Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 39
Sakamál HVAÐ GERÐIST? Einstæð móðir kyrkt ásamt þremur börnum sínum. HVAR? I Bandaríkjunum. HVENÆR? (febrúar 1999. LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 43 Urgandi skilaboðin í lögreglutalstöðinni voru stuttaraleg: ,,/ið þurfum meiri mannskap á North Brown," sögðu þau og áttu við tiltekna götu í borginni Springfield í Missouriríki. Blaðamaðurinn Laura Bauer heyrði skilaboðin og vissistrax við hvaða götu varátt. Þegar hún kom þangað stóðu nágrannarn- ir steini lostnir í görðum sínum og fylgdust með því sem fram fór við litla brúna húsið. Þeir spurðu sig og aðra hvað hefði eiginlega komið fyrir Erin og börnin. Mínútum siðar fengu þau að vita það. Öll fjölskyldan hafði verið myrt. „Ég gleymi aldrei svipnum á nágrönnun- um og tómum augunum á lögreglumönnun- um þar sem þeir unnu að rannsókn fleiri morða á einni nóttu en venjulega verða á þessu svæði á heilu ári,” minntist blaðamað- urinn síðar. Líkin voru borin út úr húsinu eitt og eitt daginn eftir. Hvert þeirra hafði verið kyrkt og ófætt stúlkubarnið í kviði móðurinnar hafði látist vegna súrefnisskorts. Líf að nafninu til Erin hafði hlakkað til að hefja nýtt líf eftir að henni hafði aldrei tekist fyllilega að fóta sig. „Ég ætla sjálfstæð inn í nýja árþúsundið,” sagði hún sigri hrósandi við vinkonu sína að- eins viku áður en hún dó, þriðjudaginn 19. janúar 1999. Erin var einstæð móðir, þáði bætur frá yfirvöldum en gat ekki hugsað sér að „vera á sveitinni" stundinni lengur, í at- vinnuleit og gekk í kvöldskóla til að geta átt kost á betra lífi. Hún þénaði um 200 dollara á viku í vinnu á McDonald’s. Erin átti erfiða fjölskyldusögu að baki og örðugt lff. Hún ólst upp með móður sinni, stjúpa og þremur stjúpbræðrum. Eftir að móðir hennar dó árið 1979 versnaði þegar stirt samband hennar við stjúpa sinn. Hún varð ólétt og eignaðist son ári síðar. Tveimur árum eftir dauða móður sinnar flutti hún í eigin ibúð og eignaðist nokkur börn, annan strák og tvíburastelpur, með mismunandi feðrum. Börnin voru tekin af henni og send í fóstur. Þegar hún kom til Springfield snemma á tí- unda áratugnum hafði hún breytt sögu sinni á þá leið að foreldrar hennar hefðu rekið hana að heiman 14 ára vegna þess að hún varð ólétt. En fólki var sama því flestir í kring- um hana höfðu svipaða sögu að segja og dáð- ust að hinni viljasterku og sjálfstæðu móður. Hún sagði fáum sannleikann og faðerni barna hennar þriggja og þess sem hún bar undir belti vissi enginn nema hún. Með félagsmálayfirvöld á hælunum Erin var afar sjálfstæð kona, gerði sjálf við pickup bflinn sem hún átti, bjó sjálf tií föt og annað á börnin sín og bróderaði teppi. Heimilisstörfín voru síðar í forgangsröð- inni og það olli henni vandræðum hjá félags- málayfirvöldum. Árið 1997 varhún sökuð um að geta ekki boðið börnunum sínum upp á nægilega heflnæm lífsskilyrði og nógu góða umönnun og var sett á skflorð. Henni fannst hún vera ofsótt af félagsmálabatteríinu og var svo hrædd og reið að hún var hætt að koma til dyra og festi teppi fyrir gluggana svo eng- inn gæti kíkt inn. Nágrannar sögðu líka lögreglu að einkalíf hennar hefði verið rjúkandi rúst og hún hefði oft skilið börnin eftir ein heima meðan hún heimsótti kærastann sinn í annarri borg. Sá hét David DeLong, 37 ára gamall maður sem hafði búið með Erin fram tU 1997 þegar hann flutti út. Hún heimsótti hann þó enn oft, sér- staklega eftir að hún varð ólétt. FJÖLSKYLDAN: Erin var einstæð móðir, þáði bætur frá yfirvöldum en gat ekki hugsað sér að „vera á