Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 37 Vespan partur afum hverfisvænum lífsstíl „Þetta er bara lífsstíll og í mínum huga stóð valið aldrei á rniili vespu og bíls. Vespur em mjög sparneytnar og í raun mjög umhveríis- vænt farartæki - auk þess sem það er bara ólýsanlega heillandi og skemmtilegt að fara í ökuferð á fallegum sumardögum eða kvöld- um og finna andvarann og sjá svo miklu meira heldur en þegar maður er fastur inni í bfl. Ef ég er ekki á vespunni þá nota ég yfirleitt bara strætó eða reiðhjól," segir Helga Ólafs- dóttir, ritstjóri tímaritsins Matartímans, að- spurð af hveiju hún keyri um á vespu frekar en að vera á bfl. Helga, sem er 36 ára, eignaðist sína fyrstu vespu þegar hún var 19 ára. Þá var hún enn í framhalds- skóla og var Piaggio- vespa upp á 220 cc hennar fyrsta ökutæki sem þaQ er jjfa hundleiðinleqt Fynr þa sem ekki vita þa r . t>“' þarf einungis venjulegt QO Vera Cllltaf faunsær Og hag- að „Þrátt fyrir að það sé stuttur tími á ári hverju sem maður notar hjólið þá er það þess virði og vel það - auk þess bflpróf á 50 cc vespur en um leið og þær em orðnar kraftmeiri þarf maður að vera með mótorhjólapróf upp á vasann. Það hefur Helga sumsé, en hún segist hafa lítinn áhuga á öðmm tegundum af vélhjólum en vespum. I dag keyrir hún um á mintugrænni Piaggio- vespu, 120 cc, en hana hefur hún átt í þrjú ár. „Kaupin á þessari vespu gerðust íyrir algjöra tilviljun. Ég fór út í sjoppu ásamt manninum mínum eina helgi, þar sem ég fletú helgar- blaði DV og sá þá mynd af vespunni í smá- auglýsingunum. Það skipti engum togum, ég kolféll fyrir henni, hringdi og keypti hana.“ Helga notar vespuna aðeins á sumrin en hún segir mikið ffelsi fólgið í því að geysast um á henni og finna fyrir veðurfarinu í andlitinu." Þetta er alls ekki prakú'skt farartæki, trygg- ingaverðið er hátt og allt of lítil hjól á þessu stóra og þunga boddí fyrir íslenslrt veðurfar. En þrátt fýrir að það sé stuttur tími á ári hverju sem maður notar hjólið þá er það þess virði og vel það - auk þess sem það er iíka hundleiðinlegt að vera alltaf raunsær og hag- sýnn í hugsun - þá gerir maður aldrei neitt skemmúlegt." Hún segir að vespan fái mikla athygli á göt- unum, sérstaklega ffá eldri kynslóðinni sem man vel eftir vespunum frá því í gamla daga, og hefúr hún jafnvel verið stöðvuð á rauðu ljósi af forvitnum ökuþórum. „Vespur vekja blendnar tilfinningar með fólki. Þær þykja hallærislegar en um leið sval- ar,“ segir Helga sem skartar þeim titli að vera formaður sérstaks vespuklúbbs sem var stofnaður fyrir tveimur árum. „Þessum klúbbi var komið á fót fyrir til- stuðlan Evró sem flyt- ur hinar ítölsku Piaggio-vespur inn. Klúbburinn var stofn- aður svona meira til gamans og var planið vespueigendur sýnn í hugsun - þá gerir mað- ur aldrei neitt skemmtilegt." myndu hittast ernu sinni á ári og hjóla eitt- hvað saman. Þar sem ég var eina stelpan á stofnfundinum fannst þeim mjög fyndið að kjósa mig sem formann,“ upplýsir Helga, sem segir reyndar að starfsemi klúbbsins hafi leg- ið í dvala að undanfömu. En það em ekki bara hinar ítölsku vespur sem heilla Helgu, sem er mjög