Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 40
44 DVHELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003
Netið og nöfnin sem festust ekki
Það má hafa gaman afmörgu, þ.á m. nöfnum
fyrirtækja, en þau geta einnig verið hið mesta
alvörumál og skiptsköpum fyrir vöxt og viðgang
fyrirtækisins. Ástæður þess eru svo sem augljós-
ar en helgarblaðið þrengir fókusinn, rifjar upp
tískustraumana og stælana frá þvíí.com-firr-
x ingunni þegar nútíminn varð skynseminni og
smekkvísinni yfirsterkari en nemur svo staðar í
nútímanum.
SKRIFSTOFULÍF: Þetta listaverk Damiens Hlrsts er á Saatchi safninu í London sem var opnað í vor. Lesendur geta spreytt sig á túlkun. Tölvan er líklega drukknuð.
Undanfarið hafa verið í fréttum nokkur fyr-
irtæki sem fengu suma til að velta fyrir sér
hvort eigendur félaganna hefðu misskilið
eitthvað skammstöfunina ehf., viljandi eða
óviljandi, þannig að stafirnir e og h stæðu
ekki fyrir einka/iluta-, eins og viðtekinn skiln-
ingur manna hefur verið, heldur
einkahúmor. Fremst meðal jafningja er
kannski Haukþing, fyrirtækið sem Kolkrabb-
inn - hér má minna á það að fálki, öðru nafni
haukur, er einkennistákn Sjálfstæðisflokks-
ins - stofnaði til að verja Skeljung frá því að
falla í hendur Kaupþingi og þaðan í hendur
einhverra annarra. Þá má nefna fyrirtæki
mannanna sem tengdust fjárdrættinum hjá
Landssímanum, Alvöru lífsins og Hafskipi,
þó hið fyrrnefnda virki reyndar fyrst og
fremst kaldhæðnislegt þegar horft er til baka
fremur en að um sniðugheit hafi verið að
ræða vitandi vits.
Það má hafa gaman mörgu, þ.á m. nöfnum
fyrirtækja, og ekkert að því að bæði stofnend-
ur þeirra og aðrir sem þykjast sjá einhvern
sniðugan flöt á þeim - sem kannski reynist
svo hundgamall eða jafnvel ímyndaður með
öllu - nái sér í nokkrar brosviprur í annars
* fremur alvarlegri og dauðhreinsaðri umræðu
um viðskiptaiífið, dauflega kryddaðri með
tölum og mörgum núllum.
Altria, Agere, Lucent, Navig-
ant, Conixant, Candesant,
Veriton, Ocado, Opodo, Sci-
ent, Viant, Accenture, Xiamet-
er og Vivident. Einhverju nær?
Nöfn fyrirtækja geta annars líka verið
mesta alvörumál. Fyrirtæki með óheppilegu
nafni af einhverjum ástæðum getur orðið
skotspónn meintra brandarakarla í fjölmiðl-
um og meðal almennings auk þess sem það
getur hreinlega valdið stórtjóni vegna óskýr-
■ leika eða misskilnings af einhverju tagi.
Dæmi má taka af bresku póstþjónustunni
sem áður fyrr gekk einfaldlega undir nafninu
Post Office eða bara the Post. Eftir einkavæð-
ingu hét fyrirtækið Post Office Group en í
miðri tæknibyltingunni og firringunni undir
lok tíunda áratugarins og í kringum aidamót-
in þótti það ekki lengur henta töff fyrirtæki í
nútímanum. Því var ákveðið að ráðast í
nafnabreytingu á fyrirtækinu. Kallað var eftir
aðstoð sérfræðinga á þessu sviði og eftir
miklar vangaveltur, tfma og tvær milljónir
punda var nýja nafnið afhjúpað í mars 2001:
Consignia PLC. Nafnið var dregið af sögninni
„to consign" sem þýðir að senda, setja eitt-
hvað í geymslu eða selja eitthvað í hendur
eða á vald einhvers og var meiningin höfúnd-
anna sú að það myndi undirstrika alþjóðlegt
A hlutverk fyrirtækisins í netviðskiptum jafnt
sem hefðbundinni póstþjónustu. f stuttu
máli varð fyrirtækið að athlægi um leið og
nafnið fréttist og óspart var gert grín að því.
