Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagiö DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRfTSTJÓRl: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR' 550 5749 Rltsyóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngar. auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifmg@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, slmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Irkið er hættulegt vopn í höndum níðinga - frétt bls. 4 Siálfstæði dómara skiptir öllu máli - frétt bls. 6 Andarungar í Laugardal - frétt bls. 8 Lostæti eða helvítis torf - Helgarblað bls. 20 Kraftur smæðarinnar - Helgarblað bls. 18-19 Robson á harma að hefna í enska boltanum - DV Sport bls. 24 DV Bingó Það er komið bingó. Á þriðjudag verður dregið úr nöfnum þeirra sem fengið hafa bingó og haft hafa samband við blaðið. Hins heppna bíður glæsilegur vinning- ur: Vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Ahyggjur vegna aðstöðu við Kárahnjúka Hugbúnaður fTÆKNI: (slenska hugbúnaðar- fyrirtækið Sideline Sports hef- ur á einungis tveimur árum náð að slá í gegn á erlendri grund með hugbúnað sem ætlaðurer þjálfurum hóp- íþrótta. í viðtali við tímaritið Tölvuheim segir Brynjar Karl Sigurðsson, þróunarstjóri og annar aðaleigandi Sideline Sports, að gengi fyrirtækisins slær í gegn hafi verið ævintýri líkast. Brynj- ar var áður þjálfari yngri flokka í körfubolta á Akranesi og seg- ir upphaflega bara hafa staðið til að búa til forrit sem létti honum þjálfarastörfin. Hug- búnaðurinn erfáanlegur í nokkrum útgáfum. Sú dýrasta kostar allt að hálfa aðra milljón króna en grunnútgáfan tæpar hundrað þúsund krónur. VINNUEFTIRLfT: Staða mála að því er varðar uppsetningu og frágang starfsmannabúða við Kárahnjúkavirkjun, holl- ustuhætti, brunavarnir, lög- gæslu o.fl. er víða mjög slæm og sýnu verst er ástand bruna- varna í starfsmannabúðum. Þetta kom fram á fundi full- trúa landssambanda innan AS( í samráðsnefnd samnings- aðila og fulltrúa opinberra eft- irlitsaðila á Austurlandi, þ.á m. fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Vinnueftirlitsins, Brunavarna á Héraði, lög- regluyfirvalda og fulltrúa sveitarstjórna. Jafnframt kom fram að menn hafa verulegar áhyggjur af fráveitu- og vatns- veitukerfum á komandi vetri og að opinberir eftirlitsaðilar telja sig verulega vanbúna að því er varðar fjármagn og mannafla til að sinna lög- boðnum skyldum sínum á Kárahnjúkasvæðinu. Fulltrúar landssambanda AS( hafa því ákveðið að óska eftir fundi með þeim ráðherrum sem þessir málaflokkar heyra und- ir, ásamt fulltrúum sveitarfé- laga á svæðinu. Forstöðumaður Barnahúss um barnaklámsmálið og Netið: Skuggalegt hve aðgangur barna að klámi er greiður „Mér finnst skuggalegast í þessu öllu að börn og unglingar eiga nú mjög greiðan aðgang að klámefni - efni sem þau finna á Netinu. Ungmenni verða fyrir miklum áhrifum af því öllu. Það helsta sem foreldr- ar geta gert er að leiðrétta linnulaust þær hugmyndir sem settar eru fram í myndum og kvikmyndum á Netinu," segir Vigdís Erlendsdóttir, forstöðu- maður Barnahúss. Hún segir að viðhorfin hafi breyst mjög mikið. Þá breytingu megi tvímælalaust kenna aðgengi bama að kiámefni á Netinu og öðr- um miðlum. Til að spyrna við fótum geti foreldrar haldið að þeim heppilegra gildismati en því sem þau verða vitni að á Internetinu. „Með því má efla dómgreind barna í kynf ’rðislegum efnum og kenna þeim uð draga mörk. Slfkt getur forðað þeim frá því að verða ger- endur eða þolendur í slíkum mál- um. Því má svo ekki gleyma að ábyrgðin hvílir alltaf á gerandan- um," segirVigdís. Borgað með mökum Eins og DV greindi frá í gær liggja fyrir framburðir hjá lögreglunni í Reykjavík um að karlmaður á fer- tugsaldri hafi þóst vera stúlka á irk- inu og blekkt þar pilta víða af land- inu til mismunandi