Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 SKOÐUN 11 Flókið kerfi og hættulegt m uucABDttsnsnu Jónas Haraldsson ^ j aisto&irriKtjóri - jhai&lv.is Drífðu þig, maður, við get- um ekki beðið öllu lengur," sagði konan tvístígandi. Mæðgurnar, konan og yngri dóttir okkar, voru löngu til- búnar. Þær höfðu ákveðið að fara með mig á leiksýningu undir berum himni. Sýna átti Draum á Jónsmessu- nótt eftir Shakespeare f Elliðaár- dalnum f Reykjavík. Þær voru spenntar enda mikill menningar- auki, að þeirra sögn. Ég var ekki al- veg eins viss. Shakespeare var að sönnu góðra gjalda verður, bless- aður gamii maðurinn, en tæplega við mitt hæfi að sumarlagi. Ég hafði því reynt ýmis brögð til að komast undan menningunni en ekki tekist. Ætlaði satt best að segja að fara á völlinn þar sem mínir menn voru að spila mikilvægan leik í deildinni. Einstakur viðburður „Ég finn engin föt," kallaði ég til konunnar. „Viljið þið ekki bara fara? Ég kem kannski og hitti ykkur. Er ekki reiknað með því að leikaramir þvælist um allan dalinn, um hæðir og hóla og milli trjánna? Það er ekki eins og heill bekkur þurfi að standa upp fyrir mér í Þjóðleikhúsinu þótt ég verði á seinni skipunum." „Vertu snöggur," sagði konan og gaf engin grið. „Auðvitað fömm við saman og njótum leiklistar og úti- vistar í senn. Þetta er einstakur við- burður sem engin ástæða er til að missa af.“ Kvarnirnar snemst í mér um leið og ég hringsnerist um sjálf- an mig. „Ertu alveg viss um að þetta sé eitthvað fyrir mig, elskan?" sagði ég í lokatilraun minni til að sleppa. „Auðvitað er þetta einstök upp- færsla, leikararnir frábærir og um- hverfið engu öðm líkt en samt, það er ekki einu sinni hægt að fara á barinn í hléi. Ég er alls ekki viss um að ég meiki þetta." Búnaður við hæfí „Farðu f svörtu buxurnar og al- mennilega skyrtu," sagði konan. „Reyndu að líta þokkalega út, það er aldrei að vita nema við hittum fólk þarna. Það em ekki allir jafn- ómenningarlegir og þú.“ Málið var tapað. Eg leit á klukk- una og sá að leikurinn var að hefjast. Mínir menn yrðu að vinna án minn- ar aðstoðar. Svörtu buxumar vom á sínum stað og sokkar í stfl. Skyrtu sá ég hins vegar enga sem henta myndi tilefninu. Það eina sem fannst var köflótt skyrta í kúrekastíl, litfögur að sönnu en varla við hæfi. Það sá ég jafnvel sjálfur. Ég lét konuna vita. Örlftill vonarneisti kviknaði. Varla myndi hún fara í dalinn fagra og hitta fólk með eiginmanninn eins og skreytt jólatré. „Hvar em augun í þér, góði minn?" spurði konan og greina mátti vonleysi, allt að þvf uppgjöf, í röddinni. Ég keypti á þig skyrtu f gær. Hún er á náttborðinu, þín megin." Ég gjóaði augunum þang- að. Mikið rétt. Þar blasti skyrtan við í umbúðunum, beint úr búðinni. Hún var við hæfi, ekki þurfti að spyrja að því, sjálfsagt valin af frúnni vegna leiksýningarinnar. Ólíkt öllu öðru Ég reif plastið utan af nýju skyrt- unni. Það gekk þrautalaust. Verra var með kragann. Af gömlum vana þreifaði ég undir hann og fann þar stífan plastkraga. Hann fjarlægði ég með skjótum hætti. Það dugði ekki til. Ég komst ekki að efstu tölunum enda þvældist þar annar plastkragi Ég hefaldrei skilið af hverju títuprjónar eru notaðir til þess að festa saman nýjar karl- mannaskyrtur með flóknu kerfi og