Aðeins 15 mánuðum síðar var nafninu breytt
á ný, nú í nokkuð traustara, skýrara og gegn-
særra: Royal Mail PLC. Þessi dýra og mis-
heppnaða tilraun bergmálar þó enn því vef-
fang fyrirtækisins er enn www.con-
signia.com.
Nýju fötin keisarans
Þessi saga er einkennandi fyrir þá þróun
sem orðið hefur að undanförnu, þar sem fyr-
irtæki endurskoða tískunöfnin sem þóttu svo
töff fyrir örfáum árum og leita oft aftur til for-
tíðar, gagnsæis og einfaldleika í leit sinni að
nýjum nöfnum.
Angi af sama meiði eru fréttir af því að AOL
Time Warner Inc. hyggist varpa fyrir róða
AOL-inu, verða aftur einfaldlega Time Warn-
er og reyna þannig að ná fótum í fortíðinni
áður en frekari uppbygging hefst, í árunum
, áður en hátæknibólan varð til og sprakk með
hvelli. Netspútnikinn og fjölmiðlarisinn sam-
einuðust snemma árið 2000 en síðan þá hef-
ur verðmæti hlutabréfa í samsteypunni lækk-
að um 180 milljarða dollara og hvatamenn-
irnir að samrunanum verið látnir taka pok-
ann sinn. Nú vilja menn gleyma hátækni-
fýlliríinu og losna við timburmennina - AOL
- úr nafninu. Símarisinn WorldCom, sem nú
er í greiðslustöðvun og skuldar óheyrilegar
fjárhæðir í bland við skuggaleg hneyksli f
bókhaldi og stjórnun, er annað dæmi. Hann
hefur verið endurskírður MCI. Það nafn bar
áður fyrirtæki sem WorldCom gleypti árið
1997 þegar eina færa leiðin virtist vera upp,
upp, upp.
Um leið og loftið fór úr .com-blöðrunni
fóru einhvers konar nýju-fötin-keisarans við-
brögð í gang og fólk áttaði sig á því að þessi
tískunöfn á fyrirtækjum voru mörg hver ein-
tóm sýndarmennska, orðin tóm, merkingar-
laus og einskis virði þegar upp var staðið.
Hér er t.d. átt við það að skeyta vefendingu
aftan við nafn fyrirtækisins og gera þannig
opinbert nafn þess hið sama og veffangið.
Þessi meinta leið til að poppa upp ímynd fyr-
irtækja var svo algeng á tímabili að tölvu- og
tæknifárið á árunum um og fyrir aldamótin
er kennt við endinguna .com. Ekki þarf að
rifja þá merkilegu sögu upp fyrir neinum. Á
íslandi var það .is sem tröllreið markaðnum,
allt frá sólbaðsstofum til matvælafyrirtækja
skírðu vörur sínar eða allt fyrirtækið [eitt-
hvaðj.is og meira að segja varð til fegurðar-
samkeppnin ungfrú ísland.is, sem reyndar
hefur lifað fram á þennan dag. Sjá mátti
þessa þróun á tæknifyrirtækinu OZ sem fór
úr því að heita bara OZ yfir í að heita OZ.com
og aftur í að heita bara OZ, allt eftir því hvern-
ig vindarnir blésu. Reyndar gerðist ýmislegt
annað á þeirri leið en Jrað er önnur saga.
Stuðst við stafi
Annað herbragð í hinni taumlausu tísku-
eftirför var að skipta út óbreytta bókstafnum
a fyrir táknið @, tákngerving rafrænna
samskipta, í nöfnum tæknifýrirtækja og
ýmsum hugtökum. Þessi siður teygði reyndar
anga sína víðar en í viðskiptalífið því
blaðamenn fylgdu miskunnarlaust lit og
notuðu hringaða a-ið í fyrirsögnum lengi vel
á þessum tíma, alveg þangað til allt í einu
uppgötvaðist að keisarinn var ekki í neinum
fötum. Ekki má reyndar gleyma sjónvarps-
þættinum @ á RÚV.
Fleiri stafir urðu að tískubólum hjá tölvu-
og tæknifyrirtækjum á þessum tfma.
Lágstafirnir i og e sáust í ýmsu samhengi,
bæði í nöfnum fyrirtækjanna og vöruheitum.
Apple skírði fræga tölvulínu sína i-Mac og i-
Book og hafa þau nöfn reynst vel að flestra
mati. Lítið e var og er sérstaklega algengt sem
forskeyti og stendur þá fyrir „raf-“ eitthvað.
