Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR30.ÁGÚST2003 DVHELGARBLAD 47
Jói Kalli
með um helgina
íslenski landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjóns-
son gekk í gær til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið
Wolverhampton Wonderers. Félag Jóhannesar, Real
Betis, féllst loks á það að lána Skagamanninn unga til
Wolves út leiktíðina eftir langar samningaviðræður. Jó-
hannes Karl fer beint í hópinn hjá Úlfunum sem mæta
Portsmouth í dag.
„Það tók langan tíma að ná þessum samningi og ef
allt hefði verið eðlilegt hefði hann komið til okkar í byrj-
un vikunnar. Ef Jóhannes spilar eins og hann gerði með
Aston Villa síðasta vetur á hann eftir að spjara sig. Hann
er góður á boltanum og er með góð skot og kemur með í
spil okkar hluti sem ekki eru til staðar í dag,“ sagði Dave
Jones, framkvæmdastjóri Wolves.
Jóhannes Karl sagði í samtali við breska fjölmiðla í gær
að hann væri ánægður með að vera kominn aftur í enska
boltann.
„Ég held ég henti ensku úrvalsdeildinni vel því að ég
gef allt sem ég á og gef aldrei eftir. Þannig spila ég.“
henry&dv.is
FULLORÐINSFRÆÐSLA
Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið
PRÓFADEILD - ÖLDUNGADEILD
Grunnskólastig: (íslenska, danska, enska, stærðfræði)- grunnnám, fornám -
upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskólanám.
Framhaldsskólastig: sjúkraliða-, nudd- og félagsliðanámAlmennur kjarni
fyrstu þriggja anna framhaldsskóla og sérgreinar á heilbrigðissviðiFjamám í
sérgreinum á heilbrigðissviðiFélagsliðanám- brú fyrir starfsfólk í umönnun
aldraðra og fatlaðra.
Sérkennsla í lestri og ritun — viðtöl og einkatímar. íslenskæ: aukin
lestrarfærni, stafsetning og málfræði
INNRITUN: 27.ágúst — 3.september. Kennsla hefst 8.september.
ALMENNIR FLOKKAR - FRÍSTUNDANÁM
Fjölbreytt tungumálanám: Byrjenda- og framhaldsflokkar. Norska,
sænska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska,
pólska, tékkneska, arabíska og tælenska.
Talflokkar og upprijjun í dönsku, sænsku, ensku, þýsku, spænsku og
ítölsku fyrir þá sem hafa áður lært en lítið notað þessi tungumál. Daglegt mál
lestur bókmenntatexta.
PÍI*
mm-
Myndlist og handverk:
Fatasaumur, skrautskrift, glerlist,
mósaík, teikning og vatnslitamálun,
olíumálun, skopmyndateikning, prjón/
myndprjón/ hekl.
Önnur námskeið:
Fjármál heimilanna - leiðin til
velgengni, matreiðsla fyrir karlmenn -
byrjendur, matreiðsla sjávarrétta -
framhald, skokk, húsgagnaviðgerðir -
viðgerð á gömlum og antikhúsgögnum,
ritun ættarsögu, trúarbrögð heims, o.fl.
Námskeið fyrir böm og unglinga:
Norska, sænska, danska fvrir 7-11 ára. til að viðhalda kunnáttu þeirra í
málunum.
Spænska fyrir 7 -13 ára, byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Aðstoðarkennsla í stærðfraéðir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla.
INNRITUN: 10.—18.september kl. 09 -21. Kennsla hefst
22.september
íslenska fyrir útlendinga
Morgun-, síðdegis- og kvöldkennsla fyrir byrjendur og lengra komna (stig 1-5).
íslenska talflokkar og ritun.
INNRITUN: 17.-25. september kl. 09 -21. Kennsla hefst 29.
september.
Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Upplýsingar í sima: 551 2992
Netfang: - Vefsíða: www.namsflokkar.is
Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4.
AFTUR í ENSKA BOLTANN: Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með Úlfunum í enska boltanum í vetur.
Reuters
1
Staðan:
Arsenal 3 3 0 0 8-1 9
Man. Utd 3 3 0 0 7-1 9
Portsm. 3 2 1 0 7-2 7
Man. City 3 2 1 0 7-3 7
Chelsea 2 2 0 0 4-2 6
Blackburn 3 1 1 1 9-6 4
Charlton 3 1 1 1 6-5 4
Everton 3 1 1 1 6-5 4
Birmingh. 2 1 1 0 1-0 4
Tottenham3 1 1 1 2-2 4
South'ton 3 0 3 0 2-2 3
Fulham 2 1 0 1 4-5 3
Leeds 3 0 2 1 3-4 2
Leicester 3 0 2 1 3-4 2
Liverpool 3 0 2 1 1-2 2
Newcastle 2 0 1 1 3-4 1
AstonVilla 3 0 1 2 1-4 1
Middlesbr. 3 0 1 2 2-7 1
Bolton 3 0 1 2 2-10 1
Wolves 3 0 0 3 1-10 0
Markahæstu menn:
Teddy Sheringham, Portsmouth
Thierry Henry, Arsenal
Alan Shearer, Newcastle
Jason Euell, Charlton
Sjónvarpsleikir helgarinnar:
Everton-Liverpool
laugardag kl. 11.15 á Sýn
Chelsea-Blackburn
laugardag kl. 13.45 á Stöð 2
Southampton-Man. Utd
sunnudag kl. 12.15 á Sýn
Man. City-Arsenal
sunnudag 14.45 á Sýn
Það verða fullt af athyglisverðum
leikjum í enska boltanum á
boðstólnum í tippleik dv.is á
naestunni. Hér á eftir fara næstu tvær
umferðir.
5. umferð:
Arsenal-Portsmouth
Blackburn-Liverpool
Charlton-Man.Utd
Chelsea-Tottenham
Birmingham-Fulham
Everton-Newcastle
ö.umferð:
Wolves-Chelsea
Leeds-Birmingham
Newcastle-Bolton
Middlesboro-Everton
Man.Utd-Arsenal
Tottenham-Southampton
LOGI KLÁR: Logi Ólafsson setti enska
hlutann af tippleiknum á dögunum og
mætti þá sem stoltur stuðningsmaður
Manchester United.