fjöl- mörgum aukahlutum, sumum jafnvel skaðlegum. fyrir. Eftir talsvert fálm tókst mér að losa hann líka en uppgötvaði um leið að enn einn stuðningskragi leyndist undir skyrtukraganum. Sá var úr pappa. Ég reif hann burt með látum. Ég vissi, sem var, að konurn- ar í lífi mínu vom nokkuð famar að ókyrrast. Skyrtubakið var stutt pappabaki. Ég kippti þeim búnaði burt með snöggu handtaki. Við það rifnaði efsti hluti baksins sem fastur var undir kraganum. Ég blótaði, þó ekki hátt. Það átti eftir að breytast þegar kom að títuprjónunum. Ég hef aldrei skilið af hverju títuprjón- ar em notaðir til þess að festa sam- an nýjar karlmannaskyrtur með flóknu kerfi og fjölmörgum auka- hlutum, sumum jafnvel skaðleg- um. Engan annan fatnað hef ég séð seldan með þessum hætti. Það er alveg sama hvað keypt er - sokkar, buxur, nærbuxur, bolir, peysur, jakkar og frakkar - allt er þetta laust og tilbúið til notkunar um leið og það er afhent yfir búðarborðið. Það á ekki við um skyrtur. Þær em bún- ar þannig að með ólíkindum er, jafnvel svo vemlega reynir á greind eigandans, að ekki sé minnst á jafn- aðargeð og þolinmæði. Ermarnar vom festar með títu- prjónum upp í axlir skyrtunnar, eða hvað það stykki heitir. Göt vom eftir í skyrtunni þegar ég fjarlægði þá, nýrri flíkinni. Það vom líka títu- prjónar í bolnum, skyrtubrjóstinu og bakinu. Þá pijóna fjarlægði ég alla og taldi mig góðan. Svo var ekki. Eg stakk mig til blóðs á næst- síðasta prjóninum sem reyndist falinn í líningunum. Annar eins var í hinni erminni. Ég blótaði bæði hátt og í hljóði. Mæðgumar jesús- uðu sig og báðu mig blessaðan að slaka á. Þær fæm ekki með mig svo æstan á leiksýninguna. Höggvið á hnútinn „Róið ykkur niður," sagði ég, greip skyrtuna og ætlaði í hana. Sá þá að hún var hneppt. Það varð til þess að ég missti endanlega stjórn á mér og formælti framleiðanda skyrtunnar. Hvernig í ósköpunum datt honum í hug að hafa fjölda manna á kaupi við það eitt að hneppa skyrtum upp í háls þegar vitað er að fyrsta verk kaupandans verður að hneppa frá? Ekki bætti úr skák að ég gat alls ekki hneppt frá næstefstu tölunni. Á hana hafði framfeiðandinn hnýtt pappaspjald með vömmerki skyrtunnar. Þar vom væntanlega tíunduð gæði vör- unnar, hiti á þvottavatni og leið- beiningar um straujun. Sá boð- skapur fór fram hjá mér enda reif ég bæði miðann og spottann úr. Útilokað var að losa vörumerkið með öðmm hætti. Mér hafði tekist að flækja bandspottann margfalt utan um töluna. Minnstu munaði að ég kippti tölunni af í ósköpun- um en hún lafði á, sem betur fór. Eru ekki allir í stuði? Þegar ég stmnsaði út í nýju skyrt- unni taldi ég fimmtán aukahluti sem höfðu fylgt henni, níu títu- prjóna, pappírsbak, þrjá stífa kraga, þunnt kmmpubréf og vörumerkið með spottanum. „Hvernig í ósköp- unum má þetta vera?" sagði ég við konuna sem enn beið. „Er það markmið einhverra andskota að fara endanlega með sálarlíf karl- manna með títuprjónadrasli í skyrtum. Þetta er skuggalegt, ef ekki beinlínis hættulegt." „Þú ert fínn í nýju skyrtunni, elsk- an,“ sagði konan. „Sérðu hvað hún fer pabba þínum vel," sagði hún við dóttur okkar. „Nú skulum við drífa okkur, sýningin fer alveg að byrja. Ertu ekki orðinn spenntur?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.