kynferðisat- hafna, meðal annars til þess að senda sér myndir af kynfærum þeirra. Þóttist hann vera stúlka og gaf fyrirheit um kynferðissamband. Lögreglan lagði hald á tugi þús- unda barnaklámsmynda í fórum brotamannsins. Vigdís segir að mál barnakláms- mannsins og nokkurra pilta sem hann er talinn hafa brotið gegn hafi ekki verið til meðferðar hjá Barna- húsi. „Ég þekki þetta mál einungis af umfjöllun fjölmiðla. En vissulega hefur verið umræða um breytingar á gildismati ungmenna í kynferðis- málum, til dæmis þar sem börn hreinlega borga sig inn í samkvæmi á kynferðislegan hátt - stelpa fellst Rannsókn á barnaklámsmanninum: Misnotaði unglings- m I ______ K«nnvokn j tugum þuvundai ^H H W" w»»k.itl.iði I hll'kktl l'.iff.th.l hb m Frett bh. 6 w. J blt'kktl l'.i«nvk.i un<jlln«jv|MlKt tii kynlifvjithdfrwt fyrvt .1 NétidU uy frett b/s. 6 « i BARNAKLÁMSMÁUÐ: Frétt DV á forsíðu í gær af rannsókn barnaklámsmálsins þar sem segir frá viðskiptum meints niðings við unglingspilta á netinu. Vigdís Erlendsdóttír, forstöðumaður Barna- húss: Foreldrar geta haldið að börnunum heppilegra gildismati en þvi sem þau verða vitni að á Internetinu. á einhvers konar kynmök og má þá koma í tiltekið samkvæmi. Þetta er orðin meiri söluvara að því leyti. í þessu barnaklámsmáli virðist hafa verið eitthvað hliðstætt á ferð- inni - loforð um kynferðissamband gegn ákveðnum greiða eða skilyrð- um. Mér finnst það vera ný til- hneiging að kynferðisathafnir séu orðnar söluvara. Þarna virðast strákar hafa verið tældir til að senda myndir af sér gegn því að uppskera mök - þetta eru orðin eins konar viðskipti, greiði gegn greiða." Umfangsmikið mál Vigdís segir að irkið sé nýtt sam- skiptaform, að tala saman á tölvum í stað annarra samskipta: „Mér finnst þetta barnakláms- mál óvenjulegt af því að umfangið er svo mikið." Vigdís segist eitt sinn hafa farið á slóð ákveðinnar barna- hljómsveitar á Internetinu þegar hún var að vinna með börnum. „Þá kom upp klámsíða! En tímarnir breytast og mennimir með. Það er erfitt að stjórna þróuninni og því hve tölvur lifa sjálfstæðu lffi. Ég held að besta meðalið við þessu sé, ef svo má að orði komast, að for- eldrar ali börnin sín upp í guðsótta og góðum siðum og fylgist með því hvað þau gera ffá degi til dags. Langvinnar afleiðingar - Ef horft er til þeirra pilta sem hinn meinti barnaklámsmaður hefur misnotað, hvernig skaðast þeir eða börn í hliðstæðum mál- um? „Sjálfsagt er það mjög misjafnt. Þar em afleiðingarnar eins marg- Þarna virðast strákar hafa verið tældir til að senda myndir afsér gegn því að uppskera mök. Þetta eru orðin eins konar viðskipti. víslegar og mennirnir em margir. Það er mismunandi hvort fólk skaðast af því að lenda í slíku. Að verða fyrir kynferðisbroti gerir þolendur ekki sjálfkrafa að sjúk- lingum en brot af því tagi geta vit- anlega haft skaðiegar afleiðingar. Því þarf ævinlega að kanna hvort sá sem orðið hefur fyrir kynferðisbroti þarfnast aðstoðar til að vinna.úr reynslu sinni. Sumir geta sloppið betur en aðrir en það er þekkt að kynferðisbrot getur haft þrálátar af- leiðingar langt fram eftir aldri." ottar&dv.is AFHENDING MEÐ VIÐHÖFN: Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, afhenti Árna bilinn í gær og var ekkl annað að sjá en báðir væru sáttir við viðskiptin. DV-myndir Hari Árni fékk Skodann Ámi Magnússon heilbrigðisráð- herra fékk í gær afhentan nýjasta bílinn í ráðherrabíla- flota landsmanna, Skoda. Tryggyi Jónsson, forstjóri Heklu, afhenti Árna bílinn og lét eigandinn nýi vel af gripnum. Skoda Superb heitir ráðherrabíllinn, árgerð 2004. Árni sagði í samtali við DV fyrir skömmu að hann hefði löngum haft tröllatrú á Skódum og ekki þurft að hugsa sig lengi um hvort ráðast ætti í kaupin. Sjálfur hefur hann kynnst mörgum Skódanum í gegnum tíðina. kja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.