Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Qupperneq 30
30 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚ5T2003 MEÐ STERKA SJÁLFSMYND: Sigurð- ur G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, kann best við sig í kröppum dansi og hefur án efa sterka sjálfsmynd. Hann virðir hér fyrir sér portrett af sjálfum sér eftir Sigurð Árna Sigurðsson. DV-myndir E. Úl. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurijósa, ákvað á 15 mínútum að taka við starfi þegar fyrirrennari hans gekk út. Hann hefur siglt krappan sjó undanfarin misseri og á köflum hef- ur skútan verið talin af. Síðustu ágjafir snúast um uppsagnir á fréttastofu, afskipti eigenda af fréttaflutningi og vanskil stórra lána. Sigurður talaði við DV um ailt þetta og meira til. Þegar maður fer að velta því fyrir hvað fái einn þekktasta lögfræðing landsins til þess að yfírgefa lögfræðistofu sína í fullum rekstri og setjast í forstjórastól eins umdeildasta fyrir- tækis á íslandi, Norðurljósa, þá verður fátt um skýrar niðurstöður. Þetta gerði Sigurður G. Guðjónsson lög- fræðingur fyrir tæpum tveimur árum þegar hann tók við forstjórastarfi Norðurljósa af Hreggviði Jónssyni sem þá hafði gengið fyrir- varalaust út. Segja má að Hreggviður hafi stormað út en skattstjóri inn því í kjölfarið fór fram umtöluð húsrannsókn skattrannsókn- arstjóra. Við þessar aðstæður tók Sigurður við stjórninni og ætlaði fyrst að sitja í viku en situr enn. Hluti af skýringunni hlýtur að vera sá að Sigurður hafi gaman af því að berjast og hún er áreiðanlega sönn þótt Sigurður myndi sjálfsagt aldrei ijölyrða um það. Sigurður myndi heldur sjálfsagt aldrei viðurkenna sjálfur að hann væri ósvífmn, harður í horn og taka og á köflum hálfgerður hrekkjalómur, en flestum sem hafa kynnst honum finnst það nú samt. Tíðar andlátsfregnir Þegar Helgarblað DV gekk á fund Sigurðar sat hann hinn rólegasti í sófa á heimili sfnu og bauð upp á kaffi. Það var sólskin úti og frægur iðnaðarmaður að vinna úti á pallinum og við vildum fyrst fá að vita í hverju fjárhags- vandræði Norðurljósa væru fólgin og hvort fyrirtækið væri að berjast fyrir lífi sínu: „Ef menn skoða sögu Norðurljósa og for- vera þeirra, sem er 17 ára saga einkarekins fjölmiðils, þá hafa aðrir fjölmiðlar reglulega sagt frá væntanlegu andláti Islenska útvarps- félagsins, eða Norðurljósa, án þess að það hafi ræst. Við erum mjög skuldsettir og vissum það þegar í lok síðasta árs að Norðurljós gætu ekki staðið í skilum með afborganir í júní og að fyrirtækið myndi verða rekið með tapi ef ekkert yrði að gert á þessu ári. Þegar Norðurljós urðu til 1999 var tekið stórt lán hjá erlendum bönkum, eins og Chase Manhattan, NIB í Hollandi og Lands- bankanum. Það var þá talið eðlileg skuld- setning fyrir rekstur af þessu tagi. Síðan fer ís- lenskt efnahagslíf um koll og hér verður gengisfelling upp á marga tugi prósenta og Norðurljós, sem kaupa allt sitt efni inn í doll- urum, áttu enga möguleika á að koma þeirri hækkun út í verð á vöru eða þjónustu. Þess vegna hrönnuðust upp skuldir og all- ur strúktúr fyrirtækisins fór úr böndunum. Á sama tíma kom inn samkeppni frá nýrri op- inni sjónvarpsstöð sem hélst einhvern veg- inn á floti þótt hún tapaði rúmum milljarði á fáeinum misserum. Þegar allt stjórnunarlið Norðurijósa var orðið bundið yfir því að halda fyrirtækinu í horfinu vildi áherslan á það sem fyrirtækið er í raun að selja gleymast. Við gátum lækkað skuldirnar með t.d. söl- unni á eignarhlut okkar í Tali, en við erum samt enn of skuldsettir og þegar okkur varð það Ijóst að við gætum ekki staðið í skilum í sumar gagnvart okkar lánardrottnum var ráðið erlent ráðgjafarfyrirtæki til þess að fara í gegnum málið og koma með tillögur að endurskipulagningu fjárhags félagsins til frambúðar. Að