Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 32
36 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003
a vespum
Stelpur
Enn sem komið er eru vespur ekki sérlega algeng sjón á
íslenskum götum. Með betra veðurfari fer þeim þó fjölg-
andi sem kjósa að þeysast um á slíkum fararskjótum, en
vespur hafa átt mlklum vlnsældum að fagna í öllum
stærstu borgum Evrópu. Helgarblaðið hafði uppi á þrem-
urstelpum sem allar keyra um höfuðborgina á vespum.
„Ég og kærastinn bjuggum úti í London
þegar við keyptum vespuna okkar sem er
Piaggio, árgerð 2000. Við tímdum ekki að
selja hana þegar við fluttum heim og tókum
hana því með okkur," segir hin 28 ára gamla
Helga Gerður Magnúsdóttir sem hefur keyrt
um á hvítri vespu sfðan 2000. Hún segir
þessi kaup hafa verið aigjört þjóðráð á sín-
um tíma því hvorki strætisvagnakerfið né
neðarjarðarlestakerfíð í London sé neitt til
að hrópa húrra fyrir, auk þess sem lestirnar
hætta að ganga frekar snemma á kvöldin.
„Vespan veitti okkur því miklu meira frelsi,
maður slapp við sveittu
stemninguna í
„tubinu" og var engum
háður. Á vespunni
komumst við allra okk-
ar ferða á korteri sem
annars hefði tekið 40
mínútur. í London er
mikil vespumenning og
þar er t.d. að finna sér-
bflastæði fyrir vespur
og mótorhjól," upplýsir
Helga. Þar í borg er
leyfilegt að tvímenna á
50 cc vespu - nokkuð sem er ekki leyfilegt
hér, og hafi parið því skipst á að skuda hvort
öðru um borgina. Síðan þau íluttu aftur til
íslands hefur það hins vegar verið Helga
Gerður sem hefur yfirtekið tryllitækið og fer
á því á hverjum degi til vinnu á hönnunar-
stofuna A4 þar sem hún vinnur sem grafísk-
ur hönnuður.
„Fólki finnst vespan krúttleg og sýnir
henni sama umburðarlyndi og barnavagni.
Úti í London væri búið að margsekta mig
fyrir að leggja ekki á merktum stæðum."
Helga segist njóta þess hversu fáar vespur
eru í höfuðborginni. „Það er reyndar eins og
sumir hafi virkilega aldrei séð vespur áður
og það er skondið þegar fólk hreinlega snýr
sig úr hálsliðnum og glápir á eftir henni í
umferðinni. Það er þvflíkur furðusvipur á
mörgum sem keyra fram hjá manni að það
er frekar eins og maður þeysist um á geim-
skipi eða einhverju furðu-farartæki, ekki lít-
illi saklausri vespu, svo undrandi er fólk á
svipinn." Spurð um það hvernig sé að vera á
svona tæki í íslenskri umferð þá segist hún
yfirleitt mæta tillits-
semi en þó hafi
stundum verið svínað
á hana og einstaka
sinnum gróflega brot-
ið á henni. „Fólk er
ekki vant vespum
hérna og oft virðist
það hreinlega ekki sjá
mann eða misreiknar
hraðann á vespunni,"
segir Helga Gerður
sem segist ekki hafa
farið lengra en upp í
Árbæ á tækinu, enda sé vespan ekki sérlega
kraftmikil í brekkum.
Yfir hörðustu vetrarmánuðina hefur
Helga Gerður sett númerin á vespunni í
geymslu til þess að lækka tryggingarnar, auk
þess sem það sé algjört sjálfsmorð að henn-
ar sögn að vera á henni í háiku. Þegar rignir
smellir Helga loðfóðraðri svuntu utan yfir
búkinn á hjólinu og verst þannig ágangi
veðursins. „Þessi poki er mjög sniðug lausn,
hann minnir á kerrupoka, en þó er maður
„Það er þvílíkur furðusvipur
á mörgum sem keyra fram
hjá manni að það er frekar
eins og maður þeysist um á
geimskipi eða einhverju
furðu-farartæki, ekki lítilli
saklausri vespu, svo undr-
andi er fólk á svipinn."
FAGURKERI: „Ég sé mig ekki alveg fyrir mér á groddaralegu mótorhjóli og í leðurdressi. Þó gæti ég vel hugsað
mér að fá mér vespu með kraftmeiri vél en aðalatriðið er að halda í þetta fagra form," segir grafíski hönnuður-
inn Helga Gerður sem keypti sína vespu í London. I vondum veðrum smellir hún sérstakri ábreiðu á vespuna
og þannig getur hún haldist þurr þótt hún skjótist um bæinn í rigningu.
ekki fastur inn í þessu heldur getur stigið
niður á ljósum og slflct. Þetta er eiginlega
eins og að vera með teppi yfir sér og er mjög
notalegt."
- Ertu ekkert á leiðinni að fá þér stærra og
kraftmeira hjól?
„Nei, vespan er alveg nógu kraftmikil fyrir
mig en kærastann minn dreymir um alvöru-
mótorhjól. Ég er fagurkeri og féll fyrir vesp-
unni af því að hún er svo sæt. Ég sé mig ekki
alveg fyrir mér á groddalegu mótorhjóli og í
leðurdressi. Þó gæti ég vel hugsað mér að fá
mér vespu með kraftmeiri vél, aðalatriðið er
að halda í þetta fagra forrn," segir Helga.
Hún fórnaði þó smartheitunum fyrir
praktíkina hvað hjálminn varðar, en í stað
hins klassíska opna vespuhjálms er hún
með lokaðan hjálm. Hann er að hennar
sögn bæði öruggari og líka sérlega hentugur
fyrir stelpur. „Eg skil ekki hvernig nokkur
stelpa vifl vera með opinn hjálm í íslenskri
veðráttu. Það er ekki sérlega sjarmerandi að
mæta veðurbarinn á fund og með maskar-
ann út um allt."