Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 24
24 WHBXiAiRSSlM) LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir, gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Rifs Rifsber vaxa á þéttum runna sem talinn er sambland þriggja garðarunna. bau hanga íklösum og verða fallega rauð þegarþau þroskast. Því henta þau vel til skreytinga, auk þess sem blöðin eru tennt og fara fallega á borðl með berjunum. Talið er að rifsber hafi fyrst verið ræktuð í Hollandi og Belgíu og eru til heimildir um þau frá því fyrir 1600. Berin eru bragðsterk og mörgum þykja þau ofsúr til að borða þau fersk en í sykurlegi teljast þau frískandi efticréttur með ís. Blöð runnans eru tennt með sterkum víindum og má reyndar líka nota sem krydd, fersk eða þurrkuð, en þó eru það berin sem flestir sækjast eftir. Þau henta mjög vel í hlaup þarsem þau innihalda mikið hleypiefni, einkum með- an þau eru ekki fullþroskuð. Slíkt hlaup þykir ómissandi út í sósur með rjúpu og annarri villibráð. Rifsber eru auðug afC-vítamíni og jafngilda þarsítrónum. Einfalt að breyta berjum í hlaup segir Margrét Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari Þessa dagana svigna greinar rifs- berjarunnans undan rauðum og safaríkum berjum. Sjálfsagt er að nýta slíkar gjafir móður jarðar, enda gott búsílag að eiga sultu- krukkur til vetrarins. Meðal þeirra sem gera mikið af sultu og hlaupi á hverju hausti er Margrét SigMsdóttir, hússtjórnarkennari og skólastýra Hús- mæðraskóla Reykja- víkur. Hún segir marga gera sér lífið of erfitt þegar komi að því að gera rifsberja- hlaup. „Það er óþarfí sigta íýrst saft og sjóða hana aftur með sykrinum, eins og margir gera. Eins má vara sig á að hella miklu á sigtið í einu því hleypiefnið er svo mikið að sigtið getur stíflast,“ segir Margrét. Hennar aðferð er mun einfaldari. Hér er upp- skriftin: Rifsberjahlaup: 1 kg rifsber, með stilkum og nokkrum laufum. Nauðsynlegt er að hafa eitthvað af grænum berjum í bland við þau rauðu. 1 kg sykur Berin eru sett í sigti og þvegin vel undir vatnsbunu. Síðan eru þau sett í pottinn, með stilkunum og lauMnum, og sykurinn út í. Þetta er soðið og ef hitinn er mikill þarf að hræra vel í því á meðan sykurinn er að bráðna og berin að springa svo ekki brenni við. Þegar suðan er komin upp er hræran látin sjóða í 3-4 mínútur uns berin eru sprungin. Þá er potturinn tekinn af og þar með sekkur hratið til botns. Froðan er dregin til hliðar með fiskspaða og saftinni er ausið í gegnum sigti í skái með stút. Síðan er hellt beint úr skálinni í hreinar krukkur sem hafa verið hafðar í heitum oMi um stund og eru því látnar standa á klút á borðinu. EMr það er öllu hratinu hellt á sigtið og kramið í gegnum það. Það fer í sér- krukkur og er notað út í mat. Síðan má setja hratið í pottinn aftur, vatn með og sjóða saft úr því. - í lokin koma svo fleiri hollráð frá Mar- gréti: í sambandi við krukkur er gott að leggja það í vana sinn að hreinsa alla miða af þeim um leið og þær tæmast yfir árið, þvo þær vel og geyma með lokunum. Þá eru þær til reiðu þegar á þarf að halda á haustin. Svo er nauð- synlegt að merkja hverja krukku með heiti sultunnar og dagsetningu. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.