Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAOUR 23. ÁGÚST2003 Fyrsta kornið slegið HAUSTVERKIN: Fyrsta kornið var slegið á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum á fimmtudag. Óli Kristinn Ottóson, bóndi á bænum, sagðist núna ætla að slá sex raða byggið sem orðið er full- þroskað. Hann segir aðr- ar tegundir þurfa aðeins lengri tíma, ef til vill viku til hálfan mánuð. Óli Kristinn er með fjórar gerðir af byggi í tíu hekt- ara landi. Kornsláttur er víða að hefjast nú, hófst t.d. einnig á Þorvaldseyri á fimmtudag. Á mynd- inni hér til hliðar má sjá Sigurgeir L. Ingólfsson á fullu við að slá korn. Sveiflur í gengi deCODE BETRISTAÐ: Gengi hlutabréfa í deCODE stendur nú heldur hærra en á sama tíma í fyrra. Töluverðar sveiflur hafa verið á gengi hlutabréfa í félaginu á markaði í Bandaríkjunum á undanförnum vikum en það komst hæst í júní í rúmlega 3,8 dollara á hlut. Á hádegi í gær var gengið 2,85 dollarar á hlut eftir viðskipti með 84.218 hluti. Hafði gengið þá lækkað fyrri part dags um 2% frá deginum áður. Gengið nú er hins vegar talsvert hærra en á sama tíma á síðasta ári þegar gengi bréfa í deCODE var komið niður fyrir 2.5 dollara. Það fór lægst í um 1.6 dollara á hlut undir lok september 2002. Eru öflugt vopn fyrir níðinga (því barnaklámsmáli sem nú er til rannsóknar hefur komið fram að hinn grunaði hafi notað Netið til að tæla unga pilta til fylgilags við sig. Eins og al- kunna er eru Netið og Vefurinn stórkostleg samskiptatæki sem geta nýst til fjölmargra góðra hluta. Hins vegar má einnig nýta þau í þágu ills eins og fjöl- mörg dæmi eru því miður um. Á Netinu er mjög auðvelt að komast í samband við aðra, sér- staklega unglinga sem nýta sér þennan miðil mjög mikið. Á IRC- rásum, sem oft eru einnig kallaðar spjallrásir, spjalla oft margir ein- staklingar saman í gegnum tölvur sínar hverju sinni. IRC-rásir geta bæði verið sérhæfðar, þannig að einungis er ætlast til þess að þátt- takendur spjaULi um ákveðið efni, en einnig eru almennar rásir þar sem umræðuéfnið getur verið hvað sem fólki dettur í hug. Dæmin hafa samt sannað hér á landi og erlendis að þetta er einnig byrjunarreitur afbrotamanna sem vilja lokka til sín sak- laus ungmenni. Notendur koma fram undir svokölluðu „nick“-nafni en sjaldn- ast undir eigin nafni. Þannig er erfitt að átta sig á því hverjir það eru sem taka þátt í spjallinu hverju sinni. Þetta fyrirkomulag hefur í senn verið það sem er hvað mest heillandi við IRC-ið en jafnframt það varhugaverðasta. Þarna getur t.d. fólk sem er að jafnaði feimið tjáð sig óhindrað í ljósi þess að eng- inn veit hver það er, en um leið geta óprúttnir einstaklingar þóst vera aðrir en þeir raunverulega eru. Oft- ast er það gert f græskulausu gamni, enda vita reyndir notendur betur en að treysta öllum þeim upplýsingum sem aðrir notendur veita þeim, t.d. um kyn, aldur eða annað. Dæmin hafa samt sannað, hér á landi og erlendis, að þetta er einnig byrjunarreitur afbrota- manna sem vilja lokka til sín sak- iaus ungmenni. IRC fyrsta skrefið af mörgum í málinu sem um ræðir virðist einmitt sem hinn grunaði hafi not- að IRC-rásir til að komast í sam- ÓÞEKKTUR Á NETINU: Það er auðvelt fyrir níðinga að nota Netið sem fyrsta tól til að komast í samband við vaentanleg fórnarlömb í Ijósi þess að þar er auðvelt að viðhalda nafnleynd og sigla undir fölsku flaggi. spjalla saman á Netinu vegna þess að fólk þarf að þekkjast áður en spjall getur hafist. Hins vegar verð- ur öryggið að engu ef barn eða ung- lingur hefur kynnst einhverjum á IRC-inu og samþykkt hann inn í skyndiskilaboðaforritið án þess að vita nákvæmlega hver á í hlut. Skyndiskilaboð eru því öruggari boðleið en IRC fyrirþá sem vilja spjalla saman á Netinu. Hvað er þá til ráða fyrir foreldra sem vilja koma í veg fyrir að börn þeirra láti glepjast af níðingum á Netinu? í fyrsta lagi þarf að brýna fyrir börnunum að fara mjög var- lega í öllum samskiptum við þá sem þau hafa aldrei hitt og koma þeim í skilning um að ekki sé hægt að treysta öllum sem taka þátt í IRC-spjallrásum. Að auki þarf að vara þau við því að veita upplýsing- ar um nafn, heimilisfang, síma- númer eða netfang til þeirra sem þau þekkja ekki og biðja þau um að hleypa ekki ókunnugum inn á vina- lista skyndiskilaboðaforrita sinna. kja@dv.is band við unga drengi og talið þeim trú um að hann væri stúlka. í fýrstu hafi spjallið verið almenns eðlis en síðan hafi það orðið kynferðislegra, þar sem hinum grunaða tókst með blekkingum að fá viðmælendur sína til að taka þátt í athæfi sem þeir hefðu undir venjulegum kringum- stæðum ekki samþykkt. Þannig get- ur Netið, og sérstaklega IRC-rásir, orðið níðingum að vopni til að kom- ast í samband við börn og unglinga. Eftir að það hefur tekist og níð- ingurinn áunnið sér ákveðið traust hjá viðmælendum sfnum getur hann farið að beita öðrum sam- skiptaháttum á Netinu. Til dæmis getur hann farið að skiptast á tölvu- pósti við viðmælendur sína og tengst þeim í gegnum skyndiskila- boðaforrit á borð við MSN- messenger eða ICQ. Slfk skyndiskilaboðaforrit eru mjög vin- sæl meðal ungs fólks en eru frá- brugðin IRC að því leyti að þar þurfa báðir notendur að samþyldcja að vera hvor á vinalista annars. Þegar það hefur svo verið samþykkt sjá báðir notendur hvenær hinn er nettengdur og geta spjallað saman í einrúmi. Hvað er til ráða? Skyndiskilaboð eru því öruggari boðleið en IRC fyrir þá sem vilja Veðriðídag VeOríÖ kl. 121 gmr Árdegisflóö Rvfk 03.06 Ak. 07.39 Akureyri Reykjavfk Bolungarvfk Egilsstaðir Stórhöfði Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn London Barcelona NewYork París Winnipeg skýjað skýjað 16 léttskýjað 12 súld 12 léttskýjað 16 rigning 17 skýjað 18 skýjað 15 léttskýjað 24 þokumóða 27 léttskýjað 24 heiðskfrt 20 Sólarlag í Sólarupprás á kvöld morgun Rvfk21.17 Rvfk 05.45 Ak. 21.14 Ak.05.42 Síðdegisflóð Rvfk. 15.45 Ak. 20.18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.