Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Síða 10
10 SKOmm LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 Nýir tímar - valdablokkir riðlast ru xO Gríðarlegar breytingar eru fram undan í íslensku viðskiptalífi á komandi mánuð- um - miklu róttækari en nokkur gat látið sér til hugar koma fyrir nokkrum vikum. Kaup Landsbankans og Samsonar, eign- arhaldsfélags Björgðlfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magn- úsar Þorsteinssonar, á ráðandi hlut í Straumi, hafa gjörbreytt valdahlutföllum í íslensku viðskiptalífi og eru að líkindum upphafið að uppstokkun á ríkjandi valda- kerfi, sem þó hefur tekið miklum breyt- ingum á síðustu árum. Gömlu valdablokkirnar, sem kenndar voru við Sambandið og einkaframtakið og á síðustu árum við smokkfisk og kol- krabba, heyra sögunni til. Ekki vegna þess að forystumenn þeirra settust niður og semdu um „vopnahlé" heldur vegna ytri aðstæðna og þar réð enginn ferðinni. Þrír þættir hafa fyrst og fremst orðið til þess að gömlu valdablokkirnar riðluðust eða moln- uðu niður: Markaðsvæðing sjávarútvegs, aukið frjálsræði á fjármálamarkaði og jafnvægi í efna- hagsmálum. Markaðsvæðing sjávarútvegsins hefur gert útsjónarsömum útgerðarmönnum kleift að byggja upp glæsileg fyrirtæki sem hafa fjárhags- lega burði til að taka þátt í atvinnulífinu á flest- um sviðum. Aukið frelsi á fjármálamarkaði hef- ur gert fyrirtækjum, fjárfestingarfélögum, lífeyr- issjóðum og einstaklingum kleift að taka beinan þátt í atvinnulífinu og auðgast verulega. For- ráðamenn fyrirtækja þurfa ekki lengur að ganga Augljóst er hins vegar að Samson, undir forystu Björgólfsfeðga, mun leika þar eitt lykilhlutverkið. Eim- skip - holdgervingur kolkrabbans - er komið undir valdsvið þeirra og í gegnum Eimskip liggja sterkir valdaþræðir. með betfistaf í hendi til að íjármagna rekstur- inn. Ungir og vel menntaðir einstaklingar hafa innleitt ný vinnubrögð og nýja hugsun í fjár- málakerfið og atvinnulífið allt. Þeir eru ekki bundnir af hugsun eldri kynslóða um Sam- bandið og einkaframtakið. Hraði, agi, hag- kvæmni og hagnaður eru drifkrafturinn en ekki hæggeng taflmennska við að valda reiti á skák- borði atvinnulífsins. Og jafnvægi í efnahagsmálum hefur lagt grunninn að því að dugnaður og útsjónar- semi bera ríkulegan ávöxt. Óðaverðbólga fýrri ára, sem gerði útilokað að reka fyrir- tæki með skynsamlegum hætti, er aðeins slæm minning. I skjóli jafnvægis hefur íjölda einstakiinga tekist að byggja upp fjárhagslegt bakland og moíað múra valdsins. Ógjörningur er að sjá fýrir hvernig valdakerfi íslensks viðskiptalífs mun þró- ast á komandi mánuðum, hvað þá ef litið er lengra fram í tímann. Augljóst er hins vegar að Samson, undir forystu Björgólfs- feðga, mun leika þar eitt lykilhlutverkið. Eimskip - holdgervingur kolkrabbans - er kom- ið undir valdsvið þeirra og í gegnum Eimskip liggja sterkir valdaþræðir. Hvernig og hvort Björgólfsfeðgar nýta sér þá þræði getur tíminn einn leitt í ljós. En eitt virðist öruggt; það verða breytingar. Breytingarnar sem eru fram undan tengjast ekki aðeins kaupum á hlutabréfum í Straumi og breyttum valdahlutföllum í mikilvægum fyrir- tækjum, heldur ekki síður á öðrum sviðum