Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Síða 36
40 DV HELGARBLAD LAUGARDAGUR30.ÁGÚST2003 Tippleikurinn slær í gegn á dv.is Tippleikurinn á dv.is hefur aldeilis slegið í gegn og eru notendur nú komnir yfir 2500. Það kostar ekkert að vera með í leiknum og glæsileg verð- laun eru veitt eftir hverja umferð. Leik- urinn hefur verið tvískiptur því að bæði er hægt að tippa á Landsbanka- deildina og nú hefur ensku deildinni verið bætt við. Landsbankadeildin klárast 20. september og eftir það verður enski tippleikurinn í há- “>• vegum hafður. f enska 1X2 leiknum eru vald- ir sex athyglisverðir leikir úr hverri umferð sem hægt er að tippa á. Verði margir getspak- ir áhugamenn með alla leikina rétta í leiknum er sigurvegari umferðarinnar dreginn út. í að- alverðlaun í hverri umferð eru flottar íþrótta- vörur frá sportversluninni Jöa útherja og Tæknifyrirtækinu Öreind sem um þessar mundir fagnar 15 ára afmæli sínu. Þessi fyrirtæki verða í nánu samstarfi við dv.is um íenska 1X2 leiknum eru valdir sex athyglisverðir leikir tíl að * típpa á úr hverri umferð ensku úrvalsdeildarinnar. tippleikinn og munu meðal annars veita vegleg verðlaun. öreind sérhæfir sig í tæknibúnaði og selur meðal annars Hirchman-loftnetsefni og öflugan gervi- Samstarfsaðilar dv.is Jóí útherji OREIND hnattabúnað sem fót- boltaáhugamenn ættu að kynna sér enda hægt að ná mun fleiri sjónvarps- rásum með gervihnatta- móttakara en nú er í boði á íslandi. öðru hverju komum við sem störfum við tipp- leikinn svo notendum á óvart með því að gefa sér- stök aukaverðlaun. Þessi aukaverðlaun geta verið margs konar. Sem dæmi eru flugmiðar til útlanda, sjónvörp og aðrar glæsi- legar gjafir. Það er því lengi hægt að vinna til verðlauna taki menn þátt í þessum skemmti- lega leik. Vinsæll meðal kvenna Tippleikurinn hefur ekki síður verið vinsæll meðal kvenna en karla og er það sérstaklega ánægjulegt. Kvenmenn í leiknum skipta hundruðum og tippa þær ekki sfður rétt en strákarnir. Þá tekur allur aldur þátt f tippinu en sá yngsti er sex ára en sá elsti vel yfir átt- rætt. Sigtryggur Arnar Árnason var getspakastur í 1. umferð enska boltans og hlaut hann fyrstu verðlaun að þessu sinni. Sigtryggur fékk fyrir vikið glæsileg verðlaun og að auki fékk hann íslenska landsliðstreyju frá Errea sem ætti að koma sér vel á leik Islands og Þýskalands í undankeppni EM 6. september. „Ég er gegnheill Manchester United mað- ur. Reyndar hef ég aldrei komið á Old Trafford en ég stefni að því að fara þangað” segir Sig- tryggur sem ætlar að taka þá í tippleiknum í allan vetur. „Ég heffylgt Manchester síðan ég var polli og mun áhugi minn á þeim aldrei dvína" „Ég hef fylgt Manchester síðan ég var polli og mun áhugi minn á liðinu aldrei dvína. Innanlands er Vesturbæjarveldið KR mitt lið.“ Það eru því margar ástæður til að skella sér á Netið og skrá sig í tippleik dv.is - fullt af vinningum í boði - og það kostar ekkert að vera með. hiimar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.