Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Síða 24
24 DVHGLGARBIAÐ LAUGARDAGUR 30.ÁGÚST2003 Matur og vín Umsjónarmaður: Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Árþúsundir eru liðnar frá því fyrst var farið að nota chiliávöxt eða chilipipar eins og hann er oft nefndur. Hann er talinn hafa sprottið fyrst í Mið- og Suður-Ameríku og nafnið er komið úr máli Nahuatl-indíána. Kristófer Kólumbus mun hafa flutt chiliávöxtinn með sér til Evrópu þarsem hann náði þó ekki vinsældum nema á af- mörkuðusvæði við Miðjarðarhaf. haðan barsthann tilAfríku, Indlands og Indónesíu og varð útbreiðsla hans hröð því að þar þótti hann fljótt ómissandi í matargerð. Hér á landi náði chilipiparnotkun ekki fótfestu fyrr en á allra síðustu árum. Chilipipar er náskyldur papriku. Hann fæst bæði ferskur, þurrkaður heill, niðursoðinn og malaður. Fjölmörg afbrigði eru til afávextinum og eru þau misjafnlega bragðsterk. Oft eru lítil aldin bragð- sterkari en þau stærri. Styrkurinn fer eftir því hvað ávöxturinn ber mikið afcapsaicin-olíu og því lengur sem ávöxturinn er eldaður því sterkara verður bragðið. Humarveisla íkrukku að hætti Lárusar Gunnars Jónassonar í Sjávarkjallaranum • • „Þetta er afar vinsæll réttur hjá okkur og það hef- ur gert mikla lukku hvernig hann er borinn fram, í gamaldags sultukrukku með áföstu loki. Hann er kannski svolítið flókinn en afar góður og tilvaiinn þegar maður vill gera vel við sig og sína. Gest- irnir þurfa að opna krukk- una til að komast í kræsing- arnar og því köll- um við « þennan rétt „Pick me up“ Sjáv- arkjallar- ans,“ segir Lárus Gunnar Jónasson, yfir- matreiðslumaður í Sj ávarkjallaranum, nýju og mjög skemmtilegu veitingahúsi í kjallara gamla Geys- ishússins. Lárus, sem einnig er landsliðsmaður í mat- reiðslu, segir að í Sjávarkjallaranum muni menn fara mikið út í „fusion“-matreiðslu en meiningin sé að hafa matinn góðan og skemmtilegan. Chili setur mjög sterkan svip á humarréttinn, auk íslenskra kryddjurta og andalifrarkæfu. Angan af þessu öllu stígur upp þegar sultukrukkan er opnuð. Á botninum er mýkt grænmeti, þá koma humarhalarnir, 5 í hverri krukku, sem veit hefur verið upp úr chili-sambal. Yfir þetta er sósunni hellt og lóyddsalatið - blöð af basil, kerfli og mintu - sett ofan á og trufflur að síðustu rifnar yfir. Engiferið er galangal-engifer, sem er sætara en það hefðbundna og fæst hjá Nings. Trufflur og andalifrarpaté má t.d. nálgast hjá GV-heildverslun sem sérhæfir sig í ýmsum sælkeravörum. Við matreiðsluna á þessum rétti má gera andalifrarsósu og chili-sambal á undan og for- sjóða má grænmetið. Uppskriftin hér miðast við fjóra. Botn blómkál spergilkál bok-choy (kál sem fæst í Nings) smjör salt og pipar Aðferð: Blómkál, spergilkál og bok-choy er mýkt aðeins f smjöri, kryddað og sett í botninn á krukk- unni (forsjóða má spergilkálið og blómkálið). Chili-sambal 1 stk. chili 2 skalottlaukar 2 hvítlauksgeirar 1/2 stilkur sítrónugras smávegis engifer (galangal -fæst í Nings) 2-3 dl hvítvfn Aöferð: Þetta er allt skorið ffnt og soðið niður í hvítvíni. Gott er að setja blönduna í blandara eða blanda þessu saman með töfrasprota. Humrinum er velt upp úr þessari blöndu áður en hann er sett- ur í glasið. Humarhalar 20 humarhalar - 5 í glas hnetuolía smjör salt og pipar Aðferð: Humarhalarnir eru settir „á bakið“ í hnetuolíu á snarpheitri pönnu og steiktir í 1-2 mínútur. Örlítið smjör er sett á pönnuna í lok steikingar til að fá léttan brunakeim, saltað og piprað. Andalifrarsósa skalottlaukur hvítlaukur stilkar af basil, kerfli og mintu 3 dl hvítvín 2 dl fisksoð (má nota hænsna'soð) 2 dl rjómi salt og pipar eftir smekk andalifrarpaté (fæst í GV-heildverslun) Aðferð: Laukurinn og stilkarnir skomir smátt og svitaðir í potti. Hvítvíni hellt yfír og það soðið niður. Þá er soðinu hellt yfir og það einnig soðið niður. Loks er rjóminn settur út í og hann soðinn niður. Eftir að sósan hefur verið soðin þrisvar sinnum niður er smjörklípa sett út í og loks dálítið af andalifrarkæfti. Til að leysa hana vel upp má nota töfrasprota eða blandara. Sósan á ekki að vera þykk. Allt sett í sultuglas með loki, kryddsalat ofan á og loks er jarðsveppur (tmffla) rifinn yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.