hrifnæm að eðlisfari, því Itafía í heild sinni hefur mikið aðdráttarafl. Auk þess að vera hrifin af ítölsk- um mat og veðurfari þá gifti hún sig einnig á Ítalíu og hefúr heimsótt héraðið þar sem Piaggio-vespumar em framleiddar. Spurð að því hvemig vespan plumi sig í umferðinni segir hún öllu máli skipta að keyra hana á miðri akgrein og taka sitt pláss eins og hver annar bfll, það sé ömggast. „Það er miklu betra að vera á vespu á götunum í dag en fyr- ir 17 ámm, þegar ég fékk mína fyrstu vespu. Mér finnst ökumenn taka mun meira tillit til mín nú en þá - en kannski er ég lflca bara orð- in betri ökumaður." HALLÆRISLEGAR EN SVALAR: „Vespur vekja blendnar tilfinningar með fólki. Þær þykja hallærislegar en um leið svalar," segir Helga Ólafsdóttir sem skartar þeim titli að vera formaður sérstaks vespuklúbbs sem var stofnaður fyrir tveimur árum. Sparneytln og töff „Ég er nú bara búin að eiga mína vespu í um einn og hálfan mánuð en þykir nú þegar afskaplega vænt um hana,“ segir Kristín Kristjánsdóttir 24 ára mannfræðinemi sem þeysist um bæinn á perluhvítri Piaggio- vespu. Kristín segist hafa heillast af þessu far- artæki þegar hún var Erasmusnemandi á Spáni fýrr á þessu ári. „Ég var alltaf að dást af þessum farartækjum í Barcelona og langaði til þess að flytja eina slflca með mér heim til fslands,“ segir Kristín. Hún segist hafa athug- að málið en komist að því að slíkur innflutn- ingur væri ekki sérlega hagstæður en meðan hún var að kanna allt þetta fann hún íslenska auglýsingu á Netinu þar sem vespa var auglýst til sölu. „Ég keypú hana óséða og fékk hana ekki í hendumar fýrr en mánuði seinna." Þar sem Kristín er ekki með bflpróf var það hennar fýrsta verk þegar hún kom til landsins að skella sér á skelli- nöðrunámskeið. „Ég var þarna á námskeiði „Þessi ferðamáti er ekki fyrir hvern sem er. Sumir segja að vespur séu bara fyrir homma og stelpur en mér finnst vespur bara vera töff." með 14 ára unglingum," rifjar Kristfn upp og hfær. Hún segist hafa fengið sér hlýja úlpu og henni séu því ailir vegir færir á vespunni í dag og vonar að lítil hálka verði í vetur. Mest not- ar hún vespuna í miðbænum þar sem hún býr og starfar, þó fari hún einnig á henni upp í Árbæ til foreldra sinna að meðaltali tvisvar í viku. „Þar sem ég kemst ekki hraðar en í 50 reyni ég að forðast stærstu umferðargöt- urnar." Kristín segir far- arskjótann vera afskap- lega spameytinn, hún fýlli hjólið þrisvar í mánuði fýrir 500 kall í hvert skipti. Á nætumar setur hún vespuna inn enda auðvelt að stela henni þar sem hún er ekki nema um 80 kg að þyngd. „Þessi ferða- máti er ekki fýrir hvem sem er. Sumir segja að vespur séu bara fýrir homma og stelpur en mér finnst vespur bara vera töff. Vinir mínir hafa fengið að grípa í hjólið og einhverjir hafa smitast og em farnir að horfa í kringum sig eftirvespu til kaups." snaeja@dv.is SÆTAR VESPUR Á SPÁNI: Mannfræðineminn Kristín Kristjánsdóttir heillaðist af vespum í Barcelona og var það fyrsta verk hennar að taka skellinöðruprófið þegar hún kom þaðan heim úr námi í vor. ^JMUUESTUHE 20% afsláttur ORMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.