Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 DVHELGARBLAÐ 29 Á HREINDÝRAVAKTINNI: Ferðalangar liggja (hópi og fylgjast með hreindýrum í Kringilsárrana. Þau eru í 100 metra fjarlægð. ÞETTA ER GOTT: Ferðalangur baðar þreytta fætur sína í Lindum. Þetta hitasvæði á austurbakka Jökulsár mun hverfa undir vatnið í Hálslóni. stjórnlausum flótta á hvað sem fyrir varð og hentu sér í straumköst Kringifsár rétt ofan við fossinn án þess að hika. Við mættum einmana hreinkú með kálf. Kýrin var hölt og hefur sjálf- sagt ekki getað fylgt hjörðinni. Kálfurinn skoð- aði göngumenn af þeirri forvitni og græsku- leysi sem öilu ungviði er eðlislæg og hljóp nokkra hringi í kringum hópinn og gaf ffá sér undarlega rámt baul en ákvað loks að fylgja móður sinni frekar en þessari marglitu hjörð. Menn voru þreyttir eftir hálfgerða súldar- göngu og sofnuðu vært á flesjunum undir Sauðafellsöldu við gæsagarg og ámið. Um nóttina steig ég út og fann hélaða jörð undir fótum mér. Það var orðið heiðskírt, kalt en stillilogn og miðnætursólin logaði á Snæfelli, Þjófahnjúkum, Sauðafelli, Kverkfjöllum og endalausrf víðáttu jökulsins. Daginn eftir var hugur í mönnum því ferð- inni var heitið í Ranann fyrirheitna. í bakandi sólskini og logni streðuðu menn meðffam Kringilsá og göntuðust með það hvort hægt væri að vaða hana. Handan árinnar bar þétta skóga hreindýrahorna við loft þar sem hjarð- irnar rásuðu um beitUandið í Kringilsárrana. Á hreindýravaktinni Það er aiveg sérstaklega önugt og erfitt landslag sem mætir göngumarini við jökul- rendur þar sem sand- og aurbleyta, í bland við stórgrýti, leggur snömr fyrir menn. Það reyndist síðan létt ganga fyrir upptök Kring- ilsár á sléttum og sandbomum jökli og vom tæpir þrír kílómetrar frá landtöku á jökli til lendingar við hinn jaðarinn. Við slógum niður tjöldum mjög snemma ofqrlega í KringUsárrana og tókum góða hvild. Síðan tók við löng gönguferð án byrða niður eftir rananum. Við gengum fram á stóra hjörð hreindýra eftir stutta stund og sannreyndum að sé vindstaðan rétt er hægt að komast býsna nálægt þeim því sagt er að þau sjái illa en heyrnar- og lyktarskyn sé þeim mun næmara. Það skýrir hvers vegna hreindýr hlaupa í sveig kringum ókunnuga hluti. Það er til þess að finna betur lyktina. Við lágum lengi í leyni á jökulöldu og virtum fyrir okkur hjörðina sem vom eingöngu tarfar og taidi 40-50 dýr. Tign- arlegar skepnur. Þvert yfir KringUsárrana liggja hinir ffægu Töðuhraukar sem em hryggur af graslendi ÁTALIVIÐ „TRÖLLIÐ": Ferðalangur minnist við „Tröllið' í gljúfrum Jöklu undir Sauðafelli. Hann endar á botni lónsins. sem BrúarjökuU sópaði saman þegar hann hljóp fram í lok nítjándu aidar, skóf upp gras- lendi og mosa og byggði hrygg sem er nokk- urra metra hár og sést bæði þvert yfir ranann og einnig báðum megin við ámar stóm sem umlykja hann. Þegar þetta gerðist heyrðust dynkirnir af brölti jökulsins aUa leið niður á Brú á Jökuldal og menn héldu að eldgos væri hafið. Svífandi hreinkálfar Þarna er magnað gróðurlendi sem hýsir margvíslegt fúglalíf og fjölbreyttan blómgróð- ur. Gæsin er mest áberandi en margs konar mófuglar einnig og við sáum merki þess að rebbi ætti einnig sín óðul á þessum fáfarna stað. Við sátum langa stund í kvöldkyrrðinni og virtum fyrir okkur landið neðst í rananum, grónar mýrar og stararengjar sem fara undir vatn. Sjálfsagt hefur hver um sig kvatt landið í huganum. Á leiðinni heim í tjöidin aftur mættum við lftilli hjörð hreinkúa með 9-10 kálfa sem svifu áreynslulaust með ma^ðrum sínum yfir grjótið. Þær hraðast yfir. Hvað sem það heitir þá sýnast þau svífa. Hringiður og hremmingar Daginn eftir var lagt á Brúarjökul og enn skein sólin án miskunnar sem er ekkert sér- stakt gleðiefni þegar ganga þarf yfir jökul í 700 metra hæð. Jökullinn reyndist vera harla tor- fær yfirferðar, löðrandi í skreipum leir, sull- andi í leysingarvatni í hitanum og vaðandi í sprungum og hyldjúpum svelgjum. Á leið okkar varð meðal annars hvítfyssandi jökul- kvísl sem kastaðist í straumhnyklum ofan á jöklinum sjálfum og var augljóslega ófær með öllu. Hún