sveitinni" stundinni lengur, í atvinnuleit og gekk í kvöldskóla til að geta átt kost á betra lífi. Hún þénaði um 200 dollara á viku í vinnu á McDonald's. Geðveikur ógæfumaður Vandamál Erin bliknuðu í samanburði við vandamál kærastans. Faðir hans hafði látist úr áfengissýki þegar David var þriggja ára og stúpi hans misnotaði hann. Hann fór því að heiman snemma á táningsaldri og næstu ár- in flakkaði hann bæ úr bæ. Smám saman fór líf hans að einkennast af smáglæpum og eit- urlyfjaneyslu. í áranna rás hafði hann líka strítt við ýmsar geðraskanir og fengið margs konar meðferð við þeim án teljanlegs árang- urs. Lögreglan hafði margoft handtekið hann en mat stöðuna svo að henni væri meira gagn að honum sem uppljóstrara en sem fanga. Hann hafði því verið uppljóstrari lögregiunnar frá árinu kærastann sinn í annarri borg. Nágrannar sögðu líka lög- reglu að einkalíf hennar hefði verið rjúkandi rúst og hún hefði oft skilið börnin eftir ein heima meðan hún heimsótti 1993, árið sem hann hitti Erin fyrst. Líf Davids fór hraðar í hundana en beina- hrúga. Eftir að hafa flutt út af heimili Erin tók hann upp samband við hina 32 ára gömlu Stacie Leffingwell sem var eiturlyfjaneytandi lfkt og hann sjálfur. Það samband reyndist jafnviðkvæmt og -sorglegt og önnur sam- bönd hans. MORÐINGINN: Á endanum var David DeLong dæmd- ur fyrir fyrstu gráðu morð en slapp við dauðarefsing- una. Hann fékk lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði. Um það leyti sem bam Erin og Davids var að koma í heiminn ákvað hann að giftast Stacie, jafnvel þótt þau væru bæði smituð af HIV- veirunni og Stacie reyndar þegar komin með eyðni á hæsta stigi. Eftir eina heimsókn Erin í húsvagninn sem David bjó í með Stacie ákvað hann að hann vildi losna við hana úr lffi sínu. Og Stacie var hjartanlega sammála. En jafnframt því sem Stacie varð máttfamari af völdum sjúkdómsins leitaði Erin eftir því að endurvekja sambandið við David. Fljótlega varð til ástarþríhymingur. Erin varð ólétt af völd- um Davids og hann neitaði að yfirgefa . Stacie. Hann hataði Er- in fyrir sífellt nöldur hennar og sagði henni að horfast í augu við það að jafnvel þótt Stacie dæi myndi Erin ekki geta komið í staðinn fyrir hana. Samt sem áður sagði Erin í bréfl sem hún skrifaði David og fannst eftir dauða hennar að hún elskaði hann líkt hann segðist elska hana. í bréflnu kom einnig fram að á sjúkrahúsi hafði hún fengið að vita að þau ættu von á stelpu. Hún sagðist vera örvæntingarfull og einmana, sagð- ist ekki vilja hljóma eins og tík en bað hann að gera upp hug sinn hvort hann vildi vera við- staddur fæðinguna. Bréfið komst aldrei til skila en fannst um sex dögum eftir morðin með mörgum öðmm ópóstsettum bréfum. H Dauði eða líf bak við lás og slá? Fjómm dögum eftir morðin vom David og Stacie ákærð fyrir morðin fimm. Hann játaði og á myndbandsupptöku af játningunni sást hann segja við Stacie með tár- in f augunum að hann hefði unnið ódæðið fyr- ir hana. „Hún eyðilagði líf okkar. Við gátum ekki haldið svona áfram,” sagði hann. Saksóknari fór fram á dauðarefsingu vegna morðanna en skipaður verjandi Davids barðist fyrir því að hann yrði aðeins dæmdur fyrir svokallað annarrar gráðu morð vegna þess að maður eins og David, útúrdópaður á am-T' fetamíni, geðsjúkur og heifaskemmdur, hefði ekki getað skipufagt morðið með köldu blóði eða gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Á endanum var David DeLong dæmdur fyr- ir fyrstu gráðu morð en slapp við dauðarefsing- una. Hann fékk lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.