Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 36
40 DV HELGARBLAD LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 Harma að hefna Newcastle tekur á móti Manchester United í dag GAMLIR OG GÓÐIR: Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, og Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, mætast ídag. Reuters Önnur umferð ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu hefst í dag með átta leikjum. Ekki er hægt að segja annað en að deildin hafi farið vel af stað því að í fyrstu umferðinni voru skoruð 36 mörk í tíu leikjum. Fyrsti leikur helgarinnar er sá stærsti en þá tekur Newcastle á móti Manchester United á St. James’ Park. Leikmenn Newcastle eiga ekki góðar minningar frá leikjum liðanna á síðustu leiktíð þvf að þá vann Manchester United báða leikina, 5-3 á heimavelli og 6-2 á útivelli. „Þessi leikur verður próf á getu okkur. Það er alltaf erfitt að mæta þeim, hvort heldur sem er á heimavelli eða útivelli, en það er reyndar alveg eins gott að mæta þeim núna. Við verð- um að stoppa sóknarleikinn hjá þeim því að við fengum of mörg mörk á okkur gegn þeim í fyrra. Þeir spila mjög hraða knattspyrnu og eru með marga frábæra leikmenn sem við berum virðingu fyrir upp að vissu marki en það má ekki gleyma því að við eigum einnig marga mjög góða menn," sagði varnarjaxlinn Andy O’Brien hjá Newcastle. Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hefur mikla trú á liði Manchester United og segir það vera öílugra en á síðasta tímabili. „Ef lið á að ná árangri þarf það að hafa sterka leikmenn í vörn, miðju og sókn. Mér fmnst liðið sem heild vera sterkara núna sem heldur en í fyrra því að breiddin er meiri. Við höfum fengið til okkar marga unga leikmenn sem eru hæfileikaríkir og það er virkilega gaman hjá okkur núna,“ sagði Silvestre, sem mun að öllum líkindum spila sem miðvörður með Rio Ferdinand í dag. Augu flestra beinast þó að portúgalska ungstirninu Cristiano Ronaldo. Hann átti frá- bæra innkomu gegn Bolton um síðustu helgi en það þykir ólíklegt að Aiex Ferugson láti hann byrja. Spennandi sóknarpar Southampton tekur á móti Birmingham í dag. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort Kevin Phillips, sem kom inn á sem vara- maður í síðasta leik Southampton og skoraði, verður í framlínunni ásamt James Beattie en Phillips er sjálfur sannfærður um að sam- vinna þeirra muni skila miklu fyrir félagið í vetur. „Ég er mjög ánægður með að hafa Beattie í liðinu og vona að við náum að tengjast. Ég er viss um að við getum náð vel saman en það gæti tekið tíma. Ég held hins vegar að það sé vel þess virði að gefa okkur nokkra leiki - liðið gæti grætt á því þegar til lengri tíma er litið," sagði Phillips. Birmingham varð fyrir miklu áfalli um síð- ustu helgi þegar í ljós kom að franski fram- herjinn Cristophe Dugarry verður frá næstu íjórar vikurnar en þeir sýndu það í fyrsta leik gegn Tottenham að þeir geta vel bitið frá sér. Meiðsl á meiðsl ofan Glenn Hoodle, knattspyrnustjóri Totten- ham, hefur ekki farið varhluta af meiðslum síðan hann tók við liðinu og nú í vikunni missti hann Robbie Keane í meiðsl. Hoodle er undir mikilli pressu og hann veit að hans gamli félagi í enska landsliðinu, Peter Reid hjá Leeds, mun ekki gefa honum nein grið. „Ég veit að Peter [Reid] og leikmenn hans munu mæta með hjartað á réttum stað og mikinn sigurvilja. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en við ætlum að gera þeim erfítt fyrir," sagði Hoodle. Leeds kom nokkuð á óvart í fyrsta leik og var óheppið að sigra ekki Newcastle á heima- velli sínum. Þeir treysta mikið á framherja sfna, Mark Viduka og Alan Smith, en þeir skoruðu báðir gegn Newcastle um síðustu helgi. Bíða eftir fyrsta sigri Wolves og Charlton mætast á Molineux- leikvanginum, heimavelli Wolves. Þau töp- uðu bæði illa um síðustu helgi. Wolves steinlá fyrir Blackburn, 5-1, á útivelli en Charlton tapaði fyrir Manchester City, 3-0, á heima- velli. Norski framherjinn Steffen Iverson, sem skoraði eina mark Wolves gegn Blackburn, sagði eftir þann leik að þriðja mark Blackburn hefði dregið allan mátt úr liðinu. Charlton fór flatt á því um síðustu helgi að þeir gátu ekki stöðvað Frakkann Nicolas An- elka hjá Manchester City. Það er þó enginn framherji hjá Wolves sem kemst með tærnar þar sem Anelka hefur hælana þannig að þeir áttu að eiga möguleika. Ólíku saman að jafna Bolton og Blackburn áttu ólíku gengi að fagna í fyrstu umferðinni. Bolton steinlá fyrir meisturum Manchester United en Blackburn vann stórsigur á Wolves. Blackburn ætlar sé stóra hluti í deildinni í vetur og til þess að það geti orðið að veruleika þurfa þeir að vinna lið eins og Bolton. Gary Flitcroft, fyrirliði Blackburn, sagði í gær að hann hefði ekki áhyggjur af því að leik- menn Blackburn væru ekki komnir niður á jörðina eftir stórsigurinn gegn Wolves. „Það er alltaf erfitt að spila á móti Bolton og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við fáum ekkert fyrir sigurinn gegn Wolves," sagði Flitcroft, sem hefur búið í úthverfi Bolton frá því hann fæddist. