Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 30
30 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 Kíkt í fataskápa nokkurra íslenskra smáhunda: Smávaxin fatafrík ALLTAF VEL TIL FARA: Chihuahua-hundurinn Bruiser í kvikmyndinni Legally Blonde virðist eiga rétta dressið við hvaða tækifaeri sem er. Þeir sem fíla Legally Blonde-kvlkmyndlrnar eru ekki síður aðdáendur chihuahua-hundsins Bruisers en lögfræðiljóskunnar Elle Woods sem myndirnar fjalla um. Bruiser er alltaf smart klæddur í stíl vlð eiganda sinn og á þar afleiðandi feitan fataskáp. Fáir íslenskir hundar standa Bruiser á sporði hvað smartheit og fataeign varð- ar, en Helgarblaðið fann þó nokkra fjórfætlinga sem eigasitthvað til skiptanna. Svartur og þar afleið- andi alltafklassískur „Draco Silfurskuggi er það sem við köll- um á heimilinu hreinræktaður bastarður, þ.e.a.s. mamma hans er hreinræktaður silk- terrier en pabbinn hreinræktaður pomer- anian. Það má því segja að Draco sé svokall- að slysabam," segir rithöfundurinn Bergljót Amalds, spurð um uppmna hins kolsvarta smáhunds Dracos Silfurskugga. Margir muna líklega eftir Draco úr sjónvarpsþátt- unum 2001 nótt á Skjá einum, þar sem Bergljót og Draco sáu um að fræða yngstu áhorfendur stöðvarinnar um ýmislegt. Þar mátti iðulega sjá Draco uppáklæddan og því fannst helgarblaðinu ekki úr vegi að fá að kíkja nánar í fataskáp hans. „Fataskápurinn hans Dracos silfurskugga er nú ósköp fátæklegur en hann fékk nokkra búninga þegar við vomm á Skjánum. Hann átti þá líka nokkrar slaufur og svo fékk hann gefins Baby Bom-peysur, en þær em einmitt í hans stærð,“ segir Bergljót. Hún segir að Draco sé ekkert uppáklæddur dags- daglega, enda sé hann svo fínn eins og hann er. „Mér finnst fallegar slaufur fara honum best. Það er einfalt og fi'nt." Draco, sem er orðinn sex ára, er mikill persónuleiki og er gaman að segja frá því að hann hefúr haft mikil áhrif á skrif Bergljótar. Hefur hann t.d. haft áhrif á persónusköpun í einni af bókum hennar og minnir rottu- lega músin, Gralli Gormur, óneitanlega á hann. DÚKKULEGUR: Draco á nokkrar Baby Born-peysur eins og þessa sem hann klæðist þegar honum er kalt. UPPÁKLÆDD: Þegar Draco kom fram í sjónvarps- þættinum 2001 nótt á Skjá einum var hann iðu- lega uppáklæddur en eigandinn, rithöfundurinn og leikkonan Bergljót Arnalds, segir að henni finn- ist slaufur fara honum best. - En skyldu Bergljót og Draco eiga ein- hver dress í stíl? „Nei, við höfum ekki farið út í slíkar fjár- festingar. En Draco er auðvitað alltaf í stíl. Hann er í kiassískum lit, svartur frá toppi til táar. Svart gengur auðvitað við allt." SVARTUR OG SÆTUR: Skartgripir fara Draco einnig býsna vel en hann langar þessa dagana samt mest i sólhlíf, enda ekki alltaf gott að vera svartur frá toppi til táar í sumarhitanum. NÝJASTA TfSKA: Það leynist ýmislegt í fataskápnum hjá Ferró, m jt. þessi Burberry-kápa. , mBF I lopapeysu í útileguna „Ég væri alveg til í að kaupa fleiri föt á hana ef það væri meira úrval hér á íslandi," segir hin þrítuga Aldís Björk Sigurðardóttir eig- andi hinnar 7 ára gömlu Lukku sem er west highland white terrier. Fataskápur Lukku er frekar tómlegur en hún á þó nokkuð sem ekki allir hundar geta státað af - frábæra úti- legupeysu sem Aldís prjónaði sjálf á hana - og það úr ekta íslenskum lopa í sauðalitun- um. „Þessir smáhundar eru ekkert vanir ís- lenskum kulda þannig að það er ekki bara snobb að klæða þá upp í föt heldur er það oft mikil nauðsyn því þeir geta verið mjög kul- sælir," upplýsir Aldís. Móðir hennar á einnig smáhund, 10 ára gamlan australian silky terrier sem heitir Ferró og á hann einnig lopapeysu frá Aldísi. „Ferró á fullt af fötum. Hann er svo lítill, það passar allt á hann. Hann á t.d. flískápu, regnkápur og Burberryskápu," segir Aldís sem er oftar en ekki á ferðinni með báða hundana og vekja þeir óneitanlega eftirtekt þegar þeir eru upp- áklæddir. - En ertu meö einhver fíeiri hundaföt á prjónunum? „Nei, ég er nú ekki mikil prjónakona. Mig langar til að kaupa regngalla á Lukku fýrir veturinn og var t.d. í þeim erindagjörðum í Harrods í London í vikunni. Þar sá ég að slík- ir gallar kosta 10 þúsund krónur, en í stað þess að kaupa einn slíkan þá er ég að hugsa um að sauma bara regngalla á hann." KLÁRIR f ÚTILEGUNA: Lukka og Ferró eiga báðir heimaprjónaðar lopapeysur svo þeim verður ekki kalt f útilegunni. Það er Aldís sjálf sem prjónaði peysurnar sem eru að sjálfsögðu í sauðalitunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.