Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Side 28
28 OVHÍLGARBLAÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 ÞAR SEM ÁRNAR MÆTAST: Þarna koma Jökulsá og Kringilsá saman rétt sunnan við Sauðafell. Gengið um botn Hálslóns 73 manna hópur fór snemma sumars fótgang- andi í stóran hring um botn væntanlegs Hálslóns við Kárahjúkavirkjun. Leiðin lá um Kringils- árrana, eitt fáfarnasta svæði á íslandi, og fyrir upptök Jökulsár á Brú á Brúarjökli. Fimm erfiðir en ógleymanlegir dagar. Nú eru hafnar framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun en þegar stíflan við Kárahnjúka verður tilbúin mun Hálsión, stærsta virkjun- arlón á íslandi, verða til. Þrettán manna hóp- ur áhugafólks um náttúruskoðun lét þann draum sinn rætast í sumar að ganga í stóran hring meðfram Jökulsá að vestan og Kringilsá f Kringilsárrana og þaðan fyrir upptök Jök- ulsár á Brú á jökli og síðan aftur að Kára- hnjúkum meðfram ánni að austan. Þessi hugmynd er ekki einkaleyfi neins sér- staks einstaklings heldur lá hún einhvern veg- inn í loftinu og hefur gert um hríð. Þegar Háls- lón Jyllist af vatni munu margar fáséðar nátt- úruperlur og Iítt þekktar hverfa að eilífu. Þar ber hæst KringiJsárrana sem er innilokað landsvæði milli stóránna Jökulsár og Kringils- ár. Þar er rómað dýralíf og sérstætt náttúrufar en raninn mun ekki fara undir vatn nema að litlu leyti. Það er óhemju erfitt að komast í Kringils- árrana því ámar hvor sínum megin em óvæð- ar með öllu og því þarf að krækja fyrir upptök þeirra á jökli. Nokkur fjöldi manns hefur lagt leið sína í ranann í sumar og jafnan farið fyrir upptök Kringilsár á jökli og síðan sömu leið til baka. Sá hópur sem hér verður sagt frá ákvað að gera úr þessu ferðalagi hring með því að krækja einnig fyrir Jökulsá á Brúarjökli en það munu mjög fáir íslendingar hafa gert. Operation Hálslón Ferðalag þetta gekk manna á milli undir nafninu: Operation Hálslón og það var að morgni 11. júlí sem 13 manns söfnuðust sam- an við Sauðá, skammt innan við Kárahnjúka, til að hefja gönguna. Það hafði snjóað í ná- læg fjöll um nóttina og hitinn skriðið langleið- ina niður undir frost- mark. Flestir leiðang- ursmenn vom með 15-20 kílóa bakpoka með nesti til 6 daga, tjöld, myndavélar, lín- ur, brodda og ísaxir. Nú á dögum er Sauðá kurteislegt vatnsfall, nær laust við jökullit, en til skamms tíma var hún nær óvætt jökulfljót og var sauðfé ferjað yfir hana á tveimur kláfúm vor og haust og hallaði annar inn yfir ána en hinn í gagnstæða átt eftir því hvað átti við. I þann tíma var nær helmingur af vatni Kringilsár í Sauðá og var þá hægt að vaða Kringilsá inni við Rana. Þetta breyttist seint á 20. öld þegar jöklar höfðu hopað nóg til þess að vatnaskil færðust. Við gengum fyrst niður með Sauðá og skoð- uðum fossa, steinboga og flúðir og forn kláf- stæði en áin fellur í tilkomumiklum flúðum í Jökulsá, rétt innan við Kárahnjúka. Síðan lá leið okkar til suðurs meðfram Jöklu. Farvegur hennar er víða þröngur á þessum slóðum en undir Sauðafelli falla í hana lækir eða smáar ár úr Tröllagili og fleiri sprænum. Fögur stuðlagólf em við gljúfrið og rautt berg í veggj- unum þegar komið er inn undir Sauðafell. Þarna er á tveimur stöðum það sem kalla mætti flúðir eða fossa í Jökulsá og er sú syðri sérstaklega tilkomumikil þar sem ganga má alveg að ánni og sjá flagðið berjast um í þröngum og bröttum stokki og sjá með eigin augum smásteina og svarf sem hún rífur úr klettaveggjunum. Skammt þar sunnan við er sérstæður klettur niðri við ána sem hefur verið kallaður gljúfra- búi eða vörður Jök- ulsár því á honum er nokkur mannsmynd. Okkur fannst hann minni en myndir hafa gefið til kynna en fór- um ekki hjá garði án þess að heilsa. Lífríkið og frostið Allan þennan dag gengum við undir yfir- borði væntanlegs Hálslóns sem verður í 610 metra hæð yfir sjó þegar það verður fullt. Það var ekki fyrr en undir kvöld, þegar hópurinn stóð við hinn rómaða Kringilsárfoss eða Töfrafoss, sem hæstu menn fóru að reka höf- uðið upp úr vatni framtíðarinnar. Þá þótti mönnum mál að tjalda á þurm en allt í kringum okkur mátti sjá heiðagæsir á hlaupum, bæði ófleyga unga og fullorðna fugla, í sámm. Heilu breiðurnar þustu á Jökullinn reyndist vera harla torfær yfirferðar, löðrandi í skreipum leir, sullandi í leys- ingarvatni í hitanum og vað- andi í sprungum og hyldjúp- um svelgjum. HVAR ER MAMMA? Gæsarungi handsamaður í Kringilsárrana. Hann reyndist vera frekar fáskiptinn og önugur en fótfrár með afbrigðum. FOSSINN SEM KANNSKI FER: Kringilsárfoss eða Töfrafoss mun að llkindum falla beint ofan í Hálslón eða það ná upp á hann miðjan þegar það stendur fullt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.