Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 35
 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 DV HÉLGAfWLÁB 39 I Innifalið í verði: Samsettir veggir, einangrun, tollur, virðisauki, flutningur, vottanir og leyfi, allar fagteikningar frá sökkli og upp úr og fleira. Gerum tilboð í alla verkþætti hússins. Við erum sveigjanleg og vinnum eftir þínum þörfum. Erum að byggja á Egiisstöðum, á Austfjörðum í Vogum, Vatnsieysu og í Reykjavík, www.reykjabraut.is s. 595-0102 NAUTIÐ: Ellý, sem er 33 ára, segist í raun hafa komist langt á þrjósku nautsins. Hún er alin upp í Árbænum en varð snemma sjálfstæð og varfarin að standa á eigin fótum 15 ára. „Ég er stúdent frá Verslunarskóla Islands þar sem ég lagði reyndar meiri metnað í félagslífið en námið." „Ég held ég passi vel við hvaða merki sem er. Er það ekki líka þannig að ef maður er sjálfur í jafnvægi og búinn að finna sitt sanna sjálf þá er maður fær um að eiga góð samskipti við hvern sem er?" segir Ellý, að- spurð hvaða elskhugi passi best við hana samkvæmt bókinni „Spáðu í mig“ þar sem hægt er að sjá hvernig ákveðin stjörnumerki passa við manns eigið út frá ástinni. Sjálf er Ellý naut en eins og er er elskhuginn enginn. - Eftir að hafa flett þessari bók þá er ég sjálf engu nær varð- andi það hvaða merki passar best við mig, mér finnst öll merkin vera svo jákvæð? „Já, er það ekki frá- bært! Varla ertu óá- nægð með það, það gefur þér þá bara enn meiri möguleika," seg- ir Ellý og sendir eitt af sínum sjarmerandi brosum yfir borðið til blaðmanns DV sem er djúpt sokkinn í bókina, vegandi og metandi hugsanlega elskhuga út frá eigin stjörnu- merki. Umrædd bók er gefín út af Sölku en skrá- sett af Ellýu í nafni dularfulls spámanns sem einnig birtir stjörnuspár og ýmsa spádóma á heimasíðunni www.spamadur.is, - heima- síðu sem fyrirtæki Ellýjar, Ingunn ehf. (skírt í höfuðið á ömmu Ellýjar), heldur úti. - Er virkilega um einhvern spámann að ræða? Er þetta ekki bara eitthvert bull upp úr þér sjálfri? „Nei, nei, nei,“ svarar Ellý, hristir lymsku- lega höfuðið en ég sé samt ekki hvort hún er með lygaramerki á puttanum. „í fyrsta lagi þá skulum við átta okkur á því að þetta er allt saman bara til gamans gert og líta ber á stjörnuspár sem afþreyingu en ekki ein- hvem heilagan sannleik. Miðað við heim- sóknir á vefmn spamadur.is, en um 3000 einstaklingar kíkja þangað inn daglega, hafa íslendingar mjög gaman af því að spá í þessi mál. Erum við líka ekki öll að leita að þessu góða og þessu jákvæða? - en það er einmitt þess konar ráð og spár sem spámaðurinn reynir að gefa.“ Ástarspil væntanleg Landsmenn þekkja flestir Ellýu sem sjón- varpsþuluna á RÚV en ekki sem konu í at- vinnurekstri. Hvað þá konu sem á í dular- fullu sambandi við spámann sem ekki vill láta nafns síns getið en hefur fyllt vef henn- ar af efni í þrjú ár. „Þegar ég stofnaði þetta fyrirtæki f upphafi var vefurinn hugsaður sem fjölskylduvefur en fljótlega kom hins vegar í ljós að það var stjörnuspáin sem fólk sótti hvað mest í og út frá því var vefurinn spamadur.is þróaður," upplýsir Ellý. Auk hinnar nýútkomnu bókar, Spáðu í mig, hef- ur fyrirtækið sent frá sér sérstök spádóms- spil og einnig eru þar til gerð ástarspil vænt- anleg á markað fýrir jólin. „Þessi spil virka þannig að þú spyrð einhverra spurninga sem hjartað vili fá svar við - en hjartað er eina líffærið sem heilinn stjórnar ekki. Þú leggur spilin og þau svara þér varðandi ást- ina, hvað bíður þín og hvernig þú átt að taka á málunum." Fyrir þá sem ekki hafa gaman af svona af- þreyingu hljómar þessi vefur, bók og spil sem eitthvert algjört bull - enda segist Ellý alveg hafa orðið vör við fordóma í garð fyrir- tækisins þegar hún hefur verið að markaðs- setja það. „Það er vissulega ekki létt að vera að byggja upp eigin rekstur innan um alla þessa jakkafatakarla í samfélaginu sem hrista hausinn og segja: „Jæja elskan, ertu bara komin í andlega geirann!" - en ég tek það fram að ég er alls ekki í neinu slíku held- ur flokka fyrirtækið undir afþreyingu og skemmtun," segir Eflý sem er eins og áður hefur komið fram naut og er því ekki á því að gefast upp. „Ég var að vinna hjá EJS á tíma- bili og þar kviknaði eiginlega áhugi minn á Netinu og möguleik- um þess. Þessi vefur er ekki bara fín við- skiptahugmynd held- ur hefur hann svo margt jákvætt að gefa fólki. Mín stjörnuspá er t.d. alltaf mjög já- kvæð þannig að það er ekki amalegt að byrja daginn á því að lesa spá dagsins. En auðvit- að kemur spámaðurinn líka