Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 Útlönd HeimurinnJ finotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson Netfang: gube@dv.is Sími: 550 5829 Berlusconi ekki í óperuna MILLIRÍKJADEILUR: Ekkertvarð úr því að þeir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra (talíu, og Ger- hard Schröder Þýskalands- kanslari græfu stríðsöxina á óp- erusýningu í hringleikahúsinu í Veróna í gærkvöld, eins og til stóð. Grunnt hefur verið á því góða milli þeirra síðan Berlusconi líkti þýskum Evrópuþingmanni við nasista í síðasta mánuði. Leið- togarnir hafa ekkert hist síðan þá en vonast var til að sættir myndu nást á sýningu á óper- unni Carmen sem þeir ætluðu að horfa á með Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Berlusconi hætti við vegna fyrir- hugaðra mótmælaaðgerða. Leiðtogarnir hittast I dag. Silungur of ódýr FÆREYJAR: Evrópysambandið heldur því fram að Færeyingar hafi selt eldis- silung ínn á markaði ESB fyrir 33 pró- sent lægra verð en sem nemur fram- leiðslukostnaðinum. En þar sem lltill hluti framleiðslunnar fer á markað f ESB munu refsitollar ekki hafa mikil áhrif. Finnar höfðu kært Norðmenn til ESB fyrir undlrboð á silungi og var þá ákveðið að kanna verðlagningu Fær- eyinga í leiðinni. Hamas-leiðtogijarðsetturí Gazaborg: Syrgjendur vilja hefnd Eitt hundrað þúsund Palest- ínumenn voru við útför Ham- asleiðtogans Abus Shanabs og tveggja lífvarða hans í Gaza- borg í gær. ísraelsmenn felldu þá í flugskeytaárás á bíl þeirra á fimmtudag, í hefndarskyni fyrir sjálfsmorðsárás í strætis- vagni í Jerúsalem þar sem tutt- ugu fórust, þar af sex börn. Skothvellir kváðu við og mann- fjöldinn hrópaði á hefnd þégar lík- gangan sniglaðist um götur Gaza- borgar. Shanab naut mikilla vin- sælda meðal landa sinna og fékk hann útför píslarvotts. Sérfræðingar telja að dauði hans geti orðið til að auka enn á róttækni Hamas og að hann geti orðið kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum. Gegndi lykilhlutverki „Hann var hófsamur maður,“ sagði Ziad Abu Amr, sérfræðingur í málefnum íslamskra harðlínu- manna og helsti samningamaður palestínsku heimastjórnarinnar við Hamas, í viðtali við fréttamann Reuters. „Nú er erfitt að sjá hvar hrina drápa og hefnda mun enda.“ ísraelsk yfirvöld sögðu að hinn 53 ára gamli Abu Shanab hefði verið í hópi þeirra sem stjórnuðu hernað- ararmi Hamas sem ber ábyrgð á dauða mörg hundruð ísraela í nærri þriggja ára langri uppreisn Palest- ínumanna. Shanab var einn helsti talsmaður Hamas og gegndi lykilhlutverki í viðræðum við Mahmoud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, um vopnahlé sem herská samtök Palestínu- manna lýstu yfir í lok júní, án þess að á móti kæmi loforð Israela um að láta af hernaðaraðgerðum sínum. Hamas og samtökin Heilagt stríð íslams féllu frá sjö vikna löngu vopnahléi í baráttunni við ísrael eft- ir að Shanab hafði verið felldur á fimmtudag. Sérfræðingar telja að dauði Shanabs verði til að auka enn á róttækni Hamas og að hann verði kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC á Gaza sagði að útlitið í sam- skiptum Palestínumanna og ísraela væri dapurlegt. „Hvorir tveggja vita að erfiðir tímar em fram undan," sagði frétta- ritarinn Chris Morris. Eiga