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, vonast til að framherjinn Mario Jardel geti tekið þátt í leiknum en hann er ekki kominn í fulla leikæfmgu. Roman mætir á svæðið Það er mikill munur á Chelsea og Leicester þegar horft er til þeirra leikmanna sem liðin hafa keypt í sumar. Leicester hefur fengið til sín ellefu leikmenn, þar af tíu á frjálsri sölu, en Chelsea hefur keypt stórstjörnur í unnvörp- um fyrir peninga Rússans Romans Abramovich. Hann mun mæta á leikinn á morgun og bjóst John Terry, fyrirliði Chelsea, við því að stuðningsmenn liðisns myndu fagna Abramovich eins og þjóðhetju. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá stjörnum prýddu liði Chelsea og vonandi fær Eiður Smári Guðjohnsen aftur tækifæri í byrjunar- liðinu. Eins árs ævintýri? David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, er staðráðinn í því að sanna fyrir knattspyrnuá- hugamönnum og spekingum að árangur liðs- ins hafi ekki verið tilviljun. Til þess að það geti orðið þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda gegn Fulham í dag. „Fólk heldur að árið í fyrra hafi verið eins árs ævintýri en við erum að byggja upp ungt lið sem á að geta blandað sér í baráttuna um titilinn á næstu árum. Við töpuðum fyrsta leik og þurfum að bæta fyrir það í dag,“ sagði Moyes. Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, vill fá sömu baráttuna í sína menn og gegn Middlesbrough um síðustu helgi. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina og sýna sömu baráttu og liðsanda og við sýndum síðast. Ef það gerist hef ég engar áhyggjur." Er hægt að stöðva Anelka? Franski framherjinn Nicolas Anelka var frá- bær í sigurleik Manchester City gegn Charlton um síðustu helgi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig varnarmönnum Portsmouth gengur að stöðva hann. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, veit að hans menn eiga von á erf- iðum leik. „Manches'ter City er með frábært lið eins og kom í ljós um síðustu helgi. Við eigum erfiðan leik fyrir höndum en ég vona að sigur okkar gegn Aston Villa um síðustu helgi hafi sýnt mínum mönnum að þeir eiga fullt erindi í deildina," sagði Redknapp. Kevin Keegan, knattspymustjóri Manchest- er City, varaði sína menn við vanmati. „Það gekk vel í fyrsta leik en við fáum lítið fyrir það gegn Portsmouth. Við ætlum okkur stóra hluti og þurfum að vinna alla heimaleiki okkar,” sagði Keegan. Houllier þarf sigur Liverpool mætir Aston Villa á Villa Park og þarf nauðsynlega á sigri að halda eftir tap gegn Chelsea í fyrstu umferð. Hagur Liverpool vænkast nokkuð því að Steven Gerrard verður með á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann í fyrsta leiknum. Aston Villa þarf einnig á sigri að halda eftir hörmulegan leik gegn Portsmouth um síðustu helgi. Houllier var ánægður með sína menn í leiknum gegn Chelsea og sagði eftir leikinn að ef liðið myndi spila eins það sem eftir lifði tímabils þá hefði hann engar áhyggjur. Ætla sér stóra hluti Arsenal sækir Middlesbrough heim á morg- un. Arsenal vann báða leikina í fyrra og byrj- aði tímabilið með sigri gegn Everton. Middlesbrough tapaði fyrir Fulham, 3-2, og hélt þar með í hefð þá er skapaðist á síðasta tímabili, það er að vera skelfilega lélegir á úti- velli. Steve McClaren, knattspyrnustjóri Midd- lesbrough, hefur styrkt lið sitt með spænska landsliðsmanninum Gaizka Mendieta og er ekki nokkur vafi á að hann mun styrkja liðið mikið. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigur- inn gegn Everton og hefur fulla trú á því að liðið geti unnið titilinn sem er reyndar ofur- eðlilegt þegar liðið hefur Patrick Vieira, Thi- erry Henry og Robert Pires innan sinna raða. Leikmenn liðsins hafa þó átt í agavandamál- um og rautt spjald Sols Campbells um síðustu helgi var það 51. síðan Wenger tók við liðinu. oskar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.