Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Síða 26
26 ÖV tiÉLGÁfÍBLA§ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 MARGFÖLD MÓÐIR: “Þetta smáfólk mltt gerir mig einstaklega ríka. Ef þau væru ekki til væri ég einhver allt önnur kona," segir hin 27 ár Inga Lind sem er með fjögur börn á heimilinu. Ingibjörg Lind Karlsdóttir mun í vetur hjáipa landanum að komast í gang á morgnana sem einn af morgunhönum Stöðvar 2 í morgun- þættinum ísland í bítið. Inga Lind er áhorfend- um að góðu kunn því hún hefur í sumar unnið á fréttastofu stöðvarinnar, jpar sem hún færði landanum t.d. hina umtöluðu laxafrétt. Hvort hún plumarsig í dagskrárgerðinni í vetur mun, að hennar sögn, ekki velta á því hvort hún vaknar nógu tímanlega því stelpan er algjör morgunhæna. „Er ekki alltaf talað um það að fólk sé ann- að hvort a- eða b-manneskjur. Ég held að það sé nokkuð ljóst hvoru megin ég er, enda sprett ég óstúrin upp á morgnana eins og ekkert sé og hef gert það alveg síðan ég var krakki," segir sjónvarpskonan Inga Lind þar sem hún skellir sjóðheitu kaffi á eldhús- borðið á heimili sínu í Garðabæ. Það er vel við hæfi að taka viðtal við þennan verðandi morgunhana Stöðvar tvö snemma dags því frá og með 1. september mun hún fara á fæt- ur klukkan hálfsex á morgnana og sjá, ásamt Eiríki Hjálmarssyni, um Island í bítið, morg- unþátt sem er í loftinu alla virka daga milli kl. 7 og 9. „Ég er löngu komin á fætur í dag, búin að gefa krökkunum morgunmat og koma miðbarninu á leikskólann," segir Inga Lind þegar geispandi blaðamaðurinn þiggur kaffi um níuleytið. Laxafréttin minnisstæð Inga Lind yfirgaf fréttastofu Stöðvar 2 í gær og segist hafa gert það með eftirsjá. Fréttamennskan hefur, að hennar sögn, lagst vel í hana, þrátt fyrir að hún hafi upp- lifað nokkra jarðskjálfta innan fréttastof- unnar f sumar. Skemmst er að minnast upp- sagnar sjö kvenna á fréttastofunni, sem og mikils titrings nýlega meðal starfsmanna vegna fréttarinnar um laxveiði Geirs Haarde í boði Kaupþings - Búnaðarbankans. Reynd- ar var það Inga Lind sem vann þá frétt og hún segir hana vissulega vera eina af minn- isstæðustu fréttum sumarsins. „Það getur vel verið að ég verði alveg óþolandi á skján- um en þá verður bara að hafa það og ég verð að taka því. Málið er að það er alveg hægt að vera frábær manneskja þó að maður virki ekki í sjón- varpi og efsvo er má maður ekki álíta sig alveg ómöguleg- an að öllu leyti fyrir vikið „Þetta mál varpar einna bestu ljósi á það hversu fréttamenn Stöðvar 2 eru ofboðslega samheldinn og öflugur hópur þar sem menn bakka hver annan upp í blíðu og stríðu. Þó svo að ég hafi í upphafi fengið því verkefni úthlutað að vinna þessa frétt fannst mér svo frábært að finna fyrir stuðningi samstarfs- manna minna í þessu máli, sem og í raun starfssystkina minna á öðrum fjölmiðlum líka,“ segir Inga Lind. Hún bætir við að vissulega hafi einnig verið erfitt og sorglegt að horfa upp á það að góðu fólki var sagt upp fyrr í sumar, en þær uppsagnir hafi sannarlega þyngt róðurinn hjá þeim frétta- mönnum sem eftir eru. - Nú er oft talað um að fjölmiðlafólk hafi annaðhvort hart fréttanef eða sé meira í mjúkum málum. Hvar stendur þú? ,Ætli ég sé nokkuð búin að finna mig enn. Mér líður rosalega vel í báðum þessum geir- um. Ég væri algjörlega til í að fara aftur í fréttirnar einhvern tímann en tíminn verður bara að leiða í ljós hvað verður,“ segir Inga Lind og ýtir heitri kaffikönnunni frá yngsta guttanum, Hauki, 16 mánaða. Auk hans á hún tvö önnur börn, Matthildi Margréti, 3 ára, og Hrafnhildi Helgu, 6 ára, auk þess sem Arnhildur Anna,ll ára, dóttir eiginmanns hennar, Árna Haukssonar, forstjóra Húsa- smiðjunnar, er einnig mikið á heimilinu. - Fjögur börn og þú bara 27 ára. Það er vissulega óvenjulegt nú til dags. „Já, ég veit, en það er ekki þar með sagt að það sé slæmt. Þvert á móti finnst mér ég vera heppin og hamingjusöm kona og þetta smáfólk mitt gerir mig einstaklega ríka. Ef þau væru ekki til væri ég einhver allt önnur kona,“ segir Inga Lind og brosir. Barnmargt heimili Það hvarflar óneitanlega að manni að Inga Lind sé ein af þessum ofurkonum sem eru fallegar, klárar og geta allt. Samhliða barnauppeldinu kláraði hún hagnýta ís- lensku í háskólanum, var í spennandi fjöl- miðlavinnu og á kafi t' stúdentapólitík. „Nei, ég er engin ofurkona og vil alls ekki vera það.Ég fæ meira að segja húshjálp tvisvar í mánuði til að laga til hjá mér en annars er ég löngu hætt að pirrast yfir brauðmylsnu hér og þar - svona er þetta bara þegar maður er með börn," segir Inga Lind og hlær að þessri ofurkonustaðhæf- ingu. „Einhvern veginn hef ég verið svo heppin að rata í vinnu og nám sem hentar vel með barneignum. Þegar ég var í skólan- um virkuðu börnin sem aðhald við námið og maður nýtti kannski betur þann tíma sem maður hafði lausan fyrir námið þvi' maður vissi að það var ekki um neitt annað að ræða. Þannig að það er ekkert svo slæmt að eiga börn og vera í skóla. „Vinnan í morg- unsjónvarpinu hentar, að hennar sögn, einnig mjög vel því hún er komin heim á há- degi og börnin því bara hálfan dag á leik- skóla og f skóla. „Ég legg mikla áherslu á að vera mikið með börnunum mínum og það hefur gengið vel hingað til. Auðvitað er margt sem mann langar til að gera sem maður gerir ekki af því að maður er vissulega bundinn yfir börnun- um. En þau eru bara svo frábær að ekkert : ;; fn L $

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.