Dæmin eru mýmörg, tölvupóstur og
Um leið og loftið fór úr .com-
blöðrunni fóru einhvers konar
nýju-fötin-keisarans viðbrögð
í gang og fólk áttaði sig á því
að þessi tískunöfn á fyrirtækj-
um voru mörg hver eintóm
sýndarmennska, orðin tóm,
merkingarlaus og einskis virði
þegar upp varstaðið.
netviðskipti heita þannig e-mail og e-
commerce á ensku. Talsvert var líka um að
fyrirtæki skeyttu e eða i fýrir framan nöfn sín
til að ljá þeim rafrænt yfirbragð en það hefur
að miklu leyti gengið til baka af sömu
ástæðum og áður var getið. Á íslandi voru
eins og annars staðar dæmi um þessi
stílbrögð, t.d. hugbúnaðarfyrirtækið Eskill,
vel heppnað nafn og ekki að sjá annað en
sama sé að segja um fyrirtækið, það starfar
enn - öfugt við mörg önnur íslensk
hugbúnaðarfýrirtæki frá þessum árum.
Margir kannast líka við netuppboðs-
fyrirtækið e-Bay.
Cyber- og digital þetta og hitt voru algeng
og ekki er hægt að skilja við strauma og
stefnur í fyrirtækjanafngiftum á .com-
árunum án þess að geta eins stílbragðs sem
var algengt í kringum netvæðinguna. Notkun
hástafa, stundum jafnvel tveggja eða þriggja
inni í nafni fyrirtækisins þótti dálítið töff og
gegndi t.d. því hlutverki að koma í staðinn
fyrir bil eða leggja áherslu á starfsemi
fýrirtækisins á einhvern hátt, gefa því
margræðari blæ. Hið bandaríska BePaid.com
og íslenska fyrirtækið TölvuMyndir færðu sér
þetta í nyt auk fjölda annarra.
Hvað mikið á barnið að heita?
Nú er öldin önnur en samt enn þá tölvuöld
þó svo að áherslur hafi breyst og það sem
þótti alira flottast í gær þyki ganga glæpi næst
í dag, eins og gengur og gerist. Tískan er alls
staðar.
Reyndar er ekki nema sanngjarnt að geta
þess að praktískar ástæður ráða að miklu
leyti ferðinni þegar farið er ótroðnar slóðir í
nafngiftum fyrirtækja, nú og þá. Staðreyndin
er sú að flest, ef ekki öll, venjuleg nöfn eru
þegar í notkun eða a.m.k. skráð og fást því
annaðhvort alls ekki eða í besta falli dýrum
dómum, verðið getur hlaupið á tugmilljón-
um króna. Strax árið 1961 voru skráð vöru-
merki orðin fleiri en öll orð enskrar tungu.
Hér verður líka að taka mið af því að ef fyrir-
tæki vill eiga formlega nafnið sitt líka sem
veffang - sem talið er æskilegt, ef ekki skilyrði
í þessum fræðum - þá ráðast möguleikarnir í
nafnavali af því hvaða vefföng koma til
greina. Um 30 þúsund ný vefföng eru skráð
hvern einasta dag svo sjá má að það er um lít-
ið að ræða fyrir þá sem ekki geta keypt
„venjuleg" orð sem eru löngu skráð og því lít-
ið annað að gera en setja sköpunargáfuna í
gang og róa á önnur mið, sem þó eru þegar
vel sótt.
f dag eru orð og orðstofnar af latneskum
uppruna, með ýmiss konar stafsetningar-
kúnstum, x-um, z-um, ypsilonum, tölustöf-
um, hástöfum, lágstöfum og öðru slíku í
bland þvers og kruss ansi vinsæl. Þau láta vel
í munni mörg hver en tvennum sögum fer af
því hversu vel fólki gengur að skilja mörg þau
nöfn, að ekki sé talað um að slorfa þau og
muna.
Hvað segja lesendur annars um þessi hér:
Altria, Agere, Lucent, Navigant, Conixant,
Candesant, Veriton, Ocado, Opodo, Scient,
Viant, Accenture, Xiameter og Vivident. Ein-
hverju nær? Upp verður gefið að Altria er nýtt
nafn tóbaksrisans Philip Morris og Accenture
er fráskilinn ráðgjafararmur bókhaldsglæpa-
fyrirtækisins Arthur Andersen sem var gripið
með Enron. Hinu geta áhugasamir flett upp
að vild. fin&dv.is