hvarf nokkrum tugum metra austar í einu lagi ofan í svelg á jöklinum og hringiðan sem þar myndaðist var ca 100 metrar í þver- mál og svart gat í miðjunni innan við straum- hnútana sem geystust hring eftir hring. Það var ekki laust við að hrollur færi um leiðangursmenn meðan baslað var við að koma fólki og farangri yfir kvísl sem rann úr hringiðunni sjálfri og þurfti að vaða. Síðan lá leiðin áfram austur yfir Brúarjökul, fyrir upptök Jökulsár og síðan fýrir upptök að minnsta kosti tveggja stórra kvísla sem aug- ljóslega var ekki viðlit að vaða. Þegar leiðang- urinn komst í tjaldstað undir öldu nokkurri í Maríutungum voru að baki ríflega 16 kfló- metrar á úfnum jökli og margvíslegt brölt í þeim torfærum sem þar geta mætt manni. Ekki voru allir heilir því leiðangursstjóri hafði snúið ökkla við að stökkva yfir leysingalænu með pokann á baldnu og broddana á fótun- um. Ekki gáfuleg ákvörðun en hrossaskammt- ur af paratabs og flDÚfeni gerði lífið bærilegra. Á slóðum snæuglunnar Morguninn eftir lá leiðin niður með Jökulsá að austan og var nú gengið um afar fáfarnar og eyðilegar slóðir sem þó iðuðu enn af li'fi því gæsin á þarna sín óðul. Þarna sáu leiðangurs- menn allir snæuglur tvær sitt af hvoru kyni sem eru meðal sjald- séðustu fugla á íslandi, en hreiður hennar mun síðast hafa fund- ist á íslandi um miðja 20. öld svo vitað sé op- inberlega. í fuglabók- um er sagt að hún lfkist hauslausri álft á flugi en ég hélt að slflcar álftir gætu ekki fiogið. Við Sauðárkofa, í grónum mýrum austan Jöklu, komu skyndilega 60-80 hreintarfar vaðandi í flasið á göngumönnum og brá sennilega báðum jafnmikið. Menn stóðu kyrrir en hreinar tóku á rás yfir mýramar á slíkum spretti að glitrandi vatnsský huldi næstum hjörðina í sólskininu. Við slógum tjöldum andspænis ármótum JökJu og Kringilsár og áttum góða kvöldgöngu niður að ánni og gátum enn virt fyrir okkur birtingarmyndir þess mikla náttúruafls sem menn hyggjast nú beisla. Á göngunni yfir jökulinn og gegnum ranann höfðum við verið yfir 610 metrum en nú var leiðangurinn aftur sokkinn í framtíðarlónið og kominn á talsvert dýpi. tóku hálfhring í kring- um okkur og hurfu stð- an út í auðnina bak við næsta hrygg. Hesta- menn í hópi leiðang- ursmanna töldu að hreindýr fæm á brokki þegar þau bæri hvað Á leiðinni heim í tjöldin aftur mættum við lítilli hjörð hreinkúa með 9-1 Okálfa sem svifu áreynslulaust með mæðrum sínum yfir grjótið. LANOIÐ SEM HVERFUR: f Tööuhraukum neöarlega í Kringilsárrana. Mikiö af því landi sem blasi; vlö.f baksýn mun fara undir vatr> í Hálslóni. Fótabað í „Edilánsveðri" Daginn eftir var enn sólskin og menn nokk- uð farnir að láta á sjá á eyrnabörðum og nefj- um sem glóðu orðið í sólinni eldrauð sem hrútaber. En slíkt veður er stundum kallað „Edilánsveður“ t vom hóp og þyrfti langt mál til að útskýra svo allir skildu. Snemma morguns síðasta daginn gengum við um svæði sem heitir Lindur á melhjalla við ána en þar sprettur upp heitt vatn á tveim- ur stöðum og mætti vel baða sig í öðm kerinu þótt enginn okkar legði í það vegna leirburð- ar, nema hvað menn difu fótum sínum í snarpheitt vatnið. Á grundunum neðan við Lindakofa sáum við melralcka á skokki sem forðaði sér á hörðu spani þegar hann varð mannaferða var. Hann hefur eflaust verið á höttum eftir mófugli, nema hann hafi verið stórhuga og ætlað að svífa í lamb, en gnótt sauðfjár gengur á þessum slóðum. Við lukum hringnum með því ganga yfir Jökulsá rétt við Kárahnjúka á brú sem reist hefur verið vegna virkjunarframlcvæmda. Síð- asta spölinn upp að Sauðá aftur gegnum við í félagi við drynjandi vömbfla sem aka sleitu- laust mannhæðarháum hjólum frá einum stað til annars. Við hlið slíkra tækja verður maðurinn smár en á annan hátt en hann verður smár andspænis afli náttúmnnar og þeim undmm sem við sáum á leið okkar. „Operation Hálsión“ lauk síðan f náttúm- baði á Laugarvöllum, rétt við Kárahnjúka, þar sem svaðilfarir undanfarinna daga vom gerð- ar upp yfir steiktu fjallalambi, köldum bjór og tröllasögum. polli@idv.is3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.