sem hefur áratuga reynslu sem rann- sóknalögreglumaður. Sigurbjörn segir að það sé fyrst og fremst viðhorfsbreyting sem átt hefur sér stað hjá ungmennum þegar horft er til kláms og kynferðislegrar hegð- unar: „Þetta er allt að verða taumlausara og brestir koma tiltölulega snemma í siðferðið. Það sem er algengt í dag þekkist ekki hjá okkur sem eldri erum. En svo er alltaf eitthvað nýttáð bætast við. Það er alltaf gengið lengra og lengra og þykir nú jafnvel ekkert til- tökumál að lifa einhvers konar saur- lífi. Við höfum ekki heyrt mikið um hópnauðganir en við fréttum að stúlk- ur kaupi sér aðgang að partíum með því að verða við kynferðislegum ósk- um pilta. Ég man ekki eftir einu ein- asta dæmi um að slíkt hafi verið kært. Það lftur þannig út að kynferðislegur greiði gegn aðgangi að partíi teljist í lagi siðferðilega hjá ungu fólki nú á dögum," sagði Sigurbjörn Vfðir. Úr böndunum ef slakað er á Sigurbjörn Víðir segir að það sem foreldrar geti gert sé að fylgjast með börnunum sínum, hvað þau séu að gera í tölvunni, ekki síst með hliðsjón af því að íslensk börn víða af landinu hafa dregist inn í sakamál sem þolendur gagnvart barnaklámsmanni sem blekkti þau til ýmissa kynferðis- athafna. „Þegar slakað er á klónni vill allt fara úr böndunum," segir Sigurbjörn Víðir. „Vandinn er hins vegar sá að foreldrar vita ekki allir hvemig tölvur virka, hvernig hægt er að fylgjast með og á hvaða slóðum börnin hafa verið.“ Sigurbjörn Víðir segir að irkið sé hættulegt en einnig sé ljóst að börn komist inn á klámsíður nánast hvar sem er. En það skiptir miklu máli að foreldrar fylgist með. Hann segir að Tannsóknammhverfi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum hafi breyst mjög undanfarin ár. „Þetta hefur verið að færast meira yfir í tölvuumhverfið. Við erum alltaf að fylgjast með, það er mikið efni að skoða og við tökum til rannsóknar mál þar sem brot virðast vera framin. En þetta er, má segja, alveg ný veröld fyrir okkur.“ ottar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.