ekki von á góðu Israelar hafa hótað grimmilegum hefndum gegn Hamas fyrir sjálfs- morðsárásina í strætisvagninum í Jerúsalem og að sögn heimildar- manna eru nokkrir leiðtoga hreyf- ingarinnar þegar farnir í felur. Hamasliðar sögðu að þeir ættu von á að hart yrði sótt að þeim á næstu dögum en sérfræðingar sögðu að samtökin myndu standa af sér veðrið. ísraelskir ráðamenn höfðu sakað samtökin um að not- færa sér vopnahléið til að safna kröftum og byggja upp einingar á bæði Vesturbakkanum og Gaza. ÚTFÖR Á GAZA: Útför Hamasleiðtogans Abus Shanabs og tveggja lífvarða hans var gerð í Gazaborg (gær, aö viðstödd- um hundrað þúsund Palestlnumönn- um. (sraelar felldu þremenningana ( flugskeytaárás á fimmtudag. Hinsta ósk Sergios Vieira de Mellos: SÞ fari ekki frá írak Sergio Vieira de Mello lýsti þeirri ósk sinni, þar sem hann lá í andarslitrunum undir rúst- um höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í Bagdad á þriðju- dag, að samtökin héldu áfram starfsemi sinni þar. „Enda þótt hann liði miklar kval- ir, þar sem hann var fastur í rústum skrifstofu sinnar, sagði hann við Von Zehle, liðþjálfa í sveitum bandamanna sem voru að reyna að bjarga honum: Ekki leyfa þeim að kalla samtökin heim," sagði Benon Sevan, samstarfsmaður de Mellos, á flugvellinum í Bagdad í gær þegar lfk yfirmanns SÞ í Irak var sett um borð í flugvél sem flutti það áleiðis til heimalands hans, Brasilíu. De Mello og að minnsta kosti HINSTA FERÐIN HEIM: Kista með Ifki Sergios Vieira de Mellos, yfirmanns SÞ I (rak, var flutt heim til BrasiKu í gær. De Mello og rúmlega tuttugu aðrir fórust í sjálfsmorðsárás á höfuðstöðvar SÞ ( Bagdad á þriðjudag. tuttugu og þrír aðrir fórust í sjálfs- morðsárásinni á höfuðstöðvarnar. Viðtækt umboð til SÞ Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hvatti til þess í gær að samtök- unum yrði veitt víðtækara umboð til að vera með í endurreisnarstarf- inu f írak. Hann sagði að Bandaríkin myndu að öðrum kosti eiga „mjög erfitt" með að fá Öryggisráðið til að samþykkja nýja ályktun um að fleiri ríki sendi hermenn til starfa í frak. Bæði Bandaríkjamenh og Bretar útiloka að Bandaríkin deili foryst- unni þar með öðrum löndum. Dominique de Villepin, utanrík- isráðherra Frakklands, hafnaði ósk- um Bandaríkjamanna í gær og sagði að senda ætti alþjóðalið með umboð frá SÞ. Blairkominn heim úrsumarfríi: Sælan er úti Þriggja vikna sumarleyfis- sæla Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, í lúx- usvillu poppsöngvarans Cliffs Richards á Karíbahafs- eyjunni Barbados er nú úti. Blair og fjölskylda komu heim tii Bretlands í gærmorgun. Strax í næstu viku þarf hann að svara erfiðum spurningum fyrir nefnd Huttons lávarðar sem rannsakar dauða vopnasérfræðingsins Dav- ids Kellys sem svipti sig lífi í síð- asta mánuði. Kelly var heimildarmaður fréttar BBC um að stjórnvöld hefðu ýkt hættuna af gjöreyðing- arvopnum íraka til að til að afla stríði gegn þeim stuðnings. ERFIÐIR TÍMAR: Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, er ekki öfunds- verður þessa dagana. Næsta vika gæti skipt sköpum í baráttu hans fyrir því að endurheimta traust almennings ( kjölfar (raksstríösins og eftirmála þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.