Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST2003 AUÐVELT SKOTMARK? Vegna stærðar sinnar virðist Boeing-þota (sraelska El Al flugfélagsins auðvelt skotmark í flugtaki. Talið er að flugfloti El Al sé búinn varnarbúnaði til þess að verjast hugsanlegum flugskeytaárásum hryðjuverka- manna en óttast er að þeir muni f auknum mæli beita stýriflaugum sem búnar eru hitaskynjunarbúnaði. Stýriflaugar sem búnareru hitaskynjunarbúnaði: FRÉTTAUÓS Erlingur Kristensson erlingur@dv.is Sum flugfélög vilja hann, sum hafa ekki efni á honum og önn- ur gætu þegar hafa eignast hann. - Hér er átt við tæknibún- að f flugvélar til varnar stýri- flaugum sem búnar eru hita- skynjunarbúnaði. Þetta er mjög dýr og umdeildur búnaður sem hugsanlega gæti bjargað mörg- um mannslífum í framtíðinni með breyttum árásaraðferðum hryðjuverkamanna. Handtaka breska vopnasalans Hemants Lakhani í New Jersey í síð- ustu viku hefur vakið upp ótta um að næst þegar hryðjuverkamenn láti til skarar skríða gegn farþega- flugvél verði árásin gerð með slíkri stýriflaug sem eltir uppi skotmarkið með skelfilegum afleiðingum. Herra Lakhani hefur einmitt ver- ið ákærður fyrir það að reyna að selja dulbúnum útsendara banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, í hlutverki liðsmanns al-Qaeda-sam- takanna, slíka stýriflaug. Herra Lakhani hefur einmitt verið ákærður fyrir það að reyna að selja dulbúnum útsend- ara bandarísku alríkis- lögreglunnar FBI, í hlut- verki liðsmanns al-Qaeda-samtakanna, slíka stýriflaug. Það gerðist á svipuðum tíma og breska flugfélagið British Airways stöðvaði allt flug til Sádi-Arabíu og Kenía af ótta við hryðjuverkaárásir, eins og þá sem misheppnaðist við Mombasa-flugvöll í Kenía í nóvem- ber á síðasta ári, þegar hryðjuverka- menn skum stýriflaug að ísraelskri farþegaflugvél skömmu eftir flugtak. Misheppnuð tímamótaárás Árásin þótti marka tímamót í árásartækni hryðjuverkamanna og óttast að á eftir fylgdu fleiri slíkar árásir þar sem mjög auðvelt er að skjóta flaugunum úr til þess gerðum skothólkum sem hryðjuverka- mennimir bera á öxlum sér og geta því auðveldlega læðst með í heppi- legt færi við skotmarkið nálægt flugbrautum. Einnig má auðveldlega skjóta flaugunum úr farartækjum og jafn- vel úr opnum blæjubílum sem lagt er við flugstöðvar eða út um hurðir og glugga minni og stærri bifreiða. Þrátt fyrir að slíkar flaugar hafi takmarkað flugþol ættu farþega- flugvélar í aðflugi og flugtaki að vera auðvelt skotmark þegar flaugarnar em búnar hitaskynjunarbúnaði. Flaugarnar em líka tiltölulega ódýrar og jafnvel auðfengnar sem illa fengið góss úr vopnabúmm eða með hjálp óprúttinna samvisku- lausra vopnabraskara eins og herra Lakhanis. En staðreyndin er að flaugarnar em fáanlegar og til dæmis er ekki vitað hvað varð um meira en fjögur hundmð stýriflaugar sem Banda- ríkjamenn útveguðu Afgönum í stríðinu gegn Sovétmönnum á ní- unda áratugnum en auk þess mun ómældu magni stýriflauga hafa ver- ið stolið úr vopnabúmm herja víða um heim. Að mati hernaðarsérfræðinga em nú til um hálf milljón stýriflauga í heiminum sem hægt er að skjóta með handbúnaði og flestar í eigu ríkisherja. Þá er óttast að allt að 27 hryðjuverkasamtök gætu þegar hafa komist yfir slíkar flaugar. Umræddur varnarbúnaður virkar þannig að þegar skynjarar nema rafsegulgeisla eða innrauða útgeisl- um flauganna fer tmflunarbúnaður í gang sem sendir frá sér leysigeisia sem ruglar stýrikerfl flauganna og leiðir þær af braut. Um leið ruglast kveikjustýring flaugarinnar með þeim afleiðingum að hún springur innan nokkurra sekúndna. Búnaðurinn er algjör- lega sjálfvirkur og þurfa flugmenn aldrei að koma nærri stjórnun hans. Forgangsverkefni? Miðað við hættuna, sem gæti stafað af þessari nýju ógn, ætti það ef til vill að vera forgangsverkefni að setja slíkan varnarbúnað í farþega- flugvélar, alla vega þær sem fljúga til þeirra staða þar sem hættan er mest. Ekki em þó allir á sama máli um nauðsyn slíks varnarbúnaðar og sagði John Mazer, formaður sam- taka atvinnuflugmanna, til dæmis að þeim milljörðum dollara, sem slík varnarvæðing kostaði, væri bet- ur varið til annarra