þessu er nú unnið og þetta fyrirtæki er í sambandi við erlenda lánar- drottna, en við ræðum við innlendar lána- stofnanir," segir Sigurður sem kallaði þetta í viðtölum að vera í vanskilum en hafa full- komna stjórn á þeim. Er þetta ekki útúrsnún- ingur? „Það þýðir ekki að stinga hausnum í sand- inn og láta sig hverfa. Það verður að semja við lánardrottna og gera þeim grein fyrir stöð- unni eins og hún er. Það er að hafa stjórn á vanskilum sem er nauðsynlegt að sjá fyrir ekki síður en hagnað." Vantartvo milljarða - Hvað geta Norðurljós gert til þess að bæta stöðuna? Er eitthvað sem hægt er að selja? „Við höfum í sjálfu sér ekki hug á að selja eitt eða neitt. Við erum að vinna að því að auka hlutaféð og létta þannig á skuldunum. Það væri líka hægt að lengja í lánunum og breyta afborgunum þeirra. Við getum dregið saman í rekstrinum og það hafa ríflega 70 manns látið af störfum hjá félaginu á liðlega ári. Samt höfum við ekki minnkað þjónustu við viðskiptavini okkar heldur verið að gefa í,“ segir Sigurður. - Þarf miklar breytingar til þess að skulda- staðan verði viðráðanleg? „Við þurfum að lækka langtímalánin um tvo milljarða. Það væri hægt með nýju hluta- fé eða að breyta afborgunum skulda. Þetta er bara spurning um skipulag því við erum ekki að safna viðskiptaskuldum heldur er þetta fyrst og fremst spurning um greiðslur til lán- veitenda." - Viljið þið fá íslenska hluthafa inn eða skiptir það engu máli? „Það skiptir engu máli hvaðan hlutafé kemur. Fyrirtæki sem vinnur fyrir okkur hef- ur dreift upplýsingapakka um félagið til fjár- festa á Norðurlöndum og í Evrópu sem fjár- festa í fjölmiðlarekstri." - Hefur verið rætt við íslenska væntanlega hluthafa? „Ég hef ekki tekið þátt í slíkum viðræðum og veit ekki til þess að þær hafí farið fram, enda fer ég ekki með eigendaumboð heldur er ég starfsmaður félagsins." - Stöð 2 hefur boðað aukna þjónustu á haustmánuðum. Stöð 2 plús, sem er dagskrá Stöðvar 2, send út klukkutíma seinna, mun fara í loftið 1. september, að sögn Sigurðar. Fréttatími Stöðvarinnar verður síðan færður til kl. 19.00 föstudaginn 5. september og á af- mæli íslenska útvarpsfélagsins 9. október mun Stöð 3, ný rás á vegum Norðurljósa, fara í loftið. Er einhver sérstök þörf á að færa fréttatímann og var núverandi tími ekki tal- inn sá allra besti þegar fréttirnar voru færðar síðast? „Ég var ekki við stjórn á þeim tíma. Skoðanakannanir bentu þá til þess að fólk væri tilbúið í þessa breytingu en um það voru skiptar skoðanir. Auglýsinga- sölumenn okkar voru alltaf á móti þessu. Það er ekki til nein rétt niðurstaða. I þessum leik sigrar sá sem býður upp á besta efnið." Hið dauðvona breiðband - Nú hefur keppinautur ykkar, Skjár einn, boðað upphaf áskriftarsjónvarps í haust. Hvað veistu um það mál? „Þeir hafa verið að bjóða grimmt á móti okkur á kaupstefnum í efni fyrir áskriftar- sjónvarp sem hefur ekki gerst síðan Stöð 3 lognaðist út af á sínum tíma. Þeir bjóða ekki í þætti sem við erum með, enda er erfitt að fá birgjana til þess að framkvæma slík skipti. Það hefur ekki gerst síðan við tókum Simp- sons og X-files af Ríkissjónvarpinu. Það hlýtur að þýða að þeim sé alvara með þetta en afleiðingarnar eru þær að erlendir sölumenn fá hærri umbun og íslenskar sjón- varpsstöðvar fá dýrara dagskrárefni og við erum stundum að borga sama verð og greitt er á milljónamörkuðum í Evrópu." - Er ekki dýrt að koma á fót áskriftarsjón- varpi? „Mér skilst að Skjár 2 ætli aðeins að af- henda dagskrána við húsgaflinn hjá sér og Landssíminn, sem rekur þetta dauðvona „Ég hefaldrei hugsað um þetta sem fjárfestingu. Ég fer eftirþeim áhrifum sem mynd- in hefur á mig í fyrsta sinn. Það má segja að það verði að vera ást við fyrstu sýn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.