at- vinnulífsins. Búast má við örum breytingum á fjármálakerfinu, uppstokkun verður á fjöl- miðlamarkaði, breytingar á olíumarkaði og harðari samkeppni á smásölumarkaði og von- andi þá ekki síst á matvörumarkaði. Ekki er frá- leitt að spá því að umhverfið í íslensku við- skiptalífi verði óþekkjanlegt eftir 12 mánuði frá því sem nú er. Út í lífið með skuldasnöru um hálsinn RJTSTXÍRNARBRÉf HaukurLárus Hauksson blaöamaður - hlh@dv.is Bankar og sparisjóðir heyja harða baráttu um viðskipta- vini og beina þeir sérstaklega spjótunum að unga fólkinu, framtíðarviðskiptavinum sín- um. í þeirri keppni eru á stund- um notuð meðul sem geta ruglað fjármálavitund unga fólksins og komið því í vand- ræði sem aftur getur eitrað samskiptin við bankana. Sem varla er þeirra hagur. í DV í dag, bls. 8, segir ung menntaskólastúlka heldur ófagra sögu af greiðslukortaskuldum og til- heyrandi vandræðum. Hún var 18 ára þegar hún fékk íyrsta kreditkort- ið sitt, með 40 þúsund króna heim- Ud. Hún keypti einfaldlega það sem hún taldi sig vanhaga um og þegar heimildin var spmngin fékk hún annað kreditkort í öðmm banka. Þá var hún komin með tvö kort og 80 þúsund króna yfirdráttarheimildar. Hún reyndi að greiða skuldimar nið- ur en vextir og dráttarvextir af skuld- unum kæfðu þær tilraunir. Mál hennar endaði með stefnu og síðan réttarsátt og samkomulagi um 50 þúsund króna greiðslu á mánuði. Það sér hver sjálfan sig í því að ganga í skóla og þurfa að standa skil á 50 þúsund krónum á mánuði. Sú jafna gengur ekki upp nema með gífur- legu vinnuálagi. Skólafólk í þessari aðstöðu flosnar upp úr námi og á kannski ekki afturkvæmt á skóla- bekk. Aðstæður þessarar stúlku munu ekki vera einsdæmi þótt ekki séu mörg málin sem endað hafa með stefnu. Hún viðurkennir að hún geti ekki kennt öðrum en sjálfri sér um hvernig fór en leggur áherslu á, og það réttilega, að bankarnir beri þama nokkra ábyrgð. Framtíðin í unga fólkinu Bankar og sparisjóðir eiga í grimmari samkeppni en áður þekk- ist og reyna hvað þeir geta að lokka til sín nýja viðskiptavini. Agnið er yf- irleitt fjölbreytt þjónusta og það ör- yggi sem felst í því að nota þjónust- una sem boðið er upp á. Skilaboð auglýsinga bankanna snúast gjaman um persónulega þjónustu og fjár- hagslegt öryggi, auk þæginda, frekar en tölur um vexti og kostnað. Ekki er nema eðlilegt að bankamir keppist við að bjóða sem best í þessum efn- um enda gera eigendumir kröfu um að bankamir auki viðskipti sín sem mest og skili sem mestum hagnaði. En framtíðin felst í unga fólkinu og því þarf ekki að koma á óvart þótt bankarnir heyi harðvítuga baráttu um velvild þess. Og þar kveður við svolítið annan tón en þegar spjótun- um er beint að eldri viðskiptavinum. Auglýsingar og markpóstur bank- anna til unga fólksins sýnir umfram allt hve lífið getur verið létt og ljúft, hafi maður rétta kortið upp á vas- ann, réttu yfirdráttarheimildina og rétta tölvukaupalánið. Trommusett, tölva, utanlandsferðir, peninga- úttektir á framandi slóðum, glens og gaman. Fókusinn er á neyslu frekar en ráðdeildarsemi, fyrirhyggju og En framtíðin felst í unga fólkinu og því þarfekki að koma á óvart þótt bankarnir heyi harðvítuga bar- áttu um velvild þess. aðrar