Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 DVHELGARBLAÐ 35
Prinsessur í bleiku
„Ég reyni að velja smekkleg föt á þær - föt
sem ég gæti jafnvel sjálf hugsað mér að ganga
í,“ segir hin tvítuga Guðbjörg Marta Péturs-
dóttir sem er eigandi hundanna Lady og
Heru. Þrátt fyrir að þessar prinsessur séu ekki
nema rúmlega ársgamlar eiga þær samt nú
þegar fúlla kommóðuskúffu af alls kyns föt-
um. Mest ber þó á bleikum og fjólubláum föt-
um í skúffunni en þar er m.a. að finna, galla,
peysur og kjóla. „Þær eru algjörar prinsessur
og eiga t.d. baðsloppa sem á stendur
„princess"," upplýsir Guðbjörg. Þrátt fyrir að
hundarnir séu ekki sömu tegundar, Lady
pomeranian og Hera chihuahua, þá geta þeir
samt notað sömu fötin. „Lady er meira fyrir
að klæða sig upp heldur en Hera og ber því
nafn með rentu,“ segir Guðbjörg sem segist
þó ekki klæða hundana upp dagsdaglega.
Þeir fara þó afltaf í hlý föt þegar farið er út að
labba og þegar Guðbjörg tekur upp pokann
með útifötunum koma þær hlaupandi og vita
strax hvað stendur til. Guðbjörg, sem situr í
sjórn hundafélagsins íshunda, er á leið til
Englands í haust að taka grunninn í hunda-
snyrtinum - og því má búast við því að enn
meira verði dekrað við prinsessurnar þegar
hún kemur sprenglærð til baka. „Já, þær eru
algjör dekurdýr og auðvitað er skemmtilegra
að klæða þær upp í flott föt frekar en ljót.
Krakkar og eldra fólk reka venjulega upp stór
augu þegar þær sjást uppdressaðar úti í
gönugtúr."
SÆT í BLEIKU: Lady og Hera eiga eina kommóðu-
skúffu fulla af fötum og ber þar mikið á bleikum og
fjólubláum fötum. „Ég reyni að velja smekkleg föt á
þaer - föt sem ég gæti jafnvel sjálf hugsað mér að
ganga í," segir Guðbjörg. Þegar farið er í bæinn eru
stelpurnar oft settar í bleiku hundatöskuna þar sem
þær láta fara vel um sig.
ALLAR í STÍL: Guðbjörg, Lady og Hera eiga allar kaðlapeysur í stíl en Guðbjörg kaupir mikið af fötum á
prinsessurnar í gegnum Netið.
BEINT ÚR BAÐI: Vinkonurnar eiga eins baðsloppa sem á stendur „princess" en þær eru svo heppnar að passa í
föt hvor af annari þótt þær séu ekki af sömu tegund.
VINIR: Anja og Alex hafa verið félagar í fimm ár en Anja er annar eigandi heimasíðunnar www.hvuttar.com,
þar sem er að finna ýmsan fróðleik um hunda. Flest fötin sem Alex á eru til þess að hlífa honum frá snjó,
bleytu og óhreinindum á veturna - en ekki sakar að þau séu samt um leið smart og flott.
Á slaufur í öllum litum
„Fyrsta flíkin sem hann fékk var regngalli
því að hann er svo loðinn að feldurinn fer all-
ur í flækju ef farið er með hann út í bleytu.
Síðan hafa ýmis föt bæst í safnið og á hann í
dag t.d. köflóttan sparigalla, endurskinsgalla,
stuttermabol, mexfkóskan hatt og jólahúfu,"
segir hin tvítuga Anja Björg Kristinsdóttir, eig-
andi shih tzu-hundsins Alex. Anja segir að
hinn fimm ára gamli Alex hafi í fyrstu ekkert
verið hrifinn af því að láta klæða sig upp en
svo hafi hann vanist því og virðist í dag bara
hæstánægður með fataskápinn. Hann á
einnig mikið safn af hárslaufum í öllum regn-
bogans litum og mynstrum. „Hann er samt
mest með bláar slaufúr svo fólk fatti að hann
sé strákur því hann er óneitanlega frekar
stelpulegur," segir Anja og hlær þegar hún er
spurð að því hvort hann sé ekki bara hommi
eins og hundurinn Bruiser í kvikmyndinni
Legally Blonde. Að sögn Önju kaupir hún
mest á Alex erlendis eða í gegnum Netið og
kom hún t.d. með fulla ferðatösku af hunda-
dóti frá Bretlandi í mars, þar sem hún fór á
heimsins stærstu hundasýningu í Burning-
ham. „Þar var til fullt af flottum fötum á
hunda af öllum stærðum og gerðum og sá ég
t.d. fina vetrarúlpu sem hefði verið flott á
Alex.“ snaeja@dv.is
ALLTAF MEE) SLAUFU: Alex á óteljandi slaufur f hárið en vissulega halda margir að hann sé stelpa þegar hann
er með rauðu slaufuna. Hér stillir hann sér upp fyrir Ijósmyndara DV en hundurinn Bóas Presley fylgist með.