oft með ýmsar ábendingar sem eiga vel við. Það er eigin- lega alveg ótrúlegt hvað ráð hans eiga oft vel við," segir Ellý hlæjandi - og notar tækifærið til að benda á að spámaðurinn er einnig far- inn að nýta sér farsímatæknina en í gegnum Og vodafone er hægt að fá daglega stjörnu- spá senda frá honum í gegnum sms. Með 7000 krónur til Portúgals Ellý, sem er 33 ára, segist í raun hafa kom- ist langt á þrjósku nautsins. Hún er alin upp í Árbænum en varð snemma sjálfstæð og var farin að standa á eigin fótum 15 ára. „Eg er stúdent frá Verslúnarskóla Islands þar sem ég lagði reyndar meiri metnað í félagslífið en námið. Ég var Ijósmyndari Verslunar- skólablaðsins og Viljans og var bara meira og minna niðri í ljósmyndaherbergi að framkalla," minnist Ellý. Eftir að hafa fallið í þýsku, þá hálfnuð í stúdentinn, dreif óþolin- mæðina hana sem skiptinema til Þýska- lands og kom hún til baka fljúgandi fær í tungumálinu - sem hefur á seinni árum nýst henni við leiðsögu erlendra ferða- manna hér heima. „Eftir stúdentsprófið fór ég ásamt vin- konu minni til Portúgals að freista gæfunn- ar, einungis með 7000 krónur í vasanum. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í en okkur langaði til að takast á við eitthvað annað en skólasetu og próflestur," segir Ellý. Vinkonurnar voru heppnar, þær fengu fljót- lega vinnu á veitingahúsi og voru úti í rúmt ár. „Þetta var mjög skemmtilegur tími. Við fengum virklega að finna fyrir lífinu, ferðuð- umst og skemmtum okkur. Svo eitt kvöldið var ég að labba heim úr vinnunni og lagið „oh baby baby it’s a wild world its hard to get by just up on a smile ..." með Cat Stevens ómaði út á götu og þá vissi ég að það var kominn tími til þess að fara heim. Maður var búinn að leika sér í ár og þetta var orðið gott," segir Ellý sem segist hafa komið heim tilbúin til þess að festa rætur og eignast fjöl- skyldu. I dag á hún tvo drengi, 4 og 7 ára gamla, og 10 ára samband að baki. „Ég fór í sumar aftur á gamlar slóðir í Portúgal og lagði þar loka- hönd á bókina. „Ha, tala ég sexí! Það er þá ekki meðvitað! Ég reyni hins vegar alltafað tala skýrt og skilmerkilega og hugsa þá oft til eldra fólksins. Þetta fólk er oft einmana og vill fá smávegis félagsskap inn í stofu og því finnst mér að þul- an eigi að halda velli." SPÁÐ íÁSTINA: „Hjartað er eina líffærið sem heilinn stjórnar ekki," segir Ellý sem óneitanlega spáir mikið í ástina þessa dagana, þó hún sé einhleyp. Hún er ekki bara nýbúin að skrásetja bók sem fjallar um stjörnumerkin og ást- ina heldur eru einnig ástarspil væntanleg á markað frá fýrirtæki hennar fyrir jólin. Ég lét engan vita af því að ég væri væntanleg en það var ofsalega gaman að hitta gamla fé- laga aftur og rifja upp gamla tíma." Þulan á að halda velii Fram undan eru miklar annir hjá Ellý en Salka mun kynna bók- ina á bókamessu í Frankfurt í haust. Ást- arspilin góðu eru einnig komin í fram- leiðslu og að hennar sögn erýmislegt fleira í bfgerð frá spámannin- um sem tengist stjörnumerkjum og kærleika. Ellý verður svo að sjálfsögðu áfram að finna á skján- um í vetur í sjónvarpi allra landsmanna, fimm kvöld í mánuði, í um 10 sekúndur í senn. - Ekki meira en það, mér finnst þú alltaf vera á skjánum! En þú verður kannski bara svona eftirminnileg af því að þú talar svo sexf... „Ha, tala ég sexí!" Það er þá ekki meðvit- að!“ segir Ellý og skellihlær. „Ég reyni hins vegar alltaf að tala skýrt og skilmerkilega og hugsa þá oft til eldra fólksins. Þetta fólk er oft einmana og vill fá smávegis félagsskap inn í stofu og því finnst mér að þulan eigi að halda velli. Kynningarnar tengja dagskrána saman og svo erum við líka alltaf til staðar ef eitthvað kemur upp á og dagskráin raskast." Ellý segist kunna vel við sig á RÚV en hún hafi samt engan sér- stakan áhuga á þvf að færa sig út f alvörudag- skrárgerð. Skriftirnar fyrir spámanninn, sem hún sinnir að mestu eftir miðnætti, gefi henni mikla ánægju og nóg að sinni. „Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góður vinnustaður RÚV er. Fólkið, umhverfið og andinn - það er afskaplega notalegt að vinna þarna," segir Ellý og bætir hvíslandi við um leið og hún kímir að spá- maðurinn hafí reyndar sagt henni að þulu- klefinn sé fullur af fólki... snaeja@dv.is „Ég held ég passi vel við hvaða merki sem er. Er það ekki líka þannig að efmaður er sjálfur í jafnvægi og búinn að finna sitt sanna sjálfþá er maður fær um að eiga góð samskipti við hvern sem er?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.