dyggðir. Tilboðin em um skuldsetningu í hinum fjölbreytileg- ustu myndum. Skuldir þarf að borga Bankamir mæta reyndar ekki mikilli fyrirstöðu í þessari mark- aðsvinnu. Jarðvegurinn hefúr þegar verið plægður enda em fjölmargir foreldrar fastir í sama neyslunetinu og verið er að lokka krakkana í. Þeir bera því einnig töluverða ábyrgð. Það lærir bamið sem fyrir því er haft, segir máltækið, og bankamir láta kné fylgja kviði. Aldrei hefur verið jafnauðvelt að stofna til skulda, hvort sem er með kreditkorti eða yf- irdráttarheimUd. Stúlkan sem vitnað var til hér að ofan sagði að þjónpstu- fulltrúar frá bönkum og sparisjóðum hefðu verið með bása í skólanum fyrstu daga skólaársins. Þar var kortaþjónusta þeirra kynnt og sæl- gæti boðið með. Og ef marka má frá- sögn hennar þarf enga ábyrgðar- menn fyrir yfirdráttarheimildum sem nema allt að 250 þúsund krón- um eða tölvulánum fýrir allt að 300 þúsund krónum. Það er af sem áður var. Til að fá lít- ið víxillán fyrir um 30 ámm þurfti menntskælingur að fara í gegnum þriðju gráðu yfirheyrslu inni á teppi bankastjórans sem var sérlega annt um að vita hvað gera ætti við pen- ingana. Fáir lofsyngja þá daga en nú gildir engu að síður sama regla og þá: Skuldir þarf að borga. Leiðinlegt, kannski, en það er sá rammi rajn- veruleiki sem blasir við eftir utan- landsferðirnar, trommusláttinn og fatainnkaupin. Ljúfara líf Vissulega lifa ungmenni í þægi- legra fjármálaumhverfi nú en áður fyrr. Tækifærin eru mun meiri og fjölbreyttari. Ef rétt er á haldið. Bankamir heyja eðlilega harða sam- keppni um nýja viðskiptavini og nýta sér til hins ýtrasta þann lagalega ramma sem þeim er settur. En þeir geta ekki hunsað þá siðferðilegu hlið málanna að leiðbeina ungu fólki, sem er að taka fyrstu skrefin út í lífið, um rekstur þess sjálfs, dyggðir þess að eyða ekki um efrii fram, að skuld- ir verði að greiða. Það kann að vera að fólki sé hollt að reka sig á, læra af biturri reynslu. Og það kann líka að vera að velvilj- aðir þjónustufuUtrúar tali fyrir dauf- um eymm þegar neyslu- og eyðslu- tónninn hefur verið gefinn heima fyrir. Unga fólkið sér auðvitað sjálft um að fara sér að voða í peninga- málum. En það fær vissulega byr í seglin frá bönkum og sparisjóðum sem ljá skuldsetningunni Ijúft og áhyggjulaust yfirbragð. Ráðgjöf um peninga TU að lífið verði jafnljúft og auglýs- ingarnar gefa tU kynna þarf að koma til ráðgjöf um meðferð peninga. Þar ættu heimUin náttúrlega að gegna lykilhlutverki. En ef ekki fer saman orð og æði er hætt við að sú ráðgjöf fari fyrir lítið. Og fyrst skólamir bjóða bönkunum í húsnæði sitt með tiíboð um skuldsemingu ættu þeir að leggja sitt af mörkum f þessum efnum. En bankamir geta fráleitt verið stikkfh' og stór hluti ábyrgðarinnar liggur hjá þeim. Taki þeir frumkvæði að mark- vissri fræðslu og leiðsögn hlýtur það að ljá ímynd þeirra jákvæðara yfir- bragð. Það getur varla verið meining- in að ungt fólk hrekist beinlínis frá námi vegna þess að bankamir hafa mglað fjármálavitund þess. Eða er það kannski, þegar öUu er á bominn hvolft, hagur banka og sparisjóða að ungt fóUc leggi af stað út í lífið með skuldasnöru um hálsinn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.