mikilvægari verkefna og benti á að málið væri nú aftur komið upp á yfirborðið vegna Lakhani-málsins. Heimildir segja að ísraelska ríkis- flugfélagið E1 A1 hafi þegar riðið á vaðið og sett varnarbúnað í sínar vélar og í kjölfar árásarinnar mis- heppnuðu í Kenía hafa önnur fsra- elsk flugfélög fylgt fordæmi þeirra. Þá er sá orðrómur á kreiki að ein- hver önnur flugfélög hafi þegar látið setja varnarbúnað í sínar vélar en haldið því leyndu til þess að valda ekki óþarfa ótta meðal flugfarþega sinna eða að vekja athygli hryðju- verkamanna svo þeir geti hugsan- lega bmgðist við. Það sé hugsanlega ástæðan fyrir því að árásin við Mombasa-flugvöll mistókst. Þessari kenningu afneitar breski flugvélasérfræðingurinn Chris Yates og fullyrðir að 99,9 prósent alls farþegaflugvélaflota heims sé án varnarbúnaðar. „Þessi flugskeyti eru of lítilþess að geta ein og sér grandað stórri far- þegavél. Þeim myndi örugglega verða beint að hreyflun vélanna sem eru hannaðar til þess að fljúga áfram þótt þær missi hreyfil." Til þessa, eða frá árinu 1978, hafa 35 sprengjuárásir verið gerðar á far- þegaflugvélar í heiminum með stýriflaugum og þar af hafa 24 hitt í mark. Aðeins í eitt skipti hefur hryðjuverkamönnum tekist að granda vél. Flestar árásirnar hafa verið gerðar á stríðssvæðum eða í nágrenni þeirra. Ódýrari lausnir í sumum tilfellum, þegar um er að ræða einfaldari stýriflaugar, væri mögulegt að notast við ódýrari varn- arbúnað til þess að mgla stýrikerfí flauganna og senda þær af braut. Þar er um að ræða svokallaðan „blöff- ara“ sem er samansettur úr hárfín- um álflögum sem framkalla svokall- að „skuggaskotmark" sem ætlað er að tæla stýriflaugina af braut. Sá búnaður dugar þó ekki gegn þróuðum hitaþefandi flaugum eins og rússnesku SA-18 stýriflauginni, sem herra Lakhani lét plata sig til þess að kaupa í Pétursborg og varð til þess að hann var handtekinn í New Jersey. Þar kæmi annar búnaður af ódýr- ari gerðinni til greina sem byggist á því að hitablysi er sleppt lausu úr flugvélinni til þess að draga að at- hygli stýriflaugarinnar eftir að skynj- arar hafa numið nálægð hennar. Sá böggull fýlgir þó skammrifi að hitablysið gæti valdið skaða ef það lenti á nálægri byggingu á jörðu niðri. Þess vegna er sá búnaður óhentugur fyrir farþegavélar en heppilegri fyrir hervélar sem frekar halda sig utan fjölbýlissvæða. Leita stöðugt uppi hættuna Af þrennu illu, ef svo má að orði komast, er leysigeislabúnaðurinn því ömggasta vörnin. En hann kost- ar sitt og sem dæmi þá samþykkti bandaríska varnarmálaráðuneytið í Pentagon 23 milljóna dollara fjár- veitingu til þess að setja slíkan bún- að í fjórar herflutningavélar af gerð- inni C-17 sem er sambærileg við bresku Herkúles-flutningavélina. Skynjararnir eru festir neðan á flugvélarskrokkinn og leita stöðugt uppi hættuna eins og áður er lýst og er ætlað að aðgreina hljóð og geisl- un flauganna, sem brenna elds- neytinu við mun hærra hitastig en þotuhreyfill, frá vélargný flugvélar- innar. Áætlaður kostnaður við að koma slíkum búnaði fyrir í farþegaflugvél er sagður vera 2 til 3 milljónir doll- ara sem nemur um 160 til 240 millj- ónum íslenskra króna. Ólíklegt er að flugfélög, sem mörg berjast í bökkum, hafi bolmagn til þess. Flugskeytin of lítil David Schmieder, yfirverkfræð- ingur hjá flugtæknirannsóknar- stofnuninni í Georgíu í Bandaríkj- unum, hefur ákveðna skoðun á málinu og segir að flugfélögin ættu að hugsa minna um að stöðva flug- skeytin en því meira um það hvern- ing hægt sé að draga úr husanleg- um skemmdum sem skeytin gætu valdið. „Þessi flugskeyti eru of lítil til þess að geta ein og sér grandað stórri far- þegavél. Þeim myndi örugglega verða beint að hreyflun vélanna sem eru hannaðar til þess að fljúga áfram þótt þær missi hreyfil og þá jafnvel á einum hreyfli. Vandinn liggur því í afleiðingunum því að brak gæti hæglega skemmt elds- neytisleiðslur og tanka og þannig valdið stórslysi/' sagði Schmieder. Heimild: BBC AUÐVELT f MEÐFÖRUM: Mjög auðvelt er að skjóta stýriflaugunum úr til þess gerðum skothólkum sem hryðjuverkamennirnir bera á öxlum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.