Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 19 hneigingu til að reyna að bæta upp fyrir hann. Upp úr sauð árið 1912 þegar og Adler og nokkrir aðrir sögðu skilið við Freud, félagið og kenningar hans, og stofnuðu eigið félag um kenningar sínar sem þeir kenndu við einstaklingssálfræði. Adler hafnaði ofuráherslu Freuds á að kynlíf, og togstreita því tengd í barnæsku, væri höfuðor- sök andlegra kvilla og fór á endan- um að líta á Freud sem ósveigjan- legan í skoðunum, vaidagírugan og með kynlíf og dauðann á heil- anum. Öfugt við Freud lagði Adler meg- ináherslu á hið meðvitaða f mann- inum og taldi félagsleg vandamál og gildi mikilvægustu vandamál manna. Þar væri rætur andlegra kvilla oft að finna. Hann er þekkt- astur fyrir kenningu sína um van- máttarkennd og þýðingu hennar í lífi fólks. Vanmáttur og yfirburðir Einstaklingssálfræði Adlers gerir ráð fyrir að langáhrifamesti drif- krafturinn hjá flestum sé sókn í það sem hann kallaði „super- iority" -yfirburði. Þessi sókn íyfir- burði er hindruð af ýmiss konar vanmáttarkenndum sem geta átt rót sína að rekja til líkamlegra galla, lágrar félagslegrar stöðu, dekurs eða vanrækslu í æsku eða annarra hluta sem hent geta fólk á lífsleiðinni. Einstaklingar geta bætt upp fyrir vanmáttarkennd sína með því að auka getu sína á tilteknum sviðum og þannig bætt sig eða, það sem er síður heilsu- samlegt, þróast getur með þeim sjúkleg vanmáttarkennd - van- máttarkomplex. Ef fólki reynist ókleift að sigrast á vanmætti sín- um vex vanmáttarkenndin og magnast í réttu hlutfalli. Hjá and- lega veikum beinist markmiðið að ná yfirburðum æ meir í átt til þess að vilja drottna yfir öðrum, treysta á aðra eða uppgjafar, að takast ekki á við neitt af ótta við að mislukkast og sambærilegra nið- urrifstilfinninga. Adler hafnaði ofur- áherslu Freuds á að kynlíf, og togstreita því tengd í barnæsku, væri höfuðorsök andlegra kvilla og fór á endanum að líta á Freud sem ósveigjanlegan í skoð- unum, valdagírugan og með kynlíf og dauðann á heilanum. Hver og einn þróar sinn per- sónuleika og sækist eftir fullkomn- un á sinn hátt, eftir sínum lífsstíl, sem þýddi hjá Adler nokkuð ann- að en hvort fólk velur ljóst eða dökkt parket á stofuna hjá sér eða getur lesið matseðil á frönsku. Lífsstíll hvers og eins verður til snemma í æsku og ræðst að ein- hverju leyti af því hvaða „vanmátt- ur“ hafði mest áhrif á viðkomandi á mótunarárunum. Adler vildi meina að við værum öll að reyna að sigrast á einhvers konar vanmáttarkenndum, að allir væru að reyna að vinna bug á ein- hverju sem hindraði þá f að upp- fylla drauma sína, verða það sem þeir vildu verða. Samkvæmt kenningum Adlers er því hreyfiaflið á bak við allar gerðir manna sókn í að sigrast á vanmætti og ná yfirburðum. Sjálf- ur lýsti hann þessu svo að það að vera manneskja jafngilti því að finna til vanmáttar síns. Þannig sé vanmáttarkennd krafturinn á bak við allt sem mennirnir tækju sér fyrir hendur. Allar framfarir manna, vöxtur og þróun koma til vegna látlausra tilrauna til að bæta upp fyrir vanmátt þeirra, hvort sem hann er raunverulegur eða ímyndaður. Þegar þessar tilraunir ganga of langt er líklegt að kalla megi það blússandi vanmáttar- komplex. Afleiðingin af því getur þá verið ýmist stórkostleg afrek vegna þrotlausrar viðleitni við- komandi til að sanna sig í eigin augum og annarra eða hörmungar og illvirki sprottin af geðsýki og andfélagslegri hegðun. Biblíuhetjur og einræðisherrar Lágvaxið fólk hefur lengi þurft að berjast við staðalmyndir og for- dóma, svo það er ekki nema von að það sé margt dálítið meðvitað um hæð sína og sumt kannski jafnvel með hana á heilanum, þó svo upplýst og fullorðið fólk sé vel flest nú til dags á hærra þroskastigi en svo að velta þannig hlutum fyr- ir sér. Svo dvalið sé við dæmið sem tekið var í upphafi getur skilgrein- ing Adlers á vanmáttarkennd átt við Iágvaxið fólk eins og aðra og víst er að mörg mikilmenni jafnt sem þrælmenni sögunnar hafa verið í lágvaxnari kantinum, hvort sem undirrót afhafna þeirra hefur verið vanmáttarkenndin sem Adler benti á eða eitthvað annað. Nokkur dæmi er að finna í töflu sem fylgir með greininni en benda má á fleiri dæmi. Eitt fyrsta dæmið um það að margur sé knár þótt hann sé smár er vafalaust dæmisaga Gamla testamentisins um þegar Davíð drap risann Golíat með valslöngvu einni saman. Að vísu er fremur lík- legt en ekki að Guð hafi átt ein- hvern þátt í því afreki en Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir og Davíð á allt hrós skilið íyrir það eitt að ganga á hólm við risann, hvort sem Guð var með puttana í kastinu fræga eða ekki. Öllu neikvæðari dæmi eru til. Einnig má nefna þá kumpána Hitler og Stalín. Um nákvæma hæð Hitlers er deilt en ljóst er að hann var á bilinu 170 til 173 cm á hæð. Stalín var 173 cm á hæð. Báð- ir voru þeir einhverjir mestu sál- sjúklingar sem jörðin hefur alið, ofsóknarbrjálaðir sadistar með meiru enda taldir mestu fjöldamorðingjar sögunnar. Hafi Adler rétt fyrir sér gæti skortur á lóðrétta sviðinu hafa átt óbeinan þátt í þeim voðaverkum sem þeir gerðust síðar sekir um eða annað úr brösóttri æsku þeirra og upp- vaxtarárum sem brotist hafi út í vanmáttarkennd síðar á ævinni. Napóleon Bonaparte var ekki nema 168 cm á hæð en á móti kem- ur að á 18. öld var fólk almennt lág- vaxnara og taka verður mið af því, keisarinn þótti kannski ekki svo mjög lágvaxinn á sínum tíma þótt annað virðist nútímamönnum. Spagettíætur og Jobbi Daidóni Mjög nærtæk dæmi um lágvaxna menn sem náð hafa langt á sínu sviði eru nánast allir ítalskættaðir leikarar Hollywood, Danny DeVito, Joe Pesci, A1 Pacino, Robert DeNiro og fleiri sem eru ekki háir í loftinu og hafa kannski skotið sér hærri mönnum ref fyrir rass í krafti ódrepandi dugnaðar f ómeðvitaðri tilraun til að vinna upp muninn. Jobbi Daldóni, höfuðandstæð- ingur Lukku-Láka í teiknimynda- sögunum frægu, er að vísu skáld- sagnapersóna en sem slík holdgerv- ingur vanmáttarkenndarinnar, ill- gjarn og lævís og skaphundur hinn mesti. Það er svo sem ekki nema von því að vitgrannir bræður hans og Láki sjálfur gera óspart lítið úr honum vegna hæðarinnar og hengja hann t.d. iðulega upp á axla- böndunum ef hann er með stæla. Fleira verður ekki talið upp hér en vísað til meðfylgjandi töflu. Ef einhverjum þykja dæmin hér fá- fengileg eða einhliða skal þess þó getið að í umræddri töflu er m.a. að finna dýrlinga á borð við móður Teresu og Gandhi og meistara and- ans eins og Faulkner, Keats og Tolkien. fin@dv.is stf*)kRSTo>. •Man::r"LID ^stauvl^ Viðeyjarstofa - veitingastaður í fimmtán ár Hátíðarkvöldverður Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld Munkur tekur á móti gestum á bryggjunni með heitu púnsi. Humarsúpa Reyktur lundi með cumberlandsósu Ofnbakaður lambahryggvöðvi með villisveppasósu Súkkulaðifrauð með vanillusósu og ávöxtum Taðreykt bleikja með kavíar Ristaður aspargus með hollandaise Smálúða með hvítlauksristuðum humri ís og ávextir Lifandi tónlist Forja frá Sundahöfn 1. júní -10. september. upplýslngar í sfma 581 1010. Fjölskylduskemmtun Sunnudaginn 24. ágúst - Kaffihlaðborð frá kl. 14.00 - 17.00 - Grillaðar pylsur og ís fyrir börnin - Harmónikuleikur - Hoppukastali fyrir krakkana og margt fleira mánudaga - föstudaga laugardaga - sunnudaga föstudaga - laugardaga Til Viðeyjar 13:00 13:00 19:00 14:00 14:00 19:30 15:00 15:00 20:00 16:00 17:00 Frá Viðey 15:30 14:30 22:00 16:30 15:30 23:00 16:30 24:00 17:30 Upplýsingar og pantanir í síma 562 1934 / 568 1045 - Fax 562 1994 www.vldeylarstofa.ls / e-mall: videy]arstofaOvfdeyjarstofa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.