Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Side 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30.ÁGÚST 2003 Fullkomið brunavarnakerfi sett upp við Kárahnjúka KÁRAHNJÚKAR: Oryggismið- stöð (slands hefur samið við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um uppsetningu, þjónustu og vöktun á full- komnu brunaviðvörunarkerfi í vinnubúðunum við Kárahnjúka. Um er að ræða eitt umfangs- mesta brunaviðvörunarkerfi sem sett hefur verið upp á (s- landi. Samningurinn, sem gildir til verkloka við virkjunina, felur í sér að settir verða upp um 2.000 skynjarar, ásamt jaðar- búnaði, í um 100 byggingum í þeim fjórum þorþum sem nú eru óðum að rísa við Kára- hnjúka. Kerfið verður tengt stjórnstöð Öryggismiðstöðvar (slands í Borgartúni 31 og ber- ast boð um kerfið frá Kára- hnjúkum til Öryggismiðstöðv- arinnar á örfáum sekúndum. Öryggisbúnaðurinn sem um ræðir uþþfyllir kröfur Bruna- málastofnunar, sem og Evróþu- staðalsins EM54. HANDSAL: Bergsteinn R. (sleifsson, framkvæmdastjóri Öryggismið- stöðvar (slands, og Mario Moltedo, innkaupastjóri Impregilo, handsala samning fýrirtækjanna fyrr í vikunni. Nýr vegur um BRATTABREKKA: Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra opnaði í gærformlega nýjan veg um Bröttubrekku. Var þetta gert með athöfn á veginum við sýslumörk Dala- sýslu og Mýrasýslu. Nýi vegar- kaflinn, sem er liður í að bæta vegasamband milli byggðar- laga á Vesturlandi, liggur um Bröttubrekku á leiðinni milli Bröttubrekku Borgarfjarðar og Búðardals, frá hringvegi við Dalsmynni að Breiðabólstað í Sökkólfsdal. Vegarstæðið var víða fært frá upprunalegri leið sem var vart annað en troðningur og með hættulegum, einbreiðum brúm. Nýi vegurinn er upp- byggður og klæddur bundnu slitlagi. Styr stendur um laxa- girðingu í Deildará - formaður veiðifélagsins hefur leitað til lögreglu vegna skemmdarverka Styr stendur um laxagirðingu sem sett hefur verið upp í Deild- ará í Norður-Þingeyjarsýslu. Skemmdir hafa verið unnar á girðingunni og hefur málinu ver- ið komið til lögreglu. Laxagirðingin liggur þvert yfir ána, rétt fyrir neðan Deildarvatn. Fiskur- inn gengur því ekki upp í það, né áfram upp í Efri-Déildará og Fremra-Deildarvatn. Girðingin þjónar því hlutverki að halda laxin- um lengur niðri í ánni, sem sviss- nesk hjón hafa haft á leigu um árabil. Enginn má veiða í henni nema leigu- takinn. Girðingin hefur verið þama um nokkurra ára skeið. „Vissulega hefur óánægju orðið vart með þetta,“ segir Jóhann Hólm- grímsson, formaður veiðifélags Deildarár. „En þetta er lögleg girðing því að við höfum fengið leyfi hjá Veiðimálastofnun til að hafa hana þarna. Veiðifélagið sem slíkt hefur samþykkt þetta en það á landið sem nær yfir alit vatnasvæðið. Við eigum þetta, landeigendur, og ekki höfum við ástæðu til að skemma ána. Við höfum aftur á móti tekjur af henni og höfum verið í samráði við okkar bestu menn varðandi þessar fram- kvæmdir. Þá hafa mjög færir fag- menn fylgst með ánni um árabil." Jóhann segir að ef umrædd hindr- un væri ekki sett í ána myndi laxinn fara upp í Deildarvatn og væri þar méð tapaður veiðimönnum. Hann „Við eigum þetta, land- eigendur, og ekki höf- um við ástæðu til að skemma ána." hrygni þó á öllu svæðinu, ef til vill minnst í vatninu. Seiði séu um allt veiðisvæðið og það sé það sem öllu máli skipti. Skemmdarverk Jóhann segir að oft hafi verið „ves- enast óþarflega mikið í girðingunni til að reyna að skemma hana á ein- hvem hátt“ til að iaxinn komist á vatnasvæðið fyrir ofan. Reynt hafi verið að rífa undan henni, skemma 'WW í Glasgow þarftu að: Skoða byggingar eftir arkitektinn Charles Rennie Mackintosh. Prófaðu þjóðarréttinn Haggis en ekki spyija um innihaldið! á mann í tvlbýli I 2 naetur. Innifalið: flug, gisting á Premier Lodge, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 7. nóv, 6. feb. og 5. mars. ICELANDAIR Jtm FJÓRIR SENTfMETRAR: Um fjögurra sentímetra bil er á milli rimlanna, samkvæmt þeirri mælingu sem sjá má á myndinni. *^f -j W; • H ; 1 fc . / Æ steypu við hana og glenna teinana í sundur. „Þetta kom síðast fyrir í sumar. Ég fór með það í lögregluna en þetta er óttalega leiðinlegt mál. Leigutakinn hafði tekið upp númer bíla sem gátu verið grunsamlegir en annars höfúm við enga vissu fyrir því hverjir þama hafa verið að verki. Málið er á þessu stigi núna, hvað sem verður.“ JS5@dv.is LAXAGIRÐINGIN: Styr hefur staðið um laxagirðingu sem sett hefur verið í Deild- ará. Eins og sjá má á myndinni er hún býsna rammgerð. Veðrið á morgun Fremur hæg suðvestanátt, skýjað með köflum og Iftilsháttar súld um landið vestanvert. Sfðan baetir f vindinn og rigning eða súld verður sunnan- og vestan til en þurrt að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Sólarlag í Sólarupprás á kvöld morgun Rvík 20.52 Rvík 06.05 Ak. 20.50 Ak. 05.32 Síðdegisflóð Árdegisflóð Rvík.20.15 Rvík 08.00 Ák 00.48 Ak. 12.33 Veðríðídag Veöriðkl. 12 i gær Akureyri skýjað 12 Reykjavík súld 11 Bolungarvfk skýjað 13 Egilsstaðir alskýjað 13 Stórhöfði skýjað 13 Kaupmannah. rigning 16 Ósló skýjað 16 Stokkhólmur 17 Þórshöfn skýjað 13 London rigning 15 Barcelona léttskýjað 32 New York þokumóða 27 París skýjað 18